Morgunblaðið - 06.10.2021, Side 13

Morgunblaðið - 06.10.2021, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021 Gengið yfir brúna Nokkrir nemendur á ferð með leiðbeinanda sínum á brúnni yfir Hringbraut í Vatnsmýrinni. Vissara að vera í gulu vestunum þegar farið er að skyggja. Kristinn Magnússon Engum dettur í hug að iðn- byltingunni og öllum þeim framleiðslu-, samgöngu-, fjár- mála- og tæknibyltingum sem eru afsprengi hennar hafi ver- ið komið á af ríkisvaldi og sveitarfélögum. Í nær öllum tilfellum ber að rekja þessar byltingar til hugvits og fram- taks frjálsra aðila á eigin veg- um og til hins sjálfsprottna frjálsa markaðar. Frá upphafi iðnbyltingar hefur svo tækniþróun gengið sífellt hraðar fyrir sig. Þessar tvær stað- reyndir koma einkar skýrt fram með tölvu- byltingunni og hinni sífellt hraðari hugbúnaðarþróun á hinum ólíklegustu svið- um sem hún hefur haft í för með sér. Opinberir aðilar mega hins vegar þakka fyrir að geta sómasamlega haldið í við þá þróun, með því að tileinka sér þær fram- farir og nýta þannig þá nýju möguleika og margvíslegu hagkvæmni sem þróun í t.d. rafrænni stjórnsýslu hefur upp á að bjóða. Hér á landi fjölgar stöðugt ungum og ört vaxandi hugbúnaðarfyrirtækjum ungs hæfileikafólks sem hefur verið að taka þátt í hverju viðskiptaævintýrinu á fætur öðru. Sambærilegt verkefni ríkis og borgar Að framansögðu ætti engum að koma á óvart að nú stendur yfir átak á vegum ís- lenska ríkisins í þróun á miðlægum tækni- innviðum á sviði upplýsinga og þjónustu. Þetta er gert með hagkvæmum og skilvirk- um hætti, en ríkisvaldið hefur hér boðið út allar sínar hugbúnaðarlausnir. Á núgild- andi fjárlögum ríkisins vegna Stafræns Ís- lands og þróunar á miðlægum upplýsinga- tækniinnviðum er áætlað að verja 1,6 milljörðum á ári til verkefnisins. En það ætti heldur ekki að koma neinum á óvart að meirihlutinn í borgarstjórn ætl- ar í sambærilegt verkefni og hefur að sjálf- sögðu kosið allt aðra leið. Reykjavíkurborg ætlar að verja rúmum 10 milljörðum á næstu þremur árum í hugbúnaðarþjónustu en án útboðs allra verkþátta. Þess í stað ætlar borgin að ráða til sín a.m.k. 60 sér- fræðinga til að vinna verkið innan borg- arkerfisins. Enginn veit hvers vegna verk- efnið kostar rúma 10 milljarða, en ekki fimm eða 20 milljarða. Enginn veit í hverju verkið er nákvæmlega fólgið, enda vantar hér nákvæma markmiðslýsingu. Enginn veit því hvað vinnst með þessu verkefni þegar upp er staðið, eða hvort, yfirhöfuð, eitthvað vinnst með því, t.d. aukin hagræð- ing eða betri þjónusta við borgarbúa. En eitt vitum við þó öll: Borgarbúar koma til með að borga þessar tíu þús- und milljónir króna. Sveitarfélag í harðri sam- keppni við einkafram- takið Það er vel skiljanlegt hvers vegna íslenska ríkið velur út- boðsleiðina. Með því er ríkið m.a. að nýta sér þá þekkingu, reynslu, hugkvæmni, en síð- ast en ekki síst þann mann- auð sem nú er fyrir hendi í ís- lenskum hugbúnaðarfyrirtækjum, en glatast gjarn- an við að brjóta upp fyrirtækin og stofna í staðinn deild í opinberu bákni. Ríkið er einnig að tryggja skattgreiðendum sem mestan árangur á sem hagkvæmustum kjörum. Í þriðja lagi býður útboð upp á skýran greinarmun