Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
Sérstök staða Ís-
lands í réttindamálum
foreldra til fæðingar-
orlofs hefur farið sí-
batnandi í áranna rás
og nú síðast á þessu ári.
Ef litið er til sögunnar
þá hefur þróunin verið
hæg. Þörf kvenna hér
áður fyrir fæðingar
orlof var hávær og
aðkallandi þegar konur
fjölmenntu út á vinnu-
markaðinn á árunum 1970-1980.
Fyrsta fæðingarorlofið var veitt
til 3ja mánaða en í tíð Ragnhildar
Helgadóttur aþingismanns og ráð-
herra var það lengt í 5 mánuði og síð-
ar í 6 mánuði og þá fyrst kallað fæð-
ingarorlof í lögum og feður nefndir.
En svo kom löng bið. Árið 2000 er
svo merkisár í þessari sögu og má
þar þakka Framsókn og Páli Péturs-
syni sérstaklega fyrir það merka og
mikilvæga skref sem þá var stigið
með því að feður fengju fæðingar-
orlof og konur lengra orlof. Páll hef-
ur minnst þess að víða erlendis var
þetta svo merkur áfangi að hann var
hylltur af konum sem vildu fá eigin-
handaráritun frá ráðherranum sem
þorði.
En hvaða áhrif hafði þessi mikil-
væga breyting til framtíðar nú rúm-
um tuttugu árum síðar. Gerðar hafa
verið rannsóknir og vil ég því gefa
Ingólfi V. Gíslasyni dósent í félags-
fræði orðið en hann skrifaði um rann-
sókn á vegum HÍ um framgang og
áhrif breytingarinnar:
„Á vordögum 2000 samþykkti Al-
þingi mótatkvæðalaust lög um fæð-
ingar- og foreldraorlof. Í lögunum fól-
ust nokkrar róttækar breytingar.
Orlofið var lengt í áföngum úr þrem-
ur mánuðum í sex. Greiðslur sem áð-
ur höfðu verið flatar og lágar voru nú
80% af launum. Sveigjanleiki var inn-
leiddur þannig að mögulegt var að
vera í hlutaorlofi og hlutavinnu. Þrír
mánuðir voru bundnir hvoru foreldri
en þrír voru skiptanlegir. Markmið
laganna var annars vegar að tryggja
börnum umhyggju beggja foreldra
og hins vegar að auðvelda konum og
körlum samþættingu
fjölskyldulífs og at-
vinnuþátttöku. Nú
stendur yfir heildarend-
urskoðun þessara laga
og því við hæfi að líta
yfir hverju þau hafa
áorkað.
Augljósasta breyt-
ingin er að 85-90% feðra
taka orlof til að vera
með börnum sínum í
stað 0,2-0,3% fyrir
breytinguna. Þeir taka
að meðaltali þann tíma
sem einungis þeir geta
nýtt. Það er í fullu samræmi við það
sem sjá má hjá öðrum þjóðum.
Umhyggju barna er miklu jafnar
skipt milli foreldra en áður og ekki
aðeins meðan á orlofinu stendur.
Byggt á mati foreldra (mæðra)
sjálfra var umhyggju barna sem
fæddust 1997, þremur árum fyrir
setningu laganna, jafnt skipt í um
40% fjölskyldna þegar börnin náðu
þriggja ára aldri. Umhyggju barna
sem fæddust 2014 var jafnt skipt í
75% fjölskyldna þegar þau voru
þriggja ára. Rannsóknir á hinum
Norðurlöndunum sýna það sama,
feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru
virkari við umönnun barna sinna en
þeir sem ekki gera það, alla tíð.
Þetta hefur meðal annars skilað
sér í því að íslensk ungmenni meta
samskipti sín við feður jákvæðari en
ungmenni 43ja samanburðarlanda
samkvæmt alþjóðlegu rannsókninni
Health and behaviour in school-aged
children. Það hefur ekki grafið undan
stöðu íslenskra mæðra, þær eru eftir
sem áður með alþjóðlega forystu á
þessu sviði.
Tvær íslenskar rannsóknir hafa
komist að svipuðum niðurstöðum
varðandi samspil fæðingarorlofs og
skilnaða. Fæðingarorlof feðra dregur
úr skilnuðum. Það ætti ekki að koma
á óvart, sameiginleg reynsla styrkir
sambönd. Einnig þetta atriði er í
fullu samræmi við erlendar rann-
sóknir.
