Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
✝
Ingimundur
Magnússon
fæddist í Reykjavík
14. janúar 1931.
Hann lést á Grund
12. september
2021. Foreldrar
Ingimundar voru
Helga Kristjáns-
dóttir húsmóðir
(1912-1979) og
Magnús Ingimund-
arson húsasmíða-
meistari (1909-1983). Systkini
Ingimundar eru: Kristján (1931-
2003), Vala Dóra (1937-2016) og
Jórunn (1938).
Árið 1951 kvæntist Ingi-
mundur Lilju Helgu Gunn-
arsdóttur, f. 14. febrúar 1932,
dóttur Guðlaugar Kvaran og
Gunnars Andrew Jóhann-
essonar.
Synir þeirra: 1) Magnús
framhaldsskólakennari, f. 1952,
maki Brynhildur Ingvarsdóttir.
Börn Magnúsar eru Ingi Fjalar,
f. 1973, maki Sólveig Ólafs-
dóttir. Börn þeirra eru Þór
Fjalar, Magnús Fjalar og Katrín
Helga; Jóhanna Katrín, f. 1981,
maki Finnur Vilhjálmsson. Börn
þeirra eru Alda, Ægir og
Freyja; Lilja Ósk, f. 1986, og
Gunnar Ingi, f. 1991, unnusta
Eva Harðardóttir. 2) Gunnar
Katrína Aradóttir. Dætur
þeirra eru Katla Eilíf og Karín
Voney. Lárus, f. 1974, maki
Lára Björg Björnsdóttir. Börn
þeirra eru Halla María og Björn
Zóphanías. Þórunn, f. 1976,
maki Sigurgeir Guðlaugsson.
Synir þeirra eru Aron Fannar,
Ísak Andri og Guðlaugur Breki.
Stjúpdóttir Bolla er Jóhanna
Guðmundsdóttir, f. 1964. Maki
Mohsen Rezakahn Khajeh. Börn
þeirra eru Bolli Þór, unnusta
Heiðveig Madsen, börn hennar
eru Thor og Freyja; Lárus og
Anna Birna.
Dóttir Jóhönnu er Halla Guð-
rún Richter, f. 1982. Börn henn-
ar eru Jóhanna, Jakob og Anna
Lilja. Dætur Hrefnu eru Karen
Þ. Sigurkarlsdóttir, f. 1972,
maki Jón Axel Björnsson. Dæt-
ur Jóns eru Brynja og Unnur.
Hanna C. Sigurkarlsdóttir, f.
1977, maki Elvar Kjartansson.
Börn þeirra eru Gerður og Ill-
ugi.
Ingimundur ólst upp á Sól-
vallagötunni. Hann lærði húsa-
smíði og starfaði að húsa- og
húsgagnasmíði með föður sín-
um. Hann hafði alltaf mikinn
áhuga á ljósmyndun og svo fór
að hann gerðist atvinnuljós-
myndari á 7. áratugnum. Hann
var fréttaljósmyndari um ára-
bil, m.a. á Vísi og síðar meir rak
hann ljósmyndastofu í félagi við
tvíburabróður sinn Kristján.
Útför Ingimundar fer fram
frá Neskirkju í dag, 24. sept-
ember 2021, og hefst athöfnin
kl. 15.
viðskiptafræð-
ingur, f. 1956, maki
Hrund Sch. Thor-
steinsson. Börn
Gunnars eru Davíð,
f. 1980, maki Nína
Björk Arnbjörns-
dóttir. Börn þeirra
eru Soffía Hrund
og Gunnar Óli.
Börn Nínu af fyrra
hjónabandi eru
Kjartan og Kol-
brún Dís, Jakob, f. 1993, Soffía,
f. 1995, unnusti Jón Dagur Þor-
steinsson, og Magnús, f. 1999,
unnusta Glódís Ylja Hilm-
arsdóttir. 3) Bolli Þór Bollason
hagfræðingur, f. 1947, maki
Hrefna Sigurðardóttir. Börn
Bolla eru Ólöf, f. 1964, maki
Guðmundur Pálsson. Börn
þeirra eru Páll, maki Margrét
Ósk, Hildur Hallgrímsdóttir,
synir þeirra eru Guðmundur
Alex og Hákon Veigar. Anna
Þórunn, maki Jósef K. Jós-
efsson, synir þeirra eru Daníel
Logi og Arnór Breki. Guð-
mundur Ingi og Lárus, unnusta
Aþena Eir Jónsdóttir Elizondo,
dóttir þeirra er Unnur Rut.
