Morgunblaðið - 11.10.2021, Side 16

Morgunblaðið - 11.10.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Komið hefur í ljós, samkvæmt orðum for- manns yfirkjör- stjórnar í NV- kjördæmi, að hann braut lög í kjölfar taln- ingar atkvæða á kosn- inganótt og tilkynn- ingar niðurstöðu í lok kosningavöku – og spillti þar með kjör- gögnunum. Ekki var gengið frá kjörseðlum á tryggan hátt; þeir ekki innsiglaðir og það sem meira er ógildum seðlum ekki haldið sér – né heldur skýrslur, aðrar gerðir eða kjörskrár sem senda á frá sér tafarlaust rétt meðhöndlaðar. Samkvæmt hans orð- um í viðtölum og fund- argerðum er líka víst að í það minnsta einn ein- staklingur dvaldi drjúg- an tíma eftirlitslaus með óvörðum kjörgögnum. Með réttu verklagi hefði sá möguleiki ekki verið fyrir hendi. Varla þarf að taka fram að enginn er svo heilagur að mega sitja einn að kjör- gögnum, hvað þá eftir að hafa fengið nákvæmar upplýsingar um niðurstöður kosninga um allt land og þar með hafa öll tæki og hvata til ásetningsbrots. Engan skyldi því undra að komið hafa fram kærur á þessa atburðarás alla eftir að lokatölur voru kynntar opinberlega og kjörstjórn send heim. Ekki síst þegar formaður yfirkjör- stjórnarinnar hefur skilað skýrslum til Landskjörstjórnar þar sem fram koma aðrar tölur en tilkynntar voru við lok kosningavöku, en í þeirra stað skráðar vafasamar breytingar gerðar eftir á og þá eftir að gögnunum var á svo margvíslegan hátt spillt og þau gerð ómarktæk. Augljóst er orðið að ekki var um áframhaldandi talningu að ræða, þar sem innsiglun og frágangi átti með réttu að vera lokið – enda jafnan not- að orðalagið að „telja aftur“ eða end- urtalning um þennan gjörning í um- ræðunni. En þó má ráða af kosningalögum að ekki var þetta heldur endurtalning, því eftir að kjör- gögn eru innsigluð skulu þau „geymd þar til Alþingi hefur úrskurðað um gildi kosninganna enda sé þeirra eigi þörf vegna kæru sem beint hefur ver- ið til lögreglustjóra.“ (2.mgr. 104.gr.) og engin kæra af nokkru tagi hafði borist hvorugri stofnuninni þegar aft- ur var átt við atkvæðin og komist að nýrri niðurstöðu. Landskjörstjórn ber kannski að byggja á þeim skýrslum sem henni berast (meðan ekki liggja fyrir frek- ari upplýsingar frá lögreglustjóra) og boða til þings út frá þeim fyrirliggj- andi gögnum – en hvernig mun Al- þingi bregðast við? Kærurnar miða allar að því sem gerðist eftir að talningu lauk og áhrif- um breytinganna sem formaðurinn gerði eftir á, en ekki hefur enn komið fram í fréttum að nokkur kæra miði að framkvæmd kosninganna og taln- ingar fram að því. Kærurnar sem lýst hefur verið krefjast þess samt að Al- þingi úrskurði kosningu allra fram- boðslista stjórnmálasamtaka í NV- kjördæmi ógilda og að kosið verði að nýju í kjördæminu við fyrsta tæki- færi. Eru það réttmætar kröfur? Nær væri að krefjast þess að boðað væri til þings samkvæmt réttum óspilltum tölum. Eða viljum við gera hverjum þeim sem mislíkar niðurstaða kosn- ingar kleift að ógilda kosninguna og fá hana endurtekna með því einu að spilla eða skemma kjörgögnin eftir á? Tökum við ekki meira mark á kerf- inu en svo, með öllum sínum varnögl- um; starfsfólki, talningarfólki, eft- irlits- og umboðsmönnum, margfaldri yfirferðinni hvort heldur sem er í flokkun eða talningu og kjörstjórnum almennt? Meðan allar varúðarráð- stafanir og gæðaferli eru virk getur einn