Þátttaka feðra í umönnun barna
sinna frá upphafi vegferðar þeirra
hefur sýnt sig hafa mikilvægar afleið-
ingar fyrir börnin. Virkni feðranna
dregur úr hegðunarvandkvæðum hjá
drengjum og sálfræðilegum vanda
stúlkna. Hún ýtir undir vitsmuna-
legan þroska, dregur úr afbrotum og
styrkir stöðu fjölskyldna sem standa
höllum fæti, félagslega og efnahags-
lega.
Það er hafið yfir allan skynsam-
legan vafa að þessi lög hafa haft þau
áhrif sem þeim var ætlað. Alþingi hef-
ur ekkert betur gert síðustu áratugi
til að jafna stöðu kynja á vinnumark-
aði og í fjölskyldulífi en að samþykkja
þessi lög. Það sem meira er, líklega
hefur Alþingi heldur ekkert betur
gert síðustu áratugi til að styrkja
samheldni fjölskyldna og bæta stöðu
og lífshamingju íslenskra barna.“
Áhrifin á stöðu kvenna á vinnu-
markaði eru líka ótvíræð. Áður var
sagt við ráðum síður konu á barn-
eignaraldri en nú gengur það ekki því
foreldrarir eru jafnir.
Tímalengd fæðingarorlofs ræðst af
því á hvaða ári barn er fætt, frum-
ættleitt eða tekið í varanlegt fóstur.
Tímalengd ársins 2021 er alls 12 mán-
uðir. Hvort foreldri um sig á rétt á 6
mánuðum og eru 6 vikur framselj-
anlegar. Tímalengd ársins 2020 er
alls 10 mánuðir. Hvort foreldri um sig
á rétt á 4 mánuðum sem eru ófram-
seljanlegir en 2 mánuðir eru sameig-
inlegir sem annað foreldrið getur tek-
ið í heild eða foreldrar skipt með sér.
Tímalengd ársins 2019 er 9 mánuðir.
Hvort foreldri um sig á rétt á 3 mán-
uðum sem eru óframseljanlegir en 3
mánuðir eru sameiginlegir sem annað
foreldrið getur tekið í heild eða for-
eldrar skipt með sér.
Þessir áfangar hafa orðið í félags-
málaráðuneytinu í tíð Framsóknar.
Bið aðra að reyna ekki að eigna sér
málið.
Fæðingarorlof
sterkt jafnréttismál
Eftir Þórunni
Sveinbjörnsdóttur
Þórunn
Sveinbjörnsdóttir
» Augljósasta breyt-
ingin er að 85-90%
feðra taka orlof til að
vera með börnum sínum
í stað 0,2-0,3% fyrir
breytinguna.
Höfundur skipar 3 sæti á lista
Framsóknar í Reykjavík norður.
Fullyrt var í grein í
Morgunblaðinu á dög-
unum eftir Ole Anton
Bieltvedt að innan
Evrópusambandsins
gætu lítil ríki „stopp-
að framgang hvaða
máls sem er. Til jafns
við þau stóru, svo sem
Þýskaland, Frakk-
land, Ítalíu og Spán.
Afstaða þeirra fá-
mennu vegur jafn
þungt og afstaða þeirra fjöl-
mennu.“ Þá var því haldið fram að
„ekkert stærra mál, stefnumörkun
eða samningur“ tæki gildi án ein-
róma samþykkis. Hér er hins veg-
ar ekki farið með rétt mál sem er
ekki sízt áhugavert í ljósi þess að
skrifin snerust einkum um það að
saka aðra um rangfærslur.
Fyrir það fyrsta er vert að hafa
í huga að einróma samþykki ríkja
Evrópusambandsins, þegar
ákvarðanir eru teknar á vettvangi
þess, heyrir nánast sögunni til.
Þannig hefur þeim tilvikum, þar
sem krafizt hefur verið einróma
samþykkis í ráðherraráði sam-
bandsins, fækkað með hverjum
nýjum sáttmála þess. Með gild-
istöku Lissabon-sáttmálans árið
2009 var það afnumið í yfir fjöru-
tíu málaflokkum. Fyrir vikið heyr-
ir einróma samþykki í raun til
undantekninga í dag
og snýst um fáein
málefni. Þar eru
sjávarútvegsmál til
dæmis ekki á meðal.
Kallað hefur verið
eftir því að tekin verði
frekari skref í þá átt
að fækka þeim fáu til-
vikum þar sem enn er
krafizt einróma sam-
þykkis í ráðherraráði
Evrópusambandsins.
