Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 40 ÁRA Iris Rún Andersen er Ak- ureyringur, ólst upp á Efri-Brekku en býr í Hlíðarhverfinu í 603. Hún er menntaður iðjuþjálfi frá Háskól- anum á Akureyri og er sérkennslu- stjóri og iðjuþjálfi á leikskólanum Iðavelli sem er á Oddeyri. „Mitt starf er sem sagt að vinna með krökkum sem þurfa á sérúrræðum að halda innan leikskólans.“ Áhugamál Irisar eru líkamsrækt, útivist og vera með fjölskyldunni. „Ég fer gjarnan í Hlíðarfjall á vet- urna, sem er bara í bakgarðinum svo það er auðvelt að fara þangað.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Irisar er Pétur Kristinsson, f. 1975, sjó- maður á Örfirisey hjá Brimi. Börn þeirra eru Ísak Logi, f. 2004, Kol- brún Anna, f. 2008, og Emil Bjarki, f. 2013. Foreldrar Irisar: Björk And- ersen, f. 1962, d. 2011, sjúkraliði og lyfjatæknir, og Gestur Valdimar Freysson, f. 1958, rekur Íspan á Akureyri. Iris Rún Andersen Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Allir hafa þörf fyrir tilbreytingu og ættu því að bregða út af vananum og gera eitthvað öðruvísi í dag. Kvöldið verður skemmtilegt. 20. apríl - 20. maí + Naut Tilfinningar þínar eru sterkar í dag. Gættu þess bara að ganga ekki of langt í að sýna það þeim sem ekki eru tilbúnir til að taka á móti þeim. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú verður á kafi í gömlum málum og úrlausnarefnum sem tengjast fjölskyld- unni á næstunni. Ef þú kemst í frí skelltu þér þá án þess að hika. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það sem dregur fólk að þér eru allir þínu einstöku kostir – og það að þú vilt ekki falla í hópinn. Það er gott að einblína á kostina í fari makans, ekki gallana. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ert eitthvað pirraður/pirruð því þér finnst hlutirnir vera að vaxa þér yfir höfuð. Um leið og þú vaknar skaltu þakka fyrir það sem þú átt. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Eirðarleysi er ekki endilega merki um að þú þarfnist breytinga. Láttu það sem vind um eyru þjóta þótt einhver sé ekki hrifinn af tillögum þínum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Því afslappaðri sem maður er, því meiru kemur maður í verk. Smá kvef gæti verið að trufla þig og þína næstu daga. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það er góð regla að skrifa nið- ur verkefnalista þegar margt er á döfinni. Vertu bara þú sjálf/ur og sinntu þínum störfum sem best þú getur. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Taktu ekki að þér aukaverkefni nema þú sért undir það búin/n að vera undir álagi í einhvern tíma. Bíddu til morg- uns með að gera ferðaáætlanir. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú ættir ekki að reyna að gera hlutina upp á eigin spýtur í dag. Gerðu svo aðeins það sem þig langar mest til að gera. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er margt sem byrgir sýn og því nauðsynlegt að gefa sér tíma til þess að kanna allar aðstæður. Geta þín til þess að komast að hinu sanna í vissu máli er mikil. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Láttu þér í léttu rúmi liggja þótt ein- hverjir séu með stríðni í þinn garð. Sýndu fyrirhyggju í innkaupum, það borgar sig þegar til lengri tíma er litið. t.d. hægt að fæla einungis mávana án þess að aðrir fuglar verði þess varir og er hann notaður sem dæmi við Lækinn í Hafnarfirði. Þessi bún- aður er einnig notaður við margar gat á heyrúllur með tilheyrandi kostnaði. Ég fann og flutti inn búnað sem fælir fuglana burt með eigin hljóðum og því engin þörf á að skjóta fuglana.