Morgunblaðið - 24.09.2021, Síða 34

Morgunblaðið - 24.09.2021, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 ✝ Jón Sigurðsson fæddist í Kolla- firði á Kjalarnesi 23. ágúst 1946. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 10. september 2021. Foreldrar hans voru Unnur Kolbeinsdóttir kennari og Sig- urður E. Ólason hæstaréttar- lögmaður. Foreldrar Unnar voru Guðrún S. Jóhannsdóttir kennari, ættuð af Rauðasandi, og Kolbeinn Högnason, bóndi og skáld í Kollafirði. Foreldrar Sig- urðar voru Þórunn I. Sigurð- ardóttir, ættuð úr Svartárdal í Húnaþingi eystra, og Óli Jón Jónsson, bóndi á Stakkhamri í Eyja- og Miklaholtshreppi. Systkini Jóns eru Kolbeinn, fæddur 1943, Þórunn, fædd 1944, Guðbjartur, fæddur 1949, Guðrún, fædd 1956, og Katrín, fædd 1967. Eftirlifandi kona Jóns er Sig- rún Jóhannesdóttir, mennta- og kennsluráðgjafi. Foreldrar hennar voru Aðalheiður Snorra- dóttir húsfreyja og Jóhannes Pálmason, prestur og prófastur. Synir þeirra eru: 1) Óli Jón, f. 1969, kvæntur Ágústu Krist- ófersdóttur. Synir þeirra eru Tómas, f. 2002, og Jón Kristófer, f. 2008. Dóttir Óla og stjúpdóttir um tíma lektor í íslensku við há- skóla í Svíþjóð, skrifstofustjóri hjá Máli og menningu, forstjóri Menningarsjóðs, ritstjóri Tím- ans, skólastjóri Samvinnuskól- ans og síðar rektor Samvinnuhá- skólans, framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnu- félaganna, seðlabankastjóri, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, for- maður Framsóknarflokksins, lektor við Háskólann í Reykja- vík, formaður ráðgjafarnefndar Fjármálaeftirlitsins, stjórnar- formaður Samkaupa hf., stjórn- arformaður hjúkrunar- heimilisins Eirar, formaður skólanefnda Stýrimannaskólans í Reykjavík og Garðyrkjuskóla ríkisins, stjórnarformaður Byggðastofnunar, stjórn- arformaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna og stjórnar- formaður Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju. Þessi upp- talning er langt frá því að vera tæmandi. Hann var einnig virkur í ýms- um félögum, m.a. um langt ára- bil í Frímúrarareglunni á Íslandi og Rótarýklúbbi Kópavogs. Eftir hann liggja fjölmörg ritverk; bækur, ritgerðir og greinar í blöðum og tímaritum. Útför Jóns Sigurðssonar verð- ur gerð frá Fossvogskirkju 24. september 2021 og hefst athöfn- in kl. 10. Streymt verður frá at- höfninni á: https://www.skjaskot.is/ jonsigurdsson Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Ágústu er Ásdís Thorlacius Óladótt- ir, f. 1993. Maki hennar er Ingvar Eysteinsson og dóttir þeirra er Sunna, f. 2020. 2) Snorri, f. 1975, kvæntur Báru Ósk Einarsdóttur. Synir þeirra eru Leon, f. 2003, og Lúkas, f. 2006. Dóttir Sig- rúnar og stjúpdóttir Jóns er Kristín Emilsdóttir, f. 1966. Maki hennar er Helgi Björnsson og börn þeirra eru Hlynur, f. 1991, Heiðrún Björk, f. 1992, og Álf- rún Lind, f. 2005. Maki Heiðrún- ar er Brynjar Örn Jensson og börn þeirra eru Katla Sól, f. 2018, og Theodór Máni, f. 2020. Jón ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík og gekk í Ísaksskóla og síðar Austurbæjarskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1966 og BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1969. Hann lauk doktors- gráðu í menntunarfræðum árið 1990 frá Columbia Pacific Uni- versity og MBA-prófi frá Nation- al University í San Diego árið 1993. Jón gegndi