Morgunblaðið - 24.09.2021, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.09.2021, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 mér líka síðar af stað í kennslunni, þegar hann réð mig að námi loknu til starfa á Bifröst. Heppnari gat ég ekki verið. Jón var kennari af Guðs náð; hann var hafsjór af reynslu og þekkingu, fjölfróður um flest mál og hafði einlægan áhuga á fólki. Eftir nokkur ár við stjórnvöl- inn á Bifröst hóf Jón að undirbúa umbreytingu skólans í háskóla- stofnun, í samræmi við breytta tíma. Um leið var skólanum komið í skjól frá hremmingum Sam- bandsins, stofnanda skólans í ár- daga, áður en þær riðu yfir í byrj- un tíunda áratugarins. Jón undirbjó umbreytinguna af ein- stakri alúð og atorku – hagsmuna- aðilar vildu ekki láta hana kosta neitt og ekki trufla reglulega starfsemi. Hann leitaði fanga og fyrirmynda víða í Evrópu og Am- eríku og skrifaði bæði meistara- og doktorsritgerð um verkefnið meðan á undirbúningnum stóð. Hann kom í Samvinnuháskólan- um á kennsluháttum og vinnu- brögðum sem þóttu tíðindum sæta, eini skólinn á Íslandi þá með samfelldan kennslufræðilegan grunn, eins og hann lýsir vel í bók sinni um Bifrastarævintýrið og Jónasaraskólann. Það var okkur sem tókum síðar við skólastjórn- inni ómetanlegt hve undirstaðan hafði verið vandlega lögð. Ítarleg skrif Jóns takmörkuð- ust ekki við menntamál. Höfund- arverk hans er eflaust stærra og fjölbreyttara en margir halda. Það spannar mörg fræðasvið: bókmenntir, sagnfræði, stjórn- mál, lögfræði, hagfræði og mennt- unarfræði – auk félags- og sam- vinnumála. Hann kynnti ennfremur hugmyndir um brenn- andi málefni og lagði til lagfær- ingar á þrálátum skekkjum í sam- félaginu og beitti til þess innsæi, greiningarhæfni og góðum gáf- um. Gamlir samstarfsmenn Jóns hugsa hlýtt til hans með virðingu og þakklæti – skemmtilegar um- ræður og hnyttin ummæli lifa í minningum. Jón var örlátur og gefandi í samskiptum við fólk, auðmjúkur og hleypidómalaus. Ætli það hafi ekki verið helsta ástæða þess að hann var oft kall- aður til þegar leysa þurfti snúin mál í opinbera geiranum og þriðja geiranum. Þegar ég heyrði síðast í Jóni, fyrir fáeinum vikum, var eins og glímunni við illvígan sjúkdóm væri lokið í bili. Hann var með bók í smíðum, hafði lokið við handritið eins og honum var lagið – meira að segja myndaskráin tilbúin – en bað mig að lesa yfir. Það var svo sem létt verk – ég vissi af fyrri reynslu að allt hafði verið vel rannsakað og orðunum raðað á listilegan hátt. Skarð er fyrir skildi – ég mun sakna þess að stöðunum til að leita ráða í, þegar mikið liggur við, hefur fækkað til muna. Samfélag- ið sér á bak einum af sínum öfl- ugustu sonum. Jónas Guðmundsson. Kveðja frá Hjúkrunar- heimilinu Eir og Eir Öryggisíbúðum Það var erfið staða hjá Eir á árinu 2012. Nokkrum árum fyrr ákvað þáverandi stjórn Eirar að byggja rúmlega 100 öryggisíbúðir við Fróðengi í Grafarvogi. Lán voru tekin til framkvæmdanna og byggingarnar risu. Öldruðu fólki var boðið að kaupa þar íbúðarrétt, sem tryggði fólkinu rétt til að búa í sínum íbúðum án húsaleigu að öllu leyti eða að hluta til. Íbúðar- rétturinn átti að síðan að