Morgunblaðið - 06.10.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 06.10.2021, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 6. O K T Ó B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 234. tölublað . 109. árgangur . MEÐ SALTPAY UNDIR SMÁ- SJÁNNI STEFNIR Í HARÐA RIMMU Í KÖRFUNNI GJÖRNINGAR FRAMDIR FYRIR NORÐAN HALLVEIG SPENNT 22 A! Á AKUREYRI 24VIÐSKIPTAMOGGINN Það er alla veðra von á Íslandi þegar komið er fram í október. Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbæ Reykjavíkur og nú eru mörg verk á lokametrunum áður en vetur skellur á með fullum þunga. Í gær var unnið að hellulögn í Tryggvagötu og hefur verkið eflaust sóst ágætlega enda veður milt og gott. Aukið líf mun færast í þetta svæði í næstu viku þegar lúxus- hótelið The Reykjavík Edition verður opnað við Austurhöfn. Það hefur að geyma 253 herbergi, fundarherbergi og veislu- sal svo eitthvað sé nefnt. Hellulögn í haustblíðu í Tryggvagötu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon _ Í nýrri greiningu BHM kemur fram að umsvif í menningar- greinum eru á hraðri niðurleið í ís- lensku hagkerfi og að heimsfarald- urinn hafi haft margfalt meiri áhrif á menningargreinar en aðrar at- vinnugreinar. Mikill samdráttur hefur orðið í launagreiðslum og fjölda starfandi í skapandi greinum síðustu ár. Þá kemur einnig fram að starfslaun listamanna eru með lægstu launum á íslenskum mark- aði. Mikilvægt þykir að sérstök markaðsstefna verði gerð fyrir menningargeirann. »12 Mikill samdráttur í menningargreinum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir nauðsynlegt að virkja meira ef anna eigi eftirspurn frá raf- bílum og umhverfisvænum iðnaði. „Vegna þess að orkuspáin liggur fyrir og sýnir að til að rafvæða bíla- flotann, og til að framleiða eldsneytið sem sparar okkur gjaldeyri, þarf ein- faldlega að virkja,“ segir Tómas Már og vísar meðal annars til framleiðslu metanóls úr vetni og koltvísýringi. Tómas Már ræðir áætlanir HS Orku í ítarlegu viðtali við Viðskipta- Moggann í dag en fram undan er uppbygging virkjana til að styðja við tugmilljarða króna uppbyggingu í Auðlindagarðinum á næstu árum. Fiskeldi og gróðurhús Nú starfi um 1.600 manns í garð- inum en eftir tíu til fimmtán ár megi ætla að fjöldinn hafi tvöfaldast. „Við sjáum fyrir okkur verðmæt störf af ýmsu tagi. Þar með talið í þróun á vörum, matvöru, lyfjum og snyrtivörum,“ segir Tómas Már. Það liggi meðal annars mikil tækifæri í matvælatengdri framleiðslu með fiskeldi og gróðurhúsum. Virkjun við Geldingadali? Tómas Már segir aðspurður að eldgosið í Geldingadölum hafi komið upp á besta stað fyrir HS Orku. Hugsanlegt sé að þar verði jarðhita- svæði í framtíðinni og gæti svæðið því orðið orkulind í tímans rás. Spurður hvort fýsilegra sé að selja orku til útlanda með sæstreng eða byggja upp iðnað hér á landi kveðst Tómas Már heldur vera hlynntur uppbyggingu iðnaðar á Íslandi. „Ef einhver annar er hins vegar tilbúinn að taka áhættuna af því að fjármagna sæstreng tel ég að það sé raunhæft,“ segir Tómas Már. Brýnt sé að leggja Suðurnesjalínu númer 2. Dreifikerfið slái stundum út enda sé það yfirlestað. „Það þarf einfald- lega að virkja“ - Forstjóri HS Orku boðar tugmilljarða króna uppbyggingu MViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Eggert Áform HS Orka hyggst stækka virkjanir og reisa nýjar á næstu árum. _ Fyrsta rekstrarár fyrirtækisins Aukakennari ehf., sem útvegar kennara í afleysingar í grunn- skólum, gekk ljómandi vel að sögn Ólafar S. Sigurðardóttur sem á og rekur félagið ásamt Fanneyju Ófeigsdóttur. Ólöf segir aðsókn í þjónustu fyrirtækisins stöðugt vera að aukast. 12-15 kennarar eru á skrá. Eftir áramót verður leitarvél bætt við þjónustu félagsins en þar munu skólastjórar sjálfir geta leitað að kennurum í afleysingastörf. Á skrá eru kennarar með fjölbreyttan bak- grunn og reynslu. „Aðalsmerki okkar er að bjóða að- eins upp á fagmenntaða kennara,“ segir Ólöf. »ViðskiptaMogginn Mikil eftirspurn eftir afleysingakennurum Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segir Dóru Björt Guðjónsdóttur borgar- fulltrúa hafa logið blákalt að sínum umbjóðendum í gær þegar hún hélt því fram að borgin hefði fundað með Samtökum iðnaðarins um stafræna uppbyggingu borgarinnar. Samtökin óskuðu eftir fundi með borgarstjóra vegna verkefnis borg- arinnar um uppbyggingu stafrænna innviða en ekki var orðið við þeirri ósk: „Borgin ætlar að ráða allt frá 65 og upp í 109 manns í hugbúnaðarhús borgarinnar til þess að efla staf- ræna stjórnsýslu. Þetta yrði á pari við eða stærra en stærstu upplýs- ingafyritæki landsins,“ segir Sig- urður en tillaga um útboð allra þátta verkefnisins var felld í borgarstjórn í gær. »2 Sigurður Hannesson Dóra Björt Guðjónsdóttir Kannast ekki við fundinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.