Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 52
52 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021
EM U19 karla
A-deild, undanriðill í Slóveníu:
Slóvenía – Ísland...................................... 1:3
Hákon Arnar Haraldsson skoraði á 1. mín-
útu og Orri Steinn Óskarsson á 19. og 55.
mínútu.
Ítalía – Litháen......................................... 2:0
_ Ísland mætir Ítalíu í annarri umferð á
laugardag og Litháen á þriðjudag. Þrjú lið-
anna halda áfram keppni í A-deild í vor en
eitt fellur í B-deild.
Meistaradeild kvenna
A-RIÐILL:
Servette – Juventus ................................. 0:3
Chelsea – Wolfsburg................................ 3:3
Staðan:
Juventus 3, Wolfsburg 1, Chelsea 1, Ser-
vette 0.
B-RIÐILL:
Zhytlobud Kharkiv – Real Madrid ......... 0:1
Breiðablik – París SG............................... 0:2
Staðan:
París SG 3, Real Madrid 3, Zhytlobud
Kharkiv 0, Breiðablik 0.
Þjóðadeild karla
Undanúrslit:
Ítalía – Spánn ........................................... 1:2
Lorenzo Pellegrini 83. – Ferran Torres 17.,
45. Rautt spjald: Leonardo Bonucci (Ítalíu)
42.
_ Spánn mætir Belgíu eða Frakklandi í úr-
slitaleik á sunnudaginn.
>;(//24)3;(
Heimsbikar karla
Leikið í Sádi-Arabíu:
8-liða úrslit:
Magdeburg – Al-Duhail ...................... 35:23
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson eitt.
Aalborg – Al-Wehda............................ 38:27
- Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.
Al Noor – Pinheiros.............................. 33:34
Barcelona – Zamalek ........................... 36:32
Undanúrslitaleikir í dag:
Magdeburg – Aalborg
Pinheiros – Barcelona
Undankeppni EM kvenna
1. riðill:
Pólland – Litháen ................................. 36:22
Rússland – Sviss ................................... 26:22
2. riðill:
Rúmenía – Færeyjar............................ 26:19
3. riðill:
Holland – Hvíta-Rússland ................... 38:27
4. riðill:
Frakkland – Tékkland ......................... 38:22
5. riðill:
Ungverjaland – Portúgal..................... 34:24
Spánn – Slóvakía .................................. 33:28
6. riðill:
Serbía – Tyrkland................................. 36:27
_ Svíþjóð og Ísland mætast í dag.
Noregur
Drammen – Haslum ............................ 26:24
- Óskar Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir
Drammen.
Elverum – Bergen ............................... 36:26
- Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark
fyrir Elverum.
Svíþjóð
Hammarby – Kristianstad.................. 25.27
- Teitur Örn Einarsson skoraði ekki fyrir
Kristianstad.
Danmörk
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
GOG – Skjern ....................................... 31:28
- Viktor Gísli Hallgrímsson kom aðeins
inn á í einu vítakasti í marki GOG.
Þýskaland
Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
Hüttenberg – Göppingen ................... 26:40
- Janus Daði Smárason skoraði eitt mark
fyrir Göppingen.
Bietigheim – Melsungen..................... 28:30
- Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyr-
ir Melsungen, Elvar Örn Jónsson 4 og Arn-
ar Freyr Arnarsson 2.
Nordhorn – Balingen.......................... 29:25
- Daníel Þór Ingason skoraði 2 mörk fyrir
Balingen en Oddur Gretarsson er meiddur.
Aue – Kiel ............................................. 26:38
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 4
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 4 skot (20%) í marki liðsins.
E(;R&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Ljónagryfjan: Njarðvík – Þór Þ.......... 18.15
Ísafjörður: Vestri – Keflavík ............... 19.15
Meistaravellir: KR – Breiðablik.......... 19.15
MG-höllin: Stjarnan – ÍR..................... 20.15
1. deild kvenna:
Höllin Akureyri: Þór Ak. – Snæfell ......... 18
HANDKNATTLEIKUR
Kórinn: HK – FH ................................. 19.30
Í KVÖLD!