Meðal annars bæði af
framkvæmdastjórn
sambandsins og póli-
tískum forystumönnum í ríkjum
þess. Fyrr á þessu ári kallaði
Heiko Maas, utanríkisráðherra
Þýzkalands, til að mynda eftir af-
námi einróma samþykkis í utan-
ríkismálum. Sagði hann nauðsyn-
legt að Evrópusambandið gæti
tekið ákvarðanir í þeim efnum
jafnvel þótt einhver ríki sambands-
ins væru þeim andvíg.
Vægi ríkja einkum
eftir íbúafjölda
Hversu fjölmenn einstök ríki
Evrópusambandsins eru ræður
mestu um möguleika þeirra á að
hafa áhrif þegar ákvarðanir eru
teknar á vettvangi þess. Lang-
flestar ákvarðanir í ráðherraráðinu
eru þannig til dæmis háðar því að
55% ríkjanna (einu ríki fleiri en
einfaldur meirihluti) standi að baki
þeim með 65% íbúa sambandsins. Í
öðrum tilfellum þarf annars vegar
einfaldan meirihluta ríkjanna og
hins vegar 72% þeirra og 65% íbú-
anna. Þar hafa fjölmennustu ríkin
eðli málsins samkvæmt langmest
vægi en þau fámennustu að sama
skapi afar lítið.
Þannig býr Þýzkaland að um
18,5% íbúafjölda Evrópusambands-
ins og Frakkland um 15%. Saman
eru ríkin tvö með um helming þess
íbúafjölda sem allajafna þarf til
þess að taka ákvarðanir í ráð-
herraráðinu. Ef við bætum Ítalíu
og Spáni við hafa ríkin fjögur um
58% íbúa sambandsins. Þá vantar
aðeins ellefu ríki af þeim 23 sem
eftir eru og er þá nánast auka-
atriði hver þau eru með tilliti til
íbúafjölda vegna fjölmennis
stærstu ríkjanna. Þótt öll hin ríkin
23 tækju sig saman þyrftu þau
engu að síður tvö af stærstu ríkj-
unum fjórum í lið með sér til þess
að taka ákvarðanir. Til sam-
anburðar væri Ísland fámennasta
ríkið innan Evrópusambandsins
með 0,08% íbúafjöldans.
Hins vegar skiptir ekki síður
máli að einungis þarf fjögur ríki til
þess að hindra ákvarðanatöku í
ráðherraráðinu svo framarlega að
þau hafi yfir 35% íbúafjöldans inn-
an Evrópusambandsins á bak við
sig. Með öðrum orðum geta ríkin
fjögur saman stöðvað hvaða mál
sem er í ráðinu fyrir utan í þeim
til þess að gera fáu tilfellum þar
sem enn þarf einróma samþykki
og þar sem einungis þarf einfaldan
meirihluta. Raunar nægir Þýzka-
landi og Frakklandi liggur við
hvaða tvö ríki sem eru enda vantar
þau einungis um 1,6% til þess að
ná yfir 35% íbúafjöldans.
Ríki ESB sitja ekki
við sama borð
Viðmiðið er að sama skapi fyrst
og fremst íbúafjöldi ríkjanna í til-
felli þings Evrópusambandsins.
Þannig hefur Þýzkaland 96 þing-
menn af um 700 en til saman-
burðar hefði Ísland sex þingmenn
innan þess. Þar er ekkert einróma
samþykki heldur gildir einfaldlega
meirihlutinn. Hvað framkvæmda-
stjórn sambandsins varðar er full-
yrt í greininni að öll ríki þess eigi
sinn fulltrúa í henni. Hið rétta er
að þó ríkin tilnefna einn fulltrúa
hvert og er tekið skýrt fram í
Lissabon-sáttmálanum að þeir eigi
ekki að fylgja fyrirmælum frá
ríkisstjórnum ríkjanna.
Með öðrum orðum er ljóst að
stærstu ríki Evrópusambandsins
eru bæði í lykil- og yfirburðastöðu
þegar kemur að ákvarðanatöku á
vettvangi sambandsins. Bæði þeg-
ar kemur að því að samþykkja mál
og að hindra samþykkt þeirra. Við
það bætist að fulltrúar stærstu
ríkjanna funda gjarnan og sam-
ræma áherzlur sínar áður en mál
eru tekin formlega fyrir innan
Evrópusambandsins. Eins er ljóst
að innan sambandsins gæti Ísland
ekki stöðvað nein mál að undan-
skildum þeim fáu og fækkandi til-
fellum þar sem einróma samþykki
er enn áskilið.
Deginum ljósara er þannig að
fullyrðingar greinarhöfundar, um
að lítil ríki innan Evrópusam-
bandsins geti „stoppað framgang
hvaða máls sem er“, samrýmast á
engan hátt raunveruleikanum.
