Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 20

Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hefðbundið er þegar helstu ráða- menn veraldar eiga með sér opinberan fund að þá gefist blaðamönnum færi á að spyrja nokkurra spurninga. Eftir fund Bidens forseta og Borisar Johnsons fengu blaðamenn frá ríkjum leiðtoganna aðgang að skrifstofu forsetans. Er blaða- menn tóku að kalla upp spurn- ingar óskaði Johnson eftir að svara þeim sem að honum höfðu beinst. Biden svaraði að það gæti hann gert á eigin ábyrgð. John- son svaraði þá strax tveimur spurningum og hóf að svara þeirri þriðju en þá tóku „umsjón- armenn“ forsetans að kalla hátt fram í að þessu væri lokið og spyrlar ættu að koma sér út. Bandarísku blaðamennirnir reyndu þá að spyrja sinn forseta spurninga, en þá hækkuðu höndl- arar hans hrópin um að blaða- menn skyldu koma sér burt. Biden virtist þó myndast við að svara einni spurningu, en vegna hrópanna og þykkrar grímu Bidens náðu þeir ekki hvað hann virtist vera að muldra. Bresku blaðamennirnir hafa lýst undrun sinni á uppákomunni. Ritstjóri Daily Mirror, sem lengi stutt hefur Verkamannaflokkinn í Bretlandi, sendi frá sér yfirlýs- ingu þar sem hún undraðist fram- göngu starfsmanna Hvíta húss- ins. (Það blað lýsti yfir stuðningi við Hillary Clinton gegn Trump 2016). Í grein í Daily Telegraph (hægra megin við miðju) var fjallað um máttleys- islega ræðu Bidens forseta á þingi SÞ í vikunni. Greinarhöf- undur segir að ræða hans hafi fallið al- gjörlega flöt og fengið litlar undir- tektir og helst tekið með þögninni. Leiðtogi hins frjálsa heims hafi komið þreytu- lega fyrir sjónir, ræðan verið laus við alla andagift, en látið nægja að raða saman innantómum upp- gerðarklisjum, sem á köflum nálguðust hreina hugaróra. Með hliðsjón af einstæðum ógöngum Bandaríkjanna við brottför herliðsins frá Afganist- an, sem allur heimurinn starði á, glímir Biden við trúnaðarbrest á heimsvísu, sem efast má um að hann nái að komast frá það sem eftir lifir forsetatíðar hans. Eftir aðeins 8 mánuði sýnist Biden því laskaður í embætti (lame duck) og við bætast sjálfskaparvíti hans á suðurlandamærum ríkisins, sem forsetinn skóp sjálfur frá fyrsta degi í embætti. Nú ríkir þar algjört öngþveiti og innflytj- endavandamálin stjórnlaus. Við þetta bætist yfirgengileg skulda- söfnun Bandaríkjanna á aðeins 8 mánuðum (30.000 milljarðar doll- ara!), meira verðbólguskot en vænst var, óvæntur afturkippur Covid-veirunnar og pólitísk lausatök í Suður-Asíu með óvissu sem ekki sér fyrir endann á. Greininni lýkur með þeim orð- um að það sem helst teljist Biden til tekna sé að Kamala Harris virðist enn óhæfari og óvinsælli varaforseti en Biden í sínu emb- ætti. Uppákoman í „Oval office“ undirstrikaði í beinni útsendingu að fæst sé nú með felldu í Hvíta húsinu} Veikleikamerkin mörg Vöngum er gjarn- an velt um hvaða mál séu helstu kosningamálin. Hver og einn hefur vitaskuld sína skoð- un á því hver kosningamálin eru í þeim skilningi hvað ræður at- kvæði viðkomandi, en þegar horft er vítt yfir sviðið getur verið erf- iðara að greina um hvað er kosið. Einhverjir spámenn