Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021
Meistaradeild kvenna
C-RIÐILL:
Hoffenheim – Köge .................................. 5:0
Barcelona – Arsenal................................. 4:1
Staðan:
Hoffenheim 3, Barcelona 3, Arsenal 0,
Köge 0.
D-RIÐILL:
Häcken – Lyon ......................................... 0:3
- Diljá Ýr Zomers kom inn á hjá Häcken á
85. mínútu.
- Sara Björk Gunnarsdóttir hjá Lyon er í
barneignarfríi.
SL Benfica – Bayern München .............. 0:0
- Cloé Lacasse lék allan leikinn með Ben-
fica.
- Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Bayern og Karólína Lea Vil-
hjálmsdóttir var á bekknum allan tímann.
Staðan:
Lyon 3, Bayern München 1, SL Benfica 1,
Häcken 0.
England
Bikarkeppni neðri deilda:
Hartlepool – Morecambe ............... (2:2) 6:4
- Jökull Andrésson varði mark More-
cambe sem tapaði 4:2 í vítaspyrnukeppni.
Katar
Deildabikarinn, B-riðill:
Al-Khor – Al-Arabi.................................. 0:0
- Aron Einar Gunnarsson lék fyrri hálf-
leikinn með Al-Arabi sem er með tvö stig
eftir tvo leiki í riðlinum.
>;(//24)3;(
Olísdeild karla
Haukar – Selfoss .................................. 31:22
Staðan:
Haukar 3 2 1 0 86:75 5
KA 2 2 0 0 51:43 4
ÍBV 2 2 0 0 56:52 4
Fram 2 1 0 1 56:52 2
Selfoss 3 1 0 2 72:83 2
Stjarnan 1 1 0 0 36:35 2
Valur 1 1 0 0 22:21 2
FH 3 1 0 2 73:75 2
Afturelding 2 0 1 1 61:62 1
HK 1 0 0 1 25:28 0
Grótta 2 0 0 2 43:47 0
Víkingur 2 0 0 2 45:53 0
Heimsbikar félagsliða
Leikið í Sádi-Arabíu:
1. umferð:
Magdeburg – Sydney University ...... 32:20
- Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt
mark fyrir Magdeburg en Ómar Ingi
Magnússon lék ekki með liðinu.
Al-Wehda – San Francisco .................. 29:20
Í 8-liða úrslitum í dag mætast:
Al Duhail – Magdeburg
Al Noor – Pinheiros
Aalborg – Al-Wehda
Barcelona – Zamalek
Svíþjóð
Önnered – Guif .................................... 26:33
- Daníel Freyr Ágústsson varði 10 skot í
marki Guif, 32%, og skoraði 2 mörk. Aron
Dagur Pálsson lék ekki með liðinu.
Skövde – IFK Ystad ............................ 31:24
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 3
mörk fyrir Skövde.
Þýskaland
Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
Leipzig – RN Löwen ........................... 24:31
- Ýmir Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen.
Dormagen – Lemgo ............................ 28:31
- Bjarki Már Elísson skoraði 16 mörk fyr-
ir Lemgo.
Varel Altjurden – Bergischer............ 18:36
- Arnór Þór Gunnarsson skoraði 2 mörk
fyrir Bergischer.
Rimpar – Stuttgart.............................. 26:34
- Andri Már Rúnarsson skoraði 5 mörk
fyrir Stuttgart en Viggó Kristjánsson er
meiddur.
Frakkland
Deildabikarinn, 16-liða úrslit:
Limoges – Aix ...................................... 34:36
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 4
mörk fyrir Aix.
E(;R&:=/D
Spánn
Barcelona – Zaragoza......................... 76:63
- Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig
fyrir Zaragoza og tók 3 fráköst en hann lék
í tæpar 14 mínútur.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Meistaradeild kvenna:
Kópavogsvöllur: Breiðablik – París SG... 19
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Dalhús: Fjölnir – Breiðablik................ 18.15
Blue-höllin: Keflavík – Skallagrímur.. 19.15
HS Orkuhöllin: Grindavík – Valur ...... 19.15
Ásvellir: Haukar – Njarðvík................ 20.15
Í KVÖLD!
KÖRFUBOLTI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik,
Subway-deildin eins og hún mun
heita í vetur, hefst með heilli umferð
í kvöld. Á kynningarfundi Körfu-
knattleikssambands Íslands, KKÍ, í
gær voru spár bæði fjölmiðla og fé-
laganna átta sem deildin sam-
anstendur af kunngjörðar. Í báðum
þeirra er Haukum spáð efsta sætinu
á meðan Íslandsmeisturum Vals,
sem unnu Hauka 3:0 í úrslitaeinvígi
liðanna á síðasta tímabili, er spáð
öðru sæti.