endur- greiðast eftir ákveðnum reglum þegar leigutaki hætti leigunni. Við bankahrunið breyttust all- ar forsendur og ljóst varð að Eir gat ekki staðið við endurgreiðslur á íbúðarréttinum. Á árinu 2012 var staðan þannig að öll stjórn Eirar hafði sagt af sér og leitað var að fólki til að manna nýja stjórn. Í desember 2012 tók ný stjórn við keflinu með Jón Sig- urðsson í sæti stjórnarformanns. Fyrsta stóra verkefni nýju stjórn- arinnar var að leita leiða til að geta greitt íbúðarréttarhöfum íbúðarrétt sinn þegar þess væri óskað. Á þessum tíma var eigið fé Eirar neikvætt og gjaldþrot, sem blasti við, myndi þurrka út alla inneign íbúðarrétthafanna. Stjórnin var sammála um að það kæmi ekki til greina. Ákveðið var að ganga til nauðasamninga og ásættanleg niðurstaða náðist und- ir traustri stjórn Jóns Sigurðs- sonar. Íbúðarréttarhafar fengu íbúðarrétt sinn greiddan með skuldabréfi 2016 og á þessu ári hafa þau öll verið greidd upp að fullu. Jón hafði markvissan, ein- beittan en jafnframt sveigjanleg- an stjórnunarstíl. Hann var mál- efnalegur, skipulagður og skilvirkur í verkum sínum. Hann dagsetti og skipulagði stjórnar- fundi í stórum dráttum til margra mánaða í senn. Hann hafði einnig þann vana að senda út drög að dagskrá næsta stjórnarfundar sama dag og síðasta fundi lauk. Það er á engan hallað þegar við fullyrðum að Jón Sigurðsson hafi borið hitann og þungann af þessu erfiða verkefni og án hans hefði það verið torleystara. Við vottum Sigrúnu Jóhannes- dóttur, eiginkonu Jóns Sigurðs- sonar, og börnum þeirra, þeim Kristínu, Óla Jóni, Snorra og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Minningin um þennan vandaða og víðsýna mann mun lifa. Ólafur Haraldsson og Pétur J. Jónasson, stjórn- arformenn Hjúkrunarheim- ilisins Eirar ses. og Eirar Öryggisíbúða ehf. Ég kom stundum við á Bifröst á árunum fyrir 1990 til þess að spá í spilin með Jóni vegna stofnunar háskóla. Hann var þá að breyta Samvinnuskólanum í háskóla en ég var í Verslunarráðinu að und- irbúa stofnun Háskólans í Reykjavík. Við áttum innihalds- ríkar samræður um þróun há- skólastarfs og með okkur varð góð vinátta. Rúmum áratug síðar fékk ég Jón til starfa í verkefni hjá Versl- unarráðinu. Kynntist ég þá hversu skipulagður Jón var í allri vinnu og afkastamikill. Hann var sérlega greindur og skýr í hugsun og átti létt með að tjá sig í ræðu og riti. Jón var góður vinnufélagi og velviljaður. Alltaf jákvæður og skemmtilegur og tilbúinn til að hjálpa samstarfsfólkinu, miðla af þekkingu sinni og gefa af sér. Við Jón vorum alltaf mjög nánir eftir samstarfið í Verslunarráðinu. Jón var kallaður til starfa í bankastjórn Seðlabankans á árinu 2003. Sýndi það hversu mik- ið traust var borið til hans af ráða- mönnum þjóðarinnar á þessum tíma. Jón féll vel inn í hlutverk sitt í Seðlabankanum og átti virðingu samstarfsmanna sinna. Aftur var Jón kallaður í nýtt og veigamikið hlutverk en þá til að leiða Framsóknarflokkinn og taka að sér ráðherrastarf eftir skyndi- lega afsögn Halldórs Ásgrímsson- ar. Jón tók þetta verkefni að sér undirbúningslaust af miklu hug- rekki, skyldurækni og samvisku- semi. Jón lagði sig allan fram í