Morgunblaðið - 23.09.2021, Page 41
41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Það er nánast sama
hvaða alþjóðlegu mæli-
kvarðar eru nefndir,
alls staðar er Ísland of-
arlega á lista yfir góð
samfélög. Við sem
byggjum þetta land nú
þegar liðið er 21 ár af
þessari öld getum verið
afar þakklát fyrir þann
arf sem gengnar kyn-
slóðir hafa ánafnað
okkur. Það þýðir þó
ekki að allt sé í lagi og
engu þurfi að breyta.
Grundvallaratriðið er
að vinna að umbótum
með samvinnu og sam-
stöðu en ekki bylt-
ingum og tilheyrandi
kollsteypum.
Nú snýst kerfið
um barnið
Í tíð sitjandi rík-
isstjórnar höfum við í
Framsókn leitt mörg
stór umbótamál. Vil ég
nefna þrjú þeirra.
Fyrst skal nefna barnamálin sem Ás-
mundur Einar hefur leitt. Með miklu
samráði við fagfólk, notendur þjón-
ustu og aðstandendur þeirra og lyk-
ilfólk úr öðrum stjórnmálaflokkum
tókst Ásmundi Einari að breyta kerf-
inu þannig að það snýst ekki lengur
um sjálft sig heldur um barnið sjálft.
Betra námslánakerfi
fyrir framtíðina
Næst vil ég nefna nýjan Mennta-
sjóð sem Lilja Dögg, mennta- og
menningarmálaráðherra, kom á
laggirnar en helstu breytingarnar í
nýju námslánakerfi felast í því að
höfuðstóll er lækkaður um 30% ef
námsframvinda er eðlileg, náms-
menn fá styrk vegna barna en ekki
aukið lán og að hægt verður að nota
námslánakerfið til að
hvetja með ívilnunum
til náms í ákveðnum
greinum eða hvetja sér-
fræðinga til búsetu í
hinum dreifðari byggð-
um.
Fjölbreyttar sam-
göngur fyrir aukin
lífsgæði
Að lokum vil ég sér-
staklega nefna sam-
göngusáttmála höfuð-
borgarsvæðisins. Þeir
sem aka um götur höf-
uðborgarsvæðisins
taka eftir þeim miklu
töfum sem eru víða.
Þær tafir eru að miklu
leyti komnar til vegna
þess mikla frosts sem
ríkti í samskiptum
borgarinnar og ríkisins
þegar kom að sam-
göngum. Áherslur
þessara aðila voru gjör-
ólíkar. Eitt af fyrstu
verkum mínum í sam-
göngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytinu
var að kalla aðila saman
að borðinu og vinna að sameiginlegri
sýn um fjölbreytta uppbyggingu
samgangna á höfuðborgarsvæðinu:
öflugri stofnleiðum, bættum almenn-
ingssamgöngum, göngu- og hjóla-
stígum og bættri umferðarstýringu.
Niðurstaðan er að á næstu fimmtán
árum verður 120 milljörðum króna
varið til þess að greiða leið um höfuð-
borgarsvæðið.
Þau mál sem ég hef tæpt á hér
sýna í hnotskurn hverju er hægt að
áorka ef leið samvinnu og sátta er
valin. Engar byltingar, heldur mikil-
vægar umbætur til að auka lífsgæði á
landinu okkar.
Eftir Sigurð Inga
Jóhannsson
» Í tíð sitjandi
ríkisstjórnar
höfum við í
Framsókn leitt
mörg stór um-
bótamál. Fyrst
skal nefna
barnamálin sem
Ásmundur Ein-
ar hefur leitt.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Höfundur er formaður Framsóknar
og samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra.
Árangur næst
með samvinnu
Þú þarft ekki að
taka kosningapróf til
að vita að atkvæði til
Sjálfstæðisflokksins er
atkvæði með ábyrgð,
stöðugleika og lágum
sköttum. Uppskrift-
inni að þeirri stöðugu
aukningu lífsgæða
sem við búum við.
Á hinn bóginn er
hægt að velja flokka
sem ætla að kollvarpa þeirri stefnu
með útblásnum loforðalista sem
verður greiddur með skuldsetningu
og skattahækkunum.
Valið er skýrt og mun hafa bein
áhrif á okkar daglega líf.
Þetta mun breytast
Íslensk heimili finna að við erum
á réttri leið. Skattarnir hafa lækkað,
verðbólgan er lág, tollar og vöru-
gjöld hafa verið afnumin, verslun er
frjálsari, trygginga-
gjaldið lægra, álögur á
fyrirtæki minni. Fólk
fær meira fyrir launin
sín.
Þetta mun breytast
ef ný ríkisstjórn setur
verðbólguna af stað
aftur. Við borgum fyr-
ir loforðalistana með
hærra vöruverði.
Tugþúsundir Ís-
lendinga eru nú með
lægri afborganir af
lánum eftir endur-
fjármögnun vegna þess að vextir
eru lágir. Útgjaldalistinn mun
hækka vextina og verðbólguna aft-
ur. Afborganirnar hækka með.
