Morgunblaðið - 23.09.2021, Qupperneq 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Af umræðum í að-
draganda kosninga
gætu ókunnugir feng-
ið það á tilfinninguna
að svo mikið sé að í ís-
lenskum sjávarútvegi
að það verði að ráðast
í róttækar breytingar.
Kannski ekki ein-
hverjar ákveðnar, en
einhverjar. Grundvall-
arspurningunni er þó látið ósvarað;
hvernig á að útfæra breytingar á
kerfinu þannig að til bóta sé fyrir
land og þjóð. Eitt er víst, alltaf má
gera betur í sjávarútvegi á Íslandi,
en það verður ekki gert með koll-
steypu kerfisins, heldur þróun. Það
er öruggt. En þrátt fyrir að ein-
hverjir kunni að hafa það á tilfinn-
ingunni, að eitthvað sé í ólagi, þá er
rétt að fara yfir nokkra mikilvæga
þætti, sem eru í stakasta lagi.
Sjálfbærni
Íslenskur sjávarútvegur er sjálf-
bær og með aflamarkskerfinu hefur
almennt tekist vel við endurreisn
fiskistofna, frá því að þeir voru við
það að hrynja og sumir hrundu.
Fækkun báta, skipa og útgerða hef-
ur gerst á forsendum markaðarins
og er nú svo komið að ísenskur
sjávarútvegur leggur hlutfallslega
mest til þjóðarbúsins meðal allra
fiskveiðiþjóða heims. Sjávarútvegur
á Íslandi er ekki ríkisstyrktur, ólíkt
því sem víða gerist. Sjávarútvegur-
inn var, er og mun verða ein af
grunnstoðum íslensks efnahagslífs.
Hann mun raunar verða enn sterk-
ari ef honum er leyft að þróast á
eðlilegum forsendum.
Árangur í loftslagsmálum
Íslenskur sjávarútvegur hefur nú
þegar náð markverðum árangri í
loftslagsmálum. Á undanförnum ár-
um hefur sjávarútvegur notað
helmingi minna af olíu en hann
gerði á tíunda áratug síðustu aldar.
Í samanburði við olíunotkun grein-
arinnar á fyrsta áratug þessarar
aldar, nemur samdrátturinn 40%.
Vissulega er olíunotkun háð fram-
leiðslu á hverjum tíma, en almennt
stækkar kolefnisspor atvinnugreina
með auknum umsvifum. Sjávar-
útvegi hefur á hinn bóginn tekist að
draga úr olíunotkun og minnka kol-
efnisspor sitt án þess að það komi
niður á framleiðslu og gott betur.
Lykilþáttur í þessari þróun er af-
gerandi, en hann felst í fiskveiði-
stjórnunarkerfinu sem sjávarútveg-
urinn byggist á.
Virðisaukning hér á landi
Um 98% af íslensku sjávarfangi
eru seld á kröfuhörðum alþjóð-
legum markaði. Til þess að standast
þá samkeppni þarf sífellt að fjár-
festa í nýjustu tækni og búnaði. Hjá
sumum öðrum þjóðum fer virðis-
aukning í sjávarfangi að langmestu
leyti fram í láglaunalöndum, þangað
sem aflinn er seldur óunninn til
vinnslu og hann svo aftur fluttur á
markað, með tilheyrandi neikvæð-
um áhrifum á umhverfið. Virðis-
aukning vegna vinnslu á fiski af Ís-
landsmiðum fer að langmestu leyti
fram á Íslandi og svo mun verða
meðan samkeppnisstaðan er tryggð.
Hina miklu áherslu á fullvinnslu hér
heima má glögglega sjá í mikilli
fjárfestingu sjávarútvegsfyrirtækja
í hátæknivinnslum víða um land.
Þess þarf hins vegar að gæta að
opinber gjöld úr hófi á heimavíg-
stöðvunum verði vinnslunni ekki
fjötur um fót.
