Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 KRINGLU KAST 6.-11. október 20% afsláttur af ÖLLU Í CASA KRINGLUNNI Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Líklegt er að loðnuveiðar þennan veturinn hefjist í lok nóvember, en nokkur ár eru síðan vertíð hófst svo snemma vetrar. Ekki var laust við að spenna væri í tveimur skipstjór- um sem rætt var við í vikunni um vertíðina, sem fram undan er og talað hefur verið um sem risaver- tíð. Þeir Guð- mundur Þ. Jóns- son á Vilhelm Þorsteinssyni EA og Bergur Ein- arsson á Venusi NS sögðu að von- andi yrði gaman að fást við loðnuna í vetur og sögðu flotann vel í stakk búinn til að takast á við verkefnið. Samkvæmt ráðgjöf verður ís- lenskum skipum heimilt að veiða rúm 660 þúsund tonn, sem er tæp- lega tífalt það sem þau máttu veiða síðasta vetur. Líklegt er að sjávar- útvegsráðuneytið gefi út aflamark fyrir miðjan þennan mánuð. Burð- argeta uppsjávarskipanna er nokk- uð misjöfn, en sé miðað við að skipin komi að meðaltali með yfir tvö þús- und tonn að landi úr hverjum túr yrðu loðnutúrarnir á fjórða hundr- að, en skipin eru um 20. Passlega búið að endurnýja „Mér líst vel á veturinn og það er spennandi að fá myndarlega vertíð, loksins, svo er líka passlega búið að endurnýja skipið,“ segir Guðmund- ur Þ. Jónsson, en nýr Vilhelm Þor- steinsson EA kom til Samherja í byrjun apríl. Reikna má með að loðnukvóti fyrirtækisins verði um 57 þúsund tonn og Guðmundur viður- kennir að það „geti orðið handlegg- ur“ að ná öllum þessum afla. „Við reynum að gera eitthvað gott úr þessu og vonandi gengur þetta upp með vinnu og skipulagi. Annars er alltaf einhver óvissa; hvernig verður veðrið í vetur, hvernig verða göngurnar, hvenær kemur loðnan upp að landinu og hvernig hagar hún sér,“ segir Guð- mundur. Fyrstu loðnuvertíðir aldarinnar voru meðal þeirra stærri og heildar- afli íslenskra og erlendra skipa í ná- munda við milljón tonn. Guðmundur man vel eftir loðnuvertíðinni 2001, en þá var hann í fyrsta skipti skip- stjóri á uppsjávarskipi. Hafði áður verið á ýmsum skipum, síðast á frystiskipinu Baldvin Þorsteinssyni EA, en tók við Vilhelm Þorsteins- syni á móti Arngrími Brynjólfssyni 2001. Í viðtali við Skapta Hallgrímsson í Morgunblaðinu fyrir tíu árum rifj- aði Guðmundur upp að honum hafi brugðið í brún þegar hann var beð- inn um að taka við uppsjávarskipinu þar sem hann þekkti ekki tæki og tól um borð. „Hlutirnir ganga allt öðruvísi fyrir sig. Ég hafði aldrei veitt loðnu og aldrei síld. Ég hafði aldrei kastað nót. Ég hafði verið skipstjóri á frystitogara og bara notað troll,“ sagði Guðmundur í samtalinu. Mest 42 þús. tonn á einum vetri Ekki verður þó annað sagt en vel hafi gengið og áhöfnin á Vilhelm Þorsteinssyni hefur komið með mik- il verðmæti að landi. Skipstjóri á móti Guðmundi frá 2006 hefur verið Birkir Hreinsson, mágur Guðmund- ar. Eldri Vilhelm kom nýr til lands- ins árið 2000 og gerði Samherji skipið út þar til í nóvember 2018. „Ég held við höfum tekið 24 þús- und tonn þennan vetur fyrir 20 ár- um, en mest veiddum við 42 þúsund tonn af loðnu á einum vetri. Á þess- um árum voru skipin mun fleiri heldur en núna, kannski 40-50 á móti rúmlega 20. Burðargetan var yfirleitt minni, meira fór í mjöl og lýsi, bræðslurnar voru fleiri en nú er og sömuleiðis útgerðirnar. Guðmundur segir loðnuveiðar einstakar, mikið þurfi að veiða og vinna á stuttum tíma, veðrið skipti miklu máli og allt þurfi að ganga upp. Góður mannskapur, gott skip og góður kvóti séu lykilatriði. „Spennandi að fá myndarlega vertíð – loksins“ - Á fjórða hundrað túrar eftir loðnunni - Loðnunni fylgir alltaf einhver óvissa Ljósmynd/Ármann Ragnarsson Vetur 1999 Þrír loðnubátar við Lónsvík fyrir rúmlega 20 árum, en mikill loðnuafli var í kringum aldamót. Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Vetur 2021 Heimaey og Sigurður að loðnuveiðum á Faxaflóa. Skipin eru færri, en öflugri og stærri en áður var. Guðmundur Þ. Jónsson Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Uppsjávarskip Nýr Vilhelm Þor- steinsson kom til Samherja í vor. „Loðnuveiðar með nót eru skemmtilegasti veiðiskapurinn,“ segir Bergur Einarsson, skip- stjóri á Venusi NS, skipi Brims hf. Mikið sé að gera á stuttum tíma, mikil umferð skipa á mið- unum, oft þurfi menn að athafna sig í mikilli ná- lægð og ná afl- anum upp í góð- um gæðum. Þegar komi að tveimur síðustu vikum vertíðar megi ekkert út af bregða ætli menn að ná há- marksverðmæt- um úr loðnuhrognum. „Þegar veður eru erfið undir lokin og mikið í húfi er þetta starf fyrir spennufíkla,“ segir Bergur. Nú er kvótinn sá stærsti í tæplega 20 ár og segir Bergur að það sé verðugt verkefni að ná kvótanum, en telur að það ætti að ganga upp. „Það hefur orðið mikil breyting á skipaflotanum síðustu 10-20 árin. Þau bera meira en áður og eru með gott fríborð, en ekki nánast hálf í kafi eins og þegar þau voru með fullfermi í gamla daga.“ Bergur tók við skipstjórn á Hoffelli, uppsjávarskipi Loðnu- vinnslunnar 1999, 28 ára gamall. Hann flutti sig síðan til Brims sumarið 2019 og tók við Venusi, en skipið var smíðað í Tyrklandi og kom til landsins 2015. Loðnan hagar sér öðruvísi Bergur segir að breytingar hafi orðið á göngum loðnunnar síð- ustu ár þó svo að meginhlutinn fari sína hefðbundnu leið til hrygningar við vestanvert landið. Áður hafi yfirleitt verið ein meg- inganga norðan og vestan úr hafi og kannski 1-2 litlar eftir- göngur. Núna sé loðnan dreifðari en áð- ur, komi á misjöfnum tíma og meira af henni komi upp fyrir norðan land. Hann rifjar upp í því sambandi þegar Hoffellið fékk tvo farma af bestu hrogna- loðnu vertíðarinnar í Húnaflóa þegar komið var fram undir 20. mars 2018. Mikil breyting á skipaflotanum Á STUNDUM VEIÐISKAPUR FYRIR SPENNUFÍKLA Bergur Einarsson Morgunblaðið/Börkur Venus Á loðnu í Breiðafirði 2016.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.