Við lækkuðum skatta – mest á þá
sem lægst hafa launin. Lífsgæði
okkar hafa aukist og fyrirtækjunum
gengur betur. Við ætlum að halda
áfram á sömu braut. Ef skatta-
hækkanir á einstaklinga og fyrir-
tæki verða aftur svarið við öllum
vanda eins og í tíð síðustu vinstri-
stjórnar verður hins vegar fljótt
breyting á.
Valið er skýrt
Það er ekki hægt að senda reikn-
inginn fyrir loforðalistunum eitt-
hvað annað. Það verður enginn bet-
ur settur ef kosningaloforðin enda í
hærri afborgunum um mánaða-
mótin, hærri sköttum á launaseðl-
inum og hærra verði á kassanum úti
í búð.
Stöndum saman um ábyrgð og
stöðugleika. Förum ekki í óvissu-
ferð í komandi kosningum. Höldum
áfram á réttri braut.
Stöðugleiki eða óvissuferð
Eftir Bjarna
Benediktsson » Atkvæði til Sjálf-
stæðisflokksins er
atkvæði með ábyrgð,
stöðugleika og lágum
sköttum.
Bjarni Benediktsson
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Kosningarnar snúast
um framtíðina. Við
stöndum á tímamótum
eftir langa glímu við
heimsfaraldur kór-
ónuveiru, glímu þar
sem náðst hefur mark-
verður árangur með
skynsamlegum sótt-
varnaráðstöfunum á
grundvelli bestu fáan-
legra gagna og vísinda.
Efnahagslegar og félagslegar að-
gerðir ríkisstjórnarinnar til að takast
á við afleiðingar faraldursins hafa
skilað árangri og íslenskt samfélag er
núna að spyrna við af krafti eftir
þetta þunga högg.
Það skiptir máli hvaða framtíð-
arsýn verður ofan á hjá fólkinu í land-
inu í þessum kosningum – ekki síst
vegna þess að við erum stödd á tíma-
mótum. Verður staðinn vörður um al-
mannaþjónustuna þrátt fyrir þrönga
stöðu ríkissjóðs? Verður atvinnu-
uppbyggingin græn, fjölbreytt og
byggð á þekkingu? Verður tryggt að
uppbygging samfélagsins stuðli að
árangri í loftslagsmálum? Og verður
velsæld og afkoma fólksins í landinu
forgangsmál að kosningum loknum?
Fjölbreytt og græn atvinna
Við Vinstri-græn leggjum á það
áherslu að atvinnuuppbyggingin
fram undan verði fjölbreytt og stjórn-
völd styðji með markvissum hætti við
aukna verðmætasköpun með stuðn-
ingi við rannsóknir, nýsköpun og
skapandi greinar. Við höfum góða
sögu að segja af kjörtímabilinu sem
nú er að lokum komið og sjáum
árangurinn, meðal ann-
ars í auknum útflutn-
ingi á hugviti og aukn-
um áhuga á fjár-
festingum í þessum
geira. Við eigum að
halda áfram á sömu
braut – tryggja góða
fjármögnun háskólanna
sem eru mikilvægustu
aflstöðvar þekking-
argeirans og sama má
segja um framhalds-
skólana. Rekstur há-
skóla og framhalds-
skóla hefur verið styrktur á
kjörtímabilinu svo að eftir er tekið.
Við eigum að tryggja áframhald-
andi styrkingu Rannsóknasjóðs,
Tækniþróunarsjóðs og Matvæla-
sjóðs, gera fjölgun listamannalauna
varanlega og efla faglega list-
greinasjóði. Við eigum að viðhalda
endurgreiðslum vegna rannsókna og
þróunar og tryggja það að sá góði
árangur sem hefur náðst verði enn
betri á komandi árum.
Tökum forystu í loftslagsmálum
Við Vinstri-græn vitum að næsta
kjörtímabil mun skipta sköpum í bar-
áttunni við loftslagsvána. Fyrsta fjár-
magnaða aðgerðaáætlunin í lofts-
lagsmálum fór af stað á kjör-
tímabilinu en eftir þá góðu byrjun
þarf enn að gefa í. Ný skýrsla Sam-
einuðu þjóðanna sýnir okkur með
skýrum hætti að við þurfum að
hreyfa okkur hraðar í aðgerðum okk-
ar. Við eigum að setja okkur sjálf-
stætt markmið um 60% samdrátt í
losun gróðurhúsalofttegunda. Til
þess að ná því þarf að hraða orku-
skiptum í öllum geirum og innleiða
rétta hvata í efnahagskerfið þannig
að atvinnulífið taki fullan þátt í þessu
mikilvæga verkefni fyrir okkur öll.
Við vitum líka að Ísland hefur tæki-
færi til að taka forystu í þessum mál-
um með róttækum og raunhæfum að-
gerðum – og þar skiptir máli að nýta
þá þekkingu og hugvit sem við eigum,
til dæmis á sviði landgræðslu og skóg-
ræktar, og nýrrar tækni eins og nið-
urdælingar kolefnis sem getur mark-
að tímamót í loftslagsbaráttunni á
heimsvísu.