„Tímabilið leggst bara ótrúlega
vel í okkur. Við erum mjög spenntar
að byrja. Við erum reyndar að glíma
við töluverð meiðsli og veikindi sem
hafa háð okkur aðeins á undirbún-
ingstímabilinu og í síðustu leikjum á
móti Haukum. En við erum spennt-
ar þrátt fyrir það, þetta er allt að
púslast saman og komast á rétt ról,
sagði Hallveig Jónsdóttir, leikmaður
Vals, í samtali við Morgunblaðið.
Hún sagði það ekki koma á óvart
að Valsliðinu væri spáð öðru sæti
þetta tímabilið. „Nei það væri skrítið
ef það kæmi á óvart. Við erum nátt-
úrlega búnar að tapa núna í tvígang
fyrir Haukaliðinu. Þær eru með gíf-
urlega sterkt lið og auðvitað komnar
með Helenu [Sverrisdóttur] um borð
hjá sér. Þannig að þetta kemur ekki
neitt á óvart og er líklega eins og ég
hefði raðað þessu sjálf núna. En að
sjálfsögðu set ég mig og okkur í Val í
efsta sæti og við stefnum að sjálf-
sögðu á titilinn.“
Alveg jafn sterkar og Haukar
Líkt og Hallveig bendir á hefur
Valur í tvígang á skömmum tíma lot-
ið í lægra haldi gegn Haukum. Fyrst
í undanúrslitum bikarkeppninnar,
sem Haukar unnu svo eftir sigur
gegn Fjölni, og svo í leiknum um
meistara meistaranna, þar sem
Haukar höfðu betur í uppgjöri bik-
armeistaranna og Íslandsmeist-
aranna. Áðurnefnd Helena gekk til
liðs við Hauka frá Val fyrir tímabilið
og eru jákvæð áhrif hennar á upp-
eldisfélagið bersýnileg enda tveir
titlar og Evrópusæti þegar komið í
hús.
En hvað þarf Valur að gera til
þess að skáka Haukum og verja Ís-
landsmeistaratitil sinn á tímabilinu?
„Í fyrsta lagi þurfum við að fá allt
liðið okkar heilt og saman svo við
getum virkilega byrjað að æfa með
sterkasta liðið okkar. Þá hef ég fulla
trú á því að við séum með alveg jafn
sterkt lið og Haukar. Ætli við mun-
um ekki mæta Haukaliðinu ansi oft í
vetur,“ sagði Hallveig.
Spurð hvort Haukar og Valur
væru einfaldlega að stinga af hvað
gæði varðar í deildinni sagðist hún
ekki telja svo vera. „Nei, mér finnst
deildin vera kannski svolítið tvískipt,
efri liðin og neðri liðin. Mér finnst
mörg lið geta verið að slást um efstu
fjögur sætin og það verður vonandi
mikil samkeppni og mikið gaman,“
sagði Hallveig að lokum í samtali við
Morgunblaðið.
Ætlum að
verja titilinn
- Haukum spáð efsta sætinu - Von
á harðri rimmu milli Vals og Hauka
Morgunblaðið/Unnur Karen
Barátta Hallveig Jónsdóttir á von á hörðum slag við Hauka í vetur en
Íslandsmeistararnir hafa tapað tvisvar fyrir þeim í haust.
Fjölmiðlar spá Keflavík sigri í úr-
valsdeild karla í körfuknattleik,
Subway-deildinni, í vetur en félögin
spá Njarðvík sigri. Báðir aðilar eru
sammála um að grannliðin verði í
tveimur efstu sætunum en spáin var
birt á kynningarfundi deildarinnar
í gær. Þá er Breiðabliki og Vestra
spáð falli af báðum aðilum en röðin
er breytileg á liðunum að öðru
leyti. Íslandsmeisturum Þórs í Þor-
lákshöfn er spáð erfiðu gengi,
sjötta og áttunda sæti, en Tinda-
stóll, Valur og Stjarnan þykja lík-
legust í þriðja til fimmta sæti.
Einvígi Suður-
nesjaliðanna?
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sterkir Logi Gunnarsson og félagar
í Njarðvík mæta öflugir til leiks.