milli þeirra sem vinna verkið og hinna sem greiða fyrir það og eiga að njóta þess. En slíkur grein- armunur er forsenda þess að hægt sé að fylgjast með verkþáttum og meta fram- lagið á mælanlegan hátt og leggja það fyr- ir kjósendur og útsvarsgreiðendur. Af einhverjum ástæðum hafa borgaryf- irvöld ákveðið að taka báknið fram yfir markaðslausnir, taka óskýr markmið fram yfir skýr markmið, markvissa áætlun og virkt eftirlit og taka merkingarlaus póli- tísk slagorð og síðan afsakanir fram yfir gagnsæ vinnubrögð og mælanlegan árang- ur. Það er afleit aðferð þegar ráðist er í svo viðamikið, mikilvægt og kostn- aðarsamt verkefni. Þess vegna lögðum við sjálfstæðismenn fram þá tillögu í borgarstjórn að boðnir yrðu út allir verkþættir þessa verkefnis, frá hönnun til þróunar og hugbún- aðargerðar. Innkaupasviði Reykjavík- urborgar hefði þá verið falið að vinna að útboðum og hafa fyrstu útboðsgögn tilbú- in 1. desember 2021. Tillaga okkar sjálf- stæðismanna gerir ráð fyrir að Reykjavík- urborg noti Stafrænt Ísland og aðferðafræðina að því verkefni sem fyr- irmynd. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Þess vegna lögðum við sjálfstæðismenn fram þá tillögu í borgarstjórn að boðnir yrðu út allir verkþættir þessa verkefnis, frá hönnun til þróunar og hugbúnaðargerðar. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Markaðslausnir eða opinbert bákn Formenn þeirra þriggja flokka sem hafa starfað saman í ríkisstjórn síðustu fjögur ár eru að sinna skyldu sinni með því að ræða saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvort raunhæft og hyggi- legt sé að halda samstarfinu áfram. Allt í takt við það sem sagt var fyrir kosningar og í samræmi við niðurstöður kosninganna. Þegar þetta er skrifað ligg- ur ekki fyrir hvort viðræðurnar skila árangri eða ekki. Katrín Jakobsdóttir nálgaðist verk- efnið með réttum hætti í samtali við fréttastofu ríkisins síðasta mánudag. Ef samstarf þessara þriggja ólíku flokka „á að vera farsælt eins og það hefur verið þá skiptir öllu máli að vanda til verka og gefa sér tíma þegar lagt er af stað, þannig að við gerum ráð fyrir einhverjum vik- um í þetta ferli allt saman“. Sem sagt: Það liggur ekki lífið á. Á meðan forystumenn ríkisstjórnarflokkanna gefa sér nauðsynlegan tíma til að fara yfir mál- in eykst vanlíðan vinstri smáflokkanna, sem eft- ir útreið í kosningunum horfa fram á eyðimerkurgöngu næstu árin. Píratar bjóða stuðning við minnihlutastjórn og Samfylkingin spilar undir. Brúarsmíði Fáum getur dulist að í mörgum málum er langt á milli stjórnarflokkanna. Brúarsmíðin verður flókin og krefst útsjónarsemi og lagni smiðsins. Sá trúnaður og traust sem ríkt hefur á milli forystumanna stjórnarflokkanna hjálpar. Í aðdraganda kosninganna var ég eins skýr og mér var unnt. Undir lok júní hélt ég því fram að ein forsenda þess að Sjálfstæðisflokkurinn tæki þátt í ríkisstjórn væri að málefna- samningur og verkefni nýrrar ríkisstjórnar „endurspegli skilning á samhengi skatta, ríkis- útgjalda, hagvaxtar og velsældar. Að sam- keppnishæfni þjóðar ráðist ekki síst af öflugum innviðum, hófsemd í opinberum álögum, greiðu aðgengi að erlendum mörkuðum, skilvirkni í stjórnkerfinu