fjölmörgum trún- aðar- og stjórnunarstörfum um ævina. Meðal annars var hann Í dag kveð ég tengdaföður minn Jón Sigurðsson með sárum söknuði. Hann tókst á við erfið veikindi nú síðustu árin. Vafalítið verða aðrir til þess að fjalla um störf hans og verk hér, en ég þekkti hann lengst af sem fjöl- skylduföður, afa barnanna minna og barnabarnanna, víðsýnan og skemmtilegan mann, með óvenju- skarpa sýn á lífið og tilveruna, sem naut þess að hafa fjölskyldu sína í kringum sig. Kynni okkar Jóns hófust haustið 1987 þegar ég kom til starfa við Samvinnuskólann á Bif- röst þar sem Jón var rektor. Það voru forréttindi fyrir ungan mann að starfa undir stjórn Jóns og vera m.a. þátttakandi í framþróun skólans yfir á háskólastig. Síðar var það mín gæfa að tengjast Jóni og eiginkonu hans Sigrúnu tengdamóður minni fjölskyldu- böndum þegar við Kristín dóttir Sigrúnar og stjúpdóttir Jóns fór- um að búa saman. Það var ávallt glatt á hjalla í kringum tengdaforeldra mína þegar við áttum stundir með þeim á heimili þeirra, í sumarhúsi fjöl- skyldunnar eða á ferðalögum. Það verður tómlegt að hafa ekki Jón við veisluborðið á aðfangadag eins og verið hefur undanfarna áratugi þar sem hann náði ævinlega að æsa börnin upp í pakkastússinu að borðhaldi loknu. Það væri hægt að skrifa heila bók um uppá- tæki Jóns með barnabörnunum sínum en hann naut þess að hafa þau í kringum sig. Ég minnist Jóns með þakklæti fyrir áratuga vináttu. Megi minn- ingin um farsælan drengskapar- mann lifa. Sólin dali hylur hljóð, hlýjir bærast straumar. Haustlitanna geislaglóð, glitbrá þeirra og draumar. (BSG) Hvíl í friði kæri vinur. Helgi G. Björnsson. Það fór aldrei lítið fyrir honum tengdapabba. Hann hafði hljóm- mikla rödd, sterkar skoðanir og var stór persónuleiki. Hann var fróður um flest milli himins og jarðar og áhugasamur um það sem hann ekki þekkti. Hann var um margt maður af hinum svo- kallaða gamla skóla, var ekki á samfélagsmiðlum, las bækur á pappír og hlustaði á fréttir í línu- legri dagskrá. Þekkti menn og málefni og hafði víða komið við. Hann var fordómalaus og er fjölbreyttur tónlistarsmekkur hans meðal annars til vitnis um það. Hann hafði dálæti á kántrý- tónlist en hafði líka komið í sum helstu óperuhús heims. Barna- börnin fengu svo að njóta þess þegar boðið var upp á óperubíó hér heima. Þá fóru þau með afa sínum á sýningar sem fáum öðr- um en honum hefði tekist að fá þau á. Tengdapabbi tók hlýlega á móti mér þegar við Óli sonur hans rugluðum saman reytum og börn- um okkar sýndi hann ávallt sér- stakan áhuga og hlýju. Ef þau voru eitthvað treg í taumi, eins og stundum vill verða, þá var hann skilningsríkur og benti þeim gjarnan á að hann hefði sjálfur ekki alltaf verið til fyrirmyndar, en að það væri alltaf hægt að taka sér tak. Sérstaklega átti tengda- pabbi stórleik í fermingarfræðslu eldri sonar okkar. Hann vakti hann á sunnudagsmorgnum og fór með hann í messur um allt höf- uðborgarsvæðið til að uppfylla messukvótann. Þegar næst kom að fermingu hjá barnabarni þá hélt hann þessu áfram og sinnti þar með bæði trúarlegu uppeldi þeirra og náði að mynda tengsl við börnin á aldri þar sem oft fer að skilja milli kynslóða. Þegar ljóst var hvert stefndi í sumar, og þar með að yngri sonur okkar fengi ekki notið samvista við afa sinn í sínum fermingarundirbúningi, þá bauð Jón honum í