Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 Y firlitssýning þeirra Bryn- dísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilsons, Óræð lönd: Samtöl í sameigin- legum víddum var nýverið opnuð í Gerðarsafni, með verkum frá tutt- ugu ára tímabili. Þau Bryndís og Mark hófu samvinnu í myndlist árið 2001 og hafa dýrasiðfræði (e. animal studies), umhverfismál og áhrif lofts- lagsbreytinga meðal annars myndað máttarstólpa í þeirra verkum. Árið 2019 hlutu Bryndís og Mark verkefnastyrk frá Rannsóknarsjóði Íslands fyrir rannsóknarverkefnið „Ísbirnir á villigötum“ og var það í fyrsta skipti sem að myndlistarverk- efni var styrkt af sjóðum á sviði rannsókna. Núverandi sýningu í Gerðarsafni, ásamt nýopnaðri sýn- ingu þeirra Visitasíur / Visitations í Listasafninu á Akureyri, má skoða sem kafla í þessari yfirgripsmiklu rannsókn en rýnt verður í þá fyrr- nefndu hér eftir. Þá er von á heild- stæðri útgáfu byggð á rannsókninni og yfirlitssýningunni á Gerðarsafni. Tímaskeið hinna mannhverfu sjónarmiða Bryndís og Mark vinna innan meng- is listrannsókna en það er sjónlist sem hverfist um þverfaglegar rann- sóknir á ákveðnu sviði, sem í þeirra tilfelli eru dýr, plöntur og þeirra eiginlegu heimkynni. Listamenn- irnir nálgast viðfangsefni sín út frá náttúruhverfum sjónarmiðum í stað mannhverfra og sýna því verkin gjarnan einhvers konar reiptog á nálgun siðferðislegra gilda á sviði náttúruverndar, loftslagsmála og varðveislu á heimkynnum dýra og kjörlendi plöntustofna. Tímaskeið mannhverfra sjónarmiða (e. anthro- pocene) hefur iðulega verið í um- ræðunni á undanförnum áratugum og þá sérstaklega í tengslum við áhrif loftslagsvárinnar á heims- byggðina. Helstu einkenni þessa tímaskeiðs er tegundarhyggja, þar nálgast maðurinn náttúruheiminn, vistkerfin, dýr og plöntur út frá eigin forsendum og hagsmunum. Dýrið sem áfangastaður Ég hélt af stað inn í sýningarsalinn á hægri hönd eftir tilmælum stafs- manns safnsins en hún benti á að þar mætti finna kynningartexta á sýn- ingunni. Heilt yfir má finna greinar- góðar upplýsingar við hvert verk. En það hefði verið handhægara að hafa þessa sömu texta samantekna í sýn- ingarskrá sem hægt væri að fletta, skoða og lesa á eigin forsendum. Að þessu leyti minnir sýningin á nátt- úrugripasýningu, þar sem lengri út- skýringar í veggjatextum með þó stærra letri, eru fremur algengir. Þegar inn í salinn var komið þá greip verkið „I’m not here“ (2004) strax athygli, hreinlega vegna þess að það stakk í stúf við önnur verk í salnum. Verkið er vegvísir sem bendir í margar ólíkar áttir, en í stað þess að benda á áfangastaði vísa skiltin til dýrategunda á tilteknum svæðum, til að mynda ólíkra teg- unda úlfa og híena. Að auki má finna myndbandsverkið „Big Mouth“ (2004) á vegvísinum, þar sem hlusta má á einstaklinga segja frá upplifun sinni af þessum dýrum, þeim breyt- ingum sem umhverfið hefur tekið og alls konar mýtum. Með þessar radd- ir í eyrunum skoðaði ég bæði vegvís- inn og önnur dýr í salnum. Í kjölfar- ið fór ég líka að sjá dýrin sem áfangastaði og hugurinn reikaði til hvalaskoðunarferða, lundakofa og hestagirðinga. Og hvernig maðurinn leitar í að sjá, skoða og jafnvel klappa dýrum á heimaslóðum, yfir- leitt að meinalausu. Mér verður svo litið aftur á vegvísinn og sé þá skilti sem á stendur „poached tiger“. Um leið breytist merking verksins og við bætist sjónarmið sem felur í sér skaða, rask og dauða. Sameiginlegi þátturinn á þessum ólíku skiltum verksins er fyrirætlun