Morgunblaðið - 24.09.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.09.2021, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 Í kosningabarátt- unni er sagt að Ís- land eigi að vera fyrirmynd í loftslags- málum í heiminum (VG), lofað er græn- um iðnaði (B) og grænni orkubyltingu (D). Ekkert er minnst á langstærsta umhverfismálið, sem er salan á upprunara- forku Íslands til ESB. Þar er græn íslensk raforka notuð til að hjálpa ESB að menga. Þetta er þvert á hagsmuni ís- lenskra fyrirtækja sem vilja bæta samkeppnisstöðu sína með hreinni orku. Fullveldisafsal Íslands í orkumálum til ESB varðandi við- skipti með raforku gerir þetta kleift. Raforka á Íslandi er frá endurnýjanlegum orkugjöfum Ísland framleiddi 19,1 milljarð kílówattstunda af grænni raforku 2020. Var 99,98% framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsorku (69%) og jarðhita (31%). Ef Ísland nyti ekki þessara nátt- úruauðlinda, væri samfélagið fá- tækara. Íslendingar tala stoltir um grænu orkuna sína og hreina ímynd landsins. Hún er seld ferða- mönnum og erlendum ráðamönn- um er sýnd Hellisheiðarvirkjun. Hvað er gert við uppruna hennar? 87% raforku frá kolum og kjarn- orku, 7,2 M tonn CO2 og 21 tonn geislavirkur Sala uppruna- ábyrgða til fyrirtækja í ESB fól í sér að 87% raforku á Íslandi var framleidd með jarð- efnaeldsneyti (57%) og kjarnorku (30%) á síðasta ári, 13% kom frá vatnsafli og jarð- hita skv. Orkustofnun. Salan er samkvæmt lögum sem eru innleiðing á orkustefnu ESB og Brussel sendir Alþingi í orku- pökkum til samþykktar. Reglur ESB, sem eiga að hvetja kolaraforkuríki til að framleiða græna orku, eru notaðar á Íslandi til að fyrirtæki innan ESB, sem nota raforku frá kolum og kjarn- orku, geti verið grænni en þau eru í raun. Upprunabókhald raforku er skýrt, hrein orka okkar er nú framleidd með kolum, olíu, gasi og kjarnorku. Íslendingar losuðu 7,2 milljónir tonna af koldíoxíði og 20.660 tonn af geislavirkum kjarnorkuúrgangi á síðasta ári vegna sölu upprunaábyrgða. Fyrir- tæki innan ESB skreyta sig með hreinni raforkuframleiðslu Íslands og samsvarandi kola- og kjarn- orkumengun skrifast á okkur. Evróputilskipanir ESB sjá til þess þegar kemur að loftslags- málum að ekki þarf að skoða hvað- an sú mengun kemur eða hvert hún fer. Brussel sparar sér það fundarefni. Hrein orkuframleiðsla okkar er ekki notuð til hagsbóta fyrir ís- lenska framleiðslu heldur seld hæstbjóðanda í Evrópu. Líklega hefur siðferði í umhverfismálum aldrei verið selt lægra verði á upp- boðmörkuðum heimsins. Að íslensk raforkuframleiðsla sé notuð með þessum hætti er sorglegt og felur því miður í sér botnlausa hræsni í umhverfismálum. Umræðuleysið er áskorun til fjölmiðla að gera þessu mikla hagsmunamáli skil. Loftslagsmálin Fjallað er um losunarbókhald gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis á Íslandi í árlegri lands- skýrslu Umhverfisstofnunar til ESB og SÞ vegna Kýótósáttmál- ans og Parísarsamkomulagsins. Kýótótímabilinu lauk 2020 og verð- ur gert upp 2023. Tímabil Parísar- samkomulagsins hófst í ár og er til 2030. Á Íslandi jókst heildarlosun gróðurhúsalofttegunda um rúm- lega 30% frá 1990. Samkvæmt Kýótósáttmálanum lofuðu Íslend- ingar að draga úr losun um 20% árið 2020 miðað við 1990. Engar líkur eru á að staðið verði við þau loforð. Losun á ábyrgð stjórnvalda er sú sem ríkið og íbúar eru ábyrg fyrir. Hún var óbreytt milli 2017 og 2018. Langmest losun er frá orku og stórt hlutfall, um helm- ingur, frá vegasamgöngum. Útilokað er að við stöndum við skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu og við þurfum líklega að kaupa kolefnislosunarheimildir fyrir milljarða. Fjárhagsbókhald fyrir hrun – losunar- og upp- runabókhald í dag Umhverfis- og loftslagsumræðan og framlag okkar til þeirra minnir á bankaumræðuna fyrir hrun. Skýrslur komu 2006 um stöðu bankanna, byggðar á bókhaldi þeirra. Sögðu þær að eina vanda- málið væri að tímasetja hrunið (Danske: Geyser Crisis). Eftir þær lokuðust alþjóðlegir fjármálamark- aðir íslensku bönkunum. Lausnin varð hávaxtanetbankar líkt og Ice- save. Íslenskir ráðamenn fóru til stærstu fjármálamiðstöðva heims til að leiðrétta misskilning á lestri fjárhagsbókhalds bankanna. Allt væri í himnalagi á Íslandi, alþjóð- legu fjármálamiðstöðinni. Sama á við í dag þegar kemur að umræðunni um umhverfis- og loftslagsmál. Græn orkubylting á Íslandi mun vekja athygli heimsins og Íslandi verða í forystu í heim- inum í loftslagsmálum. Fyrir hrun var óþarfi að líta á einfaldar stað- reyndir í fjárhagsbókhaldi bank- anna. Í dag á það sama við um upprunabókhald raforku og los- unarbókhald þjóðarinnar í lofts- lagsmálum. Heimurinn þarf bara að vita um hreina og græna ímynd Íslands. Það sem heimurinn les skiptir ekki máli í umræðu til heimabrúks. Stuðningsflokkum þriðja orkupakka er þar hælt með illa unnum könnunum fyrir að vera græn. Stærsta umhverfismálið – höfnum orkusambandi ESB Stærsta umhverfismál okkar er að losna undan orkustefnu ESB og orkupökkunum og því siðleysi og hræsni sem felst í sölu uppruna- ábyrgða raforku til ESB. Hrein raforkuframleiðsla á Íslandi er notuð til að hjálpa ESB að menga, vera grænni og líta betur út í um- hverfismálum en í raun. Mengun- inni er sturtað á Ísland! Það skipt- ir miklu máli í heiminum í dag. Skaðleg sýndarmennska Íslands í umhverfismálum Eftir Eyjólf Ármannsson »Raforka á Íslandi er 87% frá jarðefna- eldsneyti og kjarnorku, sem menga 7,2 milljónir tonna af CO2 og 21 tonn af geislavirkum úrgangi vegna sölu uppruna- ábyrgða til ESB. Eyjólfur Ármannsson Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi og er formaður Orkunnar okkar, samtaka um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum. eyjolfur@flokkurfolksins.is Í 1. gr. stjórnar- skrárinnar kemur fram að Ísland er lýðveldi með þing- bundinni stjórn. Sér- hver nýr þingmaður skal vinna dreng- skaparheit að stjórn- arskránni, þegar kosning hans hefur verið tekin gild. Þá er það tekið fram í 65. greininni að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis og svo framvegis. Ójafnt vægi atkvæða í kosningum til Al- þingis er þar af leiðandi brot á stjórnarskránni og mannréttindum þegnanna. Þegnarnir eru ekki jafnir fyrir lögum. Þegar horft er til 72. greinar stjórnarskrárinnar varð- andi friðhelgi eignarréttarins, þá ber að horfa til þeirrar stað- reyndar að þjóðin er eigandi þeirra auðlinda sem eru innan landhelgi Íslands. Aðeins í því til- felli að almenningsþörf krefjist þess að einstaklingur eða þjóðin sem slík láti af hendi notkun eða eignarhald á eign sinni þá þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Það að einstök fyrir- tæki í sjávarútvegi fái nýtingar- rétt á fiskinum í sjónum leiðir ein- faldlega af sér að fullt verð þarf að koma fyrir slík afnot. Það er ekki gert og er því brot á 72. grein stjórnarskrárinnar. Þeir al- þingismen sem hafa samþykkt slíkt hafa þar af leiðandi brotið gegn drengskaparheiti sínu að stjórnarskránni. Í síðustu kosningum til Alþingis 2017 var ekki farið að lögum varð- andi innsigli á kjörkössum. Í lög- um varðandi