bíltúr í Skálholt að hitta vígslubiskup. Svo var ekið í gegnum Þingvelli heim. Á leið- inni fræddi afinn tilvonandi ferm- ingarbarnið um kristindóminn og um mikilvæg atriði í sögu lands- ins. Það var einstaklega gaman að gefa tengdapabba að borða. Hann tók hraustlega til matar síns og hrósaði honum óspart. Þau voru nokkur páskalömbin, rjómatert- urnar og brauðréttirnir sem við snæddum saman að ógleymdri ár- legri kjötsúpu fjölskyldunnar. Hann hvatti fólk gjarnan áfram við matarboðið eins og um kapp- leik væri að ræða, enda kominn úr stórum systkinahópi þar sem hver þurfti væntanlega að passa upp á að fá sitt. Við eigum öll fjölskyldan eftir að sakna Jóns, en mestur er þó missir tengdamömmu. Þau voru kærustupar, hjón og félagar í á sjötta áratug. Ég kveð Jón með þakklæti fyrir lífleg, skemmtileg og fræðandi kynni og sendi Sig- rúnu mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ágústa Kristófersdóttir. Jón afi okkar var sannarlega hrókur alls fagnaðar og skilur hann eftir sig stórt skarð. Minn- ingar okkar um frábæran afa eru fjölmargar. Hann lyfti fólki upp hvar sem hann kom og hafði ein- staklega gott lag á því að æsa okk- ur barnabörnin upp. Við vissum til að mynda alveg hvert við ætt- um að leita ef okkur langaði í sæt- indi. Þær ótalmörgu minningar sem við eigum um hann munum við varðveita út lífið. Það er ómögulegt að rifja upp sumarbú- staðaferðirnar, heimsóknirnar til þeirra ömmu og árlegu sinfóníu- tónleikana án þess að brosa. Hann átti ráð við öllu og kenndi okkur til dæmis að berja innbrotsþjófa með hnausþykku plaströri þegar við frænkurnar vorum myrkfæln- ar og passaði upp á að við vorum yfirleitt alls ekki svangar eftir samverustundir með honum. Við elstu barnabörnin þrjú getum lengi hlegið að því þegar hann brunaði með okkur á Aktu taktu til að kaupa ís eftir fjögurra rétta máltíð á Kolabrautinni. Við frændsystkinin höfðum orð á því í bílnum á leið úr Hörpunni hvað ís- inn á Kolabrautinni hefði verið góður og þá heyrist í afa: „Eruð þið að biðja um meiri ís?“ Í þeim töluðu orðum brunar hann út af Sæbrautinni og í lúguna á Aktu taktu til að kaupa meiri ís handa okkur. Hann þurfti svo sannar- lega ekki að hafa áhyggjur af því að einhver horaðist þetta kvöld. Afi tók alltaf vel á móti okkur og sýndi því sem við vorum að fást við svo einlægan áhuga. Hann var fróðleiksfús og setti sig vel inn í mál okkar barnabarnanna og veitti okkur iðulega góð ráð. Hann var óeigingjarn og þrátt fyrir veikindin sín setti hann líðan ann- arra í forgang. Hann var stoltur afi og langafi og við hefðum helst óskað þess að börnin okkar hefðu fengið meiri tíma með honum. Þegar við kvöddum hann var hann samur við sig, gerði grín að sjálfum sér og létti okkur sorg- mæddum barnabörnunum lund- ina. Hann var forvitinn um fram- tíðaráform okkar og þakkaði okkur fyrir samveruna í gegnum lífið. Þakklæti er okkur efst í huga þegar við hugsum til stundanna með afa. Við munum passa upp á ömmu eins og við lofuðum honum. Ásdís Thorlacius Óladóttir Heiðrún Björk Helgadóttir Á meðan brimið þvær hin skreipu sker og skýjaflotar sigla yfir lönd þá spyrja dægrin: Hvers vegna ertu hér, hafrekið sprek á annarlegri strönd? (Jón Helgason) Þetta upphaf sonnettu Jóns Helgasonar kemur í hug mér þeg- ar ég kveð minn góða bróður Jón. Eitt af mörgum ljóðum sem hann kynnti mér