Morgunblaðið - 23.09.2021, Síða 56

Morgunblaðið - 23.09.2021, Síða 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri ✝ Virginía Eva S. Guðmunds- fæddist í Reykja- vík 28. apríl 1977. Hún lést í Sviss 2. ágúst 2021. For- eldrar hennar voru Guðmundur H. Haraldsson vél- stjóri, fæddur 15.2. 1945, dáinn 20.12. 2015, og Helga Ingibjörg Þorkelsdóttir, fædd 18.9. 1942. Bræður Evu eru 1. Helgi Þór Guðmundsson í sambúð með Edith Þóru Pét- ursdóttur. Saman eiga þau börnin Breka Þór, Emblu Rut Marc Reyment búsettur í Sviss. Evu varð ekki barna auðið. Hún var ættleidd 18 mánaða gömul. Ólst upp í foreldra- húsum til 21 árs en þá flutti hún til Sviss þar sem hún bjó meira og minna. Hún ferðað- ist m.a. til Suður-Afríku en kom til Íslands árið 2000 þar sem hún giftist Daniel. Þau bjuggu í Taívan í tvö ár og kenndu börnum ensku. Þaðan fór hún aftur til Sviss. Árið 2006 flutti hún tímabundið til Íslands í 10 mánuði. Frá Ís- landi lá leið hennar til Grikk- lands þar sem hún náði sér í enskukennsluréttindi. Eva vann aðallega við þjónustu- og afgreiðslustörf. Hér heima vann hún m.a. í Hagkaup og Dýraríkinu. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 23. sept- ember 2019, klukkan 13. og Loga Hrafn. 2. Gunnar Már Guðmundsson kvæntur Mörtu Maríu Hirst. Saman eiga þau börnin Guð- mund Karl og Ingibjörgu Erlu. Blóðforeldrar eru John Gust- afsson og Reg- ína Berndsen. Eva átti þrjá eiginmenn. 1. Daniel Schoman búsett- ur í Taívan. Þau skildu. 2. Julian Pedroneli búsettur í Sviss. Þau skildu. 3. Eftirlif- andi eiginmaður Evu er Elsku Eva mín. Það er erfitt að setjast niður og rita þessi fáu orð um þig og þína tilvist. Við pabbi Gummi ættleiddum þig fyrir 42 árum, þá 18 mánaða, þvílík hamingja sem þú varst okkur, þegar þú varst fjögurra ára stækkaði fjölskyldan og þú fékkst Helga Þór, mikil lukka hjá öllum. Svo tveimur árum síðar fæddist Gunnar Már og vorum við orðin stórfjölskylda. Þú varst ákveðin stúlka og svolítið hvatvís og vildir helst fá allt í gær. Þegar þú varst 21 árs flytur þú að heim- an alla leið til Sviss, þaðan fórst þú til Portúgals þar sem þú kynntist fyrsta eiginmanni þín- um, Daniel Schoeman, með hon- um fórstu til hans heimalands, Suður-Afríku, þar voruð þið í nokkra mánuði áður en þið flutt- uð til Taívan að kenna börnum ensku. Þú varst tvö ár í Taívan en þá skildi leiðir ykkar og þú fluttir aftur heim til Íslands, en ævintýraþráin kallaði og fljót- lega fluttir þú aftur til Sviss. Fjórum árum síðar, árið 2006, eignast þú að eigin sögn stóru ástina í lífi þínu, páfagaukinn Al- bert, hann var grænn Amazon- páfagaukur sem þér var gefinn í Hollandi. Þegar þú hittir hann fyrst kom hann beint til þín og settist á öxlina á þér, konan sem átti hann hafði aldrei séð fuglinn haga sér með þessum hætti þar sem hann var mjög illskeyttur og beit alla sem komu nærri honum nema þig. Konan var því sann- færð um að þér væri ætlað að eiga þennan fugl og gaf þér hann. Stuttu síðar kemur þú aftur til Íslands og ert hér í um 10 mán- uði áður en þú flytur aftur út til Sviss. Þú varst alltaf dugleg að vinna, varst vel liðin og alltaf fljót að finna þér eitthvað að gera, fljótlega fékkst þú vinnu hjá vínframleiðanda og vannst þig upp í yfirmannsstöðu. Á sama tíma lagðir þú