Morgunblaðið - 24.09.2021, Page 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
Allir flokkar á Ís-
landi í dag eru pólitískt
rétthugsandi vinstri-
flokkar, nema ef vera
skyldi Miðflokkurinn,
en þó gerðist það fyrir
nokkrum vikum að
kjördæmaráðin dúkku-
lísuvæddu flokkinn og
úthýstu mörgum góð-
um og gegnum hægri-
sinnuðum, farsælum
bjórbelgjum og þjóðhollum, heil-
brigðum karlrembusvínum úr flokkn-
um svo að nú er svo komið að þessi
góði flokkur er ekki svipur hjá sjón
og ekki víst að hann muni bera sitt
barr eftir þessa femínísku „hreinsun“
sem fólst í að úthýsa sápunni og inn-
leiða óþrifnaðinn.
Þessi misskilda „hreinsun“ og mis-
heppnaða tilraun til að gera öllum til
hæfis gerir það að verkum að flokk-
urinn mun missa stóran hluta af sínu
hægrafylgi og missa sérstöðu sína og
missa fótanna og jafnvel detta út af
þingi, sem væri mjög slæmt því Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson er ein-
stakur stjórnmálamaður; frjór, eld-
klár, rökfastur, íhugull, víðsýnn, vel
lesinn, lausnamiðaður, fylginn sér,
orðheldinn, þjóðhollur og blessunar-
lega laus við woke-ruglið, glóbal-
ismann og rétttrúnaðinn sem tröll-
ríður öllu í dag.
Flokkur fólksins eða
Flokkur fólsins?
Sömuleiðis væri sárt að missa
Flokk fólksins af þingi því þau eru
heiðarleg og sönn í því sem þau eru
að gera og enginn þarf að efast um
vilja þeirra til góðra verka. Flokk-
urinn væri eflaust stærri ef Inga Sæ-
land hefði sleppt því að skera hann í
sundur og minnka hann um helming.
Þá óheppilegu skurðaðgerð fram-
kvæmdi hún vegna þess að tveir af
hennar mætustu mönnum leyfðu sér
að efast um stjórnunarhæfileika
hennar og fékk sér örlítið messu-
vínstár í afar vel heppnuðu samsæti á
Klausturbar.
Sömuleiðis er hæpið að hún græði
mikið á því að nota hvert tækifæri
sem gefst til að hnýta í Sigmund
Davíð af öllum mönnum. Það var ekki
hann sem sagði þar að hún væri
„húrrandi klikkuð kunta“ heldur
samflokksmaður hans, Bergþór Óla-
son, sem er kunnur fyrir mannþekk-
ingu, háttprýði og varfærni í orðavali
þótt hann hafi þarna kannski sagt
eitthvað sem var örlítið orðum aukið.
Ingu bættist góður liðsauki í Jak-
obi F. Magnússyni sem verið er að
djöflast á um þessar mundir en hann
þekki ég af góðu einu. Þar fer harð-
duglegur málafylgjumaður og dreng-
ur góður þótt hann sé krati.
Flokkur fólksins getur varla talist
dæmigerður vinstriflokkur í hefð-
bundnum skilningi. Ég vona því að
hann nái vopnum sínum og óska hon-
um góðs gengis.
Sjálfstæðisflokkur-
inn er skásti
vinstriflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur ekki farið varhluta
af rétttrúnaðinum,
woke-vírusnum, glóbal-
ismanum, Kínaveirunni,
femínismanum, og öðr-
um mannskæðum plág-
um.
Enda fékk flokkurinn
taugaáfall þegar Trump
sigraði spilltasta skað-
ræðisvinstrakvendi í heimi, Crooked
Hillary, og allur flokkurinn studdi að
sjálfsögðu vinstri-pottaplöntuna
Sleepy Joe Biden núna síðast.
Þetta sýnir best hvert flokkurinn
er kominn.