ungri, sendi mér reyndar allt kvæðið þegar ég var þjökuð af heimþrá úti í Bretlandi í löngu bréfi þar sem hann taldi í mig kjark. Þannig var hann Nonni, sem aldrei gegndi öðru nafni hjá okkur systkinum. Og margar myndir koma upp í hug- ann frá uppvaxtarárunum; Nonni að draga mig á fund í Æskulýðs- fylkingunni eða upp á háaloft á fund í Fræðafélaginu Fróða, þar sem hann sat í öndvegi með skóla- félögum sínum, þar var iðkuð há- leit list og speki og ekkert kjaft- æði. Eða þegar Nonni varð latínudúx í MR og þurfti að skaffa sér spariföt, sem honum fannst mikið pjatt, en aðeins uppáklædd- ir fluttu menn lokaræðuna á lat- ínu við útskrift. Margar sögur gengu af Nonna í MR, hann var hrókur alls fagn- aðar, léttur í lund, en þó viðkvæm- ur og skapheitur ef því var að skipta. Róttækari en aðrir og sagt var að hann hefði snúið heilu póst- húsi til sósíalisma, þegar hann var þar í vinnu með námi ein jólin. Þegar hann kynntist prests- dóttur að vestan, henni Sigrúnu, og stofnaði með henni heimili ró- aðist hann líka. Minningarnar frá þeirra fyrstu sambúðarárum eru margar, ekki síst þegar ég heim- sótti þau til Lundar. Nonna líkaði ekki sænski kratisminn, þá gat ég heimfært upp á hann ljóðið sem hann hafði sent mér og ég vitna í hér í upphafi. Nonni sá heims- myndina öðru vísi þegar heim kom eftir dvölina í Svíþjóð. Seinna áttum við systkinin öll og mamma eftir að heimsækja þau Sigrúnu og synina til San Diego í Kaliforn- íu, þegar þau voru þar í fram- haldsnámi, – alveg ógleymanleg ferð. Hann var mikill gæfumaður í sínu lífi, átti góða fjölskyldu, gegndi mörgum trúnaðarstörfum og há embætti voru honum falin. Ekki held ég þó að hann hafi sóst eftir neinu þeirra. Hann setti sjálfan sig aldrei í fyrsta sæti, barst aldrei á, var trygglyndur og vinnusamur. Það duldist engum sem kynnt- ist honum Nonna að hann hafði fengið óvenjugóðar gjafir frá for- eldrum okkar. Og farið ákaflega vel með þær. Jafnvígur á hag- fræði og bókmenntir og meira að segja músíkalskur í besta lagi. Svo var hann góður að smala, smalaði með frændum okkar í Þingvallasveit fram á síðustu ár. Og líklega betri til slíkrar smala- mennsku en hinnar pólitísku, því hann reyndi sjaldan að telja fólk á sína línu í pólitík, enda breyttist hún í áranna rás eins og eðlilegt er hjá hugsandi fólki. Nonni var maður þverstæðna, en stóð báð- um fótum í fortíð og samtíð, fylgd- ist vel með straumum tímans til hinsta dags, hvort heldur var á sviði heimsmála eða ljóðlistar. Það er höggvið djúpt skarð í systkinahópinn úr Lönguhlíð við fráfall Nonna. Ég mun sakna hans alla daga, samtalanna, ættfræðigrúsks, pólitískra hug- leiðinga – og hlátursins. Mestur er þó söknuður Sigrúnar og hans nánustu fjölskyldu. Við Stefán sendum þeim innilegar samúðar- kveðjur. Þórunn Sigurðardóttir. Nú er minn kæri bróðir Jón farinn sína hinstu för, eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm síð- astliðin fimm ár. Hann tók þess- um örlögum sínum af miklu æðru- leysi og karlmennsku svo að eftir var tekið, kvartaði aldrei og sló jafnvel á létta strengi. Hann hafði áorkað miklu um sína daga, var hámenntaður bæði á sviði málvís- inda og kennslufræða svo og hag- fræði og peningamála. Hann var mjög skipulagður, var víðlesinn og eftir hann liggja mikil ritverk og alls kyns greinasöfn um menn og málefni, einnig kveðskapur, en hann var