Morgunblaðið - 24.09.2021, Síða 16
16 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Sími 4 80 80 80
25 ára reynsla
INNFLUTNINGUR AF NÝJUM
OG NOTUÐUM BÍLUM
VERKSTÆÐI
VARAHLUTIR
laun á hverja unna stund en ekki
greidd laun. Búið sé að draga frá frí-
daga.
Loks benti hún á að í löndum þar
sem verðbólga er há sé tilhneigingin
sú að laun hækki hraðar en í löndum
með lægri verðbólgu. Það birtist til
dæmis í Austur-Evrópu.
Samkvæmt Hagstofunni dróst
landsframleiðsla saman um 6,5% í
fyrra sem var annar mesti samdrátt-
urinn frá árinu 1945.
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Ís-
landsbanka verður 4,2% hagvöxtur í
ár en svo muni draga úr hagvexti á
næstu árum. Hann verði kominn nið-
ur í 3,6% árið 2022 og 3% 2023.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhag-
fræðingur Íslandsbanka, segir að-
spurður að það leiði af sjálfu sér að
svigrúm til launahækkana muni
minnka jafnt og þétt, ef það heldur
áfram að hægja á hagvexti.
Líkt og víðar sé að hægja á aukn-
ingu framleiðni eftir því sem hag-
kerfið þroskast, þjóðin eldist og svo
framvegis nema til komi nýir at-
vinnuvegir eða atvinnuhættir sem
herði aftur á þeirri þróun. Með öðr-
um orðum þurfi að styrkja grunn-
stoðir hagkerfisins, eða skapa nýjar,
til að standa undir enn meiri launa-
hækkunum. Sú þróun eigi sér stað
samtímis því sem Íslendingar glími
við verðbólguþrýsting sem sé að
hluta vegna innfluttrar verðbólgu.
Þ.e.a.s. hækkandi verðlags erlendis.
Ísland verði dýrara land
Samkvæmt spá Íslandsbanka
mun krónan styrkjast á næstu árum.
„Við gerum ráð fyrir að raungeng-
ið styrkist töluvert og ef það gengur
eftir verður Ísland aftur orðið nokk-
uð dýrt land heim að sækja árið
2023. Það er ekki að öllu leyti slæm
þróun því í einhverjum skilningi vilj-
um við vera dýrt ferðamannaland,
borga fólki í ferðaþjónustu góð laun
og heldur leita að meiri virðisauka á
hvern ferðamann en að hafa þá sem
allra flesta. En einhvers staðar
liggja þó sársaukamörkin í þessum
efnum og við getum lent í vítahring
sem við þekkjum allt of vel þar sem
innlendur kostnaðarþrýstingur,
launaþrýstingur og fleira, ýtir raun-
genginu upp og við verðum dýrara
land en við stöndum undir. Þá veik-
ist krónan og það eykur þá verðbólg-
una enn meira. Stöðugleikinn er því
alls ekki sjálfgefinn,“ segir Jón
Bjarki.
Leiðandi hagvísir Analytica bend-
ir til að hægt hafi á efnahagsbat-
anum. M.a. sé farið að draga úr vexti
í veltu debetkorta innanlands.
„Það bendir til að farið sé að
draga úr aukningu á einkaneyslu Ís-
lendinga innanlands en hún hefur
verið einn megindrifkrafturinn í þró-
uninni undanfarið. Utanferðir eru að
aukast á ný og þá flyst hluti af neysl-
unni til útlanda,“ segir Yngvi Harð-
arson framkvæmdastjóri Analytica.
Þriðja mesta hækkunin á Íslandi
- Ísland var í þriðja sæti yfir hækkun launakostnaðar í Evrópu, á hverja unna stund, á öðrum fjórðungi
- Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir minnkandi hagvöxt munu draga úr svigrúmi til launahækkana
14,3%
11,1%
8,1% 7,9%
6,7% 6,7% 6,4% 6,3%
5,1% 5,0% 4,8% 4,6%
3,9% 3,6% 3,3%
2,9%
2,5% 2,2% 2,2%
1,1% 1,0% 0,7% 0,6%
0,1% 0,0% E
v
ru
s
v
æ
ð
ið
Au
st
ur
rík
i
Lú
xe
m
bo
rg
Po
rt
úg
al
Sp
án
n
Íta
lía
Ársbreyting vísitölu launakostnaðar á öðrum ársfjórðungi 2021
-0,1% -0,3%
-0,9%
-3,3% -3,7% -4,0%
Ký
pu
r
Se
rb
ía
Ís
la
nd
Pó
lla
nd
B
úl
ga
ría
Rú
m
en
ía
Sv
íþ
jó
ð
Li
th
áe
n
Ei
st
la
nd
Le
tt
la
nd
Ír
la
nd
H
ol
la
nd
Té
kk
la
nd
Sl
óv
en
ía
D
an
m
ör
k
N
or
eg
ur
Fi
nn
la
nd
M
al
ta
U
ng
ve
rja
la
nd
Kr
óa
tía
Sl
óv
ak
ía
B
el
gí
a
E
S
B
-m
e
ð
a
lt
a
l
Fr
ak
kl
an
d
Þý
sk
al
an
d
Heimild: Eurostat
Ríki ESB, evrusvæðið og Ísland og Noregur
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Launakostnaður á hverja unna
stund á Íslandi var um 8% hærri á
öðrum ársfjórðungi en árið áður.