Lilja Guðlaug, f. 1973. Sonur
hennar er Jóhann Arnar Sigur-
þórsson, unnusta hans er Ástrós
Eiðsdóttir, dóttir hennar er
Með Inga er síðasti hlekkurinn
í föður- og móður kynslóðinni
minni farinn, en Lilja, kona Inga,
lést í fyrra. Mitt ættartré virkar
svolítið ruglingslegt út á við með
mína fósturforeldra, föðurömmu
sem ég kallaði alltaf mömmu, auk
blóðforeldra. Ég var fóstraður
hjá Lilju og ömmu Guðlaugu tæp-
lega tveggja ára, þegar foreldrar
mínir skildu 1948. Fljótlega eftir
það kom Ingi inn í mitt líf, fyrst
sem unnusti og síðan eiginmaður
Lilju og faðir uppeldisbræðra
minna, Magnúsar og Gunnars.
Allar götur síðan hefur Ingi verið
mér sem faðir í einu og öllu.
Það er erfitt að koma öllum
minningunum um Inga síðustu 70
ár eða svo fyrir í stuttri minning-
argrein. Ég sá Inga í fyrsta sinn
einhvern tímann á árunum 1948-
1949. Kannski var hann með okk-
ur Lilju í einum af mörgum
göngutúrum okkar niður á Tjörn.
Þaðan á ég margar ljósmyndir,
bæði af mér einum og eins með
Lilju sem Ingi gæti hafa tekið, og
þó, tæplega á kassavél!! Hann
hefði ekki tekið það í mál, verð-
andi atvinnuljósmyndarinn!!
Lilja og Ingi giftust 1951 og þá
fluttum við á Laugaveginn, í bak-
hús númer 51B, minnir mig.
Enda var þá von á Magnúsi bróð-
ur í heiminn og Bárugötukjallar-
inn of lítill fyrir fjölskylduna.
Þarna urðu til fyrstu alvöruminn-
ingar mínar af Inga. Þær eru vel
skráðar, ekki bara í huganum,
heldur líka á ótal ljósmyndum, af
afmælum, útilegum, bíltúrum á
Þingvelli og víðar. Það er ómet-
anlegt að fletta gömlum myndaal-
búmum og rifja upp þessar minn-
ingar.
Við fluttum síðan í Laugarnes-
ið 1957 og þaðan 1960 á Kapló,
beint á móti KR-vellinum. Sá tími
var mjög viðburðaríkur í minn-
ingunni. Til dæmis þegar ég fór
með Inga mörg kvöld og helgar
að hjálpa til við að koma íbúðinni
á Kapló í stand, hún var ekki full-
kláruð þegar þau keyptu hana.
Ég held að Ingi hafi séð einhver
smíðagen í mér enda naut ég góðs
uppeldis hjá honum á húsgagna-
verkstæði pabba hans á þessum
árum.
Ingi var alltaf boðinn og búinn
að reyna að koma mér til manns.
Hann kynnti mig fyrir klassískri
músík. Reyndi líka djassinn en
það gekk ekki. Eins var hann
duglegur að kynna mig fyrir góð-
um græjum, vildi ekki sjá neitt
rusl. Hann gaf mér líka fyrsta út-
varpstækið þegar ég var 7-8 ára
gamall og alvörumyndavél í ferm-
ingargjöf. Hann var síðan alla tíð
mjög áhugasamur um að ég fengi
mér góð tæki.
Ingi og Lilja voru dugleg í
ömmu- og afahlutverkinu. Fyrst
með Ólöfu sem fæddist meðan ég
var í MR 1964. Þá hlupu þau mik-
ið undir bagga með pössun þegar
á þurfti að halda. Eins var hann
duglegur að senda mér myndir af
Ólöfu þegar ég var við nám er-
lendis. Þegar ég kom heim úr
námi bættust við börn okkar
Höllu sem sóttu bæði ást og hlýju
til ömmu og afa á Kapló.
Það var gott að Ingi var ágæt-
lega sáttur við dvöl sína á Grund.
Hann var líka umkringdur sínum
tólum og tækjum, sjónvarpi, tölvu
og prentara. Því miður hafa heim-
sóknir til hans verið takmarkaðar
síðustu misserin en það var ómet-
anlegt fyrir okkur Hrefnu að ná
að kveðja Inga daginn sem hann
dó. Hans er sárt saknað en minn-
ing hans lifir. Takk fyrir allt, Ingi
minn.
Bolli Þór Bollason.
