Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 37
✝
Sigurbjörn
Blöndal Sigur-
björnsson fæddist í
Reykjavík 3. nóv-
ember 1958. Hann
lést hinn 21. sept-
ember 2021 á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja.
Foreldrar hans
voru Ester Snæ-
björnsdóttir,
Reykjavík, f. 7.9.
1923, d. 31.7. 2016, og Sig-
urbjörn Árnason, Vest-
mannaeyjum, f. 6.3. 1920, d.
31.12. 1999. Þau slitu samvistir.
Systkini Sigurbjörns eru Snæ-
björn, f. 2.4. 1947, d. 27.3. 2000;
Hafþór, f. 31.7. 1949; Sigurður,
f. 21.6. 1950; Sigmar, f. 12.9.
1951, d. 29.3. 1972; Ingibjörg, f.
11.9. 1952; Árni, f. 22.11. 1953,
d. 10.3. 1983: Páll, f. 15.4. 1955;
Aðalheiður, f. 2.6. 1956, og Finn-
bogi, f. 22.9. 1957, d. 27.10. 2001.
Hálfsystkini Sig-
urbjörns, samfeðra,
eru Kristín, f. 15.9.
1944, og Svanur, f.
13.2. 1965.
Sigurbjörn var
yngstur tíu systkina
og ólst hann upp í
Gnoðarvogi 24.
Hann gekk í Voga-
skóla og útskrif-
aðist með stúdents-
próf frá Mennta-
skólanum við Sund.
Börn Sigurbjörns eru Ólafur
Ari, f. 10.5. 1981, barnsmóðir
Lilja Sigurðardóttir, f. 12.7.
1960, og Sandra Dögg Ein-
arsdóttir, f. 10.3. 1993, barns-
móðir Elín Magnea Hafsteins-
dóttir, f. 10.9. 1963. Barnabörn
Sigurbjörns eru fjögur.
Útför Sigurbjörns fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 7.
október 2021, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Sigurbjörn, Diddi eins og
hann var alltaf kallaður, var
yngstur af okkur tíu systkinun-
um. Öll fædd á ellefu árum. Við
systkinin vorum mjög samrýnd,
studdum hvert annað og mikill
kærleikur ríkti okkar á milli.
Pabbi flutti af heimilinu þegar
Diddi var aðeins eins árs og
sáum við hann aðeins í örfá
skipti eftir það. Því gerðist það
af sjálfu sér að þau eldri hjálp-
uðu mömmu við uppeldið og
studdu þau yngri. Þar sem ég
var þremur árum eldri en Diddi
kom það í minn hlut að leiðbeina
honum. Við vorum einhuga um
að hjálpa mömmu að reka þetta
stóra heimili. Okkur gekk öllum
mjög vel í skóla og framtíð hóps-
ins virtist björt.
Öll vorum við líkamlega
hraust og sterk. Við spiluðum
flest á einhver hljóðfæri enda
hafði mamma náttúrulega hæfi-
leika á því sviði.
En óveðursskýin tóku að
hrannast upp þegar andleg veik-
indi fóru að stinga sér niður í
hópnum með gríðarlegu niður-
broti og eyðileggingu. Þegar
Diddi greinist rúmlega tvítugur
að aldri, þá höfðu þrír veikst al-
varlega og einn þeirra svipt sig
lífi. Það varð Didda því hræði-
legt áfall að veikjast líka. Hann
var nýbakaður faðir og stefndi í
læknisfræðina þá um haustið og
framtíðin ekkert annað en til-
hlökkun þegar heimurinn ger-
samlega hrundi.
Tveimur árum eftir að Diddi
veiktist féll Árni bróðir okkar
fyrir eigin hendi. Við Diddi, sem
vorum mjög nánir og góðir fé-
lagar, settumst niður við það
áfall og sömdum lög og texta á
heila plötu sem tileinkuð var
bróður okkar nýlátnum. Platan
var eins konar minningargrein
um Árna heitinn, sem átti eitt
lag á plötunni. Heilsu Didda
hrakaði og þunglyndið varð hon-
um ofviða. Hann gerði allt til að
komast út úr myrkrinu, en svo
kaldhæðnislegt sem það kann að
hljóma, þá fann hann í neyslunni
einhvern vonarneista, a.m.k. um
stundarsakir, þar til vítahring-
urinn tók öll völd. Árin liðu og
eyðileggingin hélt áfram; fjórir
voru fallnir, langt fyrir aldur
fram. Diddi náði sér aldrei af
veikindunum. Hann varð því sá
fimmti sem fór alltof fljótt. Ég
sat hjá honum þegar hann skildi
við og reyndi af veikum mætti að
hvísla honum huggunarorð í
eyra.
