Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 60

Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 8.00-16.30 Hakk, gúllas, bjúgu, kótilettur og bara nefndu það Kjötbúð Kjötsmiðjunnar – Ekki bara steikur 40 ÁRA Árni Már Sturluson ólst upp í Garðabæ að mestu en er búsettur í Kópavogi. Hann er flugmaður hjá Icelandair. „Ég byrjaði að læra atvinnuflug 10. september 2001, daginn fyrir hryðju- verkin.“ Hann hóf störf hjá Icelandair 2005 og var flugstjóri til 2020 en er núna flugmaður út af Covid-ástandinu. „Ég vann líka við að fljúga í Suður- Kóreu 2010-2015, flúði hrunið hérna á Íslandi, og kynntist konunni minni þar.“ Áhugamál Árna Más síðustu misserin hefur verið langhlaup. „Það hélt manni réttu megin við núllið að hlaupa meðan á þessu kórónuástandi stóð.“ Hann vann Hengil Ultra í júní síðastliðnum, en það er 106 km hlaup. „Það var óvæntur sigur og sá eini hingað til, en ég hafði einbeitt mér að lang- hlaupum eftir að ég missti vinnuna. Svo fékk ég aftur starf hjá Icelandair föstudaginn eftir hlaupið svo það var góður endir á þessum kórónuvetri.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Árna Más er Ah Leum Kwon, f. 1989, nemi í hjúkrunarfræði. Dóttir þeirra er Anna Kwon Árnadóttir, f. 2019. Foreldrar Árna Más eru Sólrún Einarsdóttir, f. 1948, hjúkrunarfræðingur, búsett í Garðabæ, og Sturla Jónssson, f. 1948, smiður, búsettur í Nittedal rétt fyrir utan Ósló. Árni Már Sturluson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök. 20. apríl - 20. maí + Naut Það getur skapast eitthvert tómarúm á vinnustað þínum, sem eðlilegt er að þú fyllir upp í. Gerðu þér far um að umgangast fólk. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Á vissum augnablikum getur verið rétt að aðhafast ekkert því ef reynt er að hreyfa málum þá rekur allt í strand. Gefðu þér tíma til að gaumgæfa allar hliðar mál- anna. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það hefur ekkert upp á sig að ætla að leysa viðkvæmt mál í einu vetfangi. Sýndu tillitssemi og virtu tilfinningar ann- arra. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ættir að halda skoðunum þínum og tilfinningum hjá þér þar sem það getur stundum reynst tvíbent að tala hreint út. Flýttu þér ekki um of. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Vertu ekki móðgaður yfir tilboði sem þér var gert í fullri einlægni. Hristu af þér slenið, brettu upp ermarnar og gakktu djarf- ur á vit nýrra ævintýra. 23. sept. - 22. okt. k Vog Atburðarásin mun taka öll völd úr hönd- um þér ef þú ekki stingur við fótum og nærð stjórn á hlutunum. Ekki gera úlfalda úr mý- flugu. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það er í góðu lagi að gera áætl- anir og vera stórhuga, ef þú bara gætir þess að hafa báðar fætur á jörðunni. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Vinnusemi þín fer ekki fram hjá öðrum og þú munt hljóta umbun erfiðis þíns. Rökhugsun þín og vilji til þess að hjálpa verða þess valdandi að aðrir virða þig. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú ert úthaldsgóður og það kem- ur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Reddingar geta dregið langan hala á eftir sér. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að klára það verkefni sem þér hef- ur verið falið. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú fyllist andúð í garð einhvers og finnst að gerðar séu meiri kröfur til þín en annarra. gamlar flíkur í og saumaði upp úr þeim til að endar næðu saman.“ Barðist fyrir löggildingu Eftir Hússtjórnarskólann fór Eygló í nám á snyrtistofu Ástu Hall- dórs, í snyrtifræði og fótaaðgerð. Þessar greinar höfðu ekki fengið ís- lenskt starfsheiti né viðurkenningu innan íslenskt menntakerfis. „Með- ferð á veikum fótum, svo sem inn- grónum nöglum, sprungnum hælum, sveppum og fleira var allt skilgreint sem fótsnyrting sem jafngilti hand- snyrtingu til fegrunar. Þessar grein- ar hafa blessunarlega farið í góðan farveg og erum við nú orðin aðilar að alþjóðasamtökum í öllum þessum greinum. Þessi mál eru mér hug- leikin þar sem ég stóð ásamt öðrum í þessum bardaga.