Fjárfestingar og
margfeldisáhrif
Fjárfestingar eru forsenda fram-
fara á öllum sviðum. Það á einnig
við í sjávarútvegi. Fjölmörg íslensk
tækni-, hugvits- og iðnfyrirtæki
hafa átt í góðu samstarfi við ís-
lenskan sjávarútveg, þar sem til
hafa orðið lausnir sem nú eru flutt-
ar út fyrir tugi milljarða á ári
hverju. Forsvarsmenn þessara fyr-
irtækja segja að samvinna við sjáv-
arútveginn hafi skipt sköpum við
þróun og hönnun. Og sjávarútvegs-
fyrirtækin hafa verið viljug að fjár-
festa. Með því að vinna sífellt að því
að finna leiðir til þess að auka gæði
afurðanna og mæta þörfum mark-
aða hefur sjávarútvegur tryggt
samkeppnishæfni atvinnugrein-
arinnar og stutt um leið við aukinn
útflutning tengdra fyrirtækja.
Nýsköpun
Undanfarin tíu ár hafa Nýsköp-
unarverðlaun Íslands fallið sex
sinnum í hlut fyrirtækja sem tengj-
ast með einhverjum hætti sjávar-
útvegi. Það er ekki tilviljun því
sjávarútvegsfyrirtæki reyna hvað
þau geta til þess að styðja við ný-
sköpun sem kemur öllum til góða.
Þar undir búa ekki síst væntingar
um að gera megi verðmæti úr öllum
fiskinum, en ekki bara flakinu einu
saman.
Þarf að stefna áframhaldandi
árangri í tvísýnu?
Það sem hér hefur verið upp talið
byggist á því, að sjávarútvegsfyr-
irtæki hafa haft fyrirsjáanleika og
trygga úthlutun aflaheimilda. Væri
ekki svo, myndu fyrirtækin ekki
fjárfesta til langframa, enda væri
með því mjög óvarlega farið. Fyrir-
tæki fjárfesta ekki þegar sú hætta
vofir yfir að stórfelldar breytingar
verði gerðar á rekstrarumhverfinu.
Það segir sig sjálft. Ef sjávar-
útvegur hættir að fjárfesta mun
ekki aðeins draga úr samkeppn-
ishæfni, heldur munu mörg önnur
fyrirtæki, starfsmenn þeirra og
landshlutar, ekki fara varhluta af
því.
Fólk getur haft hvert sína skoðun
á sjávarútvegi, en fæstir leggja sig
þó eftir því að horfa á heildarmynd-
ina. Sé það gert kemur í ljós að
sjávarútvegur á Íslandi er miklu
meira en það að sækja sjóinn, flaka
og frysta. Íslenskur sjávarútvegur
er einn sá fremsti í heimi og fjölda-
mörg önnur íslensk fyrirtæki reiða
sig á styrkleika hans. Til að svo
megi áfram verða þurfa þau sem
hyggjast umbylta íslenska kerfinu
að svara þeirri spurningu; af hverju
að fórna þessari stöðu og fyrir hvað
er verið að fórna henni? Það veltur
mikið á íslenskum sjávarútvegi, oft-
ast miklu meira en auganu mætir
við fyrstu sýn.
Samfélagslegur
styrkur sjávarútvegs
Eftir Ólaf
Marteinsson og
Heiðrúnu Lind
Marteinsdóttur
Ólafur
Marteinsson
» Sjávarútvegurinn
var, er og mun verða
ein af grunnstoðum ís-
lensks efnahagslífs.
Hann mun raunar verða
enn sterkari ef honum
er leyft að þróast á eðli-
legum forsendum.
Ólafur er formaður Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi.
Heiðrún Lind er framkvæmdastjóri
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Áherslur sjálfstæð-
ismanna í aðdraganda
alþingiskosninga 25.