Jæja elsku Diddi minn. Í dag,
þegar ég fylgi þér síðasta spöl-
inn, syngurðu til hennar Ísa-
bellu.
Í dag ertu engill alheimsins.
Þinn bróðir,
Páll (Palli).
Elsku mágur minn, Diddi, ég
verð að kveðja þig í dag.
Þið bræðurnir voruð afar góð-
ir félagar og eigum við skemmti-
legar minningar saman úr Hafn-
arfirðinum. Þið spiluðu á
gítarinn, hana Ísabellu, og tefld-
uð skák og gátuð spjallað saman
um öll heimsins mál langt fram á
nótt.
Eins og Díana Hilmarsdóttir
skrifaði um þig þá hefur þú lifað
skrautlegu en jafnframt því lífi
sem þú vildir lifa. Munum góðu
stundirnar, elsku Diddi minn, en
þeim fylgja líka erfiðar stundir.
Þetta fallega stef samdir þú
og á vel við, líka í dag.
There will come the time soon
When you’ll be able to hitchhike to
the Moon,
To the Moon
(Brátt mun sá tími koma
að þú getur húkkað far til tunglsins)
Kveðja,
Elfa Dís Austmann.
Núna er elsku Diddi frændi
farinn. Ég man eftir Didda sem
skemmtilegum manni. Það var
alltaf stutt í húmorinn og talaði
hann alltaf svo fallega um börnin
sín tvö. Diddi hafði mikla ánægju
af tónlist og hef ég enn gaman af
því að hlusta á þá bræður syngja
og spila á plötunni Bonjour
Mammon enda hörkugóð lög og
textarnir ekki síðri.
Ég var svo heppin að pabbi
gaf sér tíma til þess að segja
mér frá bræðrum sínum og
systrum og sagði mér hvernig
lífið hefði verið áður en hann
eignaðist fjölskyldu. Ég fékk
þannig að heyra góðu sögurnar
um þau systkinin og ekki síst um
hvað pabbi og Diddi voru góðir
félagar. Pabbi hafði mikla vernd-
artilfinningu gagnvart Didda al-
veg frá því að þeir voru litlir og
vissi ég að pabbi hugsaði mikið
til hans þótt hann hefði kosið
annað líferni.
Ég spurði pabba hvernig
Diddi var sem barn í þeirri von
að púsla því saman hvernig stóð
á því að hann fór þann veg sem
hann gerði. Hann lýsir honum
sem rólegum, þægum dreng sem
vildi allt fyrir alla gera og vildi
gera allt vel og rétt. Í raun al-
gjört draumabarn, enda var
hann alltaf litli strákurinn henn-
ar mömmu sinnar (ömmu Ester-
ar).
Þeir sem þekkja sögu fjöl-
skyldunnar vita að áföllin hafa
verið ófá og í raun erfitt að átta
sig á því hvernig nokkur mann-
eskja kemst heil í gegnum þau.
Það lá ljóst fyrir mér að Diddi
var ungur þegar áföllin byrjuðu
að koma og á þeim tíma var ekki
mikið um hjálp að fá. Hver og
einn fjölskyldumeðlimur hefur
þannig þurft að vinna úr áföll-
unum á sinn eigin hátt og náðu
sumir því betur en aðrir. Diddi
fann sér stað þar sem hann gat
flúið raunveruleikann og tók það
sinn toll.
Nú er Diddi kominn á góðan
og fallegan stað þar sem hann er
að spila á gítarinn með Árna
bróður sínum og sýnir honum
lögin sem þeir sömdu fyrir hann.
Með þeim eru bræður hans
Finnbogi, Sigmar, Snæbjörn og
Ester amma. Þau eru sameinuð
á ný.
Selma Blöndal Pálsdóttir.
Skrýtið fannst mér að sjá það
á Facebook að þú værir látinn og
ég myndi aldrei sjá þig aftur.
Elsku Diddi minn, ég mun sjá
verulega eftir þér og vitandi af
því að rekast ekki á þig í AA-
húsinu í Keflavík eða á röltinu
verða mikil viðbrigði en ég mun
ávallt minnast þín með hlýju og
gleði.