“ Með búnaðinum er J ónas Björgvinsson fæddist 7. október 1971 á Akranesi og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í vélvirkjun frá Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi. Jónas hóf störf hjá skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi 16 ára gamall og kláraði þar síðar verknám í vélvirkjun. Þaðan lá leið- in til Ístaks þar sem Jónas tók þátt í að byggja Hvalfjarðargöngin og starfaði svo við gerð Sultartanga- virkjunar. Jónas starfaði hjá Heklu véladeild og Nýherja (nú Origo) áð- ur en hann stofnaði sitt eigið fyrir- tæki, Minor 7 ehf., árið 2012, sem rekur Hljóðver.is, Fuglavarnir.is og Hjólalausnir.is. Samhliða rekstr- inum starfar Jónas sem tæknimaður hjá Orf líftækni sem framleiðir Bio Effect-snyrtivörur. „Fyrirtækið vinnur einnig að öðrum spennandi verkefnum í líftækni, sem dæmi þró- un á vistkjöti. Þetta er spennandi fyrirtæki að vinna hjá. Svo sinni ég mínum fyrirtækjum meðfram því.“ Það má með sanni segja að Jónas hafi í gegnum tíðina haft mörg járn í eldinum. Jónas hefur alltaf verið hugmyndaríkur, listrænn og skap- andi sem lýsir sér í því að ef hann sér vandamál vill hann finna lausnir. Honum er umhugað um að stuðla að bættri hjólamenningu til að ýta und- ir lausn á umhverfisvandanum. Þar hefur hann verið að finna lausnir þannig að hjólafólk geti með auð- veldum hætti komið á fínu hjólunum sínum og læst þeim á öruggan hátt á aðgangsstýrðum reiðhjólastæðum en jafnframt hefur hann verið að finna lausnir við að koma hjólum fyrir í hjólageymslum á sem hag- kvæmastan hátt auk þess að vera með viðgerðarstanda fyrir hjól. „Ég hef verið að innleiða þessar hjólalausnir m.a. hjá Reykjavík- urborg, Smáralind, Kringlunni og fleiri stöðum. Ég er þannig að ef ég fæ einhverja hugmynd þá fram- kvæmi ég hana. Það er eins með fuglavarnirnar. Þær komu þannig til að tengdafaðir minn var í miklum vandræðum með fugla við bóndabæ sinn. Gæsir voru ágengar á nýrækt og mávar gerðu hafnir, eins og á Grandagarði í Reykjavík, á Akureyri og í Vest- mannaeyjum og einnig hjá fisk- vinnslum og í landbúnaði. Á afmælisdaginn gefur Jónas út fyrsta lag af væntanlegri sólóplötu, Á norðurhveli. Lagið heitir Minning hljómar og er það tileinkað móður Jónasar og æskuárunum á Akra- nesi. Platan í heild sinni verður gef- in út 4. nóvember á öllum tónlistar- veitum. Hljómplatan er önnur plata Jónasar en árið 1998 gaf hann út sína fyrstu sólóplötu, Haust, undir hljómsveitarnafninu Ummhmm. Á þeirri plötu líkt og þeirri nýju eru öll lögin og textarnir eftir Jónas. „Ég flaug með alla hljómsveitina til Danmerkur þar sem Orri Harð- arson rak stúdíó og hún var tekin upp þar. Svo ætlaði ég að gera aðra plötu og ákvað þá að smíða mitt eig- ið stúdíó og startaði því. Platan er loksins að koma út núna, en það hafa verið næg verkefni önnur í stúdíóinu.“ Vinnan við þessa plötu hófst fyrir alvöru í upphafi árs þeg- ar upptökustjórinn og gítarsnilling- urinn Ómar Guðjónsson tók að sér útsetningu laganna og upptöku- stjórn. Tómas Jónsson orgel- og píanóleikari og Birgir Baldursson trommari ljá plötunni hæfileika sína. Áhugamál Jónasar eru marg- vísleg. Þegar hann er ekki með gít- arinn í hendi er hann á rafmagns- hjólinu úti í náttúrunni eða í sjósundi sem hann reynir að iðka eins mikið og hann getur. Þar fær hann tenginguna við náttúruna og uppeldisstöðvarnar á Akranesi. Jónas Björgvinsson, tæknimaður og vélvirki – 50 ára Ljósmynd/Ólöf Erla Einarsdóttir Tónlistarmaðurinn Smáskífa af væntanlegri plötu Jónasar kemur út í dag. Hljómplata í tilefni afmælisins Fjölskyldan Frá vinstri: Daníel, Móey Embla, Vera og Arnþór Atlas í maganum á henni, Jónas, Jason, Guðfinna og Óliver. Í sjósundi Jónas og Guðfinna. Til hamingju með daginn Mosfellsbær Emma Matthea Burkna- dóttir fæddist á Akranesi 28. septem- ber 2020 kl. 13.41 á Akranesi. Hún vó 3.654 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Megija Zune og Burkni Þór Bjarkason. Nýr borgari 20% afsláttur af öllum vörum KRINGLAN – SMÁRALIND KRINGLUKAST 6.-11. október AFMÆLISHÁTÍÐ SMÁRALINDAR 7.-10. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.