gallaður einstaklingur ekki gert nein afglöp því sá næsti grípur þau og lagar eða kemur upp um vítaverða hegðun. Kosningalögin gera alla vega ekki ráð fyrir neinum vafa um nið- urstöður nema að framkominni kæru sem þá væntanlega ber að byggja á rökstuddum grun. Lítill munur er bara það, lítill munur! Og hversu svekktari sem menn eru að tapa með litlum mun fremur en meiri breytir ekki frekar tapinu. Í tilfelli spillingar kjörgagna NV-kjördæmis og tilraun- ar til að breyta lokaniðurstöðu kosn- inga í kjölfarið er rétt að hafna öllum eftirábreytingum og standa með rétt- um tölum sem lýðræðislegt ferli leiddi fram og engin marktæk gögn mæla gegn né komið hafa fram kær- ur á. Það er nefnilega líka eftirá- breyting að gengisfella kosninguna alla fyrir það eitt að búið sé að spilla kjörgögnunum eftir rétta talningu, þótt vissulega sé ekki hægt að stað- festa hana með enn frekari talningu – uppkosning þjónar líka ásetningi þess sem ekki sættir sig við hina réttu niðurstöðu! Bjóðum ekki upp á neinar breyt- ingar eftir á. Höfnum öllum mögu- leikum á svindli og látum ekki hafa af okkur réttar niðurstöður úr lýðræð- islegum kosningum. Setjum skýrar línur um að lögum þurfi að fylgja með kærum fyrir hvers lags vítaverða vanrækslu eða vísvitandi lögbrot og heimtingu á refsingu fyrir; hvort sem er fyrir vöntun á frágangi gagna, fikt við atkvæðaseðla eða rangfærslu og rugl varðandi úrslit talningar. Séu niðurstöður í skýrslu for- manns yfirkjörstjórnar NV- kjördæmis samþykktar er boðið upp á annað eins átölulaust til frambúðar. En sé öll kosningin dæmd ógild fyrir að kjörgögn spilltust eftir talningu er líka gefið hættulegt fordæmi! Viljum við að héðan af verði nóg að rjúfa inn- sigli, stela eða eyða kjörgögnunum eftir talningu þóknist mönnum ekki niðurstaða kosninga? Er þá hætt við að bitrir gerist brennuvargar, ef allt- af er hægt að fella kosningar eftir á. Eftir Hannes Þórð Þorvaldsson » Viljum við að héðan af verði nóg að rjúfa innsigli, stela eða eyða kjörgögnunum eftir talningu þóknist mönn- um ekki niðurstaða kosninga? Hannes Þórður Þorvaldsson Höfundur er lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður. Alltaf hægt að fella kosningu eftir á? Mikilvægur fylgi- fiskur klassískrar tón- listar eru margvísleg fræðastörf sem skapað hafa auðugar bók- menntir sem fjalla um hvaðeina sem tónlist snertir. Stundum hef- ur það jafnvel virst svo sem hið skrifaða orð taki yfir og sumum finnist betra að lesa um tónlist en að hlusta á hana. Meðal viðfangsefna fræðimanna er spurn- ingin hvað tónlist sé. Miðaldamenn sættu sig við þá skýringu að tónlistin væri gjöf, sem Guð almáttugur hefði gefið mönnunum af gæsku sinni. Nú- tíminn krefst nákvæmari svara. Sumir segja að tónlist sé hljóð og allt hljóð sé efniviður tónlistar. Maður sem flýgur einn í einshreyfils flugvél yfir Norður-Atlantshaf hlustar grannt eftir gangi hreyfilsins og gleðst mjög ef hann hljómar reglu- lega og eðlilega. Það mundi hins veg- ar ekki teljast tónlist í klassískum skilningi. Tónlist er aðferð til þess að tjá mönnum hughrif, sem ekki er hægt að tjá með öðrum hætti af því að þau eru fullkomlega óhlutræn. Maðurinn hefur þann sérstaka eiginleika að skynja tiltekin hljóð, sem sett eru fram með ákveðnum hætti, á mjög næman og áhrifamikinn hátt. Mörg- um finnst þessi áhrif dýpri og merki- legri en nokkuð annað í mannlegri