Ég kynntist Didda eins og
hann var kallaður á AA-fundi og
man ég aldrei eftir honum öðru-
vísi en glöðum og hjálpsömum
manni. Ávallt tilbúinn að rétta
fram hjálparhönd í uppvaski og
að vilja vera þátttakandi en erf-
itt var fyrir hann að vera edrú.
Eins og flestallir sem þekkja
þennan sjúkdóm þá er hann mik-
ill skaðvaldur og endar á tvenna
vegu „geðveiki eða dauða“. Þau
skipti sem við hittumst var ég
ávallt tilbúinn að rétta þér hjálp-
arhönd og þó svo að það hafi ver-
ið að lána þér pening fyrir ein-
hverju þá var það engin eftirsjá
því ávallt vildi ég vera þér til
staðar og rétta þér hjálparhönd.
Ég man eftir þeim degi þegar þú
spurðir mig hvort ég vildi sponsa
þig og það var mikil gleði að vita
af því að þig langaði til að hætta
en það getur verið erfiður róður
og þó svo að þú vildir vera edrú
og langaðir að hætta þá virtist
það vera erfitt og vonaði ég
ávallt að þú myndir hringja í mig
og við færum að lesa saman. Mér
þótti afskaplega vænt um þig og
fannst mér þú vera einstaklega
skemmtileg persóna, fullur af
hlýju og eldmóði. Það þótti öllum
vænt um þig og vonuðust allir
eftir að sjá þig edrú. En áfengis-
og fíkniefnadjöfullinn getur ver-
ið mikill hrammur. Það var gam-
an að sjá þig á AA-fundum, þó
svo þú værir ekki alveg þurr þá
hafðir þú þá kunnáttu að vera
hljóður og hlusta á aðra, man
líka eftir því að þú vildir vera
edrú og þú ætlaðir þér að vera
edrú.
Elsku Diddi minn, ég veit að
þú ert á góðum stað og að þér
líður vel og loksins búinn að
finna friðinn sem að þú varst að
vonast eftir svo lengi. Ég veit að
þú ert edrú núna og þú fylgist
vel með þínum vinum og afkom-
endum. Á meðan minningarnar
um góðan mann eru til staðar
verður þú ávallt lifandi í hjörtum
okkar allra. Kæru aðstandendur
og fjölskylda, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð og mun biðja
góðan Guð um að styrkja ykkur
um komandi tíð.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Ég kem á eftir, kanske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og
syndagjöld.
(Bólu-Hjálmar)
Guðmundur Árni
Sigurðsson.
Sigurbjörn Blöndal
Sigurbjörnsson
mála þegar Valdimar talaði, þá
heyrðist til hússins.
Fyrir hönd PwC er hér þakkað
fyrir hans góða og farsæla ára-
tuga starf fyrir félagið. Jafnframt
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur til Gígju eiginkonu hans,
Jóhanns Friðgeirs sonar þeirra
og fjölskyldunnar allrar.
Það er bjart yfir minningu
Valdimars Ólafssonar.
Vignir Rafn Gíslason,
stjórnarformaður.
Í dag kveðjum við góðan vin og
starfsfélaga til margra ára.
Valdimar Ólafsson kom til
starfa á Endurskoðunarskrif-
stofu N. Manscher & Co. árið
1963 (í dag PwC ehf.) og starfaði
þar til ársins 2001. Áður en Valdi
Óla, eins og hann var jafnan
nefndur í okkar hópi, hóf störf og
nám í endurskoðun hafði hann
verið í eigin rekstri um nokkurra
ára skeið og áður dvalið erlendis
við nám og störf. Hann og nokkr-
ir félagar urðu að námi loknu
meðeigendur að fyrirtækinu með
Sigurði Jónssyni, löggiltum end-
urskoðanda, sem hafði áður rekið
það um áratuga skeið í samstarfi
við Jón Guðmundsson kollega
sinn.
Valdimar var nokkru eldri og
sigldari en flestir félagar hans.
Snemma kom í ljós að hann var
margfróður og frábær sögumað-
ur, sem gaman hafði af að miðla
af lífsreynslu sinni til okkar sam-
starfsmanna og nutum við þess
að hlusta á hann. Valdimar varð
ungur áhugasamur um ættfræði
og sá áhugi átti eftir að fylgja
honum ævilangt og stytta honum
stundir eftir að hann lét af störf-
um.
Mikil og góð samskipti eigenda
fyrirtækisins og maka þeirra ein-
kenndu allan þann tíma sem
Valdimar starfaði með okkur. Á
samverustundum voru Valdi Óla
og Gígja Jóhannsdóttir, eigin-
kona hans, hrókar alls fagnaðar
og ómissandi. Saman fórum við í
ótal ferðir bæði innanlands og ut-
an, árlegar veiðiferðir, árshátíða-
ferðir og ferðir á ráðstefnur og
fundi endurskoðenda.
