Morgunblaðið - 06.10.2021, Side 23

Morgunblaðið - 06.10.2021, Side 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021 _ Handknattleiksmarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson kom mikið við sögu í gærkvöld þegar lið hans Guif frá Eskilstuna vann góðan útisigur á Önnered, 33:26, í sænsku úrvalsdeild- inni. Daníel var með 32 prósent mark- vörslu, varði 10 skot af 31, og síðan gerði hann sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk fyrir lið sitt. Guif er í fimmta sæti deildarinnar eftir fimm umferðir. _ Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg lék langþráðan leik í gær- kvöld en hún kom þá inn á sem vara- maður með franska liðinu Lyon gegn Häcken í Meistaradeild kvenna í Gautaborg. Þetta var fyrsti leikur hennar í rúma 20 mánuði, eða síðan hún sleit krossband í hné í janúar á síðasta ári. Hegerberg er einn mesti markaskorari í sögu Evrópufótboltans og hefur m.a. skorað 220 mörk í 183 mótsleikjum fyrir Lyon. _ Viggó Kristjánsson, landsliðs- maður í handknattleik, er orðaður við sitt gamla félag Leipzig en á In- stagram-aðganginum Handball Leaks er fullyrt að hann snúi aftur þangað á næsta ári. Viggó leikur nú með Stutt- gart og var í hópi markahæstu leik- manna þýsku deildarinnar á síðasta tímabili en hann hefur ekkert spilað það sem af er þessu tímabili vegna fingurbrots. _ Knattspyrnumaðurinn Aron Jó- hannsson gæti snúið aftur til Íslands í vetur eftir ellefu ár í atvinnumennsku. Fotbolti.net sagði í gær að samkvæmt heimildum hefði hann þegar fundað með Val og Breiðabliki um mögulegan samning. Aron er samningslaus en hann fékk sig lausan undan samningi hjá Lech Poznan í Póllandi í síðasta mánuði eftir að hafa orðið fyrir meiðslum sem komu í veg fyrir að hann gæti spilað þar fyrstu vikurnar á nýju tímabili. Aron lék með Fjölni áður en hann fór utan haustið 2010 og hef- ur leikið í Danmörku, Hollandi, Þýska- landi og Svíþjóð, auk Póllands. _ Tveir af leikmönnum Íslandsmeist- ara Víkings eru á leið í landsleiki, Pablo Punyed með landsliði El Salva- dor og Kwame Quee með landsliði Síerra Leóne. El Salvador mætir Pa- nama, Kostaríku og Mexíkó 7., 10. og 13. október í undankeppni HM en Síerra Leóne spilar vináttuleiki. Bikar- úrslitaleikur Víkings og ÍA fer fram 16. október þannig að Pablo fær ekki mikla hvíld, auk langs ferðalags til Ís- lands á ný. _ Jón Guðni Fjóluson, landsliðs- maður í knattspyrnu, er með slitið krossband í hné eftir að hann meiddist í leik með Hammarby gegn Norrköping um síðustu helgi. Ljóst er að hann spilar ekki aftur fyrr en komið verður nokkuð fram á árið 2022. Jón Guðni kom til Hammarby í janúar á þessu ári eftir að hafa lokið síðasta tímabili á undan með Brann í Noregi en hann skrifaði þá undir þriggja ára samning við sænska félagið. Jón Guðni var í byrjunarliði Íslands í síðasta leik í undankeppni HM, gegn Þýska- landi, og var upphaflega í hópnum fyrir leikina gegn Armeníu og Liech- ten- stein. Eitt ogannað MEISTARADEILD Víðir Sigurðsson vs@mbl.is París Saint-Germain, andstæðingur Breiðabliks á Kópavogsvellinum í kvöld þegar liðin eigast við í fyrstu umferð nýrrar riðlakeppni í Meist- aradeild kvenna í fótbolta, er eitt allra sterkasta lið Evrópu og eitt þeirra sem setur stefnuna á sigur í keppninni á þessu tímabili. Blikar kannast ágætlega við lið PSG eftir að hafa mætt því í 16-liða úrslitum í sömu keppni fyrir tveimur árum. Þá unnu Frakkarnir 4:0 á Kópavogsvelli og síðan 3:1 í París eftir að Berglind Björg Þorvalds- dóttir skoraði þar óvænt jöfn- unarmark. Helsta breytingin á liði PSG er sú að Formiga, sem lék 41 árs gömul gegn Blikum fyrir tveimur árum, er farin heim til Brasilíu en spilar þó þar enn þá. Þá er sænska landsliðs- konan Hanna Glas farin til Bayern München. Í staðinn hefur PSG hins vegar fengið hina svissnesku Ramonu Bachmann frá Chelsea en hún hefur gert íslenska landsliðinu nokkrar skráveifur í landsleikjum með Sviss. Þá er sænski landsliðsmiðvörðurinn Amanda Ilestedt komin til Par- ísarliðsins frá Bayern. Í framlínu PSG eru frönsku lands- liðskonurnar Marie-Antoinette Ka- toto og Kadidiatou Diani sem báðar skoruðu gegn Breiðabliki fyrir tveimur árum. Það sem líka hefur breyst frá haustinu 2019 er að PSG rauf síðasta vetur einveldi Lyon í frönsku 1. deildinni og varð meistari í fyrsta skipti, eftir að hafa verið áskrifandi að silfurverðlaunum um árabil. PSG kannast líka við silfurpeninga úr Meistaradeildinni því félagið hefur þar tapað tveimur úrslitaleikjum, ár- in 2015 og 