Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is Kosningavökur og lokahóf eru víða á dagskrá um helgina en slík mannamót mega standa fram eftir nóttu ef þau eru haldin í veislusölum. Slíkum teitum verður þó að ljúka á slaginu eitt ef þau eru haldin á skemmti- eða veitingastöðum. Í veislusölum má selja vín til miðnættis, séu sal- irnir með vínveitingaleyfi, en eftir þann tíma mega einungis fríar veigar fljóta. Bæði í veislusölum og á skemmti- og veitingastöðum er óheimilt að hleypa nýju fólki inn eftir miðnætti. Því verða kosningavökuflakkarar sviknir þetta árið þar sem ríkis- valdið leggur blátt bann við slíku flakki eftir að klukkan slær tólf. Þá þarf fólk að halda sig í einu partíi, sem það þarf að vera skráð í, langi það að halda gleðinni áfram. Kosningavökuflakk ekki eftir miðnætti Margir munu fara á barinn um helgina. 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Andrés Magnússon andres@mbl.is Nýjasta könnun MMR, sem unnin var fyrir Morgunblaðið í gær og fyrradag, sýnir að fylgisbreytingar undanfarinna daga eru enn að eiga sér stað. Augljóst er hvernig fylgi Framsóknar er enn að aukast ört og eins blasir við að fylgi Sjálfstæð- isflokksins er að stíga þó það sé í minni mæli. Haldist þessi stígandi fram á kjördag gæti Framsókn hæglega endað í 18% og Sjálfstæð- isflokkurinn í námunda við 25%. Aftur á móti er fylgi vinstri flokkanna mjög að gefa eftir, en á sama tíma hefur Viðreisn náð að styrkja fylgi sitt á nýjan leik. Flókin staða í þinginu Enn sem fyrr gefa niðurstöð- urnar til kynna að níu flokkar muni eiga sæti á Alþingi á komandi kjör- tímabili. Við þann útreikning er hér stuðst við samtölur síðustu þriggja kannana, sem ná aftur eina viku, en endurspegla síðustu fylgissveiflur ekki fyllilega. Samkvæmt þeim er stjórnar- meirihlutinn fallinn, mjög naumlega þó með 31 þingmann, og afar lítið þarf að gerast til þess að hann haldi. Miðað við þingmannafjöldann að ofan mætti þó einnig mynda aðra þriggja flokka stjórn Framsóknar- flokks, Viðreisnar og Sjálfstæðis- flokks, en með naumasta meiri- hluta. 11 14 7 43 8 6 6 4 21,6% 14,5% 5,1% 11% 6,3% 12,7% 10,9% 10,6% 6,6% 1,0% Þingsætaspá samkvæmt skoðanakönnunum MMR Samanteknar tölur úr þremur síðustu könnunum, mælt dagana 15. - 17. september, 21. - 22. september og 22. - 23. september Fylgi í þremur síðustu skoðanakönnun MMR Gerð 22. - 23. september Fylgisþróun frá kosningum 2017 Samkvæmt könnunum MMR A th u g ið að þe ss ar hl ut fa lls tö lu r u m fyl gi f ram boða miða við samanlagðar tölur úr könnunum síðustu þriggja vikn a. RS 11 ÞINGMENN RN 11 ÞINGMENN J J J J J J J J NV 8 ÞINGMENN NA 10 ÞINGMENN J J J SV 13 ÞINGMENN S 10 ÞINGMENN J J J J J JJ J táknar jöfnunarmenn. 0% 5% 10% 15% 20% 25% JPVSFCMBD 22,9% 16,4% 12,0% 5,8% 6,2% 11,5% 9,7% 9,9% 5,1% 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% '21'20'19'18K Sjálfstæðisflokkur Framsókn Miðflokkur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylking Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkur Þriggja flokka ríkisstjórn möguleg - Ríkisstjórnin naumlega fallin með 31 þingmann - Þriggja flokka mið-hægristjórn möguleg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.