Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 44

Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval er umfjöllunarefni nýrrar fjölskyldusýningar sem frumsýnd verður á Litla sviði Borgarleikhúss- ins á morgun, laugardag, kl. 14 og nefnist einfald- lega Kjarval. Er sýningin að hluta til byggð á verð- launabók Mar- grétar Tryggva- dóttur um lista- manninn. Leikstjóri og höfundur leik- gerðar er Stefán Hallur Stefáns- son og leikarar Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Har- aldur Ari Stefánsson. Úlfur Eldjárn samdi tónlistina og Guðný Hrund Sigurðardóttir hannaði leikmynd og búninga. „Þetta er sýning ætluð börnum á hinum klassíska aldri frá 8 til 88 ára. Ég myndi segja að þetta væri til- valin sýning bæði fyrir yngstu eða yngri kynslóðina til að uppgötva og komast í fyrstu kynni við listamann- inn og fyrir eldri kynslóðir til að endurvekja gömul og góð,“ segir Stefán Hallur. Risi í íslenskum menningararfi –Hvernig nálgist þið Kjarval? Nú er þetta stórt viðfangsefni, mikill maður í listasögunni … „Vissulega, jú, jú, risi í okkar menningararfi. Við nálgumst hann að mörgu leyti út frá manneskjunni og öllum þeim mörgu hlutverkum sem manneskjan tekur að sér. Við erum að skoða hver drengurinn Jóhannes Sveinsson var, hver náms- maðurinn var, vinurinn, eiginmað- urinn og faðirinn og síðast en ekki síst myndlistarmaðurinn. Fræið að sýningunni er bók Margrétar Tryggvadóttur, Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir sem var gefin út 2019 og naut mikilla vin- sælda enda algjörlega frábær. Í henni er stiklað á stóru frá vöggu til grafar og það er svolítið útgangs- punkturinn hjá okkur,“ svarar Stef- án Hallur. „Í grunninn erum við að fylgja honum æviskeiðið auk þess að leggja áherslu á að skoða hvað myndlist er, af hverju hún er mikil- væg fyrir okkur, hvaða áhrif hún hefur, hvað Kjarval vildi segja með sinni list. Til dæmis vildi hann veita okkur Íslendingum, sinni þjóð, ákveðna sýn og kannski nýja á land- ið okkar. Að upplifa það og skynja á annan hátt, ekki bara hið tignarlega landslag í fjarska heldur líka fegurð- ina í hinu smáa sem er bara beint við fætur okkar, í mosanum, hrauninu og steinunum. Að horfa en ekki bara sjá náttúruna, að hlusta en ekki bara heyra,“ segir Stefán Hallur. „Og ef maður horfir kannski á hana er stundum horft á mann til baka, bæði í náttúrunni og myndlist- inni. Þannig tengist þetta líka dálítið inn í systurlistina, leiklistina, þar sem við erum að mæta áhorfendum í ákveðnu samtali þannig að vonandi verður úr einhvers konar áhorf á báða bóga og við náum einhvers konar samhljómi.“ Að vera óhræddur við að njóta –Titill bókarinnar nefnir að þessi maður fór sínar eigin leiðir, er það einhvers konar undirliggjandi boð- skapur í sýningunni, er hún hvatn- ing til leikhúsgesta um að láta drauma sína rætast og fara sínar eigin leiðir? „Já, auðvitað, að hver og einn þurfi að hafa hugrekki til að taka á móti sinni sköpunargáfu og leyfa henni að blómstra, það er ákveðið þema og tengist náttúrlega inn í hans list og lífshlaup. Að uppgötva og leyfa sér að uppgötva, að með- taka og horfa aðeins með hjartanu en ekki bara huganum eða aug- unum. Leyfa sér að skynja og það er kannski hluti af því að fara sínar eigin leiðir, að vera óhræddur við að njóta.