töldu snemma í baráttunni að hún mundi snúast um kórónuveiruna. Það hefði verið fráleitt enda reyndist það rangt. Þá voru sumir sem í það minnsta vildu að stjórnarskrár- mál yrðu veigamikill þáttur bar- áttunnar, en í ljós hefur komið að enginn áhugi er á að láta kosn- ingarnar snúast um stjórnar- skrána, hvað þá „nýju stjórnar- skrána“ sem ekki er til og hefur aldrei verið til. Kjósendur hafa fyrir löngu séð í gegnum þá um- ræðu og vilja fremur að raun- veruleg mál ráði úrslitum. Þá hefur lítið verið rætt um ESB og evru, enda flestum ljóst að sú umræða er til einskis og þjónar alls ekki íslenskum hags- munum. Þó eru þeir til sem vilja stíga skref í þessa átt og telja jafnvel að byrja eigi á að tengja krónu við evru. Ásgeir Jónsson seðla- bankastjóri ræddi þetta nýlega og sagði slíkar hugmyndir van- hugsaðar. Það var kurteislega orðað. Þau mál sem mestu skipta fyr- ir almenning í landinu, sem eru ekki síst stöðugleiki, skattamál, atvinnumál og heilbrigðismál, svo þau helstu séu nefnd, hafa fengið hvað mesta athygli þó að sú umræða hafi vissulega ekki alltaf verið studd traustum rök- um. Einstaka flokkar, einkum Píratar, Viðreisn og Samfylking, hafa orðið uppvísir að alvarlegum reikniskekkjum og mörgum ólík- um og misvísandi hugmyndum um hvað fyrirhugaðar skatta- hækkanir þeirra verði miklar. Þetta gerir kjósendum að vissu leyti erfitt fyrir, en um leið má segja að slíkur ruglandi gefi ágæta vísbendingu um hvers megi vænta af slíkum fram- boðum. Jafnvel misvísandi skilaboð geta sagt kjósendum mikið} Kosningamál og ruglandi V ið búum sem betur fer við góð lífs- kjör hér á landi. Lífsgæði hér eru með þeim mestu í heimi, hamingja þjóðarinnar mælist hátt, samfé- lagsinnviðir okkar eru sterkir, jöfnuður er mikill, félagslegt öryggi er mikið og það sama gildir um almennt öryggi. Kaupmátt- ur launa hækkaði í fyrra þrátt fyrir heimsfar- aldur og þá hafa ráðstöfunartekjur aukist tölu- vert á undanförnum árum. Við höfum, í fyrsta skipti í sögunni og þrátt fyrir gífurlegt efna- hagslegt högg af völdum faraldursins, náð þeim árangri að halda hagkerfinu og vöxtum í jafn- vægi. Það hefur síðan bein og jákvæð áhrif á fjármál heimila og fyrirtækja. Það skiptir máli. Við búum í landi þar sem jafnrétti kynjanna er með því besta sem gerist í heiminum, við höfum aðgengi að fjölbreyttri menntun og at- vinnutækifærum, atvinnuþátttaka er með því hærra sem gerist og okkur hefur tekist að búa til öflugt velferðarkerfi sem grípur þau sem þurfa á því að halda. Það skiptir máli. Við búum svo vel að hafa aðgang að auðlindum sem eru til þess fallin að auka enn frekar við hagsæld hér á landi, hvort sem litið er til sjávarafurða sem færa okkur útflutn- ingsverðmæti, nýsköpun og tækniþróun, orkuauðlinda sem hjálpa okkur að framleiða endurnýjanlega og um- hverfisvæna orku, náttúru sem við njótum ýmist sjálf eða með erlendum ferðamönnum sem hingað koma og þannig mætti áfram telja. Það skiptir máli. Við lifum eftir sterkum gildum sem hafa fært okkur hagsæld og tækifæri til að gera enn betur. Með metnaði, hugmyndavinnu og léttu viðmóti til al- varleika lífsins hefur okkur tekist