Hægrimönnum er ekki lengur
vært í Sjálfstæðisflokknum
Á flokksþingi fyrir 5 árum voru
þeir þjóðhollu eðalhægrimenn, Gúst-
af Níelsson og Jón Magnússon hrl.,
baulaðir niður af sviðinu fyrir að tala
fyrir aðgæslu og heilbrigðri íhalds-
semi í útlendingamálum, og fyrir
stuttu var hægrimönnunum Brynjari
Níelssyni og Arnari Þór Jónssyni
sparkað niður stigann og Sigríði Á.
Andersen dúndrað út um gluggann.
Hægrimennska er einfaldlega ekki
lengur liðin í Sjálfstæðisflokknum.
Brynjar greyið hefur ekki undan við
að samþykkja alls kyns kommún-
istadellufrumvörp og kyngja ælum í
gríð og erg. Hann er ekki aðeins
mesti fýlupokinn á þingi að eigin sögn
heldur er hann orðinn stærsti ælu-
pokinn.
Að mínu mati er Sjálfstæðisflokk-
urinn engu að síður skásti vinstri-
flokkurinn því þar á bæ eru menn
upp til hópa meðvirkir vinstri-
mennskunni frekar en sturlaðir
vinstrivitleysingar.
Eru Bernie and Kate –
Bonnie and Clyde?
Ég býst við að Bjarni Ben myndi
viðurkenna það fúslega að hann hafi
beygt sig undir ægivald snargeðveiks
tíðarandans og breytt flokknum í
femínískan krataflokk pólitískrar
rétthugsunar, enda kemst ekki hníf-
urinn á milli hans og Grettis-Kötu,
eins og ég kalla hana stundum í
gamni, ef það er leyfilegt á þessum
woke-tímum. (Ég kalla sjálfan mig
stundum Serði Monster). Það er lítill
sem enginn munur á þessum tveimur
femínísku vinstriflokkum og þess-
vegna gengur samstarfið svona líka
ljómandi vel.
Verkaskiptingin er skýr: Bjarni
sér um viðskiptahlið stjórnmálanna
og stjórnmálahlið ættarveldisins og
öll corleone-plottin og Grettis-Kata
sér um handaböndin við erlenda
þjóðhöfðingja, brosgretturnar og
geiflurnar og menningamarxismann
og femínismann og kynjafræðina og
manngerðu loftslagsbreytingarnar
og öll þau stórkostlegu „vísindi“.
Sigurður Ingi situr svo á kantinum
og kinkar kolli og mátar sig í hug-
anum í stól Grettis-Kötu með enn þá
ógæfulegri vinstristjórn í skjalatösk-
unni.
En ef stjórnin missir meirihlutann
þá væri einfaldast að kippa bara Við-
reisn upp í. Viðreisn ber nafn með
rentu og er vön að gefa lýðræðinu
langt nef og reisa við fallna meiri-
hluta sem fólk er búið að kjósa í
burtu, en „Viðreisn mun selja sig
dýrt“ eins og forkonan orðaði það
þegar hún fór í bólið með föllnum
borgarstjórnarmeirihlutanum. Ekki
flókið vændi. Bara spurning um prís.
Kúlulán gæti dugað. Gleðihúsið við
Austurvöll veldur skiljanlega mörg-
um ógleði.
Vinstrisinnaðir
„nýfrjálshyggjuflokkar“
Einn er sá maður sem trúir því að
Sjálfstæðisflokkurinn sé hægriflokk-
ur og það er sósíalistaforinginn
Gunnar Smári Egilsson. Hann kallar
reyndar alla flokka „nýfrjálshyggju-
flokka“ sem eru hægra megin við
Stalín. Þetta gerir hann til að skapa
sér sérstöðu. Hann vill gera sig að
eina valkosti sannra vinstrimanna en
auðvitað eru valkostirnir allir hinir 50
vinstriflokkarnir eða hvað þeir eru nú
margir. Ástæðan fyrir öllum þessa
fjölda flokka er ekki málefnaágrein-
ingur heldur sú að allir Íslendingar
vilja vera kóngar. Ef það kemur upp
minnsta misklíð í flokki þá stofnar
fúli froskurinn nýjan flokk utanum
sjálfan sig þar sem hann getur verið
kóngur í ríki sínu.