“ –Hvernig sýnið þið myndlistina? „Maður má nú kannski ekki segja allt of mikið en þetta felst aðallega í því að miðla hinni listinni, myndlist- inni, með áhrifamætti og öllum tækjum og tólum leikhússins. Þetta eru í raun tvær hliðar á sama pen- ingi og okkar nálgun felst kannski í þessum samhljómi sem verður til þegar eitthvað hefur áhrif á mann, hvort sem það er myndlist, leiklist eða náttúra. Í okkar tilfelli reynum við að finna tenginguna þarna á milli og vonandi skynjar og upplifir áhorfandinn það,“ svarar Stefán Hallur. Hann rifjar í framhaldi upp eina af fjölmörgum gamansögum af hin- um spaugsama myndlistarmanni. „Kjarval var staddur á sinni eigin myndlistarsýningu og lítill drengur var að virða fyrir sér málverk. Kjar- val spurði hvernig honum fyndist og drengurinn sagði að honum þætti þetta bara ljótt. Þá sagði Kjarval: „Já, það er bara hárrétt hjá þér!“ Þannig að í rauninni er allt leyfilegt, þetta má vera fallegt, ljótt, skrítið eða skiljanlegt en bara það að þú leyfir þér að snerta á einhverju skiptir okkur öllu máli,“ segir Stefán Hallur. Bauð hesti í hádegismat –Talandi um hvað Kjarval var mikill húmoristi, kemur húmoristinn líka við sögu í sýningunni? „Jú, vissulega, þetta var órjúfan- legur partur af listamanninum og við leituðum fanga víða, ekki bara í bók Margrétar heldur allar þessar heimildir sem eru til um hann, við- talsbækur Matthíasar Johannessen og hans eigin skrif meðal annars,“ svarar Stefán Hallur og að munn- mælasögur um Kjarval komi vissu- lega líka við sögu. „Hver hefur ein- hvers konar tengingu við hann, hvort sem það er í gegnum listina eða sögur þannig að ég hafði eigin- lega úr of miklu efni að moða. Eins og þegar hann bauð hesti heim til sín í hádegismat og eldaði fyrir hann hangikjöt steikt upp úr miklum sykri og smjöri. Maður tekur þessu öllu kannski með smá salti en þessar sögur eru skemmtilegar,“ segir Stefán Hallur og hlær við. Hvað leikmyndina varðar segir leikstjórinn að Guðný Hrund sé að gera stórkostlega hluti. „Þú situr hálfpartinn inni í Kjarvalsmálverki, ert umlukinn náttúrunni, bæði hans sýn á hana og aðeins raunverulegri hlutum. En þessi umlykjandi áhrif leikmyndarinnar hjálpa vissulega til, held ég, við að mynda þetta sam- band milli áhorfanda og sviðs.“ Þuríður og Haraldur leika tvo sögumenn í sýningunni, Gilla og Gogg sem Stefán Hallur segir vísun í fræga línu frá meistaranum. „Oft þegar hann var spurður að ein- hverju sem hann vildi ekki svara, af blaðamönnum eða öðrum, þá svaraði hann bara „gilligogg“ og labbaði í burtu. Þannig að við sóttum inn- blástur í það og þau leiða okkur hálf- partinn í gegnum verkið. Einhvern tíma þegar ég var að byrja að skrifa þetta þá líkti ég þessu við Karíus og Baktus að bíða eftir Godot. Ein- hverjum fannst það fyndið,“ segir Stefán Hallur að lokum. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Gilligogg Úr leiksýningunni Kjarval, Haraldur og Þuríður Blær í hlutverkum Gilla og Gogg. Karíus og Baktus að bíða eftir Godot - Fjölskyldusýningin Kjarval frumsýnd í Borgarleikhúsinu á morgun - Bók Margrétar Tryggva- dóttur um listmálarann sem sáði fræinu að sýningunni - Gilli og Gogg rekja sögu meistarans Stefán Hallur Stefánsson Kammerkórinn Schola Cantorum, sem fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári, heldur tónleika í Háteigs- kirkju í Reykjavík sunnudaginn 26. september 2021 kl. 17. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Hörður Áskelsson. „Er það í fyrsta sinn sem þessi viðurkenndi kór heldur tón- leika í fögrum hljómi Háteigskirkju og eru tónleikarnir í samvinnu við Listvinafélagið í Reykjavík,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á efnisskránni séu hrífandi kórverk eftir íslenska og erlenda höfunda, m.a. Eric Whitacre, Ola Gjeilo, Hauk Tómasson, Hreiðar Inga Þor- steinsson og kórfélagana Auði Guð- johnsen og Björn Thorarensen, auk þess sem kórinn flytur áhrifamikla útsetningu kórfélagans Hafsteins Þórólfssonar á „Sofðu unga ástin mín“. „Hljóðritun fyrir geisladisk með sömu efnisskrá fer fram í Skálholts- dómkirkju dagana fyrir tónleikana, en diskurinn verður gefinn út af hinu virta sænska útgáfufyrirtæki BIS. Schola cantorum hefur í fjöldamörg ár sungið tónleika í byrjun nóvember kringum allra sálna messu þegar látinna er minnst um allan heim, en tónleik- arnir í ár, sem eru með svipaðri efnisskrá, eru haldnir nú í sept- emberlok í tengslum við geisla- diskaupptökuna. Tónlistin túlkar kyrrð og fegurð sem birtist í ýms- um þekktum textum kirkjunnar, m.a. Ave verum corpus, Sanctus og In Paradisum.