september nk. miða að
verðugum mark-
miðum til að efla og
vernda hag lands-
manna:
. lækka skatta,
hækka skattleys-
ismörk – bæta lífs-
kjör almennings
. tryggja atvinnuöryggi, hagvöxt
og lágt vaxtastig – treysta grunn
farsællar framþróunar
. koma í veg fyrir vinstri stjórn
með tilheyrandi glundroða –
tryggja samheldni og stöð-
ugleika í stjórn landsins
. tryggja valddreifingu og heil-
brigða lýðræðislega stjórn-
arhætti
. stuðla að verðmætasköpun sem
eykur mátt til að styðja þá sem
standa höllum fæti – fjármunir
til samfélagslegra verkefna vaxa
ekki á trjánum
. bæta samgöngur bæði innan
höfuðborgarsvæðisins og á
landsbyggðinni – afstýra
umferðarteppum sem auka
mengun og sóa tíma fólks
. útrýma biðlistum í heilbrigð-
iskerfinu
. að Íslendingar verði leiðandi í
orkuskiptum úr olíu yfir í græna
orku – hitaveitur og
stuðningur við aðr-
ar þjóðir á sviði
jarðhitanýtingar er
stór og mikilvægur
skerfur Íslendinga í
baráttunni gegn
loftslagsvanda
. efla menntun, sér-
staklega grundvall-
arfærni í lestri,
skrift, reikningi,
ásamt þekkingu á
umhverfi okkar og
náttúru – hlynna að uppvaxandi
kynslóð
. treysta gagnkvæma virðingu og
tillitssemi í samskiptum
. vinna gegn brottfalli ungmenna
úr skólakerfinu og tryggja að-
gengi að hollum og góðum mat á
sanngjörnu verði í skólum lands-
ins
. að leggja rækt við menningararf
þjóðarinnar og örva hæfileika-
ríkt listafólk okkar til dáða í
blómlegu menningarlífi heima og
úti um heim
. bæta óskilvirk stjórnkerfi, efla
þjónustuvilja, stytta boðleiðir og
mæla fyrir um skýra ábyrgð
þeirra sem fara með ákvörð-
unarvald hjá ríki, sveitar-
félögum og stofnunum
. taka öflugan þátt í alþjóða-
samstarfi og verja þar í hvívetna
hagsmuni Íslands
. bregðast skynsamlega við vand-
málum flóttamanna, styðja þá
eftir getu á heimaslóðum og auð-
velda aðlögun þeirra sem hingað
til lands koma.
. tryggja reynslu og þekkingu
eldri borgara, „gráa gullsins“,
greiðan farveg út í þjóðfélagið,
með réttan hlut, bættan hag og
aukna vellíðan þeirra í huga, að
farið sé vel og viturlega með
skattfé borgaranna
. að tryggja á allan hátt framtíð-
arstöðu Íslendinga sem fram-
úrskarandi velmegunarþjóðar
Löng reynsla hefur sýnt og
sannað, kynslóð eftir kynslóð, að
Sjálfstæðisflokknum er best
treystandi til að tryggja stöðug-
leika og víðtæka velmegun þjóð-
arinnar. Nái Sjálfstæðisflokkurinn
ekki góðri kosningu nú aukast tví-
mælalaust líkur á langvarandi
stjórnarkreppu og sundurlausu
stjórnarfari.
Afstýrum glundroða – tryggjum
þjóðinni pólitískan og efnahags-
legan stöðugleika: Setjum X við D.
Eftir Arnar Þór
Jónsson
» Áherslur sjálfstæðis-
manna miða að verð-
ugum markmiðum,
stuðla að farsæld og
tryggja stöðugleika.
Arnar Þór Jónsson
Höfundur skipar 5. sætið á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvest-
urkjördæmi.
Gegn glundroða
Það er þroskaferli
að eldast, ferli þar
sem margir upplifa
aukinn tíma til að
sinna áhugamálum og
því sem skiptir hvern
og einn mestu máli í
lífinu. Á síðustu ára-
tugum hefur þetta
ferli og æviskeið eldra
fólks lengst svo um
munar og aldurssamsetning þjóð-
arinnar tekið miklum breytingum.
Þessi þróun felur í sér stórar
áskoranir fyrir íslenskt samfélag,
áskoranir sem nauðsynlegt að
bregðast við.
Bandaríski rithöfundurinn Betty
Friedan sagði eitt sinn að það að
eldast ætti að vera ævintýri, ekki
vandamál. Því miður er allt of al-
gengt að litið sé á hækkandi aldur
þjóðarinnar og aukna þörf eftir
þjónustuúrræðum fyrir eldra fólk
sem vandamál. Birtist þetta ekki
síst því að málaflokknum hefur
ekki verið forgangsraðað hingað til
og að framtíðarsýn og heildar-
stefnu í málefnum eldra fólk hefur
skort. Afleiðing þessa er lífs-
gæðaskerðing eldra fólks, aukið
álag á aðstandendur, minni starfs-
geta en tilefni er til og svo fram-
vegis. Þörf er fyrir aukna fjöl-
breytni og öflugri þjónustu sem
gerir eldra fólki kleift að búa sem
lengst á eigin heimili með reisn og
veitir því möguleika á að upplifa
þau ævintýri sem það kýs.
Staðan í málaflokki eldra fólks
kallar á stórtækar breytingar.