MEISTARADEILD
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Breiðablik veitti einu besta félagsliði
heims verðuga keppni á Kópavogs-
vellinum í gærkvöld þegar Frakk-
landsmeistarar París SG mættu
þangað í fyrsta leik í riðlakeppni
Evrópumóts í knattspyrnu sem fram
fer hér á landi.
Mark sem Lea Khelifi skoraði á
18. mínútu skildi liðin að fram á síð-
ustu mínútur leiksins. Lokatölur
urðu 2:0 fyrir PSG og Breiðablik
skapaði sér þó nokkur færi til að
skora í leiknum en Kópavogsliðið
gerði m.a. harða hríð að marki Par-
ísarliðsins á fyrstu tíu mínútum síð-
ari hálfleiks og freistaði þess að
jafna metin.
Seinni hluta leiksins áttu Blikar
hinsvegar lengst af í vök að verjast
en stóðust sóknarþunga PSG fram á
89. mínútu þegar fyrirliðinn Grace
Geyoro skoraði og tryggði sigur
frönsku meistaranna.
Til að undirstrika styrkleika PSG
og góða frammistöðu Breiðabliks í
gærkvöld þá hefur liðið ekki tapað
leik í frönsku deildinni frá 16. nóv-
ember 2019, eða í tæp tvö ár og á
þeim tíma unnið 30 leiki og gert þrjú
jafntefli á heimaslóðum. Stóran
hluta þessara leikja hefur PSG unn-
ið með yfirburðum. Auk þess að
komast í undanúrslit Meistaradeild-
arinnar á síðasta tímabili.
Agla María Albertsdóttir fékk tvö
virkilega góð færi í fyrri hálfleiknum
til að skora fyrir Breiðablik. Strax á
10. mínútu var Hildur Antonsdóttir
felld á vítateigslínu PSG og Agla
María tók aukaspyrnu á besta stað
en Barbora Votiková varði skot
hennar. Á 26. mínútu, átta mínútum
eftir að Frakkarnir náðu forystunni í
leiknum, stakk hún sér glæsilega í
gegnum miðja vörn PSG og var
komin ein gegn Votiková sem varði
glæsilega frá henni.
Ekki í fyrsta sinn sem hin tékk-
neska Votiková er Íslendingum erf-
ið. Hún varði vítaspyrnu Söru
Bjarkar Gunnarsdóttur á Laugar-
dalsvellinum haustið 2018 og kom þá
í veg fyrir að Ísland kæmist í um-
spilið fyrir HM 2019.
Telma Ívarsdóttir átti ekki síður
góðan leik í marki Breiðabliks en
Norðfirðingurinn varði nokkrum
sinnum mjög vel í leiknum. Í heild-
ina var frammistaða Kópavogsliðs-
ins virkilega góð frammi fyrir 1.412
áhorfendum sem er met á kvenna-
leik á Kópavogsvelli.
_ Real Madrid vann nauman sig-
ur á Zhytlobud Kharkiv, 1:0, í Úkra-
ínu í hinum leiknum í B-riðli Meist-
aradeildarinnar í gær. Breiðablik
sækir Real Madrid heim til spænsku
höfuðborgarinnar næsta miðvikudag
en Parísarliðið á þá heimaleik gegn
Kharkiv.
Stóðu vel í sterku liði
- Stjörnum prýtt lið París SG náði að tryggja sigurinn gegn Breiðabliki á 89.
mínútu - Blikar fengu góð færi til að skora - Næsti mótherji er Real Madrid
Morgunblaðið/Unnur Karen
Dauðafæri Agla María Albertsdóttir sloppin ein gegn markverðinum í besta marktækifæri Breiðabliks í gærkvöld.