kosningar til Alþingis 2017 er þess getið að innsigli og lykill að kjörkössum megi ekki vera í höndum sama aðila þegar kjörkössum hefur verið lokað. Innsigli er tæki með einkennis- tákni ríkisins. Innsiglinu er þrýst á fljótandi vax sem sett er á kjör- kassann. Ef innsigli á kjörkassa er brotið er ljóst að kjörkassinn hef- ur verið opnaðar. Það að setja miða sem stundum flagna af á kjörkass- ana í síðustu kosning- um var ekki í sam- ræmi við gildandi lög. Slík misnotkun á orð- inu innsigli var og er ekki í samræmi við lög um kosningar til Alþingis. Það að stjórnvöld fari ítrekað á svig við gildandi lög er ekki í samræmi við lög um stjórnskipun Lýðveldisins Íslands. Það er því ljóst að það þarf að stöðva slíkt framferði og koma í framtíðinni í veg fyrir að ríkisvald og Alþingi gangi gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Ef slíku held- ur fram sem horfir þá er ljóst að orðið lýðveldi hefur glatað merk- ingu sinni. Það að þjóð þurfi að búa við það að kjörnir fulltrúar gangi ítrekað gegn ákvæðum eigin stjórnarskrár og lögum verður aldrei samþykkt af alþýðu þessa lands. Það að frambjóðendur brosi framan í kjósendur um leið og þeir boða bætt kjör, beint lýðræði og betra samfélag eykur ekki tiltrú fólksins til Alþingis og ríkistjórnar á hverjum tíma. Það að lofa því að hætta að ljúga og svíkja þjóðina væri meira við hæfi í undanfara kosninga til Alþingis. Það má aldrei gerast að Alþingi Íslend- inga verði tákn um svik og pretti gegn Lýðveldinu Íslandi. Það er bæn mín til þingmanna að þeir virði stjórnarskrá lýðveld- isins og verði tákn og fánaberar þjóðar sinnar í báráttunni fyrir jafnræði og lýðréttindum. Lýðveldi Eftir Ólaf Jónsson Ólafur Jónsson » Það er bæn mín til þingmanna að þeir virði stjórnarskrána og verði tákn og fánaberar þjóðar sinnar í barátt- unni fyrir jafnræði og lýðréttindum. Höfundur er uppfinningamaður. gwpolj@gmail.com Á laugardaginn kemur verður kosið til Alþingis. Síbylja skoðanakannana hef- ur dunið á okkur svo sumum þykir nóg um. Það er eins með þær og veðurspár, eða hvaða spár og kann- anir aðrar, að for- spárgildið er mismikið og margt getur breyst á skömmum tíma. Alltént er það þó fávíslegt að leggja í lang- ferð og gefa veðurspánni engan gaum. Útlitið í spánum hefur oft verið betra, jafnt fyrir okkur hægrimenn sem samfélagið allt. Skyndilega blása vindar til vinstri, og það þrátt fyrir að okkur hafi sjaldan gengið betur en einmitt á grundvelli nú- verandi stefnu. Til viðbótar við samstarfsflokk okkar til fjögurra ára hefur vinstri vængurinn að geyma aragrúa smáflokka: Pírata, Samfylkinguna, Sósíalistaflokkinn og Viðreisn, auk Flokks fólksins sem á um margt einnig heima í upptalningunni. Þótt flokkarnir séu allir smáir og ómarkvissir í sínum málflutningi eiga þeir sameiginlegt að vilja á einn eða annan hátt um- bylta samfélaginu. Kippa stoðunum ýmist undan rótgrónum atvinnu- greinum, grundvallarlögum lands- ins eða fullveldinu – með inngöngu í Evrópusambandið þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Formenn flokkanna vilja nú ólmir mynda fjölflokka stjórn um þessi áhuga- mál sín. Á hægri vængnum er Sjálfstæð- isflokkurinn langstærstur en hann er þó ekki lengur einn þar eins og löngum var. Hitt er að hann einn, og þá um leið nógu sterkur, bægir frá hættunni á vinstristjórn með glundroða og tilheyrandi efnahags- legri upplausn. Saga Sjálfstæðis- flokksins er löng og farsæl. Hann hefur verið forystuflokkurinn í landinu allt frá stofnun, stærstur jafnan og oft langstærstur flokka; sannkölluð