Morgunblaðið - 06.10.2021, Síða 25

Morgunblaðið - 06.10.2021, Síða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021 M yndi maður sjá kvik- myndir frá Kostaríku, ef ekki væri fyrir kvik- myndahátíðir á borð við RIFF? Nei, sennilega ekki, nema mögulega ef Bíó Paradís flytti inn eina eða tvær slíkar. Og út á það ganga hátíðir á borð við RIFF að miklu leyti; að fara og sjá það sem al- mennt er ekki hægt að sjá í íslenskum bíóum, skyggnast inn í aðra menning- arheima og sjá þetta listform, kvik- myndina, í víðara samhengi. Clara sola er í hinum svokallaða Vitrana-flokki en í honum eru þær kvikmyndir sem keppa um aðalverð- laun hátíðarinnar, Gullna lundann, og ættu því allar að vera þess virði að sjá, átta talsins. „Vel gerðar fram- sæknar myndir sem oft ögra við- teknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar,“ svo vitnað sé í tilkynningu um flokkinn. Clara Sola, sem í íslenskri þýðingu heitir Alein, segir af Clöru nokkurri, fertugri konu sem býr úti í skógi vax- inni sveit í Kostaríku með fjölskyldu sinni og er talin búa yfir náðargáfu. Hún á að geta læknað sjúka og vera skyggn, eins og sést glöggt í upphafi myndar þegar guðhrædd móðir hennar stýrir samkomu þorpsbúa sem bíða þess að æðri máttur bæn- heyri þá í gegnum Clöru. Clara gengur ekki heil til skógar, hvorki andlega né líkamlega. Hún er með skakkan hrygg og þarf nauðsyn- lega að komast í aðgerð en móðir hennar leyfir það ekki þó svo það myndi losa Clöru undan stöðugum sársauka. Hún segir guð hafa skapað Clöru með þessum hætti og því sköpunarverki megi ekki breyta. Og án sársaukans mun Clara mögulega missa krafta sína, að talið er. Þá er Clara með skertan þroska, lítt fær í mannlegum samskiptum og virðist eiga auðveldara með að tengjast dýr- um en mönnum. Þannig er sjónum áhorfandans ítrekað beint að lífrík- inu eins og Clara sér það. Alls konar skordýr, plöntur, skrautfiskar og glitrandi kóngulóarvefir eru meðal þess sem ber fyrir augu í heitum lit- um og fallegri myndatöku Sophie Winqvist Loggins og besti vinur Clöru, hvíta merin Yuca. Clara er sannkallað barn náttúrunnar en spurningin er hvort hún búi yfir þeim mætti sem fólk telur hana búa yfir. Þegar ungur og karlmannlegur vinnumaður, Santiago, hefur störf á bænum verður Clara hugfangin af honum en frænka hennar á tánings- aldri, María, rennir líka til hans hýru auga. Clara og María daðra báðar við vinnumanninn en með ólíkum hætti, önnur að verða 15 ára en heldur að hún sé fullorðin og hin fertug en hag- ar sér að flestu leyti eins og barn. Fimmtán ára afmæli Maríu nálgast en slík afmæli sem þykja mikil tíma- mót hjá ungum stúlkum í Kostaríku og vegleg veisla er undirbúin að þar- lendum sið. Þetta er falleg mynd, bæði að útliti og innihaldi og merkilegt, í ljósi gæð- anna, að þetta sé fyrsta kvikmynd Mesén í fullri lengd en hún er fædd árið 1988. Þá er ekki síður athyglis- vert að þetta sé fyrsta kvikmynda- hlutverk Wendy Chinchilla Araya, sem leikur Clöru, en hún er dansari og leikur hér af miklu öryggi. Hlut- verk Clöru er krefjandi að mörgu leyti, skapsveiflur miklar í stöku at- riðum og innri barátta og sársauki sýnileg í svip Arayu. Aðrir leikarar eru sannfærandi í hlutverkum sínum og ekki síst þegar litið er til þess að enginn þeirra er lærður í faginu. Clara sola líður hægt áfram, stundum fullhægt og hefði gjarnan mátt slá í klárinn af og til. Þegar líð- ur að afmælisveislu Maríu magnast þó upp ákveðin spenna og mörk hins náttúrulega og yfirnáttúrulega verða óskýr. Endirinn fannst mér skrítinn í ljósi þess sem á undan var gengið og get ég ekki farið nánar út í þá sálma án þess að spilla fyrir þeim sem vilja sjá myndina. Clara sola, eða Alein, er samt sem áður áhugaverð kvikmynd sem kem- ur manni á óvart. Barn náttúrunnar Stórgóð Wendy Chinchilla Araya í hlutverki Clöru. Araya er dansari og túlkar aðalpersónuna bráðvel. Bíó Paradís og RIFF Heima Alein/ Clara Sola bbbmn Leikstjórn: Nathalie Álvarez Mesén. Handrit: Maria Camila Arias og Nathalie Álvarez Mesén. Aðalleikarar: Daniel Castañeda Rincón, Wendy Chinchilla Araya og Ana Julia Porras Espinoza. Belgía, Kostaríka og Þýskaland, 2020. 108 mín. Sýnd á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík, RIFF. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Tónleikaröðin „Bleikur októ- ber“ hefst í Bú- staðakirkju í dag með hádegistón- leikum kl. 12.05. Fram koma ten- órsöngvarinn Kolbeinn Jón Ketilsson og Jón- as Þórir kantor kirkjunnar sem leikur á flygilinn. Í tilkynningu segir að á efnisskránni verði skemmtileg tenórlög, íslensk og er- lend. Kolbeinn Jón er að góðu kunnur og hefur átt farsælan feril í óperu- húsum erlendis auk þess að hafa komið margoft fram í Íslensku óp- erunni. Kolbeinn Jón býr í Noregi en kemur reglulega fram á ís- lensku tónleikasviði, samhliða því að syngja víða um lönd, ekki síst á Norðurlöndum. Hann nam við Nýja tónlistarskólann og við Tónlistar- háskólann í Vín. Á eftir tónleikunum verður boðið upp á hressingu og tekið á móti framlögum til styrktar Ljósinu. Kolbeinn og Jónas Þórir koma fram Kolbeinn Jón Ketilsson „Samræða um það hvernig virkja megi sköp- unarkraftinn“ er yfirskrift erindis Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur sem er undir hatti „Menningar á miðvikudög- um“ í Bókasafni Kópavogs kl. 12.15 í dag. Lóa Hlín ræðir um hug- myndavinnu, barnabókaskrif, myndasögugerð, jákvæð áhrif sjón- varpsgláps og fleira sem örvað get- ur sköpunargleðina. Lóa Hlín er myndasöguhöfundur, rithöfundur, teiknari, tónlistar- maður og meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast. Hún er kunn fyrir myndasögur sínar sem birtast aðal- lega sem einn rammi og fjalla um hversdagsleikann. Hróður hennar hefur borist víða en myndasaga hennar um störutilhneigingu Reyk- víkinga birtist í The Guardian 2019. Lóa Hlín fjallar um sköpunarkraftinn Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.