Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 7. O K T Ó B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 235. tölublað . 109. árgangur .
ÁSKORUN AÐ
SÝNA EKKI TIL-
FINNINGAR
VANTAR
KOKKA OG
ÞJÓNA
GAMALDAGS OG
GOTT AKSJÓN Í
LEYNILÖGGU
SKORTUR Á NEMUM 6 HANNES ÞÓR 58TRINE DYRHOLM 54
„Það er eðlilegt að skoða það að fella
biðlistaátak, sem samkomulag hefur
verið um milli Landspítala og heil-
brigðisráðuneytis í nokkur ár, undir
heildarframleiðslu spítalans. Það
yrði þá horft til þeirra skurðaðgerða
sem lengstan biðtíma hafa í dag og
falla undir það átak en eins má skoða
aðra biðlista spítalans,“ sagði í skrif-
legu svari Páls Matthíassonar, for-
stjóra Landspítalans, við spurn-
ingum Morgunblaðsins um nýjan
samning Landspítalans við Sjúkra-
tryggingar Íslands (SÍ) um fram-
leiðslutengda fjármögnun.
SÍ munu hafa ákveðið fjármagn til
umbunargreiðslu umfram fram-
leiðsluáætlun. Með því er inn-
byggður hvati fyrir spítalann að
auka gæði og afköst en einnig til að
fá greitt fyrir aukna eftirspurn eftir
þjónustu. Spítalinn stefnir að því að
auka framleiðslu sína. »6
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn Framleiðslutenging.
Landspít-
alinn vill
auka afköst
Breiðablik varð að lúta í lægra haldi gegn
franska meistaraliðinu París Saint-Germain í
fyrsta leik sínum í B-riðli Meistaradeildar
kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gær-
kvöld. Leiknum lauk með 2:0-sigri Parísar-
kvenna. Breiðablik fékk ágæt marktækifæri í
nokkuð jöfnum leik. Þetta var fyrsti leikur ís-
lensks knattspyrnuliðs í riðlakeppni Meistara-
deildarinnar. »52
Morgunblaðið/Unnur Karen
Góð frammistaða en tap í fyrsta leik
_ Samvinnufélagið Sealaska í eigu
23 þúsund frumbyggja sem tilheyra
þremur þjóðflokkum í Alaska í
Bandaríkjunum hefur fest kaup á
25% í fiskvinnslunni AG-Seafood í
Sandgerði og 60% í sölufélaginu
IceMar ehf. í Reykjanesbæ.
Sealaska segir kaupin hér á landi
lið í að auka áherslu fyrirtækisins á
sölu sjálfbærra afurða í hæsta
gæðaflokki á neytendamarkað.
Aðkoma Sealaska mun styrkja
alla markaðssetningu og dreifingu,
segir Gunnar Örlygsson, fram-
kvæmdastjóri IceMar, og bendir á
að í fyrra hafi bandaríska fyrir-
tækið keypt New England Seafoods
sem rekur meðal annars þrjár verk-
smiðjur í London og Grimsby. »28
Frumbyggjar kaupa í
fiskvinnslu og sölu-
félagi á Reykjanesi
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Fyrirtækið Aha.is, netverslun með
heimsendingarþjónustu, hlaut í gær
verðlaun Samtaka atvinnulífsins fyr-
ir framtak ársins á sviði umhverf-
ismála. Maron Kristófersson og
Helgi Már Þórðarson, stofnendur
Aha.is, hafa lagst í miklar tilraunir
með drónaflug og nú er svo komið
að viðskiptavinum býðst að fá mat
sendan heim að húsi með drónum.
Umhverfismálin hafa lengi verið í
forgrunni hjá fyrirtækinu, bílaflot-
inn gengur alfarið fyrir rafmagni og
nú kanna þeir hvaða tækifæri felast
í drónaflugi. Er Aha komið afar
framarlega á heimsvísu í heimsend-
ingum með drónum og hefur verið
að vinna með evrópska loftferðaeft-
irlitinu, Boeing og fleiri aðilum við
að búa til módel um það hvernig
drónaflug geti virkað í Evrópu.
Nú er ferlið orðið nokkuð fullkom-
ið. Nýjustu drónarnir sem Aha fékk
í hendurnar í vor eru alveg sjálf-
stýrðir og geta flogið stystu og
öruggustu leið heim til viðskiptavin-
arins. Fólk sem býr innan ákveðins
svæðis á höfuðborgarsvæðinu getur
nú pantað sendingu með dróna og er
sífellt unnið að því að ná til fleiri
heimila. Drónarnir geta borið send-
ingar sem eru allt að þrjú kíló og
tuttugu lítrar.
Hamborgarar á flugi
- Nýjungar í heimsendingarþjónustu Aha.is - Framtak
ársins á sviði umhverfismála - Framarlega á heimsvísu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framtíðin Drónarnir geta borið
sendingar sem eru allt að þrjú kíló.
MStokkið fram af kletti »14
29
KANARÍ
18. - 29. OKTÓBER
WWW.UU.IS
°
Nautalund ½
Fersk
3.299KR/KG
ÁÐUR: 5.499 KR/KG
Vínberjatvenna
500 g
299KR/PK
ÁÐUR: 598 KR/PK
40%
AFSLÁTTUR
50%
AFSLÁTTUR
TILBOÐ GILDA 7. --10. OKTÓBER
FRÁBÆR TILBOÐ
Í NÆSTU NETTÓ