tjáningu. Skyldleiki tónlistar og tal- aðs máls er augljós og endurspeglast í sögu tónlistarinnar. Lengi framan af var hin ritaða tónlist fyrst og fremst sungin tónlist með texta sem oft réð hljóðfallinu. Mannsröddin hefur líka lengi verið viðmiðun í smíði margra hljóðfæra. Engu að síð- ur er hljóðfæri vél. Konsertflygill nú- tímans er mjög flókin vél. Þessar vél- ar eru þó í þjónustuhlutverki hjá tónlistinni. Þegar menn hlusta á upp- töku, sem berst yfir netheima af jap- anskri hljómsveit spila sinfóníu eftir Beethoven, veldur hin flókna nútímatækni sem þar er milliliður engum vandamálum. Athyglin beinist að túlkuninni og tjáningunni og menn gleðjast yfir því hve mikla alúð og hve mik- inn skilning fjarlæg þjóð leggur í verk manns sem uppi var hinum megin á hnett- inum fyrir 200 árum. Mannkynið er eitt. Tón- list sem samin er af vél og flutt er af vél kann að vekja áhuga sumra og vera mönnum til skemmtunar og gagns. Það er jafnvel hugsanlegt að unnt verði í framtíðinni að þröngva mönnunum til þess að elska vélarnar meira en sjálfa sig. Sá tími er enn ekki kominn og meðan svo er gilda hinar mannlegu viðmiðanir. Þrátt fyrir hið huglæga eðli tónlist- arinnar sjálfrar er hún engu að síður oft sett fram sem liður í hlutrænni framsetningu t.d. við trúarathafnir, dans, leikhús, ljóð, hernað, kvikmynd- ir, auglýsingar og svo má lengi telja. Mörgum finnst tónlistin við þessar aðstæður dýpka og skýra skilning á því sem við er að fást og tengja tónlist oft við tilfinningalega reynslu. Lengi vel framan af öldum voru menn ekki vissir um að tónlistin hefði sjálfstæða tilveru en það breyttist er líða tók á miðaldir. Enn í dag eru uppi tvær skoðanir á þessu máli. Annars vegar er því haldið fram að hlutverk tónlist- ar sé að dýpka og styrkja skilning manna á boðskap, sem settur er fram með ýmsum hætti og oft í texta verks. Hin skoðunin byggist á hinu óhlut- ræna eðli tónlistarinnar. Þar er því haldið fram að tónlist túlki ekki neitt og flytji engan boðskap. Hún sé að- eins hún sjálf og lúti eigin lögmálum. Tónskáldin Johannes Brahms og Richard Wagner voru taldir fulltrúar þessara andstæðu skoðana á nítjándu öld. Sá síðarnefndi hélt fram svoköll- uðu „Gesamtkunstverk“, þar sem tónlistin skyldi sameinuð öðrum list- greinum, en Brahms var fulltrúi hinn- ar hreinu tónlistar. Á tuttugustu öld var þeim Arnold Schönberg og Igor Stravinsky stundum stillt upp sem fulltrúum sama skoðanaágreinings. Hvað sem öðru líður hafa stuðn- ingsmenn hreinnar tónlistar ekki lát- ið þetta koma í veg fyrir að þeir semdu tónlist við texta eða undir ein- hverjum boðskap, né heldur leggja boðskaparsinnar minni vandvirkni í þátt hinnar hreinu tónlistar í verkum sínum. Mörgum finnst það besta í verkum Wagners einmitt vera hljóm- sveitarkaflar, forleikir og millispil, þar sem enginn texti er og hægt er að njóta hinnar hreinu tónlistar án þess að hafa hugmynd um boðskap verksins að öðru leyti. Meðal þeirra sem ritað hafa um þessi mál er Aust- urríkismaðurinn Eduard Hanslick einna kunnastur. Hann skrifaði um miðja nítjándu öld fræga ritgerð, þar sem málstað hinnar hreinu tónlistar er haldið fram. Samkvæmt honum er tónlistin skipulagður heimur tóna sem tengjast eftir lögmálum list- arinnar sjálfrar og annað ekki. Þess- ar skoðanir hafa reynst mjög lífseig- ar þótt sumir síðari tíma menn kjósi að lýsa þeim öðruvísi en