Þegar ákveðið var að endur-
skoðunarfyrirtækið tæki þátt í al-
þjóðlegu samstarfi undir nafni
Coopers & Lybrand á áttunda
áratugnum var Valdi Óla valinn
til þess að vera tengiliður við
samstarfsaðila í Bretlandi. Því
starfi sinnti hann um árabil með
sóma og sótti marga fundi og ráð-
stefnur erlendis fyrir okkar
hönd.
Valdimar starfaði sem endur-
skoðandi fyrir stór og smá fyrir-
tæki og stofnanir á sínum ferli,
auk þess að aðstoða einstaklinga í
einkarekstri. Hann var vel met-
inn og virtur af viðskiptavinum
og samstarfsmönnum. Með því að
vinna með honum fengu margir
nemar í endurskoðun góða
reynslu, kennslu og þjálfun í
vinnutækni og samskiptum við
viðskiptavini, en Valdimar var
þolinmóður og góður leiðbein-
andi.
Fyrir nokkrum árum tókum
við fyrrverandi eigendur fyrir-
tækisins að hittast mánaðarlega
yfir kaffisopa og tók Valdimar
þátt í þessum fundum okkar með-
an heilsan leyfði.
Við viljum að lokum vitna til
orða eins félaga okkar þegar hon-
um barst fregnin um andlát
Valdimars: „Maður kom aldrei að
tómum kofunum hjá honum,
hann gaf endalaust af sér, bæði í
gamni og alvöru, og sýndi öllum
virðingu og vinsemd.“
Við flytjum Gígju eiginkonu
Valdimars, syni þeirra Jóhanni
Friðgeiri, tengdadótturinni Írisi,
afkomendum þeirra og öðrum
ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur frá fyrrverandi sam-
starfsmönnum og meðeigendum.
Við minnumst Valdimars með
virðingu og þökk.
Blessuð sé minning hans.
Valdimar Guðnason,
Emil Th. Guðjónsson,
Reynir Vignir.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021
Minningarkort
fæst á nyra.is eða
í síma 561 9244
Okkar ástkæri Finnbogi, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
FINNBOGI JÓNSSON
verkfræðingur
og fv. framkvæmdastjóri,
Helgamagrastræti 23, Akureyri,
lést í Vancouver í Kanada 9. september.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 8. október
klukkan 15.
Berglind Ásgeirsdóttir
Esther Finnbogadóttir Ólafur Georgsson
Ragna Finnbogadóttir Roberto Gonzalez Martinez
barnabörn og aðrir aðstandendur
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIGERÐUR MARGRÉT
GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Miðtúni,
lést á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á
Hvolsvelli 26. september.
Útförin fer fram frá Stórólfshvolskirkju, Hvolsvelli, laugardaginn
9. október klukkan 13. Streymi á https://fb.me/e/1bE1uYxki,
einnig á mbl.is/andlát.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar láti
Dvalarheimilið Kirkjuhvol njóta þess.
Aðstandendur
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
GRÉTAR OTTÓ RÓBERTSSON
læknir,
lést á Landspítalanum laugardaginn
2. október. Útförin fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 15. október klukkan 15.
Elín Þorgerður Ólafsdóttir
Ásdís Lovísa Grétarsdóttir Kjartan Jóhannsson
Guðríður Anna Grétarsdóttir Sindri Hans Guðmundsson
Heiður Grétarsdóttir Sveinbjörn Þórðarson
Tumi Kjartansson
Troels Andri Kjartansson
Teitur Kjartansson
Elín Ebba Sindradóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KATRÍN MARTEINSDÓTTIR
verslunarkona,
lést sunnudaginn 3. október á
Hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi.
Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju
miðvikudaginn 20. október klukkan 13.
Lilja Jónsdóttir Ragnar Daníel Stefánsson
Marteinn Jónsson Þórunn Björg Ásmundardóttir
Kristján Jónsson Kristín Ólöf Jansen
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BRAGI STEFÁNSSON,
lést föstudaginn 1. október
á líknardeild Landspítalans.
Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju
mánudaginn 11. október klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Sigrún Björg Bragadóttir
Garðar Bragason Prapha Bragason
Hólmfríður Bragadóttir
Bragi Þór Bragason
barnabörn og barnabarnabörn