Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 25

Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær Á laugardaginn ákveðum við kjósendur hverja við viljum hafa á Alþingi næstu fjögur árin. Þá er eðlilegt að horfa til þess sem gert hefur verið sl. fjögur ár. Ríkisstjórnin sem nú er að ljúka störfum hefur verið farsæl í sín- um störfum. Hún hefur tekist á við erfiða tíma með öllu því sem fylgdi Covid-19. Það tókst að ná samstöðu um aðgerðir bæði á Alþingi og í sam- félaginu. Við stóðum saman að því sem gert var og eftir því hefur verið tekið meðal annarra þjóða. En þrátt fyrir farsóttina sem hefur haldið okk- ur í sínum heljargreipum með veik- indum margra og atvinnumissi stórra hópa, þá hefur margt gott verið gert á þessum fjórum árum. Sem betur fer var ríkissjóður þannig staddur að hægt var að bregðast við til að styrkja fólk og fyrirtæki. Það var vegna aðhalds í fjármálum sem ekki var alltaf vinsælt. Nú er hins vegar komið að því að lækka skuldir ríkis- sjóðs. Það verður að gerast á næstu árum. Það er því afar ótrúverðugt að lofa auknum framlögum úr ríkissjóði til alls kyns gæluverkefna eins og margir stjórnmálaflokkar gera núna. Í Kvennalistanum héldum við því á lofti að hafa ætti að leiðarljósi þá hag- sýslu í ríkisfjármálum sem hin hag- sýna húsmóðir notaði í rekstri heim- ilisins. Sem sé að tekjur dygðu fyrir gjöldum. Að taka ekki meira að láni en fjárhagur heimilisins réði við. Og gera sér ljóst að það kemur alltaf að skuldadögum. Er það ekki það sem allur almenningur þarf að fást við í sínu lífi að láta enda ná saman? Viljum við fá skattahækkanir á næstu árum? Nei. Vilj- um við verðbólgu og hækkun vaxta? Nei. Ég ræddi nýlega við ungan fjölskylduföður og spurði m.a.: „Hvað vilt þú sjá eftir kosningar?“ Hann svaraði: Ég vil stöðugleika, ekki óvissu. Ég vil að tekjur heim- ilisins haldist svipaðar og verðlag fari ekki úr böndunum. Við hjónin erum að borga af hús- næðislánum og með þrjú börn undir fermingaraldri. Það fer mikið í rekstur heimilisins og því skiptir stöðugleikinn okkur mestu máli.“ Ætli það séu ekki margir í þessari stöðu. Ungar fjölskyldur eru framtíðin okkar í þessu landi. Verkefnin eru vissulega næg, en við skulum taka mið af reynslu hinnar hagsýnu hús- móður og ekki trúa neinum gylliboð- um. Vonandi tekst að auka fjölbreytni atvinnulífsins og þar með auka tekjur ríkissjóðs. Til þess höfum við alla möguleika og getum það með því að byggja landið allt. Núverandi ríkis- stjórn er vinsælli en dæmi eru um við lok kjörtímabils, við skulum treysta henni áfram til góðra verka. En til þess þarf að kjósa þá sem við treystum. Eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur Jóna Valgerður Kristjánsdóttir »Núverandi ríkis- stjórn er vinsælli en dæmi eru um við lok kjörtímabils, við skulum treysta henni áfram til góðra verka. Höfundur er fyrrverandi þingkona Kvennalistans. Hvað viljum við? Nú þegar líður að kjördegi reikar hugur minn til æskuáranna, þegar það eina sem maður þurfti að hugsa um var hvort það væru kjötbollur í brúnni sósu í matinn eða hvort ég gæti horft á Roy Rogers í kana- sjónvarpinu næsta laugardag hjá ömmu því við