Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 64
ILVA Korputorgi Lau. og sun. 12-18 Virkir dagar 11-18:30 ILVA Akureyri Lau. 10-17 Sun. 13-17 Virkir dagar 11-18 s: 522 4500 - www.ILVA.is FAST SENDINGARGJALD MEÐ PÓSTINUM HVERT Á LAND SEM ER! HLIÐARBORÐ 2 HILLUR 29.995 kr. NÚ 22.496 kr. ALLY HÆGINDASTÓLL 44.900 kr. NÚ 33.675 kr. BORÐLAMPI GRÁR GLERSKERMUR 19.995 kr. NÚ 14.996 kr. ANNALI BLÓMAVASI 10.995 kr. NÚ 8.246 kr. CALE BORÐLAMPI 13.995 kr. NÚ 10.496 kr. ALYSSA PÚÐI 5.995 kr. NÚ 4.496 kr. NEPTUN SÓFABORÐ 2 STK. 99.800 kr. NÚ 74.850 kr. SPARAÐU 25% AF ÖLLUM VÖRUm COSY 2JA SÆTA SÓFI 99.900 kr. NÚ 74.925 kr. „Málverk“ kallar myndlistarkonan Guð- rún Einarsdóttir sýn- inguna sem hún opnar í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi í dag, fimmtudag, klukkan 17. Guðrún hefur um langt árabil verið með- al helstu myndlistar- manna sinnar kyn- slóðar en í málverkum sínum hefur hún gert tilraunir með olíuliti, olíur og aðferðir þar sem birtingarform efn- anna opna sífellt nýja sýn á virkni efnanna við gerð þeirra. Verkin eru lengi í vinnslu og taka breyt- ingum í ferlinu eins og í öllu náttúruferli sem Guðrún hefur sótt innblástur í frá upphafi ferilsins. Guðrún Einarsdóttir sýnir ný málverk sín í Gallerí Gróttu FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 280. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Haukar eru í L-riðli í Evrópu- bikar kvenna í körfuknattleik og mæta þar frönsku liðunum Villeneuve d‘Ascq og Tarbes og tékkneska lið- inu Brno. Í at- vinnumannalið- um sem þessum má finna konur sem eru yfir 190 cm á hæð. „Við í Haukum erum með hávaxið lið á íslenskan mæli- kvarða. Nú munum við mæta liðum sem eru með eina, tvær eða jafnvel þrjár sem eru yfir 1,90 m. Þessi lið eru ábyggilega með hávaxna miðherja, hreyfanlega fram- herja og mjög sterka leikstjórnendur,“ segir Helena Sverrisdóttir m.a. í viðtali í blaðinu í dag. »53 Vel skipuð atvinnumannalið sem kvennalið Hauka mun glíma við ÍÞRÓTTIR MENNING Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þetta er melódísk ósungin músík með stórum útsetningum. Djass með sálar- og latínelementum,“ seg- ir Hróðmar Sigurðsson gítarleikari um fyrstu plötu sína sem ber ein- faldlega titilinn Hróðmar Sigurðs- son og kom út fyrir stuttu. „Megin- markmiðið með gerð plötunar var að búa til tónlist sem mér finnst vera góð og koma henni frá mér og stíga þannig þetta stóra skref að gefa út fyrstu plötuna.“ Lög og útsetningar eru í höndum Hróðmars sjálfs. Lögin hverfast að miklu leyti um rafgítarinn en Hróð- mar segir þau ekki síður hverfast um þær miklu útsetningar sem hann hefur gert með blásturshljóðfærum, sterku slagverki og trommum. „Þetta hverfist í rauninni í kringum þessa stóru hljómsveit sem ég er búinn að búa til í kringum þetta verkefni.“ Suðuramerísk áhrif Frá árinu 2020 hefur Hróðmar starfrækt hljómsveit sína sem sam- anstendur af einvalaliði tónlistar- fólks. Hljómsveitin er í raun skipuð þeim sömu og hafa leikið með Ingi- björgu Elsu Turchi auk þess sem fleirum hefur verið bætt við. Hróðmar leikur sem áður segir á rafgítar, Ingibjörg Elsa Turchi á rafbassa, Magnús Jóhann Ragn- arsson á hammondorgel og hljóm- borð, Magnús Trygvason Eliassen á trommur og Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk. Blásturs- hljóðfærin skipa síðan Elvar Bragi Kristjónsson á trompet og flugel- horn, Tumi Árnason á tenórsaxófón og Ingi Garðar Erlendsson á bás- únu. Hróðmar segist ekki sérstaklega vera að elta einhverja tónlistar- strauma eða stefnur en nefnir þó að suðuramerísk tónlist og íslensk djasstónlist með hljómsveitum á borð við ADHD hafi haft áhrif. „Og svo kannski fólkið sem ég er að spila með á plötunni. Það hefur veitt mér hvað mestan innblástur.“ Hróðmar segir ferlið hafa verið virkilega skemmtilegt. „Þetta er svo frábært fólk sem hefur verið að vinna með mér, það er allt mjög skemmtilegt. Þetta eru færir hljóð- færaleikarar sem hafa hjálpað mér að klára að koma þessu frá mér. Þó að ég hafi verið búinn að útsetja flest þá koma þau alltaf með áhrif inn í músíkina, sem fær hana til að verða eitthvað aðeins stærra dæmi.“ Platan var tekin upp í stúdíóinu Sundlauginni í maí og ágúst 2020. Birgir Jón Birgisson sá um upp- tökustjórn, Kjartan Kjartansson hljóðblandaði og hljómjafnaði og plötuumslag hannaði Þórdís Erla Zoega. Platan, sem kemur út á veg- um Reykjavík Record Shop, er bæði fáanleg á vínyl og á tónlistarveit- unum Spotify og Bandcamp. Kynntist spuna í blúsbandi Þegar Hróðmar er beðinn um að segja aðeins frá sínum tónlistarferli segir hann: „Ég byrjaði að læra á blokkflautu þegar ég var lítill og færði mig svo yfir á trompet en gafst upp á honum þegar ég var 11 ára. Þá fékk ég gítar í afmælisgjöf og var í rauninni bara sjálfmennt- aður þar til ég fór í FÍH eftir menntaskóla.“ Áður en Hróðmar fór þangað var hann búinn að spila í blúsbandi Stone Stones sem spilaði á blús- hátíðum, bæði í Reykjavík og úti á landi. „Það opnaði fyrir spunamúsík fyrir mig. Ég fór í Tónlistarskóla FÍH 2011 og kláraði þann skóla með burtfararprófi og kennaraprófi 2017 og er bara búinn að vera að spila og kenna síðan.“ Hróðmar hefur leikið tónlist með ýmsum tónlistarmönnum þvert á stíla, t.d. Ife Tolentino, Elísabetu Ormslev, Teiti Magnússyni, Elísa- betu Eyþórsdóttur, Ingibjörgu Turchi og fleirum. Einnig hefur hann leikið í hljómsveitum í sýn- ingum í Borgarleikhúsinu og Þjóð- leikhúsinu. Hróðmar og félagar héldu útgáfu- tónleika 30. ágúst síðastliðinn á Jazzhátíð Reykjavíkur. Næstu skipulögðu tónleikarnir með tónlist Hróðmars verða 26. nóvember í Mengi við Óðinsgötu í Reykjavík. Frábært samstarfs- fólk veitti innblástur - Fyrsta plata gítarleikarans Hróðmars Sigurðssonar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Djass Lögin á plötu Hróðmars hverfast um útsetningar sem hann hefur gert með blásturshljóðfærum, sterku slagverki og trommum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.