formennskutíð sinni en Framsókn var á þessum tíma í miklum mót- vindi sem reyndist of hvass og hann sagði af sér formennskunni eftir að hafa ekki náð kjöri í kosn- ingunum 2007. Samskipti okkar Jóns þéttust til muna eftir að ég tók við starfi rektors Háskólans á Bifröst á árinu 2013. Þá var gott að hafa hann sem bakhjarl. Jón var alltaf tilbúinn til að hjálpa, hvetja og gefa góð ráð. Ég naut þess heið- urs að skrifa með honum afmæl- isrit í tilefni 100 ára ártíðar skól- ans þar sem hann lagði til sögu gamla Samvinnuskólans en ég fjallaði um háskólatímann. Jón og Sigrún lögðu svo sitt af mörkum á afmælissamkomum skólans og hans verður minnst sem eins helsta máttarstólpans í skóla- starfinu á Bifröst. Í áralangri baráttu Jóns við sjúkdóminn sem lagði hann að lokum kom hinn heilsteypti per- sónuleiki hans vel fram. Jón tók mótlætinu af yfirvegun, æðruleysi og trúfestu manns sem getur skil- ið sáttur við Guð og menn. Á tíma- bili bötnuðu batahorfur sem gáfu tilefni til bjartsýni en Jón hélt góðu jafnvægi og sýndi svo engan bilbug á sér heldur þegar snögg- lega snerist á ógæfuhliðina. Jón hafði einlægan áhuga á framfaramálum lands og þjóðar, lagði á sig til að bæta samfélagið og framlag hans taldi. Heimurinn varð betri með Jóni. Í huga mín- um mun alltaf sitja blikið í augum hans og gleðiríkt brosið í spjalli okkar um framtíð íslensks sam- félags og hvað mætti verða því til gagns þegar við hittumst um miðjan ágúst í síðasta sinn. Jón var gæfumaður í hjóna- bandi sínu með Sigrúnu og við Pála þökkum fyrir kynnin, vinátt- una og allar stundirnar með þeim hjónum sem voru okkur afar verðmætar. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Sigrúnar og fjölskyldunnar allrar. Guð blessi sálu Jóns. Vilhjálmur Egilsson. Við í bænahópnum, sem hittist flesta föstudagsmorgna frá hausti til vors, viljum þakka fyrir sam- fylgdina með Jóni Sigurðssyni í tæpan áratug. Stundirnar okkar voru dýrmætar, því þar áttum við samfélag hver við annan en einnig við Drottin. Beðið var fyrir ætt- ingjum og vinum og þeim málum sem á okkur hvíldu, landi og þjóð til farsældar. Stundirnar voru okkur öllum til blessunar og ljóst að Jóns er sárt saknað. Sjálfur hafði hann orð á því að hann mæti þær mikils og hlakkaði til þessara vikulegu funda. Hann talaði af æðruleysi um veikindi sín, fram- vinduna, niðurstöðu læknisrann- sókna og svo framvegis. Hann vissi vel hvert stefndi að lokum en vonaðist að sjálfsögðu eftir lengri tíma með sínum nánustu. Jón hafði alltaf eitthvað til mál- anna að leggja og glettnin var aldr- ei langt undan. Hvort sem það voru þjóðmálin, heimsmálin eða eitthvað sem stóð okkur nær. Hann var vel að sér um flest enda gerði hann sér far um kynna sér málefnin til hlítar. Þrátt fyrir það taldi hann sig ekki öðrum meiri. Birtist það m.a. í því að hann leit á sig sem kennara og kallaði sig fyrrum skólastjóra frekar en fyrr- um ráðherra eða seðlabankastjóra. Pólitískar skoðanir í bæna- hópnum fóru ekki alltaf saman en spillti engu. Allir báru hag lands og þjóðar fyrir brjósti og þegar kom að framsóknarmönnum sagði hann alltaf að þeir væru í öllum flokkum. Fyrir tveimur árum fórum við