náðum ekki kananum. Lífið var einfalt en dásamlegt. Besti vinur minn bjó með fjölskyldu sinni í bragga sem herinn hafði byggt, man eftir skrýtnu lyktinni þarna inni, og það voru engin herbergi, bara stór stofa og kamína. Þegar ég sagði mömmu frá hvernig þau bjuggu, þá sagði hún við mig að fólkið hefði nú ekki valið sér slíkt heimili sem fyrsta kost heldur hefði lífið leitt þau á þennan stað. Vinur minn kom sjald- an með nesti í skólann og oftast voru fötin hans margbætt og/eða of lítil á hann. Mér leið ekki vel í sálinni að sjá hann vin minn svona til fara og að vera svangur í skólanum. Mamma lét mig fá meira nesti en venjulega svo að ég gæti gefið vini mínum. Og að sjá hve ánægður hann var hefur gert mig að betri manni (vona ég). Nú, 55 árum seinna, fara börn í skóla landsins án þess að geta keypt mat í skólanum eða farið í skóla- ferðalög, stundað íþróttir eða klætt sig í merkjavöru. Elskulegu vinir … börnin okkar eru framtíð þessa lands, hugsið ykkur vel um þegar þið eruð í kjörklefanum á laugardaginn. Gerum það sem er rétt fyrir fram- tíðina; kjósum Flokk fólksins. Hin ljúfa æska Eftir Ríkarð Óskarsson Ríkarður Óskarsson » Börnin okkar eru framtíð þessa lands, hugsið ykkur vel um þegar þið eruð í kjörklefanum. Höfundur er öryrki og í framboði fyrir Flokk fólksins. rioskarsson@gmail.com Mjög víða er skortur á farsímasambandi á vegum landsins. Marg- ir vegkaflar eru ýmist alveg án eða með tak- markað farsímaþjón- ustu. Sú staða er ólíð- andi til lengdar þar sem vegfarendur og viðbragðsaðilar treysta í sífellt meiri mæli á farsímasamband. Vissulega hafa mark- aðsaðilar byggt upp farsíma- og far- netskerfi á liðnum árum með eða án stuðnings frá ríkinu, sem ná til stærsta hluta vegakerfisins. Sú upp- bygging og þjónusta er í raun aðdá- unarverð á svo strjálbýlu, fjöllóttu og vogskornu landi. Við upplifum flest sem erum á ferðinni hve kerfið er götótt. Það er auðvitað óviðunandi. Einu viðbrögðin sem ég tel boðleg, sé fullreynt að ná betri árangri hratt og vel í gegnum regluverkið, er að stjórnvöld láti sig málið varða með beinum og skipulögðum hætti um land allt. Í nýlegu samráðsskjali Fjarskipta- stofu er að finna metnaðarfullar hug- myndir að uppbyggingu á slitlausu farneti gagnvart helstu stofnvegum og öðrum tilteknum vegum um land- ið. Einn valkostur fyrir stofnunina væri að gera þá uppbyggingu að skil- yrði í tengslum við langtímaúthlutun á tíðniheimildum til farsímafyrirtækj- anna sem fram fer á næstu miss- erum. Eins vel og það hljómar, þá tel ég það ekki ásættanlegan fram- kvæmdatíma í slíkri uppbyggingu og ekki síður hvað eigi að gera til að bæta úr þjónustuleysi á öðrum „mik- ilvægum“ vegum á landsbyggðinni svo sem fjölmörgum tengivegum. Þar verður pólitíkin að láta sig varða, hve hratt og hve mikil útbreiðsla er ásættanleg. Stjórnvöld og mark- aðsaðilar geta vel unnið saman að því að koma farsíma- og farnetssam- bandi á vegum landsins í betra horf til framtíðar. En er ekki að verða full- reynt að með núverandi aðferð mun þetta ekki nást? Ein leið væri að fela Fjarskiptasjóði að greina viðfangsefnið í samvinnu við aðra hagsmunaaðila og fjármagna a.m.k. hluta