Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 48
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Við stöndum
frammi fyrir sögulegu
tækifæri til að efla
lífskjör hér á landi til
langrar framtíðar.
Hugverkaiðnaður hef-
ur fest sig í sessi sem
fjórða stoðin í útflutn-
ingi þjóðarbúsins. Út-
flutningstekjur hug-
verkaiðnaðar námu
160 milljörðum króna
á síðasta ári, í miðjum heimsfar-
aldri og tilheyrandi efnahags-
óvissu. Aukinn útflutningur á
þessu sviði er ekki tilviljun. Aukn-
ingin er afsprengi áræðinna frum-
kvöðla og markvissra aðgerða
stjórnvalda. Útflutningstekjur hug-
verkaiðnaðar hafa
aukist jafnt og þétt og
tvöfaldast frá árinu
2013. Það er kominn
nýr keppandi í hag-
kerfið og hann er í
eðli sínu ólíkur öðrum
útflutningsstoðum Ís-
lands.
Hugverkaiðnaður er
fjölbreyttur. Tölvu-
leikjagerð, hugbún-
aðarþróun, há-
tæknibúnaður fyrir
matvælaframleiðslu,
gagnavinnsla, líftækni, þróun lyfja
og heilbrigðistækni. Það sem fyrir-
tæki innan hugverkaiðnaðar eiga
sameiginlegt er að þau byggjast
upp á fjárfestingu í rannsóknum
og þróun og þau hafa nær ótak-
mörkuð vaxtatækifæri á al-
þjóðamörkuðum. Lausnir við
áskorunum í heilbrigðiskerfinu og
loftslagsvandanum felast meðal
annars í fjárfestingu í rannsóknum
og þróun, nýsköpun og nýrri
tækni. Græn tækni og heilbrigð-
istækni geta þannig á sama tíma
átt þátt í lausn þessara stóru
áskorana og skapað verðmæti fyrir
þjóðarbúið og stækkað fjórðu stoð-
ina.
Skattahvatar vegna rannsókna
og þróunar, sem hafa verið auknir
verulega á síðustu þremur árum,
leika stórt hlutverk í þessari þró-
un. Þannig hafa réttar ákvarðanir
stjórnvalda leitt hratt til aukinna
fjárfestinga í nýsköpun. Hækkun á
endurgreiðslum sem fest var í lög í
maí 2020 hafði strax jákvæð áhrif.
Fjölmörg dæmi eru um fyrirtæki í
hugverkaiðnaði sem sóttu fram,
fjölguðu starfsfólki og juku fjár-
festingu á sama tíma og fyrirtæki í
mörgum öðrum atvinnugreinum
fækkuðu starfsfólki vegna efna-
hagsóvissu. Hugverkaiðnaður get-
ur þannig sveiflujafnað hagkerfið
og aukið stöðugleika sem hefur
verið langþráð markmið.
Ef rétt er á málum haldið mun
hugverkaiðnaður halda áfram að
vaxa og dafna. Festa þarf hækkun
á endurgreiðslum vegna rannsókna
og þróunar í sessi í lögum. Þá þarf
að liðka verulega fyrir ráðningu
erlendra sérfræðinga enda er að-
gangur að sérfræðiþekkingu á
ýmsum sérhæfðum sviðum tak-
markaður hér á landi og er hindr-
un í vegi vaxtar fyrirtækja í hug-
verkaiðnaði. Eitt stærsta
efnahagsmálið er að ryðja hindr-
unum úr vegi á þessu sviði. Ný
ríkisstjórn þarf að setja hug-
verkaiðnað og áframhaldandi fjár-
festingu í nýsköpun í algjöran for-
gang á næsta kjörtímabili.
Uppskeran af því verður ríkuleg
fyrir alla landsmenn til langrar
framtíðar og mun skapa eftirsótt
og verðmæt störf á Íslandi fyrir
framtíðarkynslóðir.
Við erum í dauðafæri
Eftir Sigríði
Mogensen »Ný ríkisstjórn þarf
að setja hugverka-
iðnað og áframhaldandi
fjárfestingu í nýsköpun í
algjöran forgang á
næsta kjörtímabili.
Sigríður Mogensen
Höfundur er sviðsstjóri iðnaðar- og
hugverkasviðs SI.
Í baráttu við COVID-19
býður Donnamaska, grímur
og andlitshlífar sem eru
gæða vara frá DACH og
notuð um allan heim.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Covid gríma,þægilegri ogþéttir vel
Sími 555 3100 www.donna.is
Góð á ferða-
lögum erlendis,
í flugvélum og
á flugvöllum.
10 stk.
verð kr. 720
C-gríma Pandemic
Respirator andlitsgríma
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Vefverslun: selena.is
25. september
Útsölulok
50%
afsláttur
af allri
útsöluvöru
Meðfylgjandi tafla sem unnin er
upp úr gagnagrunni OECD gefur
nokkuð skýrari mynd af ástandi
heilbrigðismála hér á landi en
óljós umræða og loforð frambjóð-
enda í aðdraganda kosninga. Með-
fylgjandi tafla sýnir hlut vergrar
landsframleiðslu sem
fer til heilbrigðismála
árin 2018-20. Tölur
fyrir 2020 eru ekki
tiltækar fyrir Dan-
mörku og Finnland.
Taflan sýnir að Ís-
land ver minnstum
hluta landsframleiðslu
til heilbrigðismála af
öllum Norðurlanda-
þjóðunum, þótt fram-
lagið hafi vaxið hratt
á sl. ári, sjálfsagt
vegna Covid-útgjalda.