“ Eygló var svo samhliða í nudd- námi á vegum Birgittu Engilberts og áfram á nuddstofu Vesturbæjar og nuddstofunni á Hótel Sögu og starfaði þar um árabil. Hún vann svo við nudd í Heilsulindinni Hverf- isgötu 50 nokkur ár. „Alla þessa þjónustu vantaði úti á landi og fór ég oft ásamt öðrum starfsfélögum víða um land til að uppfylla þá þörf. Fé- Staðarfell í Dölum í hússtjórn- arskóla sem hét í þá daga hús- mæðraskóli. „Þetta var einn vetur og gaf manni góða undirstöðu á margan hátt. Vinda tuskur og malla graut. Þar saumuðum við flestar skírnarkjóla sem hafa komið að góð- um notum í gegnum lífið og flest mín barnabörn hafa verið skírð í. Eftir það saumaði maður allar flíkur bæði á sig og síðar börnin. Rakti upp G uðbjörg Eygló Þorgeirs- dóttir fæddist 23. sept- ember 1951 á Landspít- alanum en ólst upp á Möðruvöllum í Kjós hjá foreldrum sínum. Barnæskan í Kjósinni „Langafi keypti Möðruvellina 1890 og var þar með einbýli til ævi- loka 1914, ásamt langömmu. Árið 1915 tóku synir þeirra, Jón afi og Sigurður afabróðir, við jörðinni og skiptu henni bróðurlega á milli sín. Synir afa, pabbi og Jónmundur, ásamt Guðmundi, syni Sigurðar afa- bróður, voru svo síðustu bændurnir þar. Foreldrar mínir brugðu búi í janúar 1995 og fluttu þá á hjúkr- unarheimilið Grund.“ Möðruvellir liggja innarlega í sveitinni og var oft ill- eða ófært á veturna enda miklu snjóþyngra en nú til dags. Því þurfti að keyra á dráttarvélum eða hestasleðum norð- ur fyrir Laxá til að komast í bílfæri með mjólkurbrúsa eða til að komast í skólann að vetri til. Barnaskólinn var í Ásgarði þar sem nú er sveit- arstjórnarskrifstofan og byrjaði hann aldrei fyrr en eftir fyrstu rétt- ir. Níu ára hófst skólaganga okkar í Kjósinni og bjuggum við þá í heima- vist. Foreldrar mínir voru ekki á bíl svo það var happa og glappa hvernig maður komst heim um helgar. Gist- um eina nótt heima og vorum oftast komin í skólann aftur á sunnudags- kvöldi. Þannig liðu tvær vikur svo vorum við börnin heima í tvær vikur, þannig koll af kolli.“ Eftir grunnskóla fóru flest börnin í Brúarlandsskóla í Mosfellssveit og Kjósarbörnin voru í heimavist í Reykjadal í Mosfellsdal. Eygló lauk svo gagnfræðaskólanámi í Reykja- nesi við Ísafjarðardjúp. „Það var yndislegur staður og myndaðist mikið tengslanet þar sem endist enn, enda var skólinn mjög einangraður, eingöngu hægt að komast þangað sjóleiðis. Á þessum árum voru hér- aðsskólar mjög vinsælir og kapp- hlaup að komast að. Skógaskóli og Reykjanesskóli komu helst til greina hjá okkur systrum.“ Eftir gagnfræðaskóla fór Eygló á lag íslenskra nuddara var svo stofn- að 1974 og var ég þar í stjórn ásamt fleirum. Ólafur Jónsson var þar fyrsti formaður og börðumst við þar fyrir réttindum okkar og auknu námi. Við fengum lækna úr mismun- andi fagstéttum til að vera með kennslu í þeim greinum sem kennd- ar voru erlendis. Þessi reynsla var mér mikilvæg þegar kom að barátt- unni við réttindi fótaaðgerðafræð- inga.“ Árið 1983 setti Eygló upp stofu í Sólheimum 1 og var þar tæp þrjú ár. Hún flutti þaðan 1986 á Langholts- veg 17 þar sem hún rak Eygló heilsulind í tæp 30 ár. Hún stóð fyrir stofnun Félags fótaaðgerðafræð- inga, FFF, 11.10. 1989 og var for- maður þess. „Samfara því stofn- uðum við skóla í bóklegum fræðum og fengum til okkar fjölda fræði- manna innan heilbrigðisstétta og studdist námið við nám í sambæri- legum viðurkenndum erlendum skólum. Eftir að löggildingin hafði átt sér stað 1991, og þau tvö félög sem voru til staðar í landinu samein- uðust, breyttist nafn félagsins í Fé- lag íslenskra fótaaðgerðafræðinga, FÍF.“ Samfara störfum sínum á stofunni Eygló heilsulind hóf Eygló nám í austurlenskum fræðum í nokkurs konar fjarnámi eftir að hún hætti í stjórn fótaaðgerðafræðinga 1996. „Þá fór ég til London í 6 til 10 daga í hverjum mánuði, fékk með mér verkefni heim sem var skilað í næstu lotu. Þetta er shiatsu sem er alda- gömul heimspeki og meðferð sem byggist á orkubrautum líkamans. Ég útskrifaðist úr British School of Shiatsu-Do í London 1999. Hér á landi voru tvær stúlkur sem höfðu lært shiatsu í öðrum skólum. Við stofnuðum Shiatsu-félag 8. apríl 2005 og gerðumst meðlimir í BIG, Bandalagi íslenskra græðara, þar sem ég var í stjórn um árabil.“ Eftir shiatsu-námið fór Eygló í nálastungunám hjá AcuMedic í Camden Town í London. „Þetta kom til af því að ég frétti að kennari minn úr shiatsu-skólanum var að hefja nám þar í „acupunture“. Það nám var byggt upp með svipuðu sniði og Eygló Þorgeirsdóttir, fótaaðgerða-, nudd- og snyrtifræðingur – 70 ára Fjölskyldan Stödd í Laugardalnum í tilefni af gullbrúðkaupi Eyglóar og Reynis 26. júní sl. Á myndina vantar Bergdísi Líf Eyjólfsdóttur. Margfróð um mannslíkamann Hjónin Eygló og Reynir. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.