Og svo má ekki gleyma að hver
flokkur fær gríðarlega styrki úr ríkis-
sjóði og formennirnir feita bónusa
þannig að það getur verið góður
bissniss að stofna flokk og segjast
vera á móti spillingu til að geta kom-
ist á kaf í hana sjálfur. Heiðarleiki
hefur aldrei verið sterkasta hlið Ís-
lendinga. Allur heimurinn veit af því.
Gamalt vín á nýjum
ólátabelgjum
Undanfarnar vikur hefur Gunnar
Smári reynt að vera rólegur og kurt-
eis til að sýna öllum hinum vinstri-
flokkunum á þingi að hann sé stofu-
hæfur og stjórntækur. Hann vill að
flokkarnir fái á tilfinninguna að hann
sé ekki einsog hver annar ódannaður
vanþroska taðreyktur pírapi á sokka-
leistunum sem vilji bara öskra sig
hásan í stjórnarandstöðu heldur að
hann sé siðaður ábyrgur sósíalista-
leiðtogi í vandlega útjöskuðum verka-
mannalörfum sem geti sest niður og
rætt enn þá útjaskaðri hugmynda-
fræði sína af yfirvegun á málefna-
legum grundvelli. En málið er að
þegar Smárinn neyðist til að ræða
málin á rólegum nótum þá opinberast
enn frekar brotalamirnar í stefnu
hans. Þessi stefna kemst nefnilega
best til tilfinninganna sé hún öskruð
með handapati og látum en hún þolir
illa vitsmunalega og yfirvegaða um-
ræðu. Þessvegna er Smárinn bestur
þegar hann er yfirspenntur og óða-
mála og frussar orðunum út úr sér
einsog vínberjasteinum í heilagri
bræði og lætur vaðalinn ganga í belg
og biðu og keyrir sig upp í trylling yf-
ir óréttlæti heimsins og arðráni auð-
valdsins og hræðilegum kapítalistum
sem leyfi sér að græða peninga, og
hræsnandi vellauðugum útrásarrit-
stjórum sem komi sér hjá að borga
kúguðum starfsmönnum sínum um-
samin laun, og hvað það sé nú öm-
urlega óréttlátt að wannabe-
braskarar skuli fljúga um í einkaþot-
um útrásarvíkinganna á meðan
hreingerningakonan lepji dauðann úr
skúringafötu o.s.frv.
Sósujafnarinn Gunnar Smári
Ég hef lengi haft gaman af Gunnar
Smára sósíalista og jafnaðarmanni
(sósujafnara) eða hvað hann efur sig
nú út fyrir að vera akkúrat þessa
stundina því hann er hugmyndaríkur
og klár dellukall og vel að sér og
skemmtilegur áheyrnar og góður
penni en ég man ekki eftir að hafa
verið honum sammála um nokkurn
skapaðan hlut enda er það mjög erfitt
því hann hefur eina skoðun í dag og
aðra á morgun eftir því hvernig vind-
urinn blæs og hvað hentar honum
best hverju sinni.
Í fyrradag var hann grjótharður
armaníklæddur frjálshyggjumaður
og bindisreyrður kapítalisti með
handlegginn þakinn Rolex-úrum og
vildi einkavæða allt heilbrigðiskerfið í
hvelli, í gær barðist hann fyrir því að
Ísland afsalaði sér sjálfstæði sínu og
gerðist fylki í Noregi og núna er hann
allt í einu orðinn lenínskeggjaður
sósíalisti í köflóttri snýtiklútaskyrtu
og drulluskítugum gámajakka úr
Sorpu. Hann er fljótari en Laddi að
skipta um gervi. Hann vill láta færa
kosningaaldurinn niður í 7 ára. Skilj-
anlega. Grunnskólakrakkar vita
nefnilega ekkert um hryllingssögu
sósíalismans enda munu þeir ekki
læra að lesa fyrr en um fimmtugt.
Gráupplagður kjósendahópur.
