Morgunblaðið - 07.10.2021, Side 4

Morgunblaðið - 07.10.2021, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2021 ÚRVALSFÓLK 60+ Á KANARÍ 29. OKTÓBER - 17. NÓVEMBER - 20 DAGAR Skemmtileg ferðmeð Unni Pálmars. sem fararstjóra. Ferðinni er heitið til Kanarí þar sem gist verður á Eugenia Victoria, huggulegu og góðu 3 stjörnu hóteli. INNIFALIÐ Í VERÐI BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA INNRITUÐ TASKA 20 KG. OG 8 KG. HANDFARANGUR HÁLFT FÆÐI ÍSLENSK FARARSTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI DAGSKRÁ ÚRVALSFÓLKS VERÐ FRÁ 289.900 KR. VERÐ Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA. UNNUR PÁLMARSDÓTTIR SKEMMMTANASTJÓRI ÚRVAL ÚTSÝN | 585 4000 | INFO@UU.IS | UU.IS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fólk á bæjum í Út-Kinn í Þingeyjar- sveit hefur nú snúið aftur til síns heima eftir að hættuástandi í kjölfar skiðufallanna þar um helgina var af- lýst. Það var gert á mánudagskvöld- ið en eitthvað var um að fólk sneri ekki til baka fyrr en í gærmorgun. Áfram gildir hættustig á svæðinu, en sérfræðingar Veðurstofunnar telja þó að verulega hafi dregið úr skriðu- hættu. Bjargráðasjóður bætir tún og girðingar Ljóst er að í þessum náttúruham- förum hafa víða orðið skemmdir á túnum og girðingum, þar sem skrið- ur hafa fallið fram á láglendi og yfir tún og girðingar. Tjón á slíku er bætt af Bjargráðasjóði, sem vistaður er í atvinnuvega og nýsköpunarráðu- neytinu. Skv. upplýsingum þaðan eiga bændur að snúa sér til ráðu- nauta Leiðbeiningamiðstöðvar land- búnaðarins og fá þá til að meta tjón og aðstæður. Slíkt verður svo grund- völlur bótagreiðslna úr sjóðnum. Enn hafa ekki borist neinar til- kynningar um tjón á húsum eða innbúi fólks, en slíkan miska bætir Náttúruvártrygging Íslands. Huld Ragnheiður Árnadóttir, forstöðu- maður stofnunarinnar, segist þó vera í góðu sambandi við ábúendur í Út-Kinn og yfirvöld á svæðinu og fylgst sé með stöðunni. Mikið sjónarspil Nú er komið í ljós að í Kinnarfjöll- um við Skjálfandafljót, norðan byggðarinnar í Kinn, hafa miklar skriður fallið á síðustu dögum. „Að líta hér upp eftir fjallshlíðunum er mikið sjónarspil,“ segir Sverrir Karlsson, skipstjóri hjá hvalaskoð- unarfyrirtækinu Gentle Giants sem gerir út frá Húsavík. Sverrir sigldi í gær að fjöllunum hvar heitir Naustavík og greindi þar fjórar skriður; þar af tvær afar stór- ar sem ná hátt úr hlíð alveg í sjó fram. Af myndum sem hann tók virð- ist sem fyllurnar hafi bókstaflega lekið niður vatnsósa fjallshlíðarnar. Þannig er talið að úrkomumagnið á þessum slóðum, frá föstudagsmorgni til sunnudags, hafi verið allt að 230 mm sem er með því allra mesta sem gerist og því eðlilegt að undan láti. Aðstæður verði kannaðar Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í gær fengið pata af skriðum í Kinnarfjöllum og á Flateyjarskaga. Ekki hafa þó verið aðstæður eða tími til að kanna aðstæður betur, en Hreiðar Hreiðarsson, varðstjóri á Húsavík, taldi að það yrði gert. Væri þá ætlunin að þyrla frá Landhelgis- gæslunni færi yfir og um svæðið – og þannig ætti heildarmynd að fást. Miklar og breiðar skriður í Kinnarfjöllum koma nú í ljós Ljósmynd/Sverrir Ingvi Karlsson Skriður Mikill bloti er í Kinnarfjöllum og eins og myndin sýnir hefur jarðvegurinn hreinlega flætt niður brekkuna. - Hættuástandi aflýst - Fólk í Út-Kinn aftur heim - Tjón metið - Fyllur lekið Börnum á leikskóladeild Urriðaholts- skóla hefur fjölgað hratt á síðustu misserum. Fram kom í bæjarráði Garðabæjar í vikunni að í janúar 2019 voru 72 börn á deildinni. Þau voru 118 í janúar 2020, 157 í janúar í ár og nú í októ- ber er gert ráð fyrir að 214 börn verði á leikskóla- deild skólans, sem er samrekinn grunn- og leik- skóli. Á fundi bæjarráðsins var fjallað um ýmsar aðgerðir til að mæta auknum um- svifum skólans. Þá liggur fyrir að flýta þurfi framkvæmdum við stækk- un skólans en byggingu fyrsta áfanga lauk haustið 2019. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að nú búi um 2.500 manns í hinu nýja Urriðaholtshverfi. Þar af séu um 1.800 þeirra fæddir eft- ir 1980 og hverfið sem slíkt sé mjög ungt. Börn á leikskólaaldri séu um 13% af íbúum hverfisins og segist Gunnar ekki áður hafa séð eins mikla fjölgun leikskólabarna og í Urriða- holti síðustu misseri. Algengt sé að meðaltal barna á leikskólaaldri sé um 7%. „Við fögnum öllu þessu unga fólki, sem er að flytja í Urriðaholt,“ bætir Gunnar við. Bætt við leikskóla Í Garðabæ hefur börnum á leik- skólaaldri fjölgað með stækkandi bæjarfélagi og stórum árgangi sem er að hefja leikskólagöngu í haust. Vegna þessarar fjölgunar tók nýr leikskóli, ungbarnaleikskólinn Mána- hvoll, til starfa í ágúst. Starfsemi Mánahvols er fyrst um sinn í húsi leikskóla á Álftanesi en flyst núna í október yfir á Vífilsstaði við hliðina á leikskólanum Sunnuhvoli. Bygging leikskólans er samsett úr færan- legum einingahúsum og útfærsla hönnuð eftir hugmyndum sveitarfé- lagsins, að sögn Gunnars. Þá er verið að hanna nýjan leik- skóla neðst og vestast í Urriðaholti, við Holtsveg 20. Nú stendur yfir hönnunarvinna og byggingarfram- kvæmdir eru í undirbúningi, en niðurstöður úr hönnunarsamkeppni lágu fyrir í byrjun júní. Farið verður í framkvæmdir við nýja leikskólann í Urriðaholti 2022 og er gert ráð fyrir að hann verði tilbúinn til að taka við börnum 2023. aij@mbl.is Um 13% íbúanna á leikskólaaldri Gunnar Einarsson - Ungt fólk áberandi í Urriðaholti „Auðvitað er frábært að vera komin heim aftur,“ segir Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á Björgum í Út-Kinn. Fjölskyldan þar á bæ sneri til baka í gærmorgun og líf- ið leitar nú jafnvægis. Kýrnar hafa verið streittar síð- ustu daga og nytin datt niður vegna óreglulegra mjaltatíma. Framleiðslan ætti þó fljótt að komast í fyrri takt. „Hér á Björgum eru ár, lækir og skurðir fullir af vatni eða hafa farið úr farvegi. Nú er verið að ryðja þá, eftir það sjáum við væntanlega umfang skemmda á túnum og öðrum svæðum þar sem skriður féllu – aur sem mikil vinna verður að moka á brott svo nytja megi landið að nýju,“ segir Jóna Björg á Björgum. Lífið leitar nú jafnvægis ÁBÚENDUR Á BJÖRGUM ERU KOMNIR AFTUR HEIM Jóna Björg Hlöðversdóttir Lenya Rún Taha Karim, frambjóð- andi sem skipaði þriðja sæti á lista Pírata í Reykja- víkurkjördæmi norður í alþing- iskosningum, skilaði í gær inn kæru til kjör- bréfanefndar Al- þingis og dóms- málaráðuneytisins. Í kærunni segir Lenya að „ágall- ar á endurtalningu atkvæða, sem raktir hafa verið í fjölmiðlum og formaður yfirkjörstjórnarinnar hefur gengist við, séu slíkir að ekki sé unnt að styðjast við endurtaln- inguna“. Alls hafa nú fjórir frambjóð- endur kært kosningarnar til Al- þingis. Til viðbótar við Lenyu eru það þau Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóð- andi Samfylkingarinnar, og Magn- ús Örn Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Lenya kærir alþing- iskosningarnar Lenya Rún Taha Karim Rósinkrans Már Konráðsson fannst látinn í gær en hans hafði verið sakn- að frá laugar- deginum 25. september. Rósinkrans féll í sjóinn um 200 metra frá landi af sæþotu við sænsku eyjuna Öland. Kafarar á vegum björgunar- sveitar á svæðinu fundu lík Rósin- krans í sjónum við Köpingsvik kl. 10:25 í gær. Sjónarvottar sögðust hafa séð mann í blautbúningi falla af sæþotu en hann var ekki klædd- ur í björgunarvesti. Leitin var afar umfangsmikil en fjölskylda og vinir Rósinkrans flugu til Svíþjóðar að aðstoða við leitina. Sæþotur, kaf- bátadrónar og björgunarbátar voru meðal annars nýtt til að leita að líki hans. Rósinkrans var 41 árs þegar hann lést og búsettur í Svíþjóð. Íslendingurinn fannst látinn í gær Rósinkrans Már Konráðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.