Af þessu verðum við
að álykta að þjóðin
verði héðan í frá að
auka hlut heilbrigð-
isútgjalda af lands-
framleiðslu úr rúmum
8%, þar sem þau hafa
verið lengst af sl. ára-
tug, í um og yfir 10%
á næstu árum. Þótt
aukning um 1-2%
þyki ekki mikil í okk-
ar þjóðfélagi, þar sem helst er tal-
að um tugi prósenta, þá er þetta
samt mikil breyting. Skv. tölum
frá Hagstofu er búist við að verg
landsframleiðsla nemi rúmum
3.100 milljörðum
króna 2021. Hækkun
heilbrigðisútgjalda úr
8% í 10% gæti því
numið rúmum 60
milljörðum á ári.
Þetta er ekki mikil
fjárhæð þegar á heild-
ina er litið, en það
getur orðið þungur
róður fyrir ríkissjóð
að mæta þessu mark-
miði þegar horft er til
þess að gerðar eru
kröfur til hans um
aukin útgjöld til fé-
lagsmála og mennta-
mála á sama tíma.
Heildarrekstrartekjur
ríkissjóðs námu 866
milljörðum 2020. Því
er það heilmikil til-
færsla að mæta 60
milljarða aukningu í
einn málaflokk.
Nú er það kjósenda
að meta hver forgangsröðunin á að
vera.
Heilbrigðisútgjöld í
samanburði við önn-
ur Norðurlandaríki
Eftir Björn Matthíasson
» Verðum við
að álykta að
þjóðin verði
héðan í frá að
auka hlut heil-
brigðisút-
gjalda.
Björn Matthíasson
Höfundur er hagfræðingur.
bjmatth@simnet.is
2018 2019 2020
Danmörk 10,1 10,0
Noregur 10,0 10,5 11,3
Svíþjóð 10,9 10,9 11,4
Finnland 9,0 9,2
Ísland 8,4 8,6 9,8
Heilbrigðisútgjöld í % af VLF
Lækkum skatta,
fáum borgaralaun og
verjum fullveldið.
Svona hljómar kosn-
ingaloforðaflaumurinn
í dag. Hljómar vel ekki
satt? Þessi loforð hafa
þó einn galla. Þau
byggjast öll á ósk-
hyggju. Í stað þess að
hafa stefnu í mikilvæg-
asta máli samtímans:
Hvernig á að enda kófið, hafa allir
stjórnmálaflokkar nema einn tekið
þann pól í hæðina að óska sér þess
einfaldlega að kófinu sé lokið. Slíkur
veruleikaflótti er ábyrgðarflótti því
hann gefur flokkunum frítt spil til að
svíkja allt eftir kosningar þegar kóf-
ið blossar upp aftur. Það lækkar
enginn skatta eða borgar borg-
aralaun úr tómum ríkiskassa sem er
rekinn á mörg hundruð milljarða
króna halla. Fátækum þjóðum geng-
ur illa að verja fullveldið.
Aðeins Ábyrg framtíð vill taka á
kófinu. Leyfa verður skaðlausar
lækningar sem draga úr alvarleika
sjúkdómsins. Efla þar heilbrigðis-
kerfið og vernda þá við-
kvæmu tímabundið á
meðan ónæmið byggist
hratt meðal þeirra
hraustu þar til hjarð-
ónæmi þeirra fer að
vernda þá viðkvæmu.
Í þessu eina máli
sem öllu skiptir ætla
aðrir flokkar að fela sig
bak við sömu embætt-
ismenn og leiddu þjóð-
ina með einræðislegum
tilskipunum á þann
stað sem hún er nú á.
Um 3.000 hafa tilkynnt skaða eftir
tilraunalyfjagjöfina, tugþúsundir
geta ekki hugsað sér að halda áfram
í örvunarlyfjagjöf vegna aukaverk-
ana sem þau tilkynntu ekki. At-
vinnulífið er í limbó og mannréttindi
og frelsi eru orðin að vandlega
skammtaðri munaðarvöru.
Viljum við ekki öll aftur fá eðlilegt
líf? Þar sem fólk ber ábyrgð á eigin
lífi og nýtur allra þeirra mannrétt-
inda og frelsi sem því fylgir. Barir og
skemmtistaðir opnir án takmarkana,
líkamsrækt og sundstaðir alltaf op-
in, útihátíðir og rokktónleikar leyfð-
ir, fermingarveislur, og blómstrandi
ferðamannaiðnaður sem spýtir orku
inn í allt atvinnulífið. Ekkert af
þessu verður mögulegt til lengri
tíma fyrr en kófið er gengið yfir. Allt
það frelsi sem íslendingum hefur
verið veitt nú rétt fyrir kosningar
verður auðtekið til baka eftir kosn-
ingar, þegar einræðið tekur við á ný.
Það er einmitt þetta einræði og
þöggun sem því fylgir sem er hvað
mesta ógn sem íslensk þjóð stendur
frammi fyrir.
Til að fá frelsið aftur þarf mál-
svara á þing sem ver það sama hvað
á bjátar. Einhvern sem þorir að
gagnrýna vanhugsaðar frelsisskerð-
ingar og mun ávallt krefja svara um
skaðann sem þær valda. Á óvissu-
tímum eiga yfirvöld ekki að flýja
ábyrgð og fórna lýðræðislegum stoð-
um sem samfélag okkar byggir á.
Framboð Ábyrgrar framtíðar
(xY) er neyðarframboð sem stofnað
var til að verja frelsið og berjast fyr-
ir að Íslendingar fái aftur að lifa eðli-
legu lífi.
Eðlilegt líf
Eftir Jóhannes
Loftsson » Það vantar málsvara
frelsis á Alþingi.
Jóhannes Loftsson
Höfundur er í 1. sæti á lista Ábyrgrar
framtíðar í Reykjavík norður.