Þvert á móti hefur enginn skortur
verið á tilfellum þar sem margfalt
fjölmennari ríki en Ísland hafa
orðið undir í ráðherraráðinu og
þar með talið í tilfellum þar sem
um stór hagsmunamál hefur verið
að ræða fyrir þau. Þar á meðal í
sjávarútvegsmálum. Fyrir utan
annað er vitanlega lítið gagn að
sæti við borðið þegar ekki er setið
við sama borð.
Stærstu ríkin í algerri yfirburðastöðu
Eftir Hjört J.
Guðmundsson »Hversu fjölmenn ein-
stök ríki Evrópu-
sambandsins eru ræður
mestu um möguleika
þeirra á að hafa áhrif
þegar ákvarðanir eru
teknar á vettvangi
þess.
Hjörtur J.
Guðmundsson
Höfundur er sagnfræðingur og
alþjóðastjórnmálafræðingur
(MA í alþjóðasamskiptum með
áherzlu á Evrópufræði).
hjortur@fullveldi.is
Stefna margra ríkis-
stjórna undafarin ár
hefur verið að flytja
opinber störf út á
landsbyggðirnar.
Framkvæmd og eft-
irfylgd þessarar stefnu
hefur verið útfærð
með ýmsum hætti og
oft og tíðum með tölu-
verðum fyrirgangi.
Skemmst er að minn-
ast flutnings Fiski-
stofu til Akureyrar þar sem starfs-
fólki fannst að sér vegið og þótti
undirbúningur og framkvæmd ekki
til eftirbreytni. Margir þekkja einnig
flutnings Landmælinga á Akranes
sem er jafnframt þekkt dæmi um
miður vandaðan undirbúning við
flutning opinberra starfa á lands-
byggðirnar.
Það vekur furðu að ríkisvaldið
skuli ekki geta staðið betur að þess-
um flutningum þegar fræðimenn
hafa skrifað lærðar greinar og bæk-
ur um breytingastjórnun og öllum
sem vilja vinna faglega að flutningi
stofnana ætti að vera ljós sú að-
ferðafræði sem eykur líkur á farsæl-
um breytingum í sátt við fólk og um-
hverfi. Það er reyndar
umhugsunarefni að flest ný opinber
störf skuli verða til á höfuð-
borgarsvæðinu og þau svo jafnvel
síðar flutt út á land með slíkum
vandræðagangi. Stefnan ætti fyrst
og fremst að fylgja þörfinni og vera
sú að efla þau störf sem fyrir eru á
landsbyggðunum og að sjá til þess að
þar verði meirihluti nýrra starfa til.
Staðreyndin er sú að opinberum
störfum hefur fjölgað verulega síð-
ustu ár og einna helst á höfuðborg-
arsvæðinu. Til að bæta gráu ofan á
svart hafa ráðherrar
flutt störf af lands-
byggðunum til Reykja-
víkur eins og dóms-
málaráðherra núver-
andi ríkisstjórnar gerði
með því að leggja niður
fangelsið á Akureyri og
flytja þau störf suður á
Hólmsheiði. Allt með
stuðningi stjórnar-
flokkanna.
Áhugaverðast er þó
að horfa til lands-
byggðastarfsemi eins
og RARIK sem hefur sínar höf-
uðstöðvar í Reykjavík með fjölda
starfsmanna þrátt fyrir að öll þjón-
usta fyrirtækisins sé á landsbyggð-
unum. Í mörg ár hefur verið rætt um
að flytja höfuðstöðvarnar út á land.
Nú er kominn tími til að láta af því
verða og flytja þær til Akureyrar og
Egilsstaða. RARIK er sannarlega
fyrirtæki landsbyggðanna og þar
eiga höfuðstöðvarnar að vera. Kom-
ist ég á Alþingi mun ég beita mér
fyrir því að af þeim flutningum verði.
Ég mun jafnframt beita mér fyrir
því að stefnu um eflingu og flutning
opinberra starfa á landsbyggðirnar
verði framfylgt á vandaðan og fag-
legan hátt.
Eftir Eirík Björn
Björgvinsson
Eiríkur Björn
Björgvinsson
»Ráðherrar hafa flutt
mikið af störfum af
landsbyggðunum, eins
og með því að leggja
niður fangelsið á Akur-
eyri. Allt með stuðningi
stjórnarflokkanna.
Höfundur skipar 1. sæti Viðreisnar
í Norðausturkjördæmi.
Þurfa höfuðstöðvar
RARIK að vera
í Reykjavík?
FINNA.is