að búa til þau lífskjör sem hér hafa verið nefnd og þá hagsæld sem við njótum. Við vitum hvernig það er að tak- ast á við erfiðleika, erfiðar aðstæður og áskor- anir sem fylgja því að búa hér á Íslandi, hvort sem horft er til náttúrunnar eða félagslegra þátta, en alltaf hefur okkur tekist að gera meira og betur. Það skiptir máli. Ísland er svo sannarlega land tækifæranna en ekkert af þessu gerist af sjálfu sér. Í þessum raunveruleika þarf að hafa skýra sýn á framtíð- ina, skilning á því hvernig hagkerfið virkar og þekkingu á því mikilvæga hlutverki sem felst í því að veita þjóðinni forystu. Það skiptir máli. Við viljum stefna lengra, gera betur í dag en í gær og tryggja hag okkar og framtíðarkynslóða sem best. Það gerum við ekki með því að draga upp ranga mynd af stöðu mála eða tala með óábyrgum hætti um stjórnmál eða efnahagsmál – heldur með því að sýna ábyrgð og festu og nýta þau tækifæri sem fyrir okk- ur liggja, eins og Sjálfstæðisflokkurinn boðar. Við höfum tækifæri til þess að sýna það í verki í kjör- klefanum þegar við göngum til kosninga. Við trúum því að Ísland sé land tækifæranna og undir forystu Sjálfstæðis- flokksins ætlum að nýta þau tækifæri. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Nýtum tækifærin Höfundur leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen muni þurfa að breytast mikið ef stjórn- völd ætla sér að ná markmiðum sínum í orkuskipta- og loftslagsmálum. Til lengri tíma litið segir hópurinn að ef markmið um að Ísland verði óháð jarð- efnaeldsneyti árið 2050 eigi að nást þurfi töluvert hraðari orkuskipti að eiga sér stað í flugi og á sjó. Auk þess að setja fram grunnspá, sem byggist á óbreyttum forsendum þar sem horft er til þeirrar framfara sem orðið hafa í orkuskiptum hingað til og núverandi aðgerða, eru einnig settar fram þrjár sviðsmyndir um mögulega þróun eldsneytisnotkunar ef gripið verður til frekari aðgerða til að flýta fyrir orkuskiptum og mið tekið af mismunandi efnahagslegum um- svifum. Er það gert til að reyna að meta hver þróunin þurfi að verða til að ná markmiðum stjórnvalda (sjá með- fylgjandi töflu). Í grunnspánni er gert ráð fyrir að töluverð orkuskipti muni eiga sér stað á spátímabilinu til 2060. Innlend notk- un olíu muni dragast saman um 84% á tímabilinu. Millilandanotkun olíu drag- ist mun minna saman eða um 18% frá hámarki sínu árið 2018. Gerir spáin ráð fyrir að notkunin árið 2060 verði um 470 þúsund tonn. Þar af fari um 70 þúsund tonn til innanlandsnotkunar og 400 þúsund tonn til millilandanotk- unar. Í grunnspánni kemur einnig fram að eftir að olíunotkunin snarm- innkaði á árinu 2020 muni hún aukast nokkuð á allra næstu árum, einkum millilandanotkunin og ná hámarki um 2024-2025 en þá fari aðrir orkugjafar að taka við. Hvað bílaflotann varðar er geng- ið út frá að nýorkubílar hafi árið 2023 náð 50% hlutdeild nýskráninga einka- bíla og fyrirtækjabifreiða, 2028 meðal bílaleigubíla, 2031 hjá hópferða- og sendibifreiðum og 2046 hjá vöru- bifreiðum. Gert er ráð fyrir samdrætti í meðalakstri hvers bíls um rúm 13% frá árinu 2020 til 2060 vegna breyttra samgönguvenja. Spáð að olíunotkun