2017. PSG gerði Lyon aðra skráveifu síðasta vetur með því að vinna einvígi liðanna í átta liða úr- slitum Meistaradeildarinnar. PSG tapaði hins vegar 2:3 samanlagt fyrir Barcelona, verðandi meisturum, í undanúrslitum keppninnar. Reiknað er með að PSG vinni þennan B-riðil Meistaradeildarinnar af miklu öryggi en barátta Real Ma- drid, Breiðabliks og Zhytlobud Kharkiv frá Úkraínu um annað sæt- ið gæti orðið tvísýn. Spænska stór- veldið, sem er nýbúið að stofna kvennalið, er þó búið að sanka að sér það sterkum leikmönnum að það er eflaust líklegast til að fylgja PSG áfram í átta liða úrslitin. En þetta er fyrsta umferðin af sex í B-riðlinum og í hinum leiknum mætast Zhytlobud og Real Madrid í Kharkiv. Breiðablik sækir síðan Real Madrid heim næsta miðviku- dag og þannig heldur þetta áfram allt til 16. desember þegar riðla- keppninni lýkur. Kópavogsvöllur er vettvangur fyrir sannkallaðan stór- viðburð í kvöld. Ætla sér sigur í keppninni - Frönsku meistararnir með firna- sterkt lið gegn Blikum á Kópavogsvelli Morgunblaðið/Unnur Karen PSG Sænska landsliðskonan Amanda Ilestedt fremst í flokki á æfingu franska meistaraliðsins á Kópavogsvellinum í gær. Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik skoraði sextán mörk í gærkvöld þegar lið hans Lemgo vann Dormagen, 31:28, í þýsku bik- arkeppninni. Þar af skoraði Bjarki ellefu af sextán mörkum Lemgo í fyrri hálfleiknum og aðeins tvö markanna komu af vítalínunni. Þrátt fyrir framlag Bjarka var leik- urinn hnífjafn allan tímann og Lemgo náði ekki að hrista B- deildarliðið af sér fyrr en á loka- mínútum leiksins. Lemgo er ríkjandi bikarmeistari og er nú komið í sextán liða úrslit. Bjarki skoraði sextán mörk Morgunblaðið/Unnur Karen Sextán Bjarki Már Elísson var óstöðvandi í Dormagen í gær. Björn Sigurbjörnsson var í gær ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss til næstu þriggja ára og tekur hann við af Alfreð Elíasi Jóhannssyni sem hefur stýrt liðinu í fimm ár. Björn hefur verið aðstoðarþjálfari kvennaliðs Kristianstad í Svíþjóð í tíu ár. Eiginkona hans er landsliðs- konan Sif Atladóttir en Kristian- stad skýrði frá því í gær að hún myndi kveðja félagið eftir yfir- standandi tímabil. Hún er því á leið til Íslands en ekki liggur fyrir hvort hún leiki með Selfossi eða einhverju öðru íslensku liði. Björn á Selfoss og Sif kveður Morgunblaðið/Hari Heimleið Sif Atladóttir hættir hjá Kristianstad eftir ellefu ár þar. Undirbúningur karlalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni heimsmeistaramótsins er í fullum gangi og liðið æfði í Kaplakrika í gær. Tveir af yngstu leikmönnunum, Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson, eru tæpir vegna meiðsla og óvíst að þeir geti tekið þátt í leiknum gegn Armeníu á Laugardalsvellinum á föstudags- kvöldið. Andri Lucas fékk högg á hné í leik með varaliði Real Madrid um síð- ustu helgi en Andri Fannar glímir við meiðsli í nára og hefur misst af þremur síðustu leikjum Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni. Alls eru 25 leikmenn í hópnum og því verða væntanlega ekki gerðar frekari breytingar á honum að sinni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Markverðir Landsliðsmarkverðirnir þrír, Elías Rafn Ólafsson frá Midtjylland í Danmörku, Patrik Sigurður Gunn- arsson frá Viking í Noregi og Rúnar Alex Rúnarsson frá Leuven í Belgíu á æfingu landsliðsins í Kaplakrika í gær. Andrarnir ekki með gegn Armeníu? Arnar Þór Við- arsson, landsliðs- þjálfari karla í knattspyrnu, út- skýrði nánar á fréttamannafundi í gær hvers vegna hann hefði sjálfur tekið þá ákvörðun að velja Aron Einar Gunn- arsson, fyrirliða til langs tíma, ekki í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein. Hann hefði ekki vilj- að að upp kæmi sama staða og mán- uði fyrr þegar fráfarandi stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein Sigþórsson út úr hópnum. Arnar kvaðst hafa rætt við Vöndu Sigurgeirsdóttur, sem þá hafði ekki ennþá verið formlega kjörin formað- ur KSÍ, en hún hefði fyrst og fremst hlustað á það sem hann hefði haft að segja. „Ég lagði spilin á borðið fyrir Vöndu og fór yfir hvernig ég sæi hlutina. Þú þarft ekkert að vinna fyrir NASA til þess að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hóp- inn og Aron Einar,“ sagði Arnar en útskýringar hans á fundinum má sjá í heild sinni á sérvefnum Íslenski boltinn á íþróttavef mbl.is. Lagði spilin á borðið fyrir Vöndu Arnar Þór Viðarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.