Morgunblaðið - 06.10.2021, Page 20

Morgunblaðið - 06.10.2021, Page 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021 50 ÁRA Hafþór Ragnarsson ólst upp í Breiðholti og Kópa- vogi en býr í Reykjavík. Hann er með BA-gráðu í íslensku og MA-gráðu í hagnýtri menning- armiðlun, hvort tveggja frá Háskóla Íslands. Hann er verkefnastjóri hjá Hljóðbóka- safni Íslands. „Ég held meðal annars utan um hverjir lesa bækurnar hjá okkur og er þeim innan hand- ar, en við erum að lesa um 360 bækur á ári. Það er stöðug út- gáfa orðin allt árið og jólabóka- flóðið er alltaf að minnka. Útgáfan er því farin að dreifast yfir allt árið, sem er til mikilla bóta, held ég, fyrir alla.“ Áhugamál Hafþórs eru íþróttir, tónlist og bókmenntir. Hann hefur fengist við tónlist gegnum tíðina, var í hljómsveitinni Sonum Raspútíns og hefur sent frá sér lög og einnig skrifað texta fyrir aðra. Hafþór er einnig félagi í Karlakór Reykjavíkur. Hann sendi frá sér ljóðabókina Orðin tóm árið 1998. „Svo missti ég skáldagáfuna og titla mig því fv. skáld í símaskránni.“ Í tilefni stórafmælisins er að koma út plata með honum og Haraldi Gunnlaugssyni sem varð fimmtugur á mánudaginn og fyrsta lagið, Inside, kemur út á Spotify í næstu viku. Hafþór spilar fótbolta einu sinni í viku, en hann æfði á yngri árum með ÍK og er harður Tottenham-aðdáandi. „Ég þekki því mótlæti. Ég spila líka bad- minton og hef gert það í 6-7 ár. Það er miklu minni brennsla en í fótboltanum en er mjög skemmtilegt og reynir á útsjónarsemina.“ Stórafmælinu verður fagnað með því að vera í bústað í Borgarfirði í tvo daga og svo verður afmælisveisla með fjölskyldunni um helgina. FJÖLSKYLDA Eiginkona Hafþórs er Arnfríður Inga Arnmundsdóttir, f. 1976, sagnfræðingur og starfar í utanríkisráðuneytinu. Börn: Perla, f. 1993, Bjartur, f. 1995, Freyja, f. 2000, og Aðalheiður, f. 2009. Barnabarn: Salka, f. 2017, dóttir Perlu. Foreldrar: Ragnar Ingibergsson, f. 1945, fv. stýrimaður, og Dagbjört Árnadóttir, f. 1949, fv. leikskólastarfsmaður. Þau eru búsett í Kópavogi. Hafþór Ragnarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er ákaflega þýðingarmikið að þú sért sveigjanlegur og bregðist rétt við þeim nýjungum, sem þér verða kynntar á næstu dögum. Áætlanir sem þú gerir munu ganga upp. 20. apríl - 20. maí + Naut Ekki vera viss um að þú hafir allar upplýsingar í dag. Taktu hlutunum samt með ró og kláraðu það sem skiptir máli. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Gefðu öðrum tækifæri og svo geturðu vegið og metið það sem þeir segja og tekið ákvörðun í erfiðu máli. Jafnaðu ágreining þinn við gamlan vin. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Gleymdu ekki að tjá tilfinningar þínar í garð þeirra, sem standa þér nærri. Láttu ekki undan lönguninni til þess að slá um þig, þótt sterk sé. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Reyndu að hrista svolítið upp í hvers- dagsleikanum og gera eitthvað óvenjulegt í dag. Notaðu daginn til þess að reyna fyrir þér sem byrjandi á einhverju sviði. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Verið hrein og bein í samskiptum í dag. Láttu ekki hugleiðingar um framtíðina skemma fyrir þér nútíðina. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er mikil neikvæðni í loftinu í dag og líklegt að hún hafi áhrif á þig eins og aðra. Þú þarft að hafa augun hjá þér svo áætlun þín fari ekki öll úr skorðum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Skelltu ekki skollaeyrum við aðvörunum annarra þótt þér finnist þú sigla lygnan sjó. Miklar breytingar eru fram undan í lífi þínu á næstu vikum. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þetta er ekki góður dagur til þess að sinna fjármálunum. Ekki gera ráð fyrir því að þú vitir hvað einhver annar vill. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú hikar við að fjárfesta í ein- hverju í dag. Það getur reynst nauðsynlegt að koma að málum úr ólíkum áttum og er lykillinn að því að skilja þau. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Fátt er betra en góðir vinir en farðu varlega í að ráðleggja þeim í við- kvæmum málum. Ný sambönd eiga eftir að skila þér gróða og gleði. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú ert í raun að bíða eftir að hlut- irnair komi í ljós á eigin hraða. Gefstu ekki upp því fyrr eða síðar stendur þú með pálmann í höndunum. Contemporary Art Chicago, en það var hluti af MA-náminu. „Við litla fjöl- skyldan nutum verunnar í Chicago sem er stórkostlega falleg borg með spennandi söfnum og frábæru mann- lífi.“ Árið 2008 varð Ólöf forstöðumað- ur Hafnarborgar. „Það var við upphaf efnahagshruns sem hafði mikil áhrif á allan opinberan rekstur. Það var því áskorun að takast á við að móta stefnu, endurnýja áhuga bæjarbúa á safninu og marka því sterkari sess í íslensku menningarlífi.“ Frá 2015 hefur Ólöf verið forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur, en þar undir heyra Kjarvalsstaðir, Hafnar- hús og Ásmundarsafn. „Ég er í krefj- andi og skemmtilegu starfi, nýt þess að vinna með góðu fólki og sjá safnið á margan hátt blómstra. Það sem snýr að almenningi eru sýningarnar og miðlun þeirra en við fáumst við svo margt annað. Varðveisla listaverk- anna er eilíf áskorun en nú blasir við okkur að flytja hluta safnkostsins í Ó löf Kristín Sigurðardóttir fæddist 6. október 1961 í Reykjavík og ólst upp við Ægisíðuna í húsi sem móðir hennar og móður- systir byggðu á 6. áratugnum. „Vest- urbærinn var þá uppbyggður en enn var á svæðinu nokkurt húsdýrahald og róið úr hverri vör. Meðfram sjón- um voru margar byggingar sem til- heyrðu atvinnuvegum fyrri tíma á þessum slóðum. Í Grímsstaðavör voru hænur og gæsir, á Þormóðsstöðum voru hross og fé og síðan var tilfall- andi búskapur krakkanna í hverfinu s.s. kanínurækt í gömlum skotbyrgj- um frá stríðsárunum. Þetta var líflegt svæði og margt sem krakkar bjástr- uðu við, fjaran hafði mikið aðdráttar- afl, túnin og hvannarbreiður voru æv- intýraheimur. Nú er flest farið en nokkur gömul íbúðarhús eru eftir, þar á meðal Garðarnir þar sem ég bý og móðir mín ólst upp.“ Ólöf gekk í Melaskóla, Hagaskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1982. „Síðan lá leiðin til Ítalíu þar sem ég dvaldi einn vetur, kom heim, fór í Tækniskólann og HÍ og vann við ýmis störf lengst á arki- tektastofu Jóns Haraldssonar. Þá lá leiðin í Myndlista- og handíðaskólann þaðan sem ég lauk námi 1985-1989. Við hjónin lukum bæði námi þetta vor og fljótlega lá leiðin til Akureyrar þar sem maðurinn minn starfaði fyrir Leikfélag Akureyrar með hléum til 1995. Á þessum tíma var ég myndlist- armaður, var með vinnustofu, sýndi nokkuð og sinnti ýmsum verkefnum s.s. fyrir Leikfélag Akureyrar.“ Ólöf var einnig framkvæmdastjóri Lista- sumars á Akureyri 1994-95. Fjölskyldan flutti 1995 aftur suður og var Ólöf menningarfulltrúi í Gerðu- bergi 1995-1997 og deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur 1997-2008. Þar var hún deildarstjóri fræðslu- deildar og sýningarstjóri, m.a. á yfir- litssýningu Eggerts Péturssonar 2007, en hún var valin sýning ársins. Á þessum tíma fór Ólöf út í nám sem Fulbright-styrkþegi og lauk MA- gráðu í menningarstjórnun og sýning- argerð frá School of the Art Institute of Chicago 2003 og var sama ár að- stoðarsýningarstjóri í Museum of betra húsnæði og svo vorum við að auglýsa rannsóknastöðu þar sem við viljum beina sjónum að stöðu kvenna í listasögunni.“ Ólöf er ekki hætt að sinna sýningarstjórnun og er t.d. sýn- ingarstjóri á sýningu Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur sem var opnuð um síðustu helgi á Kjarvalsstöðum. „Undanfarið höfum við í Listasafni Reykjavíkur verið með áherslu á að sýna verk Kjarvals, Ásmundar og Errós í samtali við samtímann, þ.e. stilla upp verkum þeirra við hliðina á verkum samtímalistamanna og á næsta ári verðum við með mjög stóra Erró-sýningu en þá verður hann ní- ræður. Það eru mörg tækifæri fólgin í því að reka safn eins og Listasasfn Reykjavíkur þar sem hægt er að sýna bæði söguna og samtímann.“ Ólöf hefur sinnt ýmsum trúnaðar- störfum á sviði myndlistar og verið t.d. í myndlistarráði og stjórn Kynningar- miðstöðvar íslenskrar myndlistar. „Áhugamálin eru myndlist, það er Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur – 60 ára Fjölskyldan Ólöf, Sigurþór og börn fyrir framan ættaróðalið á Görðum við Skerjafjörð. Gefandi að sjá safnið blómstra Forstöðumaðurinn Ólöf stödd í Hafnarhúsinu. Til hamingju með daginn - stærsti fjölmiðill landsins* 68,3%* landsmanna notuðumbl.is daglega Fjöldi notenda + mikill fjöldi flettinga = skilar árangri * G a ll u p M e d ia m ix Q 2 2 0 2 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.