Elísa Elíasdóttir úr ÍBV, sem er að-
eins 17 ára gömul, og Berglind Þor-
steinsdóttir úr HK leika á morgun
sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland
mætir Svíþjóð í Eskilstuna í undan-
keppni Evrópumóts kvenna í hand-
knattleik. Þær eru í sextán manna
hópnum sem Arnar Pétursson þjálf-
ari fór með til Svíþjóðar í gærmorg-
un. Af þeim nítján leikmönnum sem
skipa æfingahópinn urðu Aldís
Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guð-
mundsdóttir úr KA/Þór og Saga Sif
Gísladóttir markvörður úr Val eftir
heima.
Tvær spila fyrsta
landsleikinn
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Nýliði Elísa Elíasdóttir er 17 ára
gömul og leikur með ÍBV.
Haukar eru áfram ósigraðir í úr-
valsdeild karla í handknattleik, Ol-
ísdeildinni, eftir mjög öruggan sig-
ur á Selfyssingum í gærkvöld,
31:22, á Ásvöllum. Leikurinn til-
heyrir fjórðu umferð deildarinnar
en var flýtt vegna Evrópuleikja
beggja liðanna um aðra helgi.
Leikurinn var jafn framan af og
staðan var 9:8 um miðjan fyrri hálf-
leik. Þá gerðu Haukar sex mörk í
röð, komust í 15:8, og staðan var
16:10 í hálfleik.
Selfyssingar minnkuðu muninn í
18:15 og 20.16, en eftir það sigu
Haukarnir fram úr á ný og voru
komnir tíu mörkum yfir, 28:18, þeg-
ar tíu mínútur voru til leiksloka.
Lokamínúturnar voru því forms-
atriði og lokatölur urðu 31:22.
Stefán Rafn Sigurmannsson og
Darri Aronsson skoruðu fimm
mörk hvor fyrir Hauka og Aron
Rafn Eðvarðsson varði fimmtán
skot í marki þeirra.
Ragnar Jóhannsson skoraði átta
mörk fyrir Selfyssinga og Einar
Sverrisson fjögur.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Átök Haukamaðurinn Ólafur Ægir Ólafsson stöðvar Selfyssinginn Einar
Sverrisson í leik liðanna á Ásvöllum í gærkvöld.
Haukarnir sannfærandi
Haukar verða með sterkasta liðið í
úrvalsdeild kvenna í körfubolta,
sem nú heitir Subway-deildin, ef
spár félaga og fjölmiðla ganga eft-
ir. Fyrsta umferð er leikin í kvöld.
Samkvæmt spá fjölmiðla sem
birt var á kynningarfundi KKÍ í gær
verður röðin þessi í deildinni: 1)
Haukar, 2) Valur, 3) Fjölnir, 4)
Keflavík, 5) Breiðablik, 6) Njarð-
vík, 7) Grindavík, 8) Skallagrímur.
_ Spá félaganna er alveg eins
nema sætum Breiðabliks og Njarð-
víkur er víxlað.
Haukum er spáð toppsætinu
FYRSTA UMFERÐIN HJÁ KONUNUM Í KVÖLD
Diljá Ýr Zomers varð í gær fyrsta ís-
lenska konan til að spila í riðla-
keppni Meistaradeildar kvenna í fót-
bolta.
Hún lék þá lokamínúturnar með
sænska liðinu Häcken þegar það tók
á móti franska stórliðinu Lyon á
Hisingen-leikvanginum í Gautaborg.
Häcken átti þar við ofurefli að etja
en Lyon vann 3:0 og tryggði sig-
urinn með tveimur mörkum í byrjun
síðari hálfleiks. Sara Björk Gunn-
arsdóttir er að sjálfsögðu fjarri góðu
gamni hjá Lyon um þessar mundir
en hún er í barneignarfríi.
Síðar í gærkvöld mættust síðan
tvær aðrar íslenskar knattspyrnu-
konur í Lissabon þegar SL Benfica
fékk Bayern München í heimsókn.
Benfica náði þar
óvæntu marka-
lausu jafntefli
gegn stórliðinu
en Cloé Lacasse
var í framlínu
Benfica allan tím-
ann, sem og Gló-
dís Perla Viggós-
dóttir í vörn
Bayern. Karólína
Lea Vilhjálms-
dóttir var varamaður hjá Bayern og
kom ekki við sögu.
Riðlakeppni er nú leikin í Meist-
aradeild kvenna í fyrsta skipti en
Breiðablik mætir einmitt París SG í
keppninni í kvöld eins og fjallað er
um á næstu síðu.
Diljá fyrst Íslend-
inga í riðlakeppninni
- Bayern tapaði stigum í Lissabon
Diljá Ýr
Zomers