ágætlega hagmæltur. Hann var kallaður til hinna margvíslegustu ábyrgðarstarfa og mannaforráða, svo sem rit- stjóri, skólastjóri, rektor, seðla- bankastjóri, ráðherra og flokks- formaður svo eitthvað sé nefnt, en yfirleitt þurfti hann ekki að hafa mikið fyrir því að sækja um störf, þau komu til hans. Á mannamót- um var hann hrókur alls fagnaðar og gat reytt af sér brandara en var annars yfirlætislaus að eðlis- fari og gerði ekki upp á milli manna, umgekkst alla af sömu virðingu, jafnt háa sem lága, og hafði enga þolinmæði fyrir snobbi og sýndarmennsku. Við áttum alltaf ágætt samband, hittumst í fjölskylduboðum og síðari árin áttum við saman löng samtöl í síma um það bil hálfsmánaðar- lega. Einnig vorum við saman í fé- lagsskap sem hittist reglulega í áratugi. Á unglingsárunum vor- um við báðir í sveit og til sjós, ekki á sama tíma þar sem á okkur er nokkur aldursmunur, en við vor- um í nokkur sumur hjá Sveinbirni á Draghálsi og líkaði þar vel. Þá fór Jón á Grænlandsmið á bv. Hvalfelli og ég á bv. Brimnesi. Eitt sinn fórum við til Englands að sækja togara sem ríkið hafði leyst til sín eftir mikla klössun. Er út var komið varð þriggja vikna töf á heimferð sem okkur þótti hið besta mál. Yfirmenn skipsins, sem annars voru allir á eftirlaun- um, fóru þessa ferð sér til skemmtunar og til að rifja upp gamla og góða tíma. Þarna voru komnir menn eins og Eiríkur Kristófersson skipherra hjá gæsl- unni, Haraldur Ólafsson skip- stjóri á Lagarfossi og gamall vin- ur okkar Ágúst Ingvarsson var yfirvélstjóri. Þetta er eftirminn- anleg ferð. Minnisstæð er ferð okkar systkinanna og maka ásamt móður okkar 1992 til San Diego, hún átti sjötíu ára afmæli og var ferðin farin í því tilefni og einnig til að hitta Jón og fjöl- skyldu en hann var þar að bæta við sig hagfræðinámi. Flogið var með Cargolux frá Lúxemburg til San Francisco og þaðan landleið- ina til San Diego. Katrín systir okkar og Jóhannes Ingi sonur minn, sem bæði voru við nám í Kaliforníu um þessar mundir, komu einnig að hitta okkur. Þarna var dvalið í nokkra ánægjulega daga og meðal annars skroppið í stutta siglingu til Mexíkó. Þrátt fyrir að ljóst væri hvert stefndi var hann léttur í lund eins og hann að jafnaði var, hann var sáttur og algerlega tilbúinn, laus við allan kvíða. Hann sparaði ekki lofið á ís- lenska heilbrigðiskerfið og hældi læknum og hjúkrunarfólki á hvert reipi, sagði það vera einstakt. Að leiðarlokum viljum við Heiða og okkar fjölskylda þakka Jóni sam- fylgdina og vottum Sigrúnu og hennar fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Kolbeinn Sigurðsson. Það er stórt skarð rofið í systk- inahópinn með fráfalli okkar kæra bróður. Ekkert og enginn mun fylla það skarð enda Nonni ein- stakur afburðamaður á fjölda sviða. Það var nokkuð sama hvar borið var niður, yfirburða þekking hans var vís í flestum málaflokk- um. Við það bættist að hann var manna skemmtilegastur og fyndnastur, viðræður við hann voru alltaf áhugaverðar, gefandi og skemmtilegar. Hann hafði til að bera einstakan meðfæddan hæfileika í mannlegum samskipt- um, viðmælandinn fékk alla at- hyglina og hann setti sig hratt inní öll mál, alveg sama hvert um- ræðuefnið eða viðmælandinn var. Hann talaði síður um sjálfan sig, lét verkin tala, fullkomlega ósér- hlífinn, hreinn og beinn, hjálp- samur, gegnheill og heiðarlegur. Æskuheimili