Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 SVIÐSLJÓS Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Vestmannaeyingar ætla sér sess á sviði líftækni og er sjónum beint að því sem kemur úr hafinu. Vest- mannaeyjar eru ein stærsta verstöð landsins í veiðum og vinnslu. Með líf- tækninni er þriðju stoðinni bætt við og skref í þá átt er Vestmannaeyjar – Sjávarlíftæknivettvangur Íslands, verkefni sem Þekkingarsetur Vest- mannaeyja (ÞSV) hefur umsjón með. Verkefnið var kynnt fyrir skömmu og undirbúningur hefur staðið í eitt og hálft ár. Er unnið í samvinnu við stofnanir og sjávarútvegsfyrirtæki í Eyjum, háskóla í landinu og vísinda- menn sem þar starfa. ÞSV og Vestmannaeyjabær standa að verkefninu sem hlaut 10 milljóna króna styrk til eins árs úr Lóu – ný- sköpunarstyrkjum fyrir landsbyggð- ina, sem atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið hefur umsjón með. Einnig kom fram að fiskverkunar- fyrirtækið Langa ehf. í Eyjum fékk nýlega styrk úr Matvælasjóði að fjár- hæð 21 milljón króna í verkefni sem tengist sjávarlíftækni. Hörður Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri ÞSV, fór stuttlega yfir þá innviði sem eru til staðar í ÞSV og hvernig þeir nýtast Sjávarlíftækni- vettvangnum. Fjöldi fyrirtækja og stofnana er þar með aðsetur, eins og Matís, Hafró, Háskóli Íslands, Mann- vit, CCP, Náttúrustofa Suðurlands, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Sea life Trust og Umhverfisstofnun. Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar ÞSV, sem fylgt hefur verk- efninu eftir fór yfir þróun sjávar- útvegs í Vestmannaeyjum frá 1890 til 2021 og taldi hann næstu skref í þró- un öflugs sjávarútvegs felast m.a. í vinnslu verðmætra efna úr sjávar- fangi með líftækniaðferðum. Þurfum að skapa aðstæður Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri fór yfir forsögu verkefnisins og mikil- vægi þess að efla nýsköpun og frum- kvöðlastarfsemi í Vestmannaeyjum. Íris lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélög kæmu að frum- kvöðlastarfsemi á upphafsstigum. „Sérstaklega þarf að sinna þessu vel úti á landi og leggja áherslu á að taka þátt í uppbygginu nýsköpunar og frumkvöðlastarfi. Við hér í Eyjum þurfum að skapa aðstæður s.s. hús- næði og aðstoða við að ræsa þessi verkefni. Tengja fólk saman. Til þess þarf aðkomu fagaðila sem við höfum nýtt okkur. Fólk og fyritæki þurfa sameiginlegan vettvang til þess að nýsköpunarhugmynd geti orðið að veruleika. Stuðningur ríkisins er mjög mikilvægur og skiptir nýr sjóð- ur eins og Lóan miklu máli,“ sagði Ír- is. Þar næst greindi dr. Hólmfríður Sveinsdóttur, frumkvöðull og verk- efnisstjóri, stuttlega frá verkefninu og þeim mikilvæga tilgangi þess, sem er fyrst og fremst að efla enn frekar frumkvöðlastarfsemi, atvinnutæki- færi og verðmætasköpun í Vest- mannaeyjum. „Hér eru grunninnviðir eins og Þekkingarsetrið, Rannsóknaþjónusta Vestmannaeyja og sjávarútvegsfyrir- tæki sem búa yfir mikilli þekkingu á allri virðiskeðju sjávarútvegs, sem mikilvægt er að tengja við háskóla, rannsóknastofnanir og þekkingar- fyrirtæki til þess að mynda breiðan vettvang,“ sagði Hólmfríður. Nýr verkefnastjóri ÞSV, dr. Ev- genia Mikaelsdóttir, kynnti skoðana- könnun sem hún hefur umsjón með og er í gangi í tengslum við vinnu sem á sér stað um atvinnustefnu bæjarins. Evgenía hvatti Vestmannaeyinga til að taka þátt í þessari mikilvægu könnun sem er á vestmannaeyjar.is, heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, og hafa þannig áhrif á atvinnustefnuna. Að lokum sagði Frosti Gíslason, verkefnastjóri Þekkingarsetursins, frá framtíðaráformum Fab Labs í nýju húsnæði í Setrinu. Frosti er frumkvöðull á þessu sviði og er Fab Lab-stöðin í Eyjum sú fyrsta hér á landi. Fjöldi vísindamanna Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur umsjón með verkefninu, en samstarfsaðilarnir eru sjávarútvegs- fyrirtæki í Vestmannaeyjum, Rann- sóknaþjónusta Vestmannaeyja, VISKA símenntunarmiðstöð Vest- mannaeyja, dr. Ásta Dís Óladóttir, dósent við viðskiptafræðideild Há- skóla Íslands, dr. Margrét Þorsteins- dóttir, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, dr. Rannveig Björnsdóttir, dósent við Raunvísinda- og viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri, Guðrún Arndís Jónsdóttir, forstöðukona Sjávarútvegsmið- stöðvar Háskólans á Akureyri, Ingi- björg Sigurðardóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hól- um, og fyrirtækin Laxá og Arctic- Mass. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir er verkefnastjóri verkefnisins. Hólm- fríður er með doktorsgráðu í mat- vælaefnafræði og meistaragráðu í næringarfræði. Hún hefur áralanga reynslu af verkefnastjórnun í nýsköp- un í sjávarútvegi og leiddi f.h. FISK Seafood þróun undirkælingar um borð í fiskiskipum í samstarfsverk- efni sem Skaginn 3X hafði yfirumsjón með. Hólmfríður er einnig stofnandi líftæknifyrirtækisins Protis og hug- myndasmiðurinn að baki Protis- fæðubótarefnunum, sem innihalda m.a. fiskprótín og kollagen. Til gam- ans má nefna að Protis var fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að framleiða kollagen úr þorskroði. Líftæknin þriðja stoðin í Eyjum - Sjávarlíftæknivettvangur Íslands sett- ur á laggirnar - Þekkingarsetur Vest- mannaeyja hefur umsjón með verkefninu Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Þekking F.v. eru Hólmfríður, Evgenia, Hörður, Íris og Arnar. Kynning Frosti Gíslason kynnti Fab Lab-stöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.