Við andlát tengdapabba skjóta
margar hugsanir upp kollinum.
Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir
þegar ég fór að venja komur mín-
ar á Kapló var myndarlegt seg-
ulbandstæki sem Ingi notaði til að
taka upp ýmiss konar tónlist úr
útvarpinu, auk annars sem hann
vildi ekki missa af. Þar fór saman
áhuginn og þekkingin á tónlist
annars vegar og alls konar græj-
um hins vegar. Þó hann spilaði
ekki sjálfur á hljóðfæri var tónlist
honum alla tíð hugleikin; sérstak-
lega sígild tónlist og jazz. Hann
hafði næmt eyra og pældi mikið í
tónlistarflutningnum og fylgdist
vel með tónlistarsviðinu hérlendis
sem erlendis. Það gladdi hann því
þegar tónlistaráhuginn og –hæfi-
leikar gerðu vart við sig hjá af-
komendunum.
Sem lærður húsa- og hús-
gagnasmiður og ljósmyndari
hafði hann næmt auga og smekk
fyrir hvers kyns vönduðu hand-
verki, óháð því hvort um var að
ræða smáa hluti eða byggingar.
Hann var laghentur með afbrigð-
um og snyrtimennska og vand-
virkni einkenndi allt sem hann
tók sér fyrir hendur og kom m.a.
fram í hvernig hann gekk um
verkfærin sín, græjurnar, bílana,
myndirnar. Allt í röð og reglu,
hver hlutur átti sinn stað.
Ingi naut þess að umgangast
fjölskyldu og góða vini, og eign-
aðist m.a. góða kunningja á
Grund sem hann hafði ánægju af
að tengjast. Hann hafði áhuga á
mönnum og málefnum, en hann
gat líka verið sjálfum sér nógur.
Ingi fylgdist vel með tæknibreyt-
ingum og náði að tileinka sér þær.
Hann náði góðum tökum á tölvu-
tækninni og nýtti sér tölvuna til
margra hluta, m.a. til að fylgjast
með fréttum og framþróun ýmiss
konar, skoða gamlar ljósmyndir
og skoða og halda utan um eigin
ljósmyndir sjálfum sér og okkur
til mikillar gleði. Oftar en ekki sat
hann við tölvuna þegar komið var
í heimsókn á Grund.
Þegar hann náði svo í seinni tíð
tökum á „youtube“ opnaðist nýr
heimur og hann varði fjölmörgum
stundum í að leita uppi og hlusta á
gamlar upptökur af spila-
mennsku ýmissa meistara á sviði
tónlistar eða skoða myndir af
stórbrotinni náttúru hvort heldur
sem var á Íslandi eða í fjarlægum
löndum. Hann var ótrúlega
glöggur og minnugur á staði og
fólk sem hann hafði myndað, jafn-
vel áratugum áður. Aðdáun hans
á náttúru Íslands kom glögglega
fram í ljósmyndum hans, sem
margar eru listrænar og ómetan-
leg arfleifð.
Við fylgdumst með úr fjarska
hvernig Ingi smám saman, að því
er virtist áreynslulaust, tók yfir
heimilishaldið þegar geta Lilju til
þess minnkaði, en vafalítið var
það honum erfiðara en við áttuð-
um okkur á. Hann hringdi gjarn-
an um kvöldmatarleytið til að fá
ráðleggingar og var þá að prófa
sig áfram með nýja rétti.
Það er mikils virði að fá að
kveðja með þeim hætti sem
tengdapabbi gerði. Rúmlega ní-
ræður, með óskert hugarstarf, og
enn með áhuga og getu til að
fylgjast með íþróttum, sér í lagi
KR auðvitað, heimsmálunum og
stórfölskyldunni allri. Með þakk-
læti í huga kveð ég Inga; þakklæti
fyrir hversu hann bar fyrir brjósti
hag fjölskyldunnar allrar, hversu
áhugasamur hann var um börnin
okkar Gunnars og síðar barna-
börn og þeim góður afi. Blessuð
sé minning Inga tengdapabba.
Hrund.