“ Miðar fást á tix.is. Kammerkór Schola Cantorum fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. Schola Cantorum í Háteigskirkju Jóna Hlíf Hall- dórsdóttir opn- aði í gær, fimmtudag, sýn- ingu á kaffihús- inu Mokka. Textaverk, til- raunir með efni og innsetningar eru kjarninn í myndrænni tján- ingu verka Jónu Hlífar, segir í tilkynningu og að Jóna hafi m.a. fengist við fyrir- bærin kjarna, tíma og ímynd sög- unnar. „Við sköpum merkingu með sjónrænum hætti varðandi það hvað telst þjóðlegt í gegnum myndir, texta, liti, tákn, hluti og upplifun af landi eða sögu. Og stundum er eitt, stakt orð málsvari þess að enn er til eitthvað sérstakt, ógúgglanlegt, óþekkt og einstakt. Eða hvernig miðlum við gagnsæju orði á borð við fífuloga inn í önnur tungumál? Hvernig komum við hugmyndinni um birtuna frá eldi sem logar í fífukveik til skila? Skiljast fífulogar á króatísku, finnsku, japönsku, frönsku, sænsku, ensku, rússnesku, víet- nömsku, grænlensku, grísku eða esperantó?“ skrifar Jóna meðal annars. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Jónu, jonahlif.is Jóna sýnir Fífuloga á Mokka kaffi Jóna Hlíf Halldórsdóttir Þýsk-íslenski saxófónleikarinn Stefan Karl Schmid og hinn alíslenski vopna- bróðir hans, Sig- urður Flosason, standa saman að kvintett sem leikur síðdegis- djass í Hafnar- borg í dag kl. 18. Með þeim leika Andrés Þór á gítar, Nico Moreaux á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Flutt er tónlist eftir saxófónleikarana sjálfa, auk þekktra djassslagara. „Þetta eru fyrstu tónleikar tón- leikaraðarinnar Síðdegistóna í Hafnarborg á þessum vetri en tón- leikaröðin vakti mikla athygli síð- asta vetur, hlaut til að mynda til- nefningu til Íslensku tónlistar- verðlaunanna, í flokki djass- og blústónlistar, og auðgaði flóruna í menningarlífi Hafnarfjarðar,“ seg- ir í tilkynningu frá safninu. Aðgangur er ókeypis en vegna gildandi samkomutakmarkana skulu gestir sitja í númeruðum sæt- um, auk þess sem skrá skal upplýs- ingar um nafn, kennitölu og síma- númer viðstaddra. Eru gestir því beðnir um að taka frá sæti í síma 585-5790 á afgreiðslutíma safnsins. Grímuskylda er á tónleikunum. Schmid og Sig- urður í Hafnarborg Stefan Karl Schmid Áróður nefnist myndlistarsýn- ing Álfrúnar Axels sem opnuð verður í dag kl. 17.30 í Rösk rými í Lista- gilinu á Akur- eyri. Er það fyrsta einkasýn- ing Álfrúnar og segir í tilkynn- ingu að um málverkasýningu sé að ræða sem bendi á það sem sé athugavert í nútímasamfélagi og einkalífi fólks. „Pólitísk skírskotun er stórt við- fangsefni Álfrúnar sem keppist við að svipta hulunni af tilhugalífi hversdagsins með verkum sínum. Aðalmarkmið Álfrúnar er að listaverkin veiti uppljómun eða nýtt sjónarhorn í hugarfari áhorf- anda en oftar en ekki er einhvers- konar ágreiningur eða ádeila bak við hvert verk,“ segir í tilkynn- ingu. Sýningin mun standa yfir til 28. september. Á síðustu árum hefur Álfrún sinnt listinni í stúdíói sínu og klár- aði nýlega námskeið í listmálun í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Verkin á sýningunni eru upp- spretta frá því námskeiði, segir í tilkynningu. Áróður í Rösk rými í Listagilinu Álfrún Axels

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.