mikla rækt við myndlist og hélst nokkrar sýningar og seldir málverk. Þeg- ar hér var komið sögu virtist eins og þú værir að ná ágætis tökum á lífinu og allt lék í lyndi. Þá kynn- ist þú öðrum eiginmanni þínum, Julian Petronelli, fljótlega fór þá að halla undan fæti hjá þér, elsku stelpan mín. Þú hættir að mála, Albert deyr og það fer að síga á ógæfuhliðina í þessu hjónabandi sem stóð í um tvö ár. Skömmu eftir skilnaðinn kynnist þú eft- irlifandi eiginmanni þínum, Marc Rey-Mermet. Elskan mín, þín verður sárt saknað, það er skrítið að geta ekki hringt í þig því við vorum í miklu símasambandi í gegnum þessi 23 ár sem þú bjóst erlendis. Það er ofarlega í minni þegar við pabbi komum til Sviss 2009 og vorum hjá þér í tvær vikur og þú fórst með okkur um allt. Eitt sinn lést þú útbúa tvær bækur með ljósmyndum af málverkum þínum og gafst mér, það þykir mér afar dýrmætt í dag, einnig keypti ég af þér nokkur málverk sem prýða heimilið mitt. Þú varst mikill dýravinur og komst ósjald- an heim með eitthvert dýr sem þurfti að hlúa að eins og naggrís, sandlóu, páfagauk jafnvel stokk- önd sem elti þig gangandi alla leið úr Húsdýragarðinum upp í Grafarvog. Elskan mín, ég óska þess að þú sért komin í betri heim og all- ir okkar hugsi vel um þig fyrir mig og bræður þína og fjölskyld- ur þeirra. Far í friði og verði guð og allir okkar sem farnir eru með þér. Ástarkveðja, mamma. Kraftmikla og uppátækjasama vinkona okkar með ljósa hárið og löngu grönnu fingurna er látin. Eftir sitja hlýjar minningar um fallegu og brosmildu Evu okkar, sem sá það góða í öllum og var alltaf tilbúin að hvetja okkur áfram. Vinkona okkar sem við þekktum svo vel, hefur nú kvatt, það er bæði óraunverulegt og þungbært. Dýr voru alla tíð hennar ástríða. Foreldrar hennar, Helga og Gummi, vissu að þegar dýr var í neyð var ekkert sem stopp- aði Evu, á heimili þeirra hélt hún úti smækkaðri útgáfu af dýra- garði. Eva átti það til að bera heim vængbrotna fugla, ótta- slegna naggrísi, munaðarlausa akurhænu og illskeyttan páfa- gauk sem alla beit, nema hana. Hún var nærgætin og hafði nátt- úrulegt lag á dýrum sem lýsir best einlægri hlýju hennar í garð annarra. Á unglingsárum vann hún í Húsdýragarðinum og laum- aði stundum dýri sem átti að lóga með sér heim, betri samastað gat ósjálfbjarga lífvera ekki fengið. Þar skorti dýrin ekkert, alúðin og ástin sem hún sýndi var ein- stök. Eins og með alla þræði í lífinu teygðist á okkar þegar árin liðu. Sumar fóru í nám, eignuðust börn og bjuggu til heimili en Eva fór út í heim. Alla tíð var það skýrt í huga Evu að hún ætlaði sér að sjá og upplifa sem flest. Hún fór í fallhlífarstökk, dvaldi í klaustri, kenndi börnum ensku í Taívan og skíði í Sviss, horfði á fíla og gíraffa í afrískri sveit, meðan barnastúss og uppeldi átti hug okkar hinna. Þegar hún kom til landsins hittumst við og þá var mikið hlegið. Umfram allt nutum við þess allar að sýna henni alla okkar væntumþykju og taka við kærleika hennar í okkar garð sem alla tíð var ótakmarkaður. Eva skar sig þannig úr vin- kvennahópnum, hún hafði hug- rekki til að ætla sér annað en það hefðbundna og hélt út í heimi í leit að einhverju sem við ekki skildum. Lífið reyndist henni oft erfitt en hún herti sig upp við hvert fallið og