Morgunblaðið - 11.10.2021, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021
Flugvél Eftir meira en ár af ferðatakmörkunum vegna heimsfaraldursins eru margir frelsinu fegnir. Eftir langa veru á Íslandi hafa margir brugðið undir sig betri fætinum og farið til útlanda.
Eggert
Í aðdraganda síðustu
alþingiskosninga kom
Vatnajökulsþjóðgarður
oft við sögu í umræðum
og skrifum um miðhá-
lendisþjóðgarð og
friðlýsingar. Þótt mik-
ilvægt sé að svo stór
mál fái góða umræðu
og tekist sé á um stefn-
ur og aðferðir er miður
ef sá málflutningur
byggist á vanþekkingu
um starfsemi núverandi þjóðgarða.
Vatnajökulsþjóðgarður er þrettán
ára gömul stofnun í stöðugri þróun.
Þjóðgarðurinn nær til Vatnajökuls
og stórra svæða í nágrenni hans, þar
á meðal þjóðgarðanna sem fyrir voru
í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum.
Sumarið 2019 var stigið mikilvægt
skref í þróun þjóðgarðsins þegar
hann var samþykktur á heimsminja-
skrá UNESCO sem staðfestir að
hann er einstakur á heimsvísu.
Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfa
35 fastir starfsmenn með mikla
þekkingu og reynslu og eru 30 þeirra
á starfsstöðvum á landsbyggðinni.
Mannauðurinn er lykill að góðum ár-
angri og því er lögð áhersla á
fræðslu, starfsánægju og nýsköpun í
starfseminni. Á sumrin bætast við
um 80 starfsmenn sem sinna land-
vörslu, þjónustu og fræðslu til gesta
þjóðgarðsins og eru þau störf öll
unnin á landsbyggðinni. Á árinu 2021
verða unnin um 55 ársverk hjá
Vatnajökulsþjóðgarði og eru um 90%
þeirra unnin á landsbyggðinni.
Í stjórn og fjórum svæðisráðum
Vatnajökulsþjóðgarðs situr fólk fyrir
hönd sveitarstjórna og hagsmuna-
samtaka á viðkomandi svæðum.
Þetta fólk hefur mikla þekkingu á
aðstæðum í heimabyggð sem er afar
mikilvægt til að þróa starfsemi þjóð-
garðsins og til að skapa samstöðu og
sátt.
Gestir Vatnajökulsþjóðgarðs eru
fjölbreyttur hópur sem vill upplifa og
stunda útivist á margvíslegan hátt.
Hlutverk þjóðgarðsins er að tryggja
vernd náttúru og menningarminja,
bjóða gesti velkomna og veita
fræðslu auk þess að
viðhalda gönguleiðum
og reka gestastofur,
skála, salerni og tjald-
svæði. Vatnajök-
ulsþjóðgarður á einnig í
mikilvægu samstarfi
við fjölmarga sem
stunda atvinnu-
starfsemi í eða við þjóð-
garðinn enda er það
eitt af markmiðum
starfseminnar.
Innan Vatnajökuls-
þjóðgarðs eru ríflega
1.000 km af akstursleiðum, flestar á
ábyrgð og undir veghaldi Vegagerð-
arinnar. Ágreiningur um hvort slóð-
ar eigi að vera opnir eða ekki á að-
eins við um 1-2% vega og slóða í
þjóðgarðinum.
Vatnajökulsþjóðgarður var rekinn
með rekstrarafgangi á árunum 2018,
2019 og 2020 og um síðustu áramót
var stofnunin skuldlaus við ríkissjóð.
Innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs
á sér stað mikil uppbygging innviða
og má áætla að ríflega einum millj-
arði verði varið í þetta mikilvæga
verkefni á árunum 2020 og 2021.
Dæmi um stór verkefni er bygging
gestastofu á Kirkjubæjarklaustri og
innrétting gestastofu á Skútustöðum
við Mývatn.