mannsins. Hvort sem litið er til húðflettingar tígrisdýra á sléttum Afríku eða þorskveiða í Norður-Atlantshafi þá er hvatinn sá sami, að nálgast nátt- úruheiminn út frá eigin forsendum og hagsmunum. Og eins og svo oft áður kann maðurinn sér ekki hóf og heldur ótrauður áfram á næsta áfangastað þegar birgðirnar eru uppurnar. Verkið fangar vel þessa ásækni. Skoða heildarmyndina Í verkum sínum og vali á viðfangs- efni reyna Bryndís og Mark að skoða heildarmyndina, draga at- hyglina frá hvötum og miðstýringu mannsins og beina þess í stað sjón- um að þörfum dýra og plantna. Með þessum hætti leitast þau við að fjar- lægja manninn frá því að vera mið- lægur punktur (e. decentralize) í allri umræðu og framkvæmd og beina þess í stað sjónum að öðrum vistkerfum. Verk sýningarinnar sýna þessa afstýringu listamann- anna vel og með ólíkum hætti og jafnvel vekja upp spurningar um hver sé raunverulega aðkomudýrið þegar heimkynni og kjörlendi eru annars vegar. Í sama sal má finna verk í vinnslu, „Matrix“ (2016-) og sýnir það gler- afsteypur af holrýmum sem ísbirnir mynda ofan í snjónum þegar þeir fara í híði á veturna. Verkið saman- stendur af líkönum sem unnin eru út frá sérstökum landmælingum sem notaðar eru við vegagerð í Alaska. Þessi tækni er notuð svo forðast megi híðin þegar vegir eru lagðir til og frá vinnusvæðum. Í verkinu vott- ar fyrir meðvitund og skilning í verk- lagi, og í raun ákveðinni tegund óræðra samskipta sem gera það að verkum að menn og vegir þeirra og dýr í dvala geta lifað í sátt og sam- lyndi. Titil þessarar rýnisgreinar, „Okk- ar sameiginlega rými“, fékk ég að láni úr kynningartexta sýning- arinnar. Mér fannst þessi stutta staðhæfing fanga svo mikið um sýn- inguna. En verkin á henni varpa ljósi á hvers eðlis samskipti manns og dýrs hafa verið fram til þessa, óræð og full misskilnings og gróðavonar. Verkin sýna til hvaða ráða maðurinn tekur þegar honum er ógnað, hvern- ig fjarlægðin á milli manna og dýra fer stöðugt minnkandi og með hvaða hætti við höldum arfleifð dýra til haga. Uppstoppun, mýtur, ljós- myndir, ásamt því að ala húsdýr og umbreyta plöntum til nytja má skoða sem leiðir mannsins til að temja náttúruna eftir eigin höfði með afgerandi hætti. En á tíma- skeiði mannhverfra gilda vekur sýn- ingin mikilvægar og áleitnar spurn- ingar um áhrif þess að maðurinn haldi áfram með uppteknum hætti. Með þessu áframhaldi verður mögu- lega aðeins hægt að sjá uppstoppaða ísbirni; mögulega verða einu fugl- arnir sem að við getum skoðað að- eins eftirmyndir, varpað fram í heimi sýndarveruleika. Og mögulega kem- ur sá tími þar sem mýturnar lifa ein- ar eftir. Okkar sameiginlega rými Fugl Hluti verksins Only Show in town sýnir lítinn fugl. Gerðarsafn Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum bbbbn Sýning Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilsons. Gerðarsafn er opið alla daga kl. 10-17. Sýningu lýkur 9. janúar 2022. KARINA HANNEY MARRERO MYNDLIST Athyglisvert Verkið Im not here/Big mouth stingur nokkuð í stúf. Það samanstenduraf vegvísi og myndbandsverki sem nefnist Big Mouth. Morgunblaðið/Unnur Karen Matrix Verk í vinnslu sem sýnir glerafsteypur af holrýmum sem ísbirnir mynda neðanjarðar í snjónum þegar þeir fara í híði á veturna. Gjafabréf Kjötsmiðjunnar eru fullkomin í jólapakkann fyrir starfsfólkið. Eða til að gleðja nákominn sælkera með góðu kjöti. Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 8:00-16:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.