fetaði sína leið þar til veikindi og myrkrið tók yfir. Við höfum fylgst að í gegnum margt og í dag fylgjum við Evu okkar lífið á enda. Þótt samveru- stundunum hafi fækkað er þéttur hringur um okkur allar. Allt frá upphafi átti Eva hlut í okkur og við í henni. Á sama tíma og vonin um að endurheimta æskuvinkonu okkar er horfin, trúum við því að hún hafi fengið sína vængi og flögri óhindruð um heiminn. Við erum þakklátar fyrir samfylgd- ina, sem mun nú halda áfram í hugum okkar og hjörtum. Elsku Helga, Helgi, Gunni og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði elsku vinkona. Þínar vinkonur, Bryndís, Dagný, Elísabet (Beta), Elva, Hafdís (Haddý), Jóhanna (Jóa) og Vala. Við Eva kynntumst fljótlega eftir að ég byrjaði í 10 ára bekk í Foldaskóla. Við bjuggum þar að auki í sömu Foldinni í Grafarvoginum. Við urðum fljótlega vinkonur og brölluðum ýmislegt skemmtilegt saman. Þær voru ófáar hjólaferð- irnar okkar niður í Elliðaárdal- inn þar sem við óðum berfættar í ánni og veiddum hornsíli með eldhússigti, við hjóluðum svo heim með bögglaberana fulla af krukkum fullum af hornsílum. Þegar unglingavinnan hófst út- vegaði Eva mér vinnu með sér í Húsdýragarðinum þar sem við unnum saman í nokkur dýrmæt sumur og oftast hjóluðum við saman úr Grafarvoginum niðrí Laugardal. Eitt sumarið skaut Eva skjólshúsi yfir lítinn sandló- uunga sem komið var með í garð- inn, Eva fór með hann heim í bíl- skúr og gaf honum ófáa ormana og sleppti honum að lokum út í náttúruna. Það var meira að segja tekið útvarpsviðtal við hana vegna ungans. Hún átti þar að auki lítinn gára og var líka svo heppin að eignast naggrís. Ó það sem mér fannst hún heppin að mega fá naggrís. Hún var mikill dýravinur. Þær voru líka eftir- minnilegar skíðaferðirnar okkar upp í Bláfjöll eftir skóla og tjaldútilegurnar í garðinum heima hjá mér og henni. Evu gekk vel í skólanum og hún var með einstaklega fallega rithönd. Sambandið minnkaði á milli okk- ar þegar við byrjuðum í fram- haldsskóla og áhugamálin breyttust og slitnaði alveg þegar Eva flutti utan fljótlega eftir tví- tugt en ég frétti þó af henni öðru hverju. Ég kveð mína gömlu góðu vinkonu með sorg í hjarta. Guð varðveiti þig elsku Eva mín. Samúðarkveðjur sendi ég Helgu, móður Evu, bræðrum hennar og fjölskyldu. Þóra B. Björnsdóttir. Virginía Eva S. Guðmundsdóttir ✝ Feruccio Mar- inó Buzeti fæddist í Funtana í Króatíu 14. ágúst 1939. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans í Reykja- vík þann 17. sept- ember 2021. Foreldrar hans voru hjónin Maria Gasparini Buzeti, f. 1907, d. 1967, og Antonio Buzeti, f. 1906, d. 1970. Ferruccio var yngstur sjö systkina. Eiginkona Feruccio var Auð- ur Bessadóttir, f. 23. nóvember 1944, d. 27. september 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Sigurðardóttir, f. 12. apríl 1913, d. 19. sept. 2001, og Bessi Guðlaugsson, f. 21. ap- ril 1915, d. 16. mars 2009. Feruccio og Auður og eign- uðust þrjú börn. 1) Vésteinn Hilmar Marinósson, f. 18. sept- ember 1960, maki Margrét Ár- Barnabarnabörn Feruccio eru níu. Feruccio bjó í Funtana í Króatíu fram til 15 ára aldurs, en í ljósi aðstæðna í heimaland- inu flúði hann ungur að aldri til Ítalíu. Þar bjó hann og starf- aði næstu 5 árin. Á Ítalíu bjó Feruccio á