Framtíðin er björt hjá Vatna-
jökulsþjóðgarði og það er mikilvægt
að hann sé þjóðgarður okkar allra en
ekki bitbein í pólitískri umræðu. Þeir
sem vilja kynna sér starfið í Vatna-
jökulsþjóðgarði geta t.d. nálgast
upplýsingar á heimasíðu þjóðgarðs-
ins á eftirfarandi slóð: www.vatna-
jokulsthjodgardur.is.
Eftir Magnús
Guðmundsson
» Framtíðin er björt
hjá Vatnajökuls-
þjóðgarði og það er mik-
ilvægt að hann sé þjóð-
garður okkar allra en
ekki bitbein í pólitískri
umræðu.
Magnús
Guðmundsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Vatnajökulsþjóðgarðs.
Vatnajökulsþjóð-
garður, þjóðgarður
okkar allraÍ grein sinni, „Níu
áskoranir á nýju kjör-
tímabili“, sem Friðrik
Jónsson, formaður
BHM, birti í Kjarn-
anum hinn 26. sept-
ember sl., fer hann
yfir stöðuna á vinnu-
markaði í upphafi nýs
kjörtímabils, eins og
hún blasir við honum.
Það gerði hann einnig
í síðasta þætti
Sprengisands á Bylgjunni. Áskor-
anir sem bíða stjórnvalda og vinnu-
markaðarins eru margar. Greinin
er um margt athyglisverð, en e.t.v.
fyrir nokkuð aðrar sakir en þær
sem Friðrik sjálfur nefnir.
Friðrik kemur inn á hluti, sem
hefur til skamms tíma farið heldur
lítið fyrir í umræðunni. Hann bend-
ir þannig á að hugvit vigti ekki
nægilega þungt á vogarskálum
vinnumarkaðarins, með þeim afleið-
ingum m.a. að nýsköpunarhag-
kerfið hafi enn ekki náð að festa
rætur hér á landi. Góða gamla auð-
lindahagkerfið lifi því enn góðu lífi
á kostnað vaxtarmöguleika til fram-
tíðar litið, efnahagslegs stöðugleika
og velferðaruppbyggingar.
Skaðlegar samskipta-
og starfsaðferðir
vinnumarkaðarins
Mesta athygli vekur þó umbúða-
laus gagnrýni BHM-formannsins á
samskipta- og starfshefðir vinnu-
markaðarins. Hér sé um hefðir að
ræða, sem haldi vexti hagkerfisins
föstum í viðjum hótana og annarrar
niðurrifsstarfsemi, sem kemur svo
aftur niður á lífskjörum „okkar
allra“ eins og það er orðað.
Heyr, heyr. Orð í tíma töluð.
Vonandi duga síðan þau ráð sem
Friðrik vill hafa í þessum efnum og
það er að hefja samtalið strax og
vanda vel til verka. Því miður
bendir þó fátt til þess. Á því virðist
ekki nægur áhugi, enda bendir
flest til þess að núverandi verka-
lýðsforysta hafi mun meiri áhuga á
fortíðinni og hefur barátta launa-
fólks verið keyrð áratugi aftur í
tímann, jafnvel aftur til hagkerfis
nítjándu og fyrri hluta tuttugustu
aldar.
Afar mikilvægt er að aðilar
vinnumarkaðarins eigi upp-
byggilegt samtal um stefnu og þró-
un vinnumarkaðarins
til framtíðar litið;
hvernig launaþróun
við viljum sjá, hvers
konar atvinnusköpun
stendur undir þeim
kröfum sem við gerum
til framtíðarinnar í
lífskjörum og velferð.
Vilji verður að vera
fyrir hendi um að
finna svör sem báðir
aðilar geta ásamt
stjórnvöldum unnið
með, þ.e. launafólk og
launagreiðendur eða
atvinnurekendur.
Snúum af braut átaka
og ófriðar til bættra
lífskjara og hagsældar
Annars staðar á Norðurlönd-
unum hefur þetta samtal tryggt
launafólki samfellt hagvaxtarskeið
og aukinn kaupmátt um áratuga-
skeið. Hér á landi mörkuðu þjóð-
arsáttarsamningarnir árið 1990
upphafið að sambærilegri þróun.