Smári segir að kraftur, nýsköpun,
frumkvæði og framkvæmdagleði ein-
staklingsins skipti engu máli í stóru
myndinni. Hann vill drepa niður ein-
staklingsframtakið en fjölga þess í
stað ríkisstarfsmönnum (jökkum á
stólum) og vinstrisinnuðum alþing-
ismönnum og vill láta ríkið sjá um
alla þætti samfélagsins og miðstýra
kerfinu að ofan og ganga á milli bols
og höfuðs á stóreignafólki og
viðskiptamógúlum og þeim sem
skapa verðmæti og draga björg í
landsbú og að það beri að tæma rík-
issjóð sem allra fyrst til að byggja
upp innviði samfélagsins og fara að
safna glæsilegum skuldum að hætti
Reykjavíkurborgar, og til að kóróna
snilldina þá er hann að sjálfsögðu
sammála rétthugsandi vinstrirík-
isstjórninni um að það eigi að spreða
fleiri tugum milljarða í loftslags-
trúarbrögðin og flytja sem allra mest
af síðskeggjuðum velferðarflótta-
börnum og lúxushælisleitendum inní
landið því við séum svo ofboðslega rík
og svo svakalega gott fólk.
Slæmt að gamla fólkið okkar skuli
aldrei verða vart við ríkidæmi okkar
og meinta góðmennsku.
Sósíalistar allra
flokka sameinist
Velferðarkerfið fer að vísu lóðrétt
til helvítis með þessum sósíalísku að-
gerðum, sem allir stjórnmálamenn
Íslands virðast eindregið hlynntir í
sínum funheita rétttrúnaði, að Sig-
mundi Davíð undanskildum. Það sem
gerist er að Íslendingar verða sam-
einaðir öreigar og samfélagið morkn-
ar niður og deyr drottni sínum
(Allah). Engu að síður virðist fólki
þykja skynsamlegt að gefa þessari
hugmyndafræði séns í hundraðasta
skipti til að athuga hvort að niður-
staðan verði ekki önnur núna. Grunn-
urinn í trúarbrögðum vinstrimanna
er að peningar vaxi á trjánum og þess
vegna er þeim líklega svona umhugað
um grænu málefnin og trjárækt.
Erfitt er þó að sjá hvernig þeir
ætla að fjámagna alla þessa góð-
mennsku sína og björgun heimsins
því vaxtaskilyrði trjáa eru ekki svo
góð á köldum Klakanum.
Sósíalisminn er einfaldlega gjald-
þrota stefna sem gerir alla gjaldþrota.
Hann færir ekki alþýðunni feita
launaávísun heldur er hann ávísun á
tóman sparibauk.
Svo galin er þessi stefna að ég
efast ekki um að Sósíalistaflokkurinn
verði hástökkvari kosninganna og
vinni frækinn sigur. Það er alltaf
pláss fyrir fleiri pólitískt rétthugs-
andi vinstriflokka á Íslandi.
Lengi lifi geðveikin!
Sama hver niðurstaða kosninganna
verður þá er 100% öruggt að það verði
mynduð vinstristjórn og það er ein-
faldlega vegna þess að það er enginn
hægriflokkur á Íslandi. Hægriflokkur
mun ekki verða stofnsettur og fá
brautargengi á Íslandi fyrr en allt
góða fólkið í öllum góðu glóbalista-
vinstriflokkunum verður búið að rústa
landinu með open-borders-stefnu
sinni og misskilinni góðmennsku og
breyta Íslandi í Íslandistan.
Ef Íslendingar væru ekki þessir
þrætugjarnir egósentrískir smá-
kóngar þá væri alveg nóg að vera
bara með einn flokk á Íslandi eins og
staðan er núna og það væri pólitískt
rétthugsandi vinstriflokkur sem gæti
kallast Flokkur íslenskra félags-
hyggjulíberalista, skammstafað:
F.Í.F.L.
Andlegir öreigar allra vinstriflokka sameinist
Eftir Sverri
Stormsker
Sverrir Stormsker
» Sama hver niður-
staða kosninganna
verður þá er 100%
öruggt að það verði
mynduð vinstristjórn og
það er einfaldlega vegna
þess að það er enginn
hægriflokkur á Íslandi.