þremur stöðum, fyrst í Altamura þar sem starf- aði við eldamennsku, síðan flutti hann til Latino og að lok- um bjó hann í Cremona, en á báðum þessum stöðum starfaði hann við byggingavinnu. Hann kom svo til Íslands á vegum Rauða krossins 30. apríl 1959 og viku seinna hóf hann sjó- mennsku, fyrst á togurum Tryggva Ófeigssonar en starf- aði einnig hjá ýmsum öðrum útgerðum þangað til hann hóf störf í landi. Feruccio starfaði lengst af sem málari og átti hann marga fasta viðskiptavini sem hann starfaði fyrir í áratugi. Útför Feruccio fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 23. sept- ember 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Streymt verður frá útför: https://youtu.be/qhCP_s8AKZY Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat dís Ósvaldsdóttir, f. 1. Júni 1962. Börn þeirra Dag- mar Ösp, f. 19. ágúst 1982, Íris Ösp, f. 20. nóv- ember 1985, og Birkir Steinn, f. 7. mars 1994. 2) Hólmfríður Björk Marinósdóttir, f. 15. maí 1962, maki Halldór Rósi Guðmundsson, f. 5. júlí 1969. Dætur Hólmfríðar úr fyrra sambandi eru Eva Björk, f. 5. ágúst 1980, og Auður Margrét, f. 4. júlí 1986. Dóttir Halldórs úr fyrra sambandi er Tinna María, f. 3. desember 1991. Saman eiga þau Helgu Dís, f. 4. janúar 1997. 3) Bragi Þór Mar- inósson, f. 15. mars 1965, maki Erla Sigrún Sveinsdóttir, f. 29. júní 1969. Börn þeirra eru Berglind Þóra, f. 1. mars 1995, og Hildur Guðrún, f. 20. sept- ember 1997. Árið 1954 lögðu fimm ungir menn í leiðangur á árabáti í skjóli myrkurs frá Funtana í Króatíu til Ítalíu. Ljós frá vita í eyju stutt frá landi var kenni- leiti sem siglt var eftir ásamt frumstæðum áttavita sem var á lyklakippu eins af áhafnarmeð- limum. Strandgæslan í fyrrum Júgóslavíu var á sveimi til að hindra flótta landsmanna, en árabáturinn náði að sleppa fram hjá strandgæslunni og seinna sömu nótt voru þeir komnir í ítalska landhelgi. Þar rákust þeir á ítalskan fiskveiðibát sem sigldi með þá til hafnar stutt frá Feneyjum. Þannig hófst ferða- lag pabba til Íslands aðeins 15 ára að aldri. Pabbi bjó næstu fimm árin á Ítalíu á þremur stöðum og starfaði lengst af við bygginga- vinnu, en þáttaskil urðu þegar honum bauðst að koma til Ís- lands á vegum Rauða krossins. Þann 30. apríl 1959 kom pabbi til Íslands en stoppaði stutt við í landi því hann fór viku seinna á togara og vann við sjómennsku næstu árin. Fljótlega kynntist pabbi mömmu og ástin blómstraði og þegar pabbi var 26 ára og mamma 21 árs höfðu þau eign- ast þrjú börn saman. Oft var hart í búi á þeirra yngri árum og mikið var unnið til að halda heimilinu gangandi, en með góðri samheldni og eljusemi gekk þetta allt saman. Pabbi hóf síðan störf í landi og vann lengst af sem málari og átti hann traustan og góðan við- skiptamannahóp sem hann vann fyrir. Við marga þeirra mynd- aðist góð vinátta sem hélst út ævina. Pabbi var áhugasamur um veiðar, bæði stang- og skotveiði. Þingvallavatn var sá staður sem var í mestu uppáhaldi hjá hon- um og dvöldum við fjölskyldan á yngri árum heilu helgarnar yfir sumartíma í tjaldútilegu þar sem veitt var í vatninu og aflinn grillaður í kvöldmat. Þrátt fyrir að pabbi hafi flutt frá Funtana ungur að árum voru ræturnar og tengslin sterk. Í upphafi voru þau mest í formi bréfaskrifta, en