Því miður gekk það þó ekki eftir og
má segja að vonin hafi endanlega
orðið að engu í eftirleik hrunsins. Á
síðustu 10 árum virðist hafa skipt
meira máli, í það minnsta hjá sum-
um aðildarfélögum ASÍ, að efna til
ófriðar við vinnuveitendur en að
efla kaupmáttar- og hagvaxtar-
þróun hér á landi.
Afleiðingarnar, ef svo má segja,
birtast ekki síst í því tveggja turna
tali ASÍ og SA sem yfirskyggir
flest annað á vinnumarkaðnum og
snýst í stuttu máli um kjör hinna
lægst launuðu og rekstrarforsendur
hjá stórfyrirtækjum landsins. Sá
mikli meirihluti launþega og fyrir-
tækja sem falla ekki undir þetta tal
stendur óbættur hjá garði eða nýt-
ur ekki sannmælis. Þetta hefði ekki
slompast eitthvað áfram um sinn,
ef ekki væri fyrir Covid-19. En tím-
inn er á þrotum.
Nýsköpun, hugverkaiðnaður
og skapandi atvinnugreinar
Sjaldan eða aldrei hefur nýr
samskiptamáti verið mikilvægari en
nú, þegar meginalda fjórðu iðnbylt-
ingar er að halda innreið sína í
samfélagið. Miðað við þann 19. ald-
ar og fyrri hluta 20. aldar vinnu-
markað sem ASÍ vinnur að virðist
lítið vera aflögu fyrir hugvitið, afl-
vaka þessara tæknidrifnu breytinga
sem eru að umbreyta atvinnulífinu.
Hugvitið verður í grunninn rekið af
sérfræðingum í litlum fyrirtækjum
og sprotum. Þessir sérfræðingar
eiga fátt sameiginlegt með þeim
lægst launuðu og fyrirtæki þeirra
starfa á allt öðrum forsendum en
stórfyrirtæki.
Allir sem vilja geta séð að rétta
þarf þessa neikvæðu þróun af. Afar
brýnt er að við förum að ræða um
stöðu og þróun vinnumarkaðarins
út frá heildarhagsmunum vinnu-
markaðarins. Nálgast þarf við-
fangsefnið út frá almennum for-
sendum, en ekki sérhagsmunum og
ekki er síður brýnt að fagleg vinnu-
brögð séu höfð í heiðri, en ekki
þröngir flokkspólitískir hagsmunir
eða stéttapólitík sem er sérstakt
hugðarefni einstakra forystumanna
verkalýðshreyfingarinnar.
Atvinnufjelagið vill horfa til
nýrra vinnubragða og þarfa
Atvinnufjelagið (AFJ) er nýtt
hagsmunafélag lítilla og með-
alstórra fyrirtækja sem ætlað er að
mæta þessari þróun. Við hjá AFJ
erum sannfærð um mikilvægi
menntunar, sveigjanleika vinnu-
markaðarins, vaxandi vægis ein-
yrkja á vinnumarkarði og lykil-
stöðu lítilla og meðalstórra
fyrirtækja fyrir íslenskt efnahags-
og atvinnulíf. Okkur finnst því
tímabært að breikka umræðuna á
vinnumarkaði og freista þess að ná
samtalinu í gang í samvinnu við þá
sem eru sammála okkur um að
breytinga sé þörf; að tími bætta
samskipta á vinnumarkaði sé runn-
inn upp með hagsmuni heildarinnar
að leiðarljósi og lítil og meðalstór
fyrirtæki njóti sannmælis. Nánari
upplýsingar um AFJ eru á vefnum
okkar www.atvinnufjelagid.is.
Verið velkomin í félagið og stofn-
fundinn sem verður haldinn innan
skamms.
Eftir Helgu Guð-
rúnu Jónasdóttur » Atvinnufjelagið
vill að rödd lítilla
og meðalstórra fyrir-
tækja heyrist og þeirra
hagsmuna sé gætt í
atvinnuuppbyggingu
nýsköpunarhagkerfis
21. aldar.
Helga Guðrún
Jónasdóttir
Höfundur er samskiptastjóri
og í stjórn undirbúningsfélags
að stofnun AFJ.
Tveggja turna tal ASÍ og SA