Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 ÚRVALSFÓLK 60+ Á KANARÍ 29. OKTÓBER - 17. NÓVEMBER - 20 DAGAR Skemmtileg ferðmeð Unni Pálmars. sem fararstjóra. Ferðinni er heitið til Kanarí þar sem gist verður á Eugenia Victoria, huggulegu og góðu 3 stjörnu hóteli. INNIFALIÐ Í VERÐI BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA INNRITUÐ TASKA 20 KG. OG 8 KG. HANDFARANGUR HÁLFT FÆÐI ÍSLENSK FARARSTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI DAGSKRÁ ÚRVALSFÓLKS VERÐ FRÁ 289.900 KR. VERÐ Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA. UNNUR PÁLMARSDÓTTIR SKEMMMTANASTJÓRI ÚRVAL ÚTSÝN | 585 4000 | INFO@UU.IS | UU.IS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fólk á bæjum í Út-Kinn í Þingeyjar- sveit hefur nú snúið aftur til síns heima eftir að hættuástandi í kjölfar skiðufallanna þar um helgina var af- lýst. Það var gert á mánudagskvöld- ið en eitthvað var um að fólk sneri ekki til baka fyrr en í gærmorgun. Áfram gildir hættustig á svæðinu, en sérfræðingar Veðurstofunnar telja þó að verulega hafi dregið úr skriðu- hættu. Bjargráðasjóður bætir tún og girðingar Ljóst er að í þessum náttúruham- förum hafa víða orðið skemmdir á túnum og girðingum, þar sem skrið- ur hafa fallið fram á láglendi og yfir tún og girðingar. Tjón á slíku er bætt af Bjargráðasjóði, sem vistaður er í atvinnuvega og nýsköpunarráðu- neytinu. Skv. upplýsingum þaðan eiga bændur að snúa sér til ráðu- nauta Leiðbeiningamiðstöðvar land- búnaðarins og fá þá til að meta tjón og aðstæður. Slíkt verður svo grund- völlur bótagreiðslna úr sjóðnum. Enn hafa ekki borist neinar til- kynningar um tjón á húsum eða innbúi fólks, en slíkan miska bætir Náttúruvártrygging Íslands. Huld Ragnheiður Árnadóttir, forstöðu- maður stofnunarinnar, segist þó vera í góðu sambandi við ábúendur í Út-Kinn og yfirvöld á svæðinu og fylgst sé með stöðunni. Mikið sjónarspil Nú er komið í ljós að í Kinnarfjöll- um við Skjálfandafljót, norðan byggðarinnar í Kinn, hafa miklar skriður fallið á síðustu dögum. „Að líta hér upp eftir fjallshlíðunum er mikið sjónarspil,“ segir Sverrir Karlsson, skipstjóri hjá hvalaskoð- unarfyrirtækinu Gentle Giants sem gerir út frá Húsavík. Sverrir sigldi í gær að fjöllunum hvar heitir Naustavík og greindi þar fjórar skriður; þar af tvær afar stór- ar sem ná hátt úr hlíð alveg í sjó fram. Af myndum sem hann tók virð- ist sem fyllurnar hafi bókstaflega lekið niður vatnsósa fjallshlíðarnar. Þannig er talið að úrkomumagnið á þessum slóðum, frá föstudagsmorgni til sunnudags, hafi verið allt að 230 mm sem er með því allra mesta sem gerist og því eðlilegt að undan láti. Aðstæður verði kannaðar Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í gær fengið pata af skriðum í Kinnarfjöllum og á Flateyjarskaga. Ekki hafa þó verið aðstæður eða tími til að kanna aðstæður betur, en Hreiðar Hreiðarsson, varðstjóri á Húsavík, taldi að það yrði gert. Væri þá ætlunin að þyrla frá Landhelgis- gæslunni færi yfir og um svæðið – og þannig ætti heildarmynd að fást. Miklar og breiðar skriður í Kinnarfjöllum koma nú í ljós Ljósmynd/Sverrir Ingvi Karlsson Skriður Mikill bloti er í Kinnarfjöllum og eins og myndin sýnir hefur jarðvegurinn hreinlega flætt niður brekkuna. - Hættuástandi aflýst - Fólk í Út-Kinn aftur heim - Tjón metið - Fyllur lekið Börnum á leikskóladeild Urriðaholts- skóla hefur fjölgað hratt á síðustu misserum. Fram kom í bæjarráði Garðabæjar í vikunni að í janúar 2019 voru 72 börn á deildinni. Þau voru 118 í janúar 2020, 157 í janúar í ár og nú í októ- ber er gert ráð fyrir að 214 börn verði á leikskóla- deild skólans, sem er samrekinn grunn- og leik- skóli. Á fundi bæjarráðsins var fjallað um ýmsar aðgerðir til að mæta auknum um- svifum skólans. Þá liggur fyrir að flýta þurfi framkvæmdum við stækk- un skólans en byggingu fyrsta áfanga lauk haustið 2019. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að nú búi um 2.500 manns í hinu nýja Urriðaholtshverfi. Þar af séu um 1.800 þeirra fæddir eft- ir 1980 og hverfið sem slíkt sé mjög ungt. Börn á leikskólaaldri séu um 13% af íbúum hverfisins og segist Gunnar ekki áður hafa séð eins mikla fjölgun leikskólabarna og í Urriða- holti síðustu misseri. Algengt sé að meðaltal barna á leikskólaaldri sé um 7%. „Við fögnum öllu þessu unga fólki, sem er að flytja í Urriðaholt,“ bætir Gunnar við. Bætt við leikskóla Í Garðabæ hefur börnum á leik- skólaaldri fjölgað með stækkandi bæjarfélagi og stórum árgangi sem er að hefja leikskólagöngu í haust. Vegna þessarar fjölgunar tók nýr leikskóli, ungbarnaleikskólinn Mána- hvoll, til starfa í ágúst. Starfsemi Mánahvols er fyrst um sinn í húsi leikskóla á Álftanesi en flyst núna í október yfir á Vífilsstaði við hliðina á leikskólanum Sunnuhvoli. Bygging leikskólans er samsett úr færan- legum einingahúsum og útfærsla hönnuð eftir hugmyndum sveitarfé- lagsins, að sögn Gunnars. Þá er verið að hanna nýjan leik- skóla neðst og vestast í Urriðaholti, við Holtsveg 20. Nú stendur yfir hönnunarvinna og byggingarfram- kvæmdir eru í undirbúningi, en niðurstöður úr hönnunarsamkeppni lágu fyrir í byrjun júní. Farið verður í framkvæmdir við nýja leikskólann í Urriðaholti 2022 og er gert ráð fyrir að hann verði tilbúinn til að taka við börnum 2023. aij@mbl.is Um 13% íbúanna á leikskólaaldri Gunnar Einarsson - Ungt fólk áberandi í Urriðaholti „Auðvitað er frábært að vera komin heim aftur,“ segir Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á Björgum í Út-Kinn. Fjölskyldan þar á bæ sneri til baka í gærmorgun og líf- ið leitar nú jafnvægis. Kýrnar hafa verið streittar síð- ustu daga og nytin datt niður vegna óreglulegra mjaltatíma. Framleiðslan ætti þó fljótt að komast í fyrri takt. „Hér á Björgum eru ár, lækir og skurðir fullir af vatni eða hafa farið úr farvegi. Nú er verið að ryðja þá, eftir það sjáum við væntanlega umfang skemmda á túnum og öðrum svæðum þar sem skriður féllu – aur sem mikil vinna verður að moka á brott svo nytja megi landið að nýju,“ segir Jóna Björg á Björgum. Lífið leitar nú jafnvægis ÁBÚENDUR Á BJÖRGUM ERU KOMNIR AFTUR HEIM Jóna Björg Hlöðversdóttir Lenya Rún Taha Karim, frambjóð- andi sem skipaði þriðja sæti á lista Pírata í Reykja- víkurkjördæmi norður í alþing- iskosningum, skilaði í gær inn kæru til kjör- bréfanefndar Al- þingis og dóms- málaráðuneytisins. Í kærunni segir Lenya að „ágall- ar á endurtalningu atkvæða, sem raktir hafa verið í fjölmiðlum og formaður yfirkjörstjórnarinnar hefur gengist við, séu slíkir að ekki sé unnt að styðjast við endurtaln- inguna“. Alls hafa nú fjórir frambjóð- endur kært kosningarnar til Al- þingis. Til viðbótar við Lenyu eru það þau Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóð- andi Samfylkingarinnar, og Magn- ús Örn Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Lenya kærir alþing- iskosningarnar Lenya Rún Taha Karim Rósinkrans Már Konráðsson fannst látinn í gær en hans hafði verið sakn- að frá laugar- deginum 25. september. Rósinkrans féll í sjóinn um 200 metra frá landi af sæþotu við sænsku eyjuna Öland. Kafarar á vegum björgunar- sveitar á svæðinu fundu lík Rósin- krans í sjónum við Köpingsvik kl. 10:25 í gær. Sjónarvottar sögðust hafa séð mann í blautbúningi falla af sæþotu en hann var ekki klædd- ur í björgunarvesti. Leitin var afar umfangsmikil en fjölskylda og vinir Rósinkrans flugu til Svíþjóðar að aðstoða við leitina. Sæþotur, kaf- bátadrónar og björgunarbátar voru meðal annars nýtt til að leita að líki hans. Rósinkrans var 41 árs þegar hann lést og búsettur í Svíþjóð. Íslendingurinn fannst látinn í gær Rósinkrans Már Konráðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.