hópurinn saman í vikuferð til Spánar ásamt mökum okkar. Þá, sem annars staðar og alltaf, var gott að hafa Jón með í för. Hann kunni spænsku og útskýrði einnig fyrir okkur menningarmun Norð- ur- og Suður-Evrópu á greinar- góðan hátt. Til stóð að fara saman í aðra ferð innan tíðar en fyrir nokkrum vikum varð ljóst að Jón og Sigrún yrðu að afbóka sig. Nú þegar komið er að kveðju- stund stendur eftir minning um góðan og traustan vin. Sumir okk- ar áttu samleið með Jóni nokkur ár, aðrir í áratugi og varði vinátta hans og Ómars lengst, allt frá því á árum þeirra í Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, síðar innan Framsóknarflokksins og víðar á langri ævi. Með oðrum þessum vill Ómar sérstaklega þakka trausta vináttu og hlýhug ásamt einlægni og heiðarleika í öllum samskiptum í áratugi. Jón hafði yfirsýn og þekkingu sem var forsenda þess að gott var að leita ráða hjá honum og tillögur hans skynsamlegar. Minningin um hann mun lifa lengi. Huggun- ar og hjálpar leitum við hjá skap- ara himins og jarðar. Trúin á Jesú Krist, krossfestan og upprisinn, gefur okkur von andspænis dauð- anum, sorg og aðskilnaði. Við biðjum Drottin að blessa minn- ingu Jóns Sigurðssonar og hugga og styrkja Sigrúnu og ættingja alla og vini. Ómar Kristjánsson, Friðrik Schram, Gísli Jónasson, Kristján Þorgeirsson, Ragnar Gunnarsson og Þórsteinn Ragnarsson. Jón Sigurðsson var afar óvenjulegur maður sem geislaði frá sér orku og gleði. Hann var alvörumaður en um leið hrókur alls fagnaðar sem lyfti öllum upp sem nærri voru. Í ná- vist hans varð maður vitrari, skipulagðari, betur hugsandi, skemmtilegri og meiri Íslending- ur en manni annars er tamt. Mér finnst þessi ljóðlína eiga sérstak- lega vel við þegar samneyti við Jón er rifjað upp: „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur“ (EB). Áhrifin sem hann hafði á sam- ferðamenn sína eru ómæld. Ekki síst hafði hann mikil áhrif á nem- endur sína, enda sífellt að greina, miðla og leiðbeina í orði og verki. Oft koma orðræða hans og tilsvör upp í hugann í daglegu amstri. Hann átti gott með að koma hugsun sinni í talað eða ritað mál og var sestur við ritvél sína og síðar tölvu fyrir allar aldir flesta daga. Hnitmiðaðar og skýrar greinar og ræður voru sem hans vörumerki og talað var af skyn- semi, öryggi og rökfestu. Margar greinar, sem eftir hann liggja, eru eiginlega handbækur um viðkom- andi efni, samanþjappaðar en tæmandi. Þrátt fyrir mikla alþjóðlega hugsun og víðsýni átti hann djúp- an þjóðlegan streng inni í sér sem gaf öllum athöfnum hans og hugs- un fallegan hljóm. Þannig var hann alþjóðamaður og íslenskur alþýðumaður í senn. Ég get ekki þakkað nægilega fyrir að hafa kynnst Jóni og það að hafa fengið tækifæri, ungur og óreyndur, til að takast á við kennslu við Samvinnuskólann á Bifröst og að kynnast öllu því góða fólki sem þar var. Ég votta að- standendum hans mína dýpstu samúð. Elvar Eyvindsson. Skyldurækni er það hugtak sem alltaf kemur upp í hugann þegar við Jón höfum hist eða ég hef séð honum bregða fyrir í þeim fjölbreyttu hlutverkum sem hann tókst á hendur. Fyrir því er fyrst og fremst ein ástæða og tengist atburðarás sem