okkar var hávært, þar fóru saman stórir karakterar og oft skrautlegir. Nonni var einn þeirra en á sama tíma var hann líka andstæðan; agaður náms- maður sem bjó yfir festu, atorku, kurteisi, hlýju og góðsemd sem ég skynjaði strax sem krakki og gerði hann að eins konar fasta- punkti sem ég hef alltaf haft að fyrirmynd. Ég var ekki gömul þegar hann dró mig með sér í Keflavíkur- göngu og aðrar mótmælagöngur. Mér þótti það ofursvalt, enginn vina minna fékk slíkt uppeldi. Hann var ástríðufullur í pólitík- inni á þessum árum. Rauða kver Maó gaf hann mér með skipun um að lesa, svo og Rauða kverið handa skólanemum. Hann rústaði öllum hefðbundnum viðhorfum með róttækum skoðunum sínum og enginn hefði trúað því á þess- um árum hvaða viðsnúning hann átti síðar eftir að taka í pólitík og trúmálum. Samveran við Nonna hefur verið um svo margt lærdómsrík og gefandi. Sólarsumarið langa sem ég var barnapía hjá þeim Sig- rúnu í Lundi skín í minningunni sem eitt mitt skemmtilegasta sumar. Það var ómetanlegt fyrir unglinginn að hlusta á leiftrandi samræður þeirra góðu hjóna um pólitík, kvenréttindi, bókmenntir og margt fleira áhugavert. Það hefur ávallt verið hægt að leita til Nonna með hvaða mál sem er. Hann var alltaf reiðubú- inn til að hlusta og veita ráð og hafði hæfileika til að sjá stóra samhengið en á sama tíma líka smáatriðin sem máli skiptu Það er ekki auðvelt að fanga Nonna í stuttri grein, hann var svo fjölhæfur og margslunginn, bæði stórbrotinn og hávær en einnig hæglátur menntamaður sem lét best einfaldur og þjóðleg- ur lífsstíll. Átti líka til mikla fín- gerð, t.d. í einhverri fallegustu og smágerðustu rithönd sem sést hefur. Nú hljóðnar í fjölskylduboðun- um þar sem Nonni var ávallt hrókur alls fagnaðar og hló manna hæst, sérstaklega á Þor- láksmessu þegar hann stóð yfir skötupottinum á svölunum, – hefð sem hann viðhélt frá ömmu okkar. Það er erfitt að kveðja en svo óendanlega margt að þakka fyrir og nú verður maður að sætta sig við að öllu sé afmörkuð stund. Nonni notaði tímann vel í sinni jarðvist, betur en flestir fullyrði ég og sporin sem hann skilur eftir eru djúp og liggja víða. Ég veit að minn kæri bróðir dvelur í friði á besta stað. Elsku Sigrún, Óli, Snorri og Kristín, innilegustu samúðarkveðjur frá mér og mín- um. Guðrún S. Sigurðardóttir. Nú þegar Nonni frændi er lát- inn, reikar hugurinn til uppvaxt- aráranna í Kollafirði. Á sumrin var þar sægur af börnum. Við systkinin bjuggum á bóndabæn- um, en tveir sumarbústaðir voru í túnfætinum. Þar dvöldu börn Sig- urðar og Unnu frænku okkar og Sigurjóns og Ásu. Það var margt brallað og leikið sér. Jón Sigurðs- son, alltaf kallaður Nonni, var sér- staklega skemmtilegur og orð- heppinn. Einu sinni kom jarðskjálfti og var mikið um það talað á staðnum. Nonni heyrði það eins og aðrir. Hann sagði þá við Guðmund pabba okkar: „Guð- mundur, það kom jarðskjálftur.“ „Já,“ sagði pabbi. „Varstu ekki hræddur?“ spurði Nonni. „Jú,“ sagði pabbi. „Skríðaðir þú þá ekki upp í til hennar Helgu?“ Nonni var þarna líklega fjögurra ára. Seinna gekk hann alltaf með vasa- bók á sér og skrifaði niður alls konar fróðleik um forfeður okkar og frændur, enda hafði hann mik- inn áhuga á ættfræði og var alltaf fús að láta það af hendi til þeirra sem höfðu áhuga. Jón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.