Bætum lífskjörin
Við Vinstri-græn leggjum skýra
áherslu á að félagsleg sjónarmið þurfa
alltaf að vera leiðarljós okkar við upp-
byggingu. Við vitum að velsæld al-
mennings er lykilatriði fyrir almenna
velsæld og samfélög þar sem jöfnuður
er mikill eru líka þau samfélög sem
vegnar best efnahagslega. Við viljum
ekki samfélag þar sem örfáir sitja á
öllum auði á kostnað fjöldans. Þess
vegna innleiddum við þrepaskipt
tekjuskattskerfi fyrir einstaklinga
sem eykur jöfnuð og þess vegna vilj-
um við þrepaskiptan fjármagns-
tekjuskatt. Við vitum að ríkið hefur
hlutverki að gegna á húsnæðismark-
aði og öflugt félagslegt húsnæðiskerfi
eykur líka stöðugleika á hinum al-
menna fasteignamarkaði. Þess vegna
á ríkið að styðja áfram við almenna
íbúðakerfið og hlutdeildarlán og
tryggja þannig að þau sem eru verr
sett hafi tryggt þak yfir höfuðið. Við
vitum að það þarf að hækka grunn-
framfærslu almannatrygginga með
sérstakri áherslu á þá tekjulægstu í
þeim hópi. Og aukinn stuðningur við
barnafjölskyldur með öflugra barna-
bótakerfi skilar sér í aukinni velsæld
fjölskyldna í landinu.
Eflum almannaþjónustu
Við Vinstri-græn erum sá stjórn-
málaflokkur sem mun verja þann
árangur sem hefur náðst í uppbygg-
ingu almannaþjónustunnar og byggja
hana áfram og enn frekar upp. Rekst-
ur heilbrigðiskerfisins hefur verið
styrktur verulega á kjörtímabilinu,
dregið úr kostnaði sjúklinga, samn-
ingar náðust um styttri vinnutíma
vaktavinnufólks sem er ekki síst mik-
ilvægt mál fyrir stórar kvennastéttir
innan heilbrigðiskerfisins og lagt af
stað í löngu tímabærar framkvæmdir.
Þessum árangri má ekki fórna heldur
þarf að viðurkenna að öflug almanna-
þjónusta eykur velsæld allra og
tryggir jöfnuð í samfélaginu. Við
Vinstri-græn boðum ekki aukna
áherslu á einkarekstur ólíkt flestum
öðrum flokkum sem skera sig þannig
frá yfirgnæfandi meirihluta lands-
manna sem vill einmitt öflugt opin-
bert heilbrigðiskerfi.
Útrýmum kynbundnu ofbeldi
Jafnrétti kynjanna er ein vísasta
leiðin til að ná aukinni velsæld og
jöfnuði. Mikilvæg framfaraspor voru
stigin á kjörtímabilinu þegar fæðing-
arorlof var lengt í heilt ár með jafnri
skiptingu á foreldra og sex framselj-
anlegum vikum. Það er líka ánægju-
legt að sjá að samkvæmt nýrri launa-
rannsókn Hagstofunnar hefur
dregið úr launamun kynjanna á kjör-
tímabilinu. Mest hefur dregið úr
honum hjá ríkinu og enn er launa-
munurinn minnstur hjá sveitarfélög-
unum. Næstu verkefni snúa að hin-
um kynskipta vinnumarkaði. Þar
þarf að leggjast í að meta virði ólíkra
starfa eftir því hvort karlar eða kon-
ur eru í meirihluta. Og stíga þarf
næstu skref í baráttunni gegn kyn-
bundnu ofbeldi – sem er í senn orsök
og afleiðing misréttis í samfélaginu.
Framtíðin er í okkar
höndum
Við Vinstri-græn lítum svo á að
hlutverk stjórnmálanna sé að
tryggja velsæld og lífsgæði allra. Það
skiptir gríðarlega miklu máli að við
tökum réttar ákvarðanir á næsta
kjörtímabili, ákvarðanir sem tryggja
jöfnuð og jöfn tækifæri allra. Við eig-
um að halda áfram að bæta lífskjör á
Íslandi með sjálfbærni að leiðarljósi
og setja okkur metnaðarfull mark-
mið og ráðast í róttækar og raunhæf-
ar aðgerðir gegn loftslagsvánni.
Stíga þarf stór skref í að auka verð-
mætasköpun í öllum greinum með
aukinni áherslu á þekkingargeirann
og skapandi greinar. Við vitum að
með Vinstri-græn í forystu verður
velsæld og afkoma almennings í for-
gangi.
X-V 25. september
Velsæld til framtíðar
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur » Við Vinstri-græn
leggjum á það
áherslu að atvinnu-
uppbyggingin fram-
undan verði fjölbreytt
og stjórnvöld styðji með
markvissum hætti við
aukna verðmætasköpun
með stuðningi við rann-
sóknir, nýsköpun og
skapandi greinar.
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er forsætisráðherra.
Skot Erlendur ferðamaður á förnum vegi í borginni, með símann á lofti til að ná góðri mynd í minningabankann.
Unnur Karen