við báðir flækt- umst inn í undir árslok 2012. Ég af þekktum ástæðum en hann vegna þess að ég treysti honum og vissi úr hverju hann var gerð- ur. Kynni okkar höfðu þó tekist fjórum árum fyrr þegar við báðir vorum að störfum við Háskólann í Reykjavík. Það var fróðlegt að sitja við fótskör gamla seðla- bankastjórans þegar bankakerfið hrundi með brauki og bramli yfir íslenskt samfélag. Í þeim aðstæð- um haggaðist Jón ekki og þótt hann hafi sannarlega gert sér grein fyrir að ástandið var á tíma- bili tvísýnt þá hafði hann svo mikla trú á Íslandi og samlöndum sínum að hann fullvissaði þá sem ræddu við hann um að undirstöð- urnar væru þrátt fyrir allt styrk- ar og að landið myndi sigla þönd- um seglum upp úr hinum djúpa öldudal. En hver var atburðarásin sem mun um alla framtíð tengja í huga mínum minningu Jóns við skyldu- rækni? Á árinu 2012 rataði hjúkr- unarheimilið Eir í allmikinn rekstrarvanda sem olli skjólstæð- ingum þess og aðstandendum miklu angri. Deilur um hver ábyrgð bæri á ástandinu gerðu stöðuna enn verri. Var þá leitað til stærstu stofnaðila Eirar. Fyrst Reykjavíkurborgar sem heyktist á að höggva á hnútinn og svo stétt- arfélagsins VR sem ég var á þess- um tíma í forsvari fyrir. Ljóst var að formaður félagsins gæti ekki blandað sér með beinum hætti inn í úrlausn þess vanda sem Eir var í en lífsnauðsynlegt var að fá mann til verksins sem gæti af festu fund- ið lausn og siglt hinni mikilvægu starfsemi í heila höfn. Þar sem ég braut heilann um hver þessi maður gæti verið kom Jón fljótlega upp í hugann en mig grunaði þó að erfitt gæti reynst að sannfæra hann um að taka við þessum bitra kaleik. Eftir stutt spjall um daginn og veginn var erindið borið upp. Eftir stutta þögn kom svar sem ég átti ekki von á. „Ef þú biður mig um þetta þá tek ég það að mér,“ sagði Jón með nokkurri áherslu. „Ég er að biðja þig um þetta,“ svaraði ég eftir nokkra umhugsun. „Þá tek ég þetta að mér.“ Með þessu svari vissi ég að komið hafði verið í veg fyrir stór- kostlegt slys. Skyldurækni Jóns varð til þess að hann tók ótta- laust að sér verkefni sem flestir hefðu hlaupist undan. Á fáum mánuðum tókst honum svo með festu í bland við óvenjulega blíðu sem hann átti til í fari sínu að fá starfsfólk, trúnaðarráð og stjórn Eirar með sér að borðinu. Í kjöl- farið komu aðrir þeir sem sann- færa þurfti um að leiðin sem Jón vildi feta út úr móðunni væri til hagsbóta fyrir alla sem hlut áttu í máli. Það er erfitt að átta sig á hvað lagði grunninn að skyldurækni Jóns sem einstaklings. Af kynn- um við hann fyrr og síðar og á öðrum vettvangi en þeim sem að framan er lýst held ég að heið- arleiki í bland við góða greind og hugprýði hafi þar ráðið mestu. Þessir eiginleikar ásamt mörg- um öðrum gerðu það að forrétt- indum að fá að telja Jón Sigurðs- son til vina sinna. Guð blessi alla hans minningu. Stefán E. Stefánsson. Þegar ég minnist Jóns Sig- urðssonar þá fyllist hjarta mitt þakklæti og gleði. Fyrstu kynni okkar Jóns voru þegar hann var bankastjóri Seðlabanka Íslands. Reglulega hittumst við Jón á skrifstofunni í Seðlabankanum og ræddum um allt milli himins og jarðar. Jón var réttsýnn og afar fróður