Það var þriðja mesta hækkunin í
Evrópu á tímabilinu (sjá graf) en
miðað er við vísitölu launakostnaðar.
Anna S. Halldórsdóttir, fagstjóri
launa hjá Hagstofunni, sagði að
mörgu að hyggja við þennan sam-
anburð. Meðal annars hefði stuðn-
ingur við launþega í kórónuveiru-
faraldrinum áhrif á útkomuna.
Mismunandi milli landa
Þá geti lækkun launa á hverja
unna stund í faraldrinum á sama
tímabili í fyrra haft áhrif á hversu
hröð viðspyrnan verður þegar hag-
kerfin komast í gang. Þetta ætti til
dæmis við um Svíþjóð en mismun-
andi sé milli landa hvernig styrkir í
faraldrinum eru færðir til bókar.
Þá ítrekaði hún að þetta væru
Heildsöluverðbólga í Þýskalandi
mældist 12,3% á ársgrundvelli í
ágúst og hefur ekki mælst jafn há
síðan í októbermánuði 1974. Þá var
Willy Brandt kanslari V-Þýska-
lands og glímdi stjórn hans við af-
leiðingar fyrri olíukreppunnar.
Heildsöluverðbólga er eins og
nafnið gefur til kynna mælikvarði á
verðbreytingar á vörum í heildsölu.
Þykir hún hafa forspárgildi um
þróun verðbólgu enda muni hún að
lokum smitast yfir í smásöluverð.
Hækkunin nú er til komin vegna
snarprar verðhækkunar á hrávöru
og aðföngum. Þá er hækkunin frá
sögulega lágum gildum að því er
segir í frétt Hagstofu Þýskalands
(Statistisches Bundesamt).
Meðal varnings sem hækkað hafi
í verði sé járngrýti, málmar og
hálfunnir málmar (63,4%), elds-
neyti og olíur (35,5%), timbur
(57,8%) og korn, tóbak, fræ og
dýrafóður (19,3%), svo dæmi séu
tekin.
Skýringarnar á hækkunum eru
margþættar en afleiðingar kórónu-
veirufaraldursins vega þyngst.
Framleiðsla fór úr skorðum, að-
fangakeðjur rofnuðu og eftirspurn-
arfall skapaði óvissu. Með því að
faraldurinn gekk til baka, í kjölfar
bólusetningar, jókst eftirspurnin.
Verðbólga í Þýskalandi var 3,4%
í ágúst – sú mesta frá júlí 2008.
Af þessu tilefni rifjaði fréttastofa
Reuters upp þau ummæli Jens
Weidmann, seðlabankastjóra
Þýskalands, að hið lága vaxtastig
evrópska seðlabankans væri
áhyggjuefni í þessu umhverfi. Ráð-
gjafar hans hafi spáð nærri 5%
verðbólgu í Þýskalandi í árslok.
Útlit væri fyrir að verðlag hækk-
aði umfram laun út þetta ár.
Verðbólguskriða í Þýskalandi
Angela
Merkel
- Mesta heildsölu-
verðbólga mælist
í Þýskalandi frá
olíukreppunni 1974
Heildsöluverðbólga í Þýskalandi
Frá janúar 1969 til ágúst 2021
15%
10%
5%
0%
-5%
-10%
1969 1973 1977 1981 1985 1989 1993 1997 2001 2005 2009 2013 2017 2021
Heimild: Hagstofa Þýskalands/Analytica
-10,5%
12,3%
10,9%
15,7%
-9,5%
Willy
Brandt
24. september 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.67
Sterlingspund 176.86
Kanadadalur 101.39
Dönsk króna 20.454
Norsk króna 15.02
Sænsk króna 14.948
Svissn. franki 140.58
Japanskt jen 1.1835
SDR 184.04
Evra 152.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.3533