Morgunblaðið - 24.09.2021, Qupperneq 1
HEIMILI OG
HÖNNUN
„Það er enginóregla á mínuheimili“
Sóley Ósk Hafsteinsdóttirá ofurskipulagt heimili
„Ég er hálfgerðdiskókúla“
Ragna Sif Þórsdóttir ljós-myndari og hönnuður opnarheimili sitt en þar blandarhún saman dýrri hönnun viðgamalt dót sem hún kaupir íGóða hirðinum eða á Bland.is
ÍSLENSK HÖNNUN ÍHOLLYWOOD-HÆÐUM
F Ö S T U D A G U R 2 4. S E P T E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 224. tölublað . 109. árgangur .
ENDURHÖNNUÐU
GAMLA VILLU
Í HOLLY-WOOD
HEIMILI OG HÖNNUN 48 SÍÐUR
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Samkvæmt nýrri fylgiskönnun
stjórnmálaflokka, sem MMR gerði í
samstarfi við Morgunblaðið, eru
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur enn
í sókn líkt og í fyrri könnun MMR í
vikunni. Aftur á móti hafa Vinstri
græn dalað frekar og miðað við það
og þingsætaútreikninga kann ríkis-
stjórnin að vera naumlega fallin með
31 þingmann samtals. Afar litlar
fylgisbreytingar þarf þó til að ríkis-
stjórnin haldi með 32 eða 33 mönn-
um og fyrirsjáanlegt að kosninga-
nóttin verður ákaflega spennandi.
Miðjuhægriflokkar sækja á,
en vinstrið dalar
Ef litið er á fylgishreyfingar í
þessari viku er greinilegt að Fram-
sókn, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur
eru að sækja í sig veðrið á loka-
sprettinum með frekar afgerandi
hætti, en herslumuninn vantar til
þess að stjórnarflokkarnir haldi
velli. Þar munar mest um að vinstri-
flokkarnir hafa tekið að dala á ný og
er fylgi þeirra frekar að fletjast út.
Samfylkingin hefur þannig tapað
mestallri fylgisaukningu liðinna
vikna. Hlutfallslega hefur Sósíalista-
flokkurinn þó tapað mestu fylgi frá
því í liðinni viku, þegar hann var með
hátt í 9% en er nú við 5% fylgi.
Fylgi Flokks fólksins hefur hins
vegar styrkst talsvert og sömuleiðis
virðist Miðflokkurinn vera að
treysta sig, þó hann sé enginn há-
stökkvari.
Ríkisstjórnarmyndun örðug
Miðað við þingsætaspá, sem
byggð er á niðurstöðum þriggja síð-
Ríkisstjórnin gæti haldið
- Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn halda áfram að bæta við sig - Vinstriflokkarnir tapa fylgi
- Afar litlu munar að stjórnin haldi velli - 14 mögulegar ríkisstjórnir og Framsókn í öllum nema einni
Fylgisþróun
Í könnunum MMR liðna viku
0%
5%
10%
15%
20%
25%
JPVSFCMBD
22,9%
16,4%
12,0%
5,8%
6,2%
11,5%
9,7% 9,9%
5,1%
MKosningar »4, 6, 10 og 20
ustu kannana, getur reynst snúið að
mynda ríkisstjórn að kosningum
loknum. 14 kostir eru í boði. Þar
kemur Framsókn að borðinu í öllum
tilvikum nema einu og Viðreisn og/
eða Sjálfstæðisflokkurinn í öllum
fjögurra flokka stjórnum. Hins veg-
ar mætti mynda eina þriggja flokka
stjórn með naumasta meirihluta,
stjórn Framsóknar, Viðreisnar og
Sjálfstæðisflokks. Ósennilegt verður
þó að telja að flokkarnir hætti á svo
tæpan meirihluta.
Markmið um að innlend olíunotkun
komist undir 400 þúsund tonn á ári
næst ekki að fullu árið 2030 að
óbreyttu samkvæmt nýrri grunnspá
Orkuspárnefndar um eldsneytis-
notkun til ársins 2060. Ná þarf þessu
markmiði fyrir árið 2030 til að stand-
ast núverandi skuldbindingar gagn-
vart Parísarsáttmálanum.
Eldsneytisspáin gerir ráð fyrir að
innanlandsnotkun olíu verði 418 þús-
und tonn 2030 og 337 þús. tonn árið
2035. Töluverð óvissa sé um hraða
orkuskipta næstu ár sem valdi
óvissu um hversu hratt notkun
innanlands muni minnka.
Ljóst sé að forsendur muni þurfa
að breytast mikið ef stjórnvöld ætla
sér að ná markmiðum sínum í orku-
skipta- og loftslagsmálum. Þá verði
orkuskipti í flugi ein stærsta áskor-
un næstu 30 ára eigi markmið
stjórnvalda að nást. »20
Stórar
áskoranir
í fluginu
- Olíunotkun innan-
lands yfir markmiði
2030 skv. orkuspá
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á flugi Spáð er að olíunotkun í milli-
landaflugi vaxi og nái hámarki 2047.
September fer bráðum að líða undir lok og er
haustveðrið farið að láta til sín taka. Er sá tími
ársins genginn í garð þar sem Íslendingar þurfa
að huga að færð á vegum áður en lagt er af stað í
lengri ferðalög. Loka þurfti Hellisheiðinni til
austurs um óákveðinn tíma í gær vegna veðurs
og var ökumönnum bent á að fara hjáleiðina um
Þrengslin.
Hátt í tuttugu bifreiðar lentu í vandræðum
vegna færðar á Þingvallavegi og Mosfellsheiði
en sem betur fer sakaði engan. Þá var Nesja-
vallaleiðinni einnig lokað vegna snjókomu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vetur konungur minnti vegfarendur á sig
Gripu til þess ráðs að leiða hjólin þegar snjór huldi Hellisheiðina