Morgunblaðið - 11.10.2021, Side 12

Morgunblaðið - 11.10.2021, Side 12
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ómarkviss vinnubrögð kunna að valda því að margir milljarðar króna fara í súginn hjá ís- lenskum fyrirtækjum þegar þau auglýsa í gegn- um erlenda stafræna miðla á borð við Google og Facebook. Þetta segir Hjalti Már Einarsson við- skiptaþróunarstjóri hjá markaðsstofunni Dat- era. Hjalti segir erfitt að ná utan um hversu vel ís- lenskir auglýsendur nýta fjármagn sitt og auð- vitað sé ekkert sem heiti 100% skilvirk auglýs- ingaherferð. „En með einföldum leik að tölum virðist óhjákvæmilegt að þau íslensku fyrirtæki sem stunda markaðssetningu á erlendri grundu séu að sturta niður milljörðum króna ár hvert og gætu farið mun betur með sitt markaðsfé.“ Hjalti undirstrikar að auglýsingar í gegnum Google og Facebook geti verið mjög verðmætt tól þegar þarf að ná til viðskiptavina erlendis. Þessir risar netauglýsingamarkaðarins hafi minnkað heiminn og gert íslenskum fyrirtækj- um fært að tala beint við tilvonandi viðskiptavini hvar sem er á jarðkringlunni. En vísbendingar eru um að mörg fyrirtæki glími við bæði reynslu- og þekkingarleysi í markaðssetningu á netinu og nýti ekki öll þau verkfæri sem þeim standa til boða til að hámarka árangur sinn. Sem dæmi um umfang vandans nefnir Hjalti að árið 2019 hafi íslensk ferðaþjónustufyrirtæki velt um 350 milljörðum króna, og eru þá flug- félögin undanskilin. „Allur gangur er á því hve háu hlutfalli veltu er beint til markaðsstarfs er- lendis og verja sum fyrirtæki 10% en önnur láta 2% nægja. Ef við áætlum varlega að meðaltalið sé 3-4% er þessi eina grein að verja rúmlega 10 milljörðum króna árlega í auglýsingabirtingar erlendis. Gefur augaleið, út frá þeirri tölu, að kostnaðurinn við óskilvirkar birtingar safnast fljótt upp og hleypur á a.m.k. nokkrum millj- örðum króna.“ Gullni hringur Ariönu Grande Áður en Hjalti gekk til liðs við Datera starfaði hann í tólf ár hjá stóru ferðaþjónustufyrirtæki og hefur því mjög góða yfirsýn yfir þennan til- tekna kima netauglýsingamarkaðarins. „Al- gengt var að sjá mistök í markaðsefni sumra keppinauta okkar sem lýsti ákveðinni vankunn- áttu. Þannig vanræktu fyrirtæki oft að afmarka birtingar sínar við ákveðin markaðssvæði og ákveðna hópa neytenda og ósjaldan sem auglýs- ingar sem augljóslega áttu að birtast við ákveð- in leitarskilyrði voru að skjóta upp kollinum á röngum stað – og jafnvel á röngu tungumáli.“ Annað dæmi um algeng mistök í netauglýs- ingaherferðum íslenskra fyrirtækja er að mæla ekki árangur birtinga jafnóðum og safna gögn- um um hvaða herferðir skila bestum árangri s.s. mælt í aukinni svörun. „Þá gleyma margir að huga vandlega að orðavalinu í leitarvéla- herferðum sínum og ef t.d. keypt er birting á leitarvél Google fyrir leitarorð eins og „tour“, sem er mjög vinsælt leitarorð tengt ferðaþjón- ustu, þá er mikilvægt að þrengja rammann eins og kostur er svo að herferðin birtist ekki þegar fólk er t.d. að leita að tónleikaferðalagi ein- hverrar heimsfrægrar hljómsveitar. Af svipuð- um toga var sá vandi sem sum ferðaþjónustu- fyrirtæki ráku sig á þegar Ariana Grande var á tónleikaferðalagi um heiminn og kallaði einn að- gangsmiðaflokinn „Golden Circle“, sem þýddi að margir sem hugðust leita upplýsinga um hvar mætti kaupa miða á tónleika hennar voru að óþörfu að sjá og stundum smella á auglýs- ingar um Gullna hring okkar Íslendinga.“ Segir Hjalti margt benda til að vandinn sé ekki bara bundinn við ferðaþjónustuna og ís- lensk fyrirtæki af öllum toga gætu gert betur í stafrænu markaðsstarfi á erlendri grundu. Miklu skipti að gera hlutina rétt enda íslensku fyrirtækin oft í samkeppni við erlenda risa sem bæði hafa digra sjóði og fjöldann allan af mark- aðssérfræðingum á sínum snærum. „Það er skiljanlegt að í greinum eins og ferðaþjónustu hafi verið mikill þrýstingur á fyrirtækin að hlaupa hratt og sleppa mörgum skrefum þegar farið er frá hugmynd yfir í framkvæmd. Þá eru auglýsingar í gegnum Facebook og Google þess eðlis að það er tiltölulega auðvelt að byrja að auglýsa á eigin spýtur og hjá minni fyrirtækj- unum fá starfsmenn oft skyldur markaðsstjór- ans í fangið sem viðbót við önnur verkefni,“ út- skýrir Hjalti. „Það væri strax til mikilla bóta að huga betur að ákveðinni grunnvinnu í markaðs- starfinu og hafa það t.d. á hreinu fyrir hvað fyrirtækið stendur, hver markhópurinn er, að ýtra og besta efni á vefsíðu og hafa allar vef- mælingar í lagi. Sumum myndi gagnast það vel að fá ráðgjöf utanaðkomandi aðila en öðrum hentar betur að byggja upp þekkingu innan- húss, en enginn ætti að láta duga að gera bara eitthvað og svo vona það besta. Krafan á metnað og árangur í markaðsstarfi á alltaf að vera fyrir hendi.