Ég minnist þess þegar ég kom
fyrst á heimili Ingimundar og
Lilju í fylgd vina á jóladag árið
1971. Íbúðin var ekki stór en
heimilið stóð vinunum opið og vel
tekið á móti öllum. Ég minnist
sérstaklega veitinganna og hve
mikið var af litríkum listaverkum
og listilegum ljósmyndum á öllum
veggjum og sennilega hefur það
haft áhrif á mig alla tíð síðan. Við
áttum þessa sýn sameiginlega
eins og margt annað sem við gát-
um rætt um. Það var síðan nokkr-
um árum síðar að ég kom aftur á
heimilið sem verðandi tengda-
dóttir og voru móttökurnar ekki
síðri þá. Ingimundur var mér
góður tengdafaðir og við vorum
vinir. Hann var einstaklega ljúfur
og greiðvikinn og gerði allt fyrir
Lilju tengdamóður og ekki síst
þegar árin færðust yfir. Hann var
af gamla skólanum hvað heimilis-
störf varðar en var duglegur að
tileinka sér öll þau framandi
störf. Kom það vel í ljós þegar
hann eitt sinn tók fyrirvaralítið að
sér að gæta yngsta barnsins míns
þá á fyrsta ári og sagði stoltur
þegar ég sótti drenginn að þetta
hefði verið í fyrsta skipti sem
hann hefði verið einn með unga-
barn og fórst honum það vel úr
hendi. Síðar gekk hann í auknum
mæli í öll húsverk þegar Lilja
veiktist og annaðist hana af bestu
getu, sá um öll innkaup og eldaði
allan mat síðustu árin. Uppskrift-
irnar sótti hann að sjálfsögðu á
netið og eldaði með hjálp Google
eða Youtube. Ingimundur var
lærður ljósmyndari og var að
dunda sér við myndavinnu fram á
það síðasta, enda eru ekki margir
á dvalarheimili sem fá gæða-
prentara við nýju tölvuna sína í 90
ára afmælisgjöf. Tækninýjungar
og tæki voru engin hindrun.
Hann hafði unun af fótbolta og
fylgdist með sínum liðum og
stytti það honum stundir síðustu
árin og horfði fyrst á leik KR og
síðan Manchester United, daginn
fyrir andlátið. Tengdapabbi elsk-
aði að tala um lýsingu og ljós-
myndir og ræddi oft við mig eins
og fagmann þar sem hann hélt
stundum að ég vissi allt um linsur
og ljósbrot en þar komst ég ekki
nálægt þekkingu hans. Síðustu
árin ræddum við oft saman í síma
og var hann vel upplýstur um mál
fjölskyldunnar og var alltaf þátt-
takandi í því sem var á döfinni
þótt hann væri innilokaður á Co-
vid-tíma.
Ég þakka mínum ljúfa tengda-
föður samfylgdina.
Brynhildur Ingvarsdóttir.
Afi Ingi og amma Lilja, þessir
tryggu máttarstólpar uppvaxt-
arára minna, eru nú bæði gengin
á vit feðranna. Það er eiginlega
ekki hægt að segja afi Ingi og
nefna ekki Lilju ömmu í sömu
andrá. Hafsjór minninga kemur
upp í hugann og þakklætið
streymir fram. Það má segja að
Barmahlíðin hafi verið mitt annað
heimili öll mín uppvaxtarár. Þetta
góða athvarf var fullt af kærleika
og hlýju þar sem afi læddist iðu-
lega í hægindastólinn og tottaði
pípu á meðan amma útbjó sam-
loku með rækjusalati og randal-
ínu. Þarna naut ég líka samveru
með öllum börnum bræðranna.
Afi og amma voru afar viljug að
sinna okkur barnabörnunum og
eru sumarbústaðaferðirnar í
Þjórsárdal mér ofarlega í huga.
Einnig var sameiginleg ferð okk-
ar til Kaupmannahafnar þegar
við heimsóttum pabba til Svíþjóð-
ar mikið ævintýri.
En helstu minningar mínar um
afa voru í gegnum útreiðartúra
sem voru reglulegir viðburðir um
langt skeið. Hann var þolinmóður
við litla drenginn og útreiðar-
túrar oft langir. Ég lærði fljótt að
það var enginn kjaftavaðall á afa,
en á góðum stundum átti hann þó
til að rjúfa þögnina og fara á flug
og gerðist þá mikill sögumaður.
Sögurnar voru oftar en ekki um
hestamennsku og sveitina þar
sem hann vann sem ungur maður.
Eftirlætissagan hans afa var þeg-
ar við riðum saman að réttum í
Ölfusi, hann á hestinum Vini og
ég á merinni hennar Guðlaugar
Kjartans frænku. En í þessum út-
reiðartúr sofnaði eða dottaði litli
drengurinn og í hvert skipti sem
það gerðist reið merin undir
drenginn þegar hann hallaðist til
hliðar við hestinn. Þessari frá-
sögn fylgdu alltaf miklar handa-
hreyfingar sem gerðu þennan at-
burð ljóslifandi í mínum huga, þó
að ég muni lítið sem ekkert eftir
honum.
