Morgunblaðið - 11.10.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021
KANARÍ
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
29. OKTÓBER - 17. NÓVEMBER | 19 DAGAR Á
Íslendingar hafa sótt í dásamlegar strendur Kanarí
áratugum saman og er eyjan einn vinsælasti
áfangastaður Úrvals Útsýnar.
Betri stað í sólarfrí er erfitt að finna, fyrir unga
sem aldna. Jafnt hitastig, þægilegt loftslag, hreinar
strendur og stórbrotið landslag er eitthvað sem
heillar alla!
VERÐ FRÁ:121.900 KR.
á mann m.v. tvo fullorðna og 2 börn
Verð frá 158.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna
FLUG OG VALIN GISTING Á KANARÍ
19 DAGA FERÐ | 29. OKTÓBER - 17. NÓVEMBER
SÓLSKIN,
HEIT GOLA, FLUG,
VALIN GISTING,
INNRITAÐUR FARANGUR
OG ÍSLENSKUR
FARARSTJÓRI
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Aðalheiður Borgþórsdóttir, fyrrver-
andi sveitarstjóri á Seyðisfirði og
núverandi fulltrúi sveitarstjóra,
þurfti að fara út af heimili sínu
vegna rýmingarinnar sem nú er í
gildi á Seyðisfirði. Aðalheiður segist
ekki vera hrædd við að snúa aftur
heim og treystir sérfræðingum til
að taka réttar ákvarðanir.
Níu hús voru rýmd á Seyðisfirði á
mánudag í síðustu viku vegna mik-
illar úrkomu. Þá er hryggur sunnan
við skriðusárið, sem myndaðist eftir
að skriður féllu í desember á síðasta
ári, á hreyfingu og ekki ljóst hvort
leiðigarðar og safnþrær munu taka
við öllu því efni sem er óstöðugt í
hlíðinni.
Aðalheiður þurfti einnig að yfir-
gefa heimili sitt í desember á síð-
asta ári þegar skriðurnar féllu. Þá
sá hún hús sitt hverfa í rykinu sem
þyrlaðist upp þegar skriðan féll, en
húsið slapp þó við skriðuna, sem
beygði af leið. Hún segist ánægð
með hvernig staðið hafi verið að
málum við að búa til leiðigarða og
safnþrær. „Ég treysti því að þetta
verði allt skoðað ofan í kjölinn. Það
er ekki búandi við það að flekinn sé
þarna á hreyfingu, þó að það sé
bara í stuttan tíma eða annað slag-
ið,“ segir Aðalheiður.
Kom smá á óvart
Hryggurinn hefur verið á hreyf-
ingu frá því í byrjun mánaðar og um
helgina unnu sérfræðingar að því að
reikna út hvort leiðigarðar og safn-
þrær muni halda öllu því efni sem
er í hryggnum, sama hvort hann
kemur í heilu lagi eða smærri hlut-
um.
Aðalheiður segir að það hafi kom-
ið sér örlítið á óvart að nú sé verið
að reikna út hvort varnirnar dugi
til. Áður hafi verið talað um að
varnirnar myndu duga en hún vonar
að það skýrist betur á fundum í dag.
Magni Hreinn Jónsson, ofanflóða-
sérfræðingur á Veðurstofu Íslands,
gerir ráð fyrir því að niðurstöður
útreikninganna verði kynntar í dag.
Hann segir að engar breytingar
hafi orðið á hryggnum um helgina
og hann hafi fært sig á svipuðum
hraða og í síðustu viku. Frá laug-
ardegi til miðvikudags í síðustu viku
hreyfði hann sig um 3,5 sentímetra
samkvæmt mælingum.
Ekki verið að taka neina sénsa
„Mér líður bara ágætlega. Ég var
alveg róleg, en þetta kom mér á
óvart. Ég er búin að búa þarna
mjög lengi og að vita að það er ekki
verið að taka neina sénsa róar mig,“
segir Aðalheiður aðspurð hvernig
henni líði með að snúa aftur heim til
sín bráðlega. „Það er greinilega
vakað yfir okkur. Ég fer ekki heim
fyrr en þau treysta okkur til að vera
heima.“
„Það er greinilega
vakað yfir okkur“
- Hryggurinn fyrir ofan Seyðisfjörð hreyfist á sama hraða
Morgunblaðið/Eggert
Á hreyfingu Hryggurinn sunnan við skriðusárið hefur verið á örlítilli
hreyfingu undanfarna viku, meðal annars vegna mikillar úrkomu.