Ómar Ingi Magnússon, landsliðs-
maður í handknattleik, var heiðr-
aður sem maður leiksins eftir sigur
Magdeburg á Asíumeisturum Al
Duhail frá Katar í gær, 35:23, í átta
liða úrslitum heimsbikars karla í
handknattleik í Sádi-Arabíu. Ómar
skoraði fimm mörk í leiknum og
mataði félaga sína vel að vanda en
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði
eitt mark fyrir Magdeburg í leikn-
um. Þeir mæta nú Íslendingaliðinu
Aalborg í undanúrslitum mótsins í
dag en Aalborg fór létt með Al-
Wehda frá Sádi-Arabíu.
Bestur í öruggum
sigri Magdeburg
Ljósmynd/Magdeburg
Heiðraður Ómar Ingi Magnússon
fékk viðurkenningu eftir leikinn.
Kvennalandslið Íslands í íshokkí er
komið til Nottingham á Englandi
þar sem það leikur á næstu dögum
þrjá leiki í forkeppni fyrir Vetraról-
ympíuleikana. Liðið fór sjálfkrafa
áfram þegar fyrsta forkeppnin var
felld niður í sumar en í Nottingham
leikur Ísland við Bretland í kvöld,
við Suður-Kóreu á morgun og við
Slóveníu á sunnudaginn. Öll liðin
eru fyrir ofan Ísland á styrkleika-
listanum en sigurvegari riðilsins
kemst á lokastig keppninnar þar
sem spilað verður um þrjú sæti á
ÓL í nóvembermánuði.
Mæta Bretum í
Nottingham
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Undankeppni Íslenska liðið leikur
þrjá leiki á næstu dögum.
Fjölnir lagði Breiðablik að velli eft-
ir tvísýnar lokamínútur, 75:71, í
fyrsta leik úrvalsdeildar kvenna í
körfuknattleik, Subway-deildinni, í
Dalhúsum í Grafarvogi í gærkvöld.
Jafnræði var með liðunum nær
allan fyrri hálfleikinn en staðan var
19:17 fyrir Fjölni eftir fyrsta leik-
hlutann en Grafarvogskonur náðu
um skeið tíu stiga forskoti í öðrum
leikhluta. Staðan var 39:31 í hálf-
leik.
Eftir spennu í lokin fór Ciani Cy-
or á vítalínuna og tryggði sigur
Fjölnis með því að koma liðinu fjór-
um stigum yfir örfáum sekúndum
fyrir leikslok.
Cyor skoraði 21 stig fyrir Fjölni,
Sanja Orozovic 19 og Dagný Lísa
Davíðsdóttir var með 18 stig og 10
fráköst.
Iva Georgieva skoraði 22 stig fyr-
ir Breiðablik, Anna Soffía Lárus-
dóttir 12 og Þórdís Jóna Kristjáns-
dóttir 11.
Íslandsmeistarar Vals fóru til
Grindavíkur og unnu þar nokkuð
öruggan sigur, 94:69, eftir að stað-
an var 45:35 þeim í hag í hálfleik.
Ameryst Alston skoraði 32 stig
fyrir Val, tók 15 fráköst og átti 13
stoðsendingar og Dagbjört Dögg
Karlsdóttir skoraði 23 stig. Robbi
Ryan skoraði 24 stig fyrir Grinda-
vík.
Keflavík tók á móti Skallagrími
og náði að hrista Borgnesingana af
sér í seinni hálfleik eftir að staðan
var 42:35 í hálfleik. Lokatölur urðu
80:66.
Anna Ingunn Svansdóttir skoraði
21 stig fyrir Keflavík, Eygló Kristín
Óskarsdóttir 16 og Tunde Kilin 14.
Nikola Nedoroscíková skoraði 22
stig fyrir Skallagrím og Mammusu
Secka skoraði 15 og tók 14 fráköst.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Grafarvogur Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir úr Fjölni reynir skot að
körfu Breiðabliks í leik liðanna í Dalhúsum í gærkvöld.
Spennusigur
Fjölnis í Grafarvogi