Ég þakka fyrir umhyggju,
tryggð og stuðning ykkar sóma-
hjóna. Já og eitt að lokum afi!
Skarlatstáni (lat. Piranga oli-
vace), sem við skoðuðum svo oft
saman í stóru fuglabókinni, er
enn þá fallegasti fuglinn.
Ingi Fjalar Magnússon.
Elsku Ingi afi nú er komið að
kveðjustund. Margs er að minn-
ast á þeim 57 árum sem ég hef
fengið að njóta með þér og Lilju
ömmu. Stundirnar sem ég átti á
Kapló voru dásamlegar og gaman
að geta yljað sér við góðar minn-
ingar með því að skoða allan þann
fjölda mynda sem þú tókst af
mér. Eftir að ég eignaðist sjálf
fjölskyldu áttum við margar góð-
ar samverustundir. Eftirminni-
legust er skemmtileg ferð sem ég
og Guðmundur Ingi minn fórum
með ykkur ömmu Lilju á ættar-
mót á Núpi þar sem við skemmt-
um okkur vel. Einnig áttum við
góðar stundir á fallega heimilinu
ykkar á Meistaravöllunum þar
sem þú hafðir gaman af rökræð-
um um gengi KR og Grindavíkur í
fótbolta. Ég veit að amma Lilja
tekur vel á móti þér. Takk fyrir
allt.
Ólöf Bolladóttir og fjölskylda.
Þegar við hugsum um afa dett-
ur okkur fyrst í hug Hjarðarhagi
44. Þar eyddum við miklum tíma
þegar við vorum yngri. Við spil-
uðum fótbolta við afa (í garðinum
og í stofunni), spiluðum tölvuleiki
í leikjatölvu sem var alltaf í sömu
skúffunni og síðan var alltaf
súkkulaði á sérstökum stað í eld-
húsinu. Þegar við gistum hjá
ömmu og afa passaði afi alltaf að
vakna á undan og gefa okkur súr-
mjólk svo að amma gæti sofið
lengur.
Þau fluttu síðan á Meistara-
velli, með gott útsýni yfir KR-
völlinn. Á Meistaravöllum leið
okkur alltaf vel og Magnús eyddi
þar miklum tíma, nær alltaf í fót-
bolta í garðinum. Þá var mikil
áhersla lögð á að hafa KR- bolt-
ann vel pumpaðan og afi sá til
þess að það var farið í hvert skipti
út á bensínstöð og loft sett í hann.
Jakob kynntist einnig afa á
annan hátt. Þeir voru báðir mikið
fyrir jazz og þá sérstaklega Bill
Evans, sem var uppáhaldspíanisti
þeirra beggja. Afi sagði Jakobi
alls konar sögur af misheilsusam-
legum jazzleikurum sem hann
hitti og myndaði þegar þeir komu
hingað að spila. Sumir þeirra eru
á meðal stærstu nafna jazzsög-
unnar. Jakob er mjög þakklátur
fyrir að hafa um tíma búið mjög
nálægt afa og ömmu. Afi lánaði
honum oft bílinn sinn og skaust í
staðinn út í búð fyrir þau eða fór
með ömmu að kaupa föt. Fyrir
vikið eyddi hann meiri tíma með
afa og ömmu, sem hann er mjög
þakklátur fyrir.
Sossa og afi áttu gott samband
og ein helsta minningin sem
Sossa hefur um þau var þegar
hún stalst í föt og málningu ömmu
og bað afa síðan að taka myndir af
sér í fullum skrúða. Magnús og afi
töluðu mikið saman um fótbolta
og þá sérstaklega eftir að afi var
farinn að fylgjast enn meira með.
Hann fylgdist með öllum íþrótt-
um sem hann gat og nú síðast í
sumar fylgdist hann mikið með
Evrópumótinu í fótbolta og heill-
aðist mjög af sigurvegurum móts-
ins og gladdist þegar þeir fögn-
uðu sigri. Hann mun sakna þess
að fá að spjalla um fótboltann við
afa.
Nú þegar við systkinin hugsum
til baka þá minnumst við þess hve
fyndinn afi var alltaf. Oft á tíðum
var hann að stuða mann og gera
gys en það var þó ætíð góðlátlegt.