breiðfylking hægri- manna, með víða skírskotun. Flokkurinn nær þannig til allra þeirra sem vilja að á Íslandi sé frjálst þjóð- félag hagsældar og menningar. Stefna hans byggist á trú á getu, áræði, ábyrgð og reisn einstaklinganna en um leið umburð- arlyndi gagnvart mis- munandi lífsviðhorfum og lífsháttum. Flokk- urinn leggur áherslu á sameiginlega hagsmuni ólíkra þjóðfélagshópa en hafnar þeirri skoð- un að ríkisvaldið geti leyst öll vandamál. Sjálfstæðisflokkurinn öðlaðist þannig snemma þann sess hér á landi sem flokkar sósíal- demókrata höfðu í Skandinavíu, að vera burðarflokkur í stjórnmálalífi landsins. Kredduleysi forystumanna flokksins, umfram flest annað, að ég hygg, skapaði hins vegar þá venju hér á landi að blokkamyndun til hægri og vinstri festist ekki í sessi eins og þar, heldur hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf gengið óbundinn til kosninga og fús til að vinna með öllum stjórntækum flokkum eftir kosningar svo fremi sem samstaða náist um stjórn- arsáttmála og aftra þannig hverju sinni myndun vinstristjórnar. Það hefur sjaldan verið brýnna en nú. Annars staðar á Norðurlöndun- um, rétt eins og hér á landi, hefur fylgi burðarflokkanna minnkað og flokkum um leið fjölgað, þar hafa blokkirnar viðhaldist, rétt eins og hér að sterkur Sjálfstæðisflokkur kemur í veg fyrir vinstristjórn. Um einmitt þetta snýst baráttan á kom- andi kjördegi og í þeirri baráttu verðum við öll sem trúum á gildi hægristefnunnar að sameinast. Vissulega eru ekki allir flokkar eða framboð önnur en Sjálfstæðisflokk- urinn til vinstri en með því að kjósa aðra valkosti til hægri en Sjálfstæðisflokkinn kann atkvæðinu að verða á glæ kastað. Viðreisn verður vart nefnd hægriflokkur lengur, en undir nýrri forystu hef- ur flokkurinn færst mjög til vinstri og nægir í því sambandi að benda á málflutning núverandi formanns sem varar sem óðast við hættunni á að hægristjórn komist hér á lagg- irnar! Verkin tala svo enn skýrar en orðin og nægir þar að nefna að- ild Viðreisnar að vinstri meirihlut- anum í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn á í dag fyrsta þingmann í öllum kjör- dæmum og þeim sessi verður flokkurinn að halda. Traustasta vígi Sjálfstæðisflokksins er hér í Krag- anum, þar er boðinn fram sterkur listi undir forystu formannsins Bjarna Benediktssonar. Við setjum markið hátt hér í kjördæminu og stefnum á að ná inn sex þingmönnum. Í sjötta sæti er Sigþrúður Ármann sem á mikið er- indi á þing, er m.a. vel heima í um- hverfismálunum, uppgötvaði enda snarlega hve stefna flokksins var vanmetin í stigagjöf ungra um- hverfissinna og er með sterka at- vinnulífstengingu. Í fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson, sem með störf- um sínum og skrifum hefur sýnt svo ekki er um að villast að þar fer vænlegur vökumaður lýðræðislegra stjórnarhátta í opinberri ákvarðanatöku. Farsæl framtíð veltur á því að við vöknum og kjósum flokkinn sem raunverulega mun standa vörð um áframhaldandi stöðugleika og hagsæld, en köstum því ekki á óút- reiknanlega hægri-vinstri-flakkara. Fjölmennum á kjörstað og kjós- um D-listann! Vöknum Eftir Kristin Hugason Kristinn Hugason » Þótt flokkarnir séu allir smáir og ómarkvissir í sínum málflutningi eiga þeir sameiginlegt að vilja á einn eða annan hátt um- bylta samfélaginu. Kippa stoðunum ýmist undan rótgrónum at- vinnugreinum, grund- vallarlögum landsins eða fullveldinu. Höfundur er búfjárkynbóta- og stjórnsýslufræðingur. khuga@centrum.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.