Höfundur er tónlistarmaður
og rithöfundur.
Mikið hefur verið
rætt og ritað um nýja
brú yfir Ölfusá, fyrir
ofan Selfoss, og vænt-
anlegt veggjald yfir
hana. Ef horft er til
baka um nokkur ár er
ljóst að þessari brú
hefur ítrekað verið ýtt
út af samgönguáætlun
eða hún færð aftar í
framkvæmdaröð.
Fyrir nokkrum árum
voru uppi áætlanir um að hefja
framkvæmdir við hana árið 2018 og
taka hana í notkun árið 2021. En við
vitum hvernig það fór. Nú er ljóst að
brúin er að koma og framkvæmdir
við hana, og vegtengingar beggja
vegna ár, verða boðnar
út fyrir áramót og gert
ráð fyrir að taka hana í
notkun árið 2024.
En hvers vegna er
brúin loks að koma
núna? Vegna þess að
ákveðið hefur verið að
fara í samstarf við
verktaka og fjármála-
fyrirtæki við brúar-
framkvæmdina og fara
svokallaða PPP-leið
sem Vegagerðin hefur
kynnt og er fyrirhuguð
við fleiri stór verkefni í
vegagerð. Í þessu felst m.a að þá er
tekið veggjald af umferðinni til að
borga upp framkvæmdina og flýta
fyrir því að af framkvæmdinni verði
og að lokinni uppgreiðslu er gjald-
töku hætt. Ekki eru allir sammála
um þessa leið og mörgum finnst að
þessi brúargerð eigi ekkert að vera
öðruvísi en aðrar vegaframkvæmdir
sem gerðar eru og ekki er rukkað
veggjald og er þá m.a vitnað í skatt-
lagningu á bifreiðar, eldsneytisgjald
o.fl. og nóg sé tekið af bifreiðaeig-
endum í sköttum svo ekki sé farið að
rukka veggjöld líka.
Það er hægt að hafa mismunandi
skoðanir á vegaframkvæmdum en í
mínum huga er það ljóst að án
veggjalds hefði þessi framkvæmd
ekki orðið að veruleika núna og þá
spurning hvenær. Mikið hefur verið
rætt um hvað gjaldið á að vera hátt
fyrir að fara yfir brúna og ýmsar
upphæðir verið nefndar, allt frá 100
kr. í 700 kr. Þó hefur umræða um
verð í kringum 400 kr. verið oftast
nefnd. Væntanlega á Vegagerðin
erfitt með að ákveða verð fyrir fram
þegar ekki er búið að finna sam-
starfsaðila í verkið og ganga frá
samningum um uppgreiðslutíma
framkvæmdarinnar og annað sem
þarf að hnýta við svona framkvæmd.
Því verðum við að treysta því að
þegar það verði ákveðið verði það
gert með hliðsjón af því að fá sem
mesta umferð á nýju brúna og þar
með geti gjaldið verið sem lægst.
Hvað sem gjaldið verður þegar
brúin verður opnuð er það ljóst að
um mikla samgöngubót verður að
ræða og umferð um og í kringum
Selfoss mun verða mun greiðari en í
dag. Einnig má ekki gleyma því að
miklar framkvæmdir eru í gangi í
Ölfusi og á mörgum öðrum stöðum á
Suðurlandi og ber að þakka núver-
andi samgönguráðherra Sigurði
Inga Jóhannssyni fyrir það grett-
istak sem unnið hefur verið í sam-
göngumálum á Suðurlandi á yfir-
standandi kjörtímabili.
Vonandi verður hægt að halda því
áfram á því næsta líka, því nóg er af
verkefnum í samgöngumálum á Suð-
urlandi óunnið.
Brúin kemur
Eftir Helga Sigurð
Haraldsson »Nú er ljóst að brúin
er að koma og fram-
kvæmdir við hana, og
vegtengingar beggja
vegna ár, verða boðnar
út fyrir áramót og brúin
tekin í notkun 2024.
Helgi Sigurður
Haraldsson
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
Svf. Árborgar.
helgi.haraldsson@arborg.is