uppbyggingar gagnvart vegum sem eigin markaðsáform fjarskiptafyrirtækjanna og úrræði Fjarskiptastofu munu ekki ná til. Þannig væri hægt að ná utan um allt verkefnið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á liðn- um árum stuðlað farsællega að ljós- leiðaravæðingu og jarðstrengjavæð- ingu alls dreifbýlis. Sú uppbygging er komin vel á veg og mun nýtast víða til að tengja nýja farsímaaðstöðu gagn- vart vegum við veiturafmagn og fjar- skiptakerfi hagkvæmar en ella. Þörf er á landsátaki í farsíma- og farnet- þjónustu gagnvart vegakerfi lands- ins. Hæglega má nálgast það verkefni frá nokkrum hliðum samtímis í mis- munandi samspili fyrirtækja og opin- berra aðila ef viljinn er fyrir hendi. Landsátak í farsíma- þjónustu á vegum Eftir Harald Benediktsson Haraldur Benediktsson » Þörf er á landsátaki í farsíma- og farnet- þjónustu gagnvart vega- kerfi landsins. Höfundur er í 2. sæti D-lista í NV-kjördæmi. Fermingarstarfið er nú að hefjast í kirkjum landsins á þessum haustdögum sem nú eru að líða. Mikill áhugi er á fermingarstarfinu og hærri prósenta barna lætur ferma sig en sú hlutfallstala sem er í þjóðkirkjunni. Um síðastliðna helgi var kallaður til leiks hópur 25 fermingarbarna, sem komu full áhuga til kirkju sinnar. Þrjú þeirra höfðu heyrt söguna um miskunnsama Samverjann. Sagan um miskunnsama Sam- verjann er í 10. kafla Lúkasarguð- spjalls og fjallar um mann sem féll í hendur ræningjum. Tveir menn gengu framhjá, en Samverji nokkur hlúði að manninum og kom honum til hjálpar. Þessi saga er grundvöllur alls velferðarkerfis Vesturlanda og grundvöllur þess að í okkar menningarheimi komum við öðrum til hjálpar þegar á þarf að halda. Þessi saga er grunn- urinn sem við byggjum heilbrigðiskerfi okkar á, björgunarsveitirnar, Rauða krossinn og allt hjálparstarf. Nú hefur heil kyn- slóð vaxið úr grasi án þess að hafa heyrt eina einustu biblíusögu þar sem víða hefur þessi námsgrein verið lögð niður. Þegar ég tala við fólk á mínum aldri er mjög algengt að það segi að biblíusögurnar hafi verið skemmti- legasta námsgreinin í barnaskóla og enginn man eftir því að nokkurt trúboð hafi fylgt kennslunni. Ég hef líka rætt við fólk sem kennir bókmenntafræði við Háskóla Íslands og það segir að erfitt sé að kenna heimsbókmenntirnar þar sem íslensku stúdentana vanti þann grunn sem biblíusögurnar gefa bók- menntum hins vestræna heims. Ég á afar erfitt með að sjá að biblíusögukennsla í skólum geti skaðað nemendur, því ekki trúi ég því að hún hafi skaðað okkur sem fengum að njóta hennar í barn- æsku. Því vil ég hvetja ráðafólk þessa lands, sem nú mun væntanlega stjórna landinu okkar næstu fjögur árin, til að endurskoða þá stefnu sína svo að önnur kynslóð fari ekki á mis við þann grundvöll sem við byggjum velferðarkerfið okkar á. Eftir Solveigu Láru Guðmundsdóttur Solveig Lára Guðmundsdóttir »Hvet ég ráðafólk til að endurskoða stefnu sína svo að önnur kynslóð fari ekki á mis við þann grundvöll sem við byggjum velferðar- kerfið okkar á. Höfundur er vígslubiskup á Hólum. holabiskup@kirkjan.is Kannt þú söguna um mis- kunnsama Samverjann?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.