í flugi nái hámarki árið 2047 „Innlend notkun hefur sveiflast á milli 459 og 564 þúsund tonn á und- anförnum áratugi, og er ekki gert ráð fyrir því að hún hækki neitt að ráði frá því sem nú er, notkunin var 521 tonn árið 2019 og búist er við að hún fari hæst í 506 tonn árið 2022 en eftir það fari hún minnkandi. Millilandanotkunin hefur aukist umtalsvert á síðasta áratugi, eða frá 120 þúsund tonnum árið 2010 í 484 þúsund tonn árið 2018 sem var há- markið. Gert er ráð fyrir aukningu í millilandanotkun olíu samhliða aukn- ingu í komu ferðamanna til Íslands. Hámark í millilandanotkun næst árið 2047 og eftir það fer notkun minnk- andi samhliða orkuskiptum í flugi,“ segir í spánni. Undir lok spátímabilsins verður stærstur hluti olíunotkunar vegna millilandaflugs. Orkuskipti í flugi verða enn stutt komin árið 2050 og segir hópurinn að þau séu ein stærsta áskorun næstu 30 ára ef markmið stjórnvalda eiga að nást. Miklar breytingar ef ná á markmiðunum Eldsneytisspá 2021-2060 Olíunotkun, þús. tonn olíu Eldsneytisnotkun 2018-2020 Eldsneytisspá 2021-2060 Ísland óháð jarðefnaeldsneyti Heimild: Orkuspárnefnd '18 '19 '20 '30 '40 '50 '60 '18 '19 '20 '30 '40 '50 '60 '18 '19 '20 '30 '40 '50 '60 '18 '19 '20 '30 '40 '50 '60 Bifreiðar Fiskiskip Millilandaflug Annað 30 6 30 0 25 9 22 1 18 1 11 0 69 58 2 25 0 17 1 16 2 15 7 14 7 13 7 12 6 40 82 3 32 0 40 8 30 3 81 31 2 31 0 37 4 18 9 40 0 4 37 9 0 14 0 12 3 70 10 4 94 99 23 73 8 35 0 SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is N otkun olíu hér á landi náði hámarki á árinu 2018 þeg- ar fjöldi ferðamanna var hvað mestur og voru þá rúmlega 1.025 þúsund tonn af olíu seld á Íslandi. Þar af fóru 540 þúsund tonn til innanlandsnotkunar og 485 þúsund tonn voru vegna millilandanotkunar. Í fyrra snarminnkaði olíu- notkunin og fór niður í 570 þúsund tonn yfir allt árið. Innanlandsnotkunin var 460 þúsund tonn en aðeins voru seld 110 þúsund tonn til millilanda- notkunar og skiptu þar sköpum áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar í millilandaflugi. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri eldsneytisspá orku- spárnefndar sem nær til ársins 2060. Þar er því spáð að olíunotkun, einkum innanlands, muni minnka mikið á næstu áratugum. Gert er þó ráð fyrir aukningu í innanlandsnotkun fyrst í stað en þegar líður á tímabilið er spáð meiri samdrætti en áður hefur verið gert ráð fyrir í fyrri spám, einkum orkuskipta. Ef gengið er út frá óbreyttum for- sendum í dag gerir grunnspá hópsins þó ekki ráð fyrir að markmið stjórn- valda um minnkandi olíunotkun verði að fullu náð árið 2030. Til að ná að standast núverandi skuldbindingar gagnvart Parísarsáttmálanum fyrir árið 2030 þarf innlend olíunotkun að komast undir 400 þúsund tonn. Grunnspáin gerir ráð fyrir að innlend olíunotkun verði 418 þúsund tonn árið 2030 en fimm árum síðar verði hún komin undir markið eða í 337 þúsund tonn. Segir í kynningu Orkustofnunar á skýrslunni að ljóst sé að forsendur Morgunblaðið/Kristinn Eldsneyti Í fyrra var bensínnotkun- in 94 þúsund tonn, svipuð og árið 1983.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.