Ekki hrædd Aðalheiður við húsið
sitt, sem slapp í aurskriðunum.
Aðalkeppni heimsmeistaramótsins í
tölvuleiknum League of Legends
hefst í dag í Laugardalshöllinni og
verða fyrstu leikir í riðlum keppn-
innar spilaðir. Mótið er eitt það
stærsta í rafíþróttaheiminum og
þykir á pari við Wimbledon-mótið í
tennis og Tour de France hjólreiða-
keppnina. Ráðgert er að hundruð
milljóna manna fylgist með.
Ekki er aðeins keppt um heiður-
inn en verðlaunafé keppninnar hljóð-
ar upp á tæpar 300 milljónir. Það
hefur ekki allt gengið snurðulaust
fyrir sig í undirbúningi keppenda
fyrir mótið en sumir hafa kvartað
undan lélegri nettengingu og raf-
magnsvandamálum.
Keppnin er talin gríðarlegt tæki-
færi fyrir Ísland til að festa sig í sessi
í hinum ört stækkandi rafíþrótta-
heimi. Áætlað er að rafíþróttaiðnað-
urinn muni í fyrsta skipti í ár velta
yfir milljarði bandaríkjadala og er
talið að hann haldi áfram að stækka
næstu árin. Fjallað verður um fram-
gang mótsins á rafíþróttavef mbl.is.
logis@mbl.is
Milljónir að veði
í Laugardalshöll
- Aðalkeppni heimsmeistaramótsins hefst í dag
Ljósmynd/Riot Games
Rafíþróttir Mótið er á pari við Wimbledon-mótið í tennis og Tour de France.
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Kolbrún Baldursdóttir, borgar-
fulltrúi Flokks fólksins, vill að ný
sundlaug verði byggð í Seljahverfinu
í Breiðholti og hefur lagt fram til-
lögu þess efnis til skipulags- og sam-
gönguráðs Reykjavíkurborgar.
„Svæðið neðst í Seljahverfinu gæti
verið góður staður,“ segir Kolbrún.
Hún segir Breiðholtið það stórt
hverfi að eðlilegt sé að þar séu tvær
sundlaugar. Alls búi á bilinu 22 til 24
þúsund manns í hverfinu. „Þetta eru
í rauninni þrjú hverfi í einu stóru.“
Tvöfaldaðist á áratug
Kolbrún segist ánægð með að
komin sé upp umræða um nýja
sundlaug en hún lagði, í kjölfar
ábendinga frá Breiðhyltingum, fram
tillöguna og efndi til umræðu í face-
bookhópnum „Íbúasamtökin Betra
Breiðholt“.
Í færslu Kolbrúnar segir að að-
sókn í Breiðholtslaug hafi á einum
áratug rúmlega tvöfaldast. Til að
mynda hafi árið 2017 verið opnuð
líkamsræktarstöð við laugina sem
gæti hafa sett strik í reikninginn.
„Það eru mjög
margir, hef ég
heyrt, að fara í
önnur hverfi í
sund,“ segir Kol-
brún og bendir á
að hverfi sem
telja færri íbúa
hafi sínar eigin
sundlaugar og til
að mynda séu
þrjár sundlaugar
í Hafnarfirði þar sem íbúafjöldinn er
28 þúsund.
Aki í önnur sveitarfélög
„Nú er staðan þannig að erfitt ef
ekki ógerlegt er að fara í sund frá 8-
16. Vissulega er skólasund í forgangi
en það er ekki ásættanlegt að al-
menningur eigi þess ekki kost að
fara í sund nema á kvöldin til að
synda. Breiðhyltingar eru jafnvel
farnir að aka í önnur sveitarfélög til
þess að fara í sund,“ segir í greinar-
gerð Flokks fólksins, sem vill að
skoðað verði fyrir alvöru að bæta við
annarri sundlaug í Breiðholti.
„Þetta er góð líkamsrækt og gott
fyrir heilsuna. Ekki hafa allir efni á
líkamsræktarkorti.“
Morgunblaðið/Eggert
Breiðholtslaug Líkamsræktarstöð var opnuð við hlið laugarinnar árið 2017.
Vill nýja sund-
laug í Breiðholti
- Margir fari í sund í öðrum hverfum
Kolbrún
Baldursdóttir