mað- ur á mörgum sviðum. Þekking hans á mannkynssögu, heim- speki, hagfræði, trúfræði og lög- fræði var framúrskarandi og aldrei kom það fyrir í okkar sam- tölum að maður hefði það á til- finningunni að hann vissi ekki hvað hann var að tala um. Hann setti sig alltaf afar vel inn í öll mál hversu stór eða smá sem þau voru. Heimssagan og heimspólitík áttu hug hans og hjarta. Löngum stundum gátum við setið saman og rætt um ferðalög hans um heiminn enda sótti Jón í að heim- sækja sögusvið þar sem stærstu atburðir heimssögunnar áttu sér stað. Svo gátum við skeggrætt þessa viðburði fram og til baka yfir kaffibolla og með því. Við- kvæði Jóns var alltaf að maður þyrfti að þekkja söguna til að skilja samtímann, og að takast á við framtíðina. Samstarf okkar Jóns hófst þegar hann gerðist iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Það samstarf var afar gott, eftirminnilegt og farsælt. Jón Sigurðsson var glað- lyndur að eðlisfari, hnyttinn í orð- um og spaugsamur en skapmikill þegar sló í brýnu. Hann var mikill sögumaður. Jón var litríkur per- sónuleiki og orðaði oft hlutina umbúðalaust. Í stjórnmálasnerr- um gaf hann hvergi hlut sinn en það segir nokkuð um mannkosti hans og heilindi að hann aflaði sér vina þvert á hinar pólitísku línur og naut mikils traust þegar lenda þurfti erfiðum deilumálum milli manna og flokka. Jón var vaskur til verka og fylginn sér. Hann var glöggskyggn, fljótur að setja sig inn í mál og skilaði vel því sem honum var trúað fyrir. Jón Sigurðsson var afar snjall ræðumaður og naut álits og trún- aðar samflokksmanna sinna. Hann varð formaður Framsókn- arflokksins árið 2006 og gegndi því til ársins 2007. Sem stjórnandi var Jón um- hyggjusamur og hvetjandi. Hann var mentor starfsmanna sinna og félagi, sýndi þeim virðingu og vin- áttu. Hann var ungur í anda og átti auðvelt með að umgangast aðra. Margs er að minnast að lokum. Mest er þakklætið fyrir að hafa kynnst og unnið með svo hæfi- leikaríkum, heilsteyptum og góð- um manni sem Jón var; fótgöngu- liði og leiðtogi, kennari og nemandi, allt í senn. Ég votta Sigrúnu, eftirlifandi eiginkonu Jóns og fjölskyldu hans allri mína dýpstu samúð og kveð hann með vinsemd og virð- ingu. Arnar Þór Sævarsson. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SÆUNN PJETURSDÓTTIR, Prestastíg 8, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, mánudaginn 20. september. Útför fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 27. september klukkan 13. Þórir Rúnar Jónsson Guðmunda S. Þórisdóttir Þóra G. Þórisdóttir Sævar Þ. Guðmundsson Valgerður G. Þórisdóttir Alex Gisler Þórir Kr. Þórisson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐRIKA BJÖRNSDÓTTIR frá Eskifirði, lést á Landspítalanum 20. september. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju þriðjudaginn 28. september klukkan 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðu Eskifjarðarkirkju. Þorvaldur Einarsson Kristín Lukka Þorvaldsdóttir Agnar Bóasson Einar G. Þorvaldsson Guðbjörg Linda Bragadóttir Borghildur B. Þorvaldsdóttir Björgvin Rúnar Þorvaldsson Hugrún Hjálmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.