og hagkvæmum ríkisrekstri“. Ég tók einnig fram hið augljósa: Sjálfstæð- isflokkurinn geti ekki „tekið þátt í ríkisstjórn sem heldur áfram að ríkisvæða heilbrigðis- kerfið, kemur í veg fyrir samþættingu og sam- vinnu sjálfstætt starfandi þjónustuaðila og hins opinbera – tekur hagsmuni kerfisins fram yfir hagsmuni sjúkratryggðra (okkar allra) og und- irbýr þannig jarðveg fyrir tvöfalt heilbrigðis- kerfi, sem er eitur í beinum hvers sjálfstæðis- manns“. Stórkostleg tækifæri Sé það einlægur ásetningur stjórnarflokk- anna að ná árangri í loftslagsmálum og leggja grunn að orkuskiptum verður að marka skýra stefnu um orkunýtingu og orkuöflun – tryggja skynsamlega, arðbæra og sjálfbæra nýtingu orkuauðlinda. Í stjórnarsáttmála verður að koma fram staðfastur vilji ríkisstjórnar að Ísland nýti þau stór- kostlegu tækifæri sem geta verið í orkumálum. Ríkisstjórn sem ætlar að tjalda lengur en til einnar nætur verður að hafa skýra sýn á ríkisfjármálin og leggja fram trúverðuga stefnu í því hvernig samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verður best tryggð á komandi árum. Þar skiptir reglu- verkið miklu og sú staðreynd að skattbyrði á Íslandi, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, er ein sú þyngsta í Evrópu að teknu tilliti til lífeyris- og almanna- trygginga. Sú stefna ræður mestu um hvort hægt verður að tryggja enn betri lífskjör hér á landi á komandi árum. Þegar ekki er djúpstæður ágreiningur um málefni milli flokka sem ætla að mynda sam- steypustjórn er yfirleitt ekki ástæða til mikilla málalenginga í stefnuyfirlýsingu. Annað gildir um samstarf þriggja ólíkra flokka. Áður en lagt er af stað í nýtt fjögurra ára ferðalag er nauðsynlegt að útkljá flest ágreiningsmálin því „margt mun verða á okkar vegi, sem við nú eig- um á enga von, og mundi þó ærinn vandi við það að ráða, sem við þykjumst sjá, að í vænd- um er“, svo vitnað sé til orða Ólafs Thors þegar hann kynnti málefnasamning Nýsköpunar- stjórnarinnar; samsteypustjórn Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokksins, sem er sem fjarskyldur forfaðir Vinstri- grænna. Að endurspegla þingstyrk Hér verður ekki gert lítið úr því að jafnvægi sé við fundarborð ríkisstjórnar sem endur- speglar fylgi og þingstyrk flokkanna. Upp- stokkun stjórnarráðsins getur verið skyn- samleg, ekki síst með hliðsjón af áherslum í stjórnarsáttmála. Og það er oft hægt að hafa nokkra skemmtun af samkvæmisleik fjölmiðla um fjölda ráðherrastóla og hverjir séu líklegir til að setjast við ríkisstjórnarborðið og þá í hvaða stól. Samkvæmisleikur af þessu tagi verður hins vegar innihaldslaus takist for- ystumönnum flokkanna ekki að ná saman um málefnin. Samsteypustjórn ólíkra flokka byggist á málamiðlunum. En eðli máls samkvæmt verður stjórnarsáttmáli samsteypustjórnar að taka mið af niðurstöðu kosninga og þingstyrk þeirra flokka sem taka höndum saman í ríkisstjórn. Eftir Óla Björn Kárason » Á meðan forystumenn ríkisstjórnarflokkanna gefa sér nauðsynlegan tíma til að fara yfir málin eykst vanlíðan vinstri smáflokkanna. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Það liggur ekki lífið á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.