Að heyra hann lýsa yfir vanþókn-
un sinni á einhverju var stundum
hin besta skemmtun.
Afi var yndislegur maður sem
elskaði okkur barnabörnin mikið
og vildi gera allt fyrir okkur.
Við söknum hans sárt en fal-
legar minningar lifa.
Jakob, Soffía og Magnús.
Fyrstu árin eftir að ég fæddist
bjuggu afi og amma í Barmahlíð
og hétu aldrei neitt annað en
amma og afi í Barmó. Ég eyddi
mörgum góðum stundum þar
með afa í kommóðukarate, Der-
rick-áhorfi, að leika við pípu-
hreinsara eða – það sem mér þótti
allra skemmtilegast – að hjálpa
afa (aðallega fylgjast með og
handlanga) við að gera við alls
konar hluti.
Afi gat nefnilega lagað allt,
kunni á öll tæki og tól, hljómtæki
og græjur og auðvitað myndavél-
ar. Hann gaf mér tækifæri til að
taka þátt í þessu öllu og það er lík-
lega stærsta ástæða þess að ég
hef áhuga á og kann eitthvað fyrir
mér í slíkum hlutum. Við vörðum
sömuleiðis löngum stundum í að
gera við bíla, fyrst Fiatinn og síð-
ar Saabinn.
Í þessum ágætu bílum fórum
við ótal ferðir út á land í sumarbú-
staði á Snæfellsnesi, í Þjórsárdal,
á Hólum í Hjaltadal og víðar. Við
þvoðum bílana upp úr nærliggj-
andi ám, veiddum refi, spjölluð-
um, tókum myndir og skoðuðum
fjarlæga hluti í kíki.
Alla tíð sem ég þekkti afa áttu
ljósmyndirnar hug hans allan, allt
fram á síðasta dag. Ég fékk oft að
koma á ljósmyndastofu hans og
Stjána í Einholtinu, vera með í
myndatökum út um allan bæ og
taka þátt í að framkalla. Ég
keypti svo fyrstu stafrænu
myndavélina hans afa í Ameríku
árið 2004 og hann fór létt með að
söðla um yfir í stafræna heiminn.
Hann náði ótrúlega góðum tökum
á því að vinna myndir í tölvu,
skanna og prenta og naut þess
alltaf að skoða fallegar myndir.
Það var afskaplega verðmætt
að fá að vera samferða afa öll
þessi ár, fá að læra af honum og
njóta lífsins með honum og
ömmu. Nú njóta þau vonandi lífs-
ins saman á nýjum stað.
Davíð.
Elsku afi okkar Ingi er látinn.
Stórar og þykkar augabrúnir,
pípureykur og allskonar grín sem
við skildum ekki alltaf eru elstu
minningar okkar um afa. Við vor-
um fyrst örlítið smeyk við þennan
afa. Við lærðum þó fljótt að á bak
við bústnar augabrúnir, löngu
hendurnar og pípureykinn var
einstaklega góðhjartaður, hlýr og
réttsýnn afi sem okkur þótti
óskaplega vænt um.
Við vorum svo heppin að hafa í
uppvextinum afa Inga og ömmu
Lilju í næsta nágrenni við okkur
eftir að þau fluttu í Vesturbæinn.
Því hjá Inga og Lilju var alltaf op-
ið hús, sérstaklega á Hjarðarhag-
anum þar sem við fórum í fjöl-
mörg skiptin þegar við læstum
okkur úti. Afi lánaði aukalykla og
nýtti að sjálfsögðu tækifærið til
að gera grín að okkur. Afi gerði
nefnilega mikið gys að sínu nán-
asta fólki, þá sérstaklega ömmu.
Alltaf var okkur fagnað þegar
við komum til þeirra í heimsókn,
með knúsi og koss á kinn. Eftir
yfirheyrslu frá ömmu í eldhús-
króknum tók við sýning frá afa á
því sem hann hafði tekið upp á að
dunda sér við þann daginn. Afi
var í takt við tímann og ef hann
var ekki að sýna manni símann,
myndavélina eða nýja mynd-
vinnsluforritið, þá var hann hrósa
sér yfir því hversu sjálfbær hann
væri orðinn að nýta sér sam-
félagsmiðla. Þá tautaði hann líka
mikið um fótbolta. Síðasta samtal
okkar við afa var einmitt um fót-
bolta, helgina sem hann fór frá
okkur. Afi var stoltur af sínu fólki
og með puttann á púlsinum alveg
fram á síðasta dag. Hann tók öll-
Ingimundur
Magnússon