“ Ekki nóg að gera bara eitthvað AFP Sókn Nota má Facebook og Google til að ná til fólks um allan heim en það er ekki sama hvernig þessir miðlar eru notaðir. Vinnubrögðin þurfa að vera markviss og undirstöðurnar í lagi. - Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu telur að árlega fari milljarðar króna í súginn í markaðs- starfi íslenskra fyrirtækja - Algengt að sjá klaufaleg og dýr mistök sem rekja má til vankunnáttu 12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is BÍLASTÆÐALAUSNIR Kantsteinarnir Langhólmi og Borgarhólmi einfalda merkingu bílastæða og afmörkun akstursleiða 11. október 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.15 Sterlingspund 175.98 Kanadadalur 103.05 Dönsk króna 20.077 Norsk króna 15.113 Sænsk króna 14.771 Svissn. franki 139.19 Japanskt jen 1.1553 SDR 182.26 Evra 149.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.3955 Fumio Kishida, nýr forsætisráð- herra Japans, sagði á sunnudag að hann hygðist ekki gera breyt- ingar á þeim sköttum sem lagðir eru á fjármagnstekjur og arð- greiðslur. Kishida er mjög í mun að draga úr ójöfnuði og hafði áð- ur gefið til kynna að hærri skatt- ar á arð og fjármagnstekjur gætu verið liður í að minnka tekjubilið í japönsku samfélagi. Að sögn Reuters hyggst Kishida nú fara aðrar leiðir að sama marki, á borð við að hækka laun fólks sem starfar í heilbrigðisgeira. Sennilegt er að ummæli Kish- ida á sunnudag hafi verið til þess gerð að róa japanskan verðbréfa- markað en þar hefur mátt greina titring eftir að ljóst varð að Kishida yrði forsætisráð- herra. Kishida var áður utan- ríkisráðherra en var gerður að leiðtoga fjálslynda demókrata- flokksins (LDP) eftir afsögn Yoshihide Suga sem leiddi flokkinn og stýrði forsætisráðuneytinu eftir afsögn Shinzo Abe 2020. Hefur Nikkei-vísitalan lækkað um 7% frá því Kishida vann formanns- kjör LDP í september. „Ég hef ekki í hyggju að hrófla við sköttum á fjármagnstekjur að svo stöddu […] Fyrst þarf að ráð- ast í mörg brýnni verkefni,“ sagði Kishida í viðtali við Fuji TV. Kishida ávarpaði japanska þingið í fyrsta sinn á föstudag og sagðist þar vilja koma á „nýrri gerð kapítalisma“ þar sem saman færu öflugur hagvöxtur og jafn- ari skipting auðs. Gáfu ummæli hans til kynna að í megindráttum myndi efnahagsstefna LDP fylgja þeirri stefnu sem mörkuð var í tíð Abe. ai@mbl.is Fumio Kishida Kishida bíður með skattahækkanir Hjalti segir einnig þurfa að vanda til verka í markaðsstarfi innanlands. Þegar ná þarf til íslenskra neyt- enda hafa auglýsendur úr úrvali miðla að velja og segir Hjalti m.a. hafa komið í ljós að birting auglýsinga í hefðbundnum miðlum leiði gjarnan af sér meiri virkni fyr- irtækja og vörumerkja á netinu. „Við sjáum það af mælingum á netumferð að sýnileiki í blöðum, sjónvarpi og útvarpi hefur áhrif á nethegðun fólks. Heim- sóknum á vefsíður fjölgar og fleiri nota leitarvélarnar til að finna frekari upplýs- ingar um það sem er verið að auglýsa. Með því að vakta vel heimsóknir og leit- arvélanotkun er þannig hægt að nota netið sem óbeina leið til að mæla virkni auglýsingaherferða í hefðbundnu miðl- unum.“ Þá segir Hjalti rangt að líta svo á að ís- lenski netauglýsingamarkaðurinn sé svo smár að taki því varla að leggjast í mjög flókna greiningu og áætlanagerð fyrir birtingar. Segir hann að þótt auglýsinga- herferð sem eigi að ná til allra Íslendinga þurfi ekki að kosta mikið verði auglýs- endur að minna oft á sig og að með hverri herferðinni megi læra nýja hluti um markaðinn og nýta fjármagnið æ bet- ur í hvert skipti. „Hjá Datera nýtum við gervigreind til að greina birtingar jafn- óðum og hampa jafnharðan þeim skila- boðum sem fá besta svörun.“ MIÐLAR VINNA SAMAN Hjalti Már Einarsson Sýnileiki í hefð- bundnum miðlum mótar nethegðun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.