seinna meir tók síminn við. Það voru miklir fagnaðarfundir þegar pabbi fór í sína fyrstu heimsókn á æskuslóðirnar árið 1981 eða 27 árum eftir hann fór á ára- bátnum frá Funtana og í fram- haldinu urðu heimsóknirnar tíð- ari hjá pabba og mömmu til Króatíu. Okkur systkinunum er sér- lega minnisstætt þegar við fór- um með pabba og mömmu ásamt mökum okkar og hluta af börnum árið 2004 til Króatíu og hittum þar í fyrsta sinn marga af okkar ættingjum. Alls staðar var okkur tekið opnum örmum og eins og lenska er þar í landi þá er gestrisni mikil og mikið um matarveislur. Sérlega var gaman að sjá hversu mikið pabbi naut sín að kynna okkur fyrir frænkum og frændum á sínum æskuslóðum og segja okkur sögur frá svæðinu ásamt því að sýna okkur helstu kenni- leiti. Við enduðum ferðina svo á Ítalíu og þar naut pabbi sín einnig enda talaði hann málið eins og innfæddur. Þrátt fyrir að 67 ár séu liðin frá því að pabbi fór frá Funt- ana var hans minnst í heimabæ hans daginn sem hann féll frá með því að hringja kirkju- klukkum í miðbænum. Þetta þótti okkur vænt um og einnig að ættingjar hans þar í landi fóru í messu um kvöldið til að minnast hans. Svo sterkar voru ræturnar. Nú er leiðangri pabba lokið hér á jörð og hann lagður af stað í annað og lengra ferðalag. Þar mun hann hitta mömmu okkar aftur sem hann hlakkaði mikið til. Hjá okkur sitja eftir hlýjar minningar um pabba og þakklæti fyrir allt sem hann gerði. Vésteinn, Hólmfríður og Bragi Þór. Það er ekki hægt að segja annað en að við systurnar höf- um verið heppnar með afa Marinó eða „afa súkkulaði“ eins og Jökull, Sara og Sölvi kölluðu hann. Það gladdi hann mikið að geta gefið krökkum eitthvað sætt og ljómaði andlit- ið á honum þegar hann fyllti vasanna af alls konar sælgæti hjá krökkunum. Þetta nafnaval kemur ekki á óvart því að við systurnar eigum einmitt þá minningu um hann líka þar sem afi fór með okkur í sjoppuna og þá var leyfilegt að velja eins mikið nammi og komst í pok- ann. Ferðir í Kolaportið eru okkur einnig minnisstæðar þar sem keyptir voru heilu inn- kaupapokarnir með þeim leið- beiningum að best væri nú að fela þetta fyrir mömmu og pabba. Fyrsta sem að kemur upp þegar hugsað er um afa er einmitt hvað hann var barngóð- ur og orðin „komdu til afa“ er eitthvað sem að við öll könn- umst við en það átti ekki bara við barnabörn eða barnabarna- börnin hans heldur líka um öll önnur börn sem að hann hitti sem og dýr því að hann var mik- ill dýravinur. Afi lifði einföldu lífi og hélt sömu rútínu eins lengi og heils- an leyfði, fór snemma að sofa og var mættur fyrir allar aldir að hitta vini sína í kaffi til þess að ræða lífið og tilveruna áður en hann hélt út í daginn. Þrátt fyr- ir einfalt líf þá átti hann merki- lega sögu þar sem hann var með fyrstu flóttamönnum sem komu til landsins og bjó hann hérna með ömmu í tæp 70 ár. Afi hafði samt sem áður sterkar tilfinningar til heimalands síns og það er því dýrmæt minning þegar við stórfjölskyldan fórum saman til Króatíu og hittum ættingja og vini hans þar. Elsku afi okkar er örugglega hvíldinni feginn og er nú kom- inn til ömmu sem að hann sakn- aði alla daga. Eva Björk, Auður Margrét og Helga Dís. Feruccio Marinó Buzeti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.