Nauðsynlegt er að skoða þau þjón-
ustukerfi og úrræði sem standa til
boða, samspil þeirra og samþætt-
ingu og ábyrgð ólíkra aðila. Hér
duga engin vettlingatök, þörf er
fyrir aðgerðir og kerfisbreytingar
byggðar á sama grunni og unnar
voru í málefnum barna á líðandi
kjörtímabili af Ásmundi Einari
Daðasyni, félags- og barna-
málaráðherra. Ásmundi Einari hef
ég kynnst í gegnum störf mín hjá
Landssambandi eldri borgara og
hef séð hvernig hann tæklar verk-
efnin af krafti og af heilindum. Ég
treysti honum því fullkomlega til
að leiða þessa vinnu og hlakka til
að taka slaginn með honum.
Brjótum upp kerfi –
fjárfestum í fólki!
Á komandi kjörtímabili leggur
Framsóknarflokkurinn áherslu á
að ráðist verði í endurskipulagn-
ingu á málaflokknum út frá grunn-
gildum aldursvæns samfélags,
samþættingu og persónumiðaðri
þjónustu. Við leggjum áherslu á að
útrýma „gráum svæðum“ í þjón-
ustu við eldra fólk og að öll þjón-
usta byggist á faglegu mati á ein-
staklingsbundinni þörf. Við ætlum
okkur að samþætta þjónustu í
heimahús, þátttöku og virkni aldr-
aðra samhliða þess sem við ætlum
okkur að efla lýðheilsu og for-
varnir. Við ætlum okkur að tryggja
heildstæðari endurhæfingu og auk-
inn sveigjanleika í þjónustu, má
þar til dæmis nefna dagþjálfun.
Við ætlum að gera stórátak í
uppbyggingu heimilishjálpar,
heimahjúkrunar og dagþjálfunar-
rýma. Þörf er fyrir að bæta og
fjölga endurhæfingarúrræðum og
skapa fjölbreyttari þjónustu sem
styður eldra fólk til að búa heima
hjá sér sem lengst, en með því
móti að það haldi sjálfstæði sínu,
reisn og virðingu. Samhliða þessu
er mikilvægt að skoða þeim tæki-
færum sem felast í betri nýtingu
fjölbreyttrar velferðartækni.
Á næsta kjörtímabili ætlum við
enn fremur að samræma upplýs-
ingakerfi og byggja upp öfluga
upplýsingagátt. Með henni verður
miðlæg gátt fyrir umsóknir um
þjónustu hins opinbera innleidd.
Notendur munu þannig ekki þurfa
að sækja um þjónustu á mörgum
stöðum heldur gegnum eina þjón-
ustugátt og gegnum hana fengi
viðkomandi viðeigandi þjónustu á
hverjum tíma.
Lífskjör eldra fólks
Á næsta kjörtímabili ætlum við í
Framsókn að beita okkur fyrir að
hækka almenna frítekjumarkið í
skrefum. Við viljum mæta þeim
verst stöddu og horfum þar sér-
staklega til húsnæðismála en flest-
ir þeir sem búa við bág kjör búa í
mjög skuldsettu húsnæði eða
greiða háa leigu.
Við viljum samræma umsókna-
gátt almennra og sérstakra hús-
næðisbóta. Framsókn vill að farið
verði í heildarendurskoðun á hús-
næðismálum með það að leiðarljósi
að finna leiðir til að hjálpa þeim
verst stöddu, ásamt því að afnema
frítekjumark atvinnutekna og end-
urskoða lög um starfslok ríkis-
starfsmanna. Ásmundur Einar hef-
ur sýnt að hann getur og vill koma
í gegn stórum kerfisbreytingum.
Saman ætlum við að umbylta mál-
efnum eldra fólks og fjárfesta í
fólki. Við erum nefnilega rétt að
byrja.
Eftir Ásmund Einar
Daðason og Þór-
unni Sveinbjörns-
dóttur
» Þörf er fyrir aðgerð-
ir og kerfisbreyt-
ingar byggðar á sama
grunni og unnar voru í
málefnum barna
Ásmundur Einar
Daðason
Höfundar skipa fyrsta og þriðja
sæti á lista Framsóknar í Reykjavík
norður.
eldrafolk@framsokn.is
Við þurfum byltingu
fyrir eldra fólk
Þórunn
Sveinbjörnsdóttir