Hanslick gerir. Þær hafa einnig mikla þýðingu um þau álitaefni sem upp hafa risið síðar um nýja klassíska tónlist. Ný klassísk tónlist hefur átt erfitt uppdráttar á okkar tímum og raunar allt frá því styrjaldir 20. aldar gengu yfir Evrópu og heiminn. Hugtakið ný klassísk tónlist kann að hljóma eins og rökræn lokleysa. Með því er átt við nýja eða nýlega tónlist sem samin er á sömu forsendum og gamla klass- íska tónlistin, m.a. í því augnamiði að viðhalda tónlistarhefð, sem staðið hefur í 1000 ár. Gamla klassíkin lifir enn góðu lífi og auðgar líf margra nútímamanna. Nýja tónlistin berst varnarbaráttu og sér ekki fyrir endann á. Eftir Finn Torfa Stefánsson Finnur Torfi Stefánsson » Tónlist er aðferð til þess að tjá mönnum hughrif, sem ekki er hægt að tjá með öðrum hætti af því að þau eru fullkomlega óhlutræn. Höfundur er tónskáld. Hvað er tónlist? Í aðsendri grein eft- ir Svein Runólfsson og Andrés Arnalds er spurt hvort ekki sé löngu tímabært að hætta notkun stafa- furu hér á landi. Svarið er nei. Hvorki stafa- fura né aðrar trjáteg- undir eru ágengar hér á landi. Að vera inn- flutt, sá sér lítillega út og vera áberandi er ekki það sama og að vera „ágeng“ lífvera sem skv. lögbundinni skilgreiningu veldur rýrnun líffræðilegrar fjölbreytni. Enda hefur grein þeirra félaga í raun ekkert með stafafuru að gera. Þetta er fremur tilraun til að úrtala skógrækt og draga úr möguleikum hennar sem aðferð við að takast á við loftslagsbreytingar. Spyrja má hvað þeim gangi til með því. Í drögum að landsáætlun í skóg- rækt er lagt til að skógrækt megi nota til að takast á við hraðfara lofts- lagsbreytingar af mannavöldum og hjálpa til við að Ísland nái að verða kolefnishlutlaust árið 2040, eins og stjórnvöld hafa sett stefnu um og skógræktarlög gera ráð fyrir. Landsáætlun í skógrækt fylgir því mjög vel stefnu stjórnvalda. Enn fremur er lagt til að efla skógrækt til að ná þeim markmiðum, að stórum hluta með birki. Stóraukin ræktun birkis er raunar mesta stefnubreyt- ingin í landsáætluninni, sem þeir fé- lagar virðast ekki gera sér fyllilega grein fyrir en viðurkenna aðeins með semingi. Einnig verða áfram rækt- aðar innfluttar trjátegundir sem vaxa hraðar, binda meira kolefni og skila meiri hagrænum verðmætum en birkið. Að sleppa notkun þeirra væri glapræði. Við höfum 120 ára reynslu af innfluttum trjátegundum og vitum hvers við megum vænta af kolefnisbindingu þeirra og vistfræðilegri hegðun. Þar er reyndar stafafura meðal bestu trjáa sem við höfum, enda vex hún vel á rýru landi sem nóg er af hér- lendis og aðrar teg- undir vaxa illa á eða ekki. Þeir félagar titla sig áhugamenn um náttúruvernd, en kjósa að afneita gagnsemi skógrækt- ar í baráttunni við loftslagsbreyt- ingar. Ef okkur tekst ekki að stöðva uppsöfnun koltvísýrings í andrúms- loftinu og draga hann niður í skóg og jarðveg blasir við að hér muni hlýna um 2-4 °C fyrir næstu aldamót, tíðni hamfaraveðra eykst og sjór súrnar ótæpilega. Ef það gerist er tómt mál að tala um vernd lífríkisins í óbreyttri mynd. Allt mun breytast. Í drögum að landsáætlun í skógrækt er viðleitni til að hægja á breyting- unum svo samfélagið og náttúran hafi tíma til að aðlagast þeim. Hvað hafa þessir ágætu áhugamenn um náttúruvernd til þeirra mála að leggja? Er það að vilja banna skóg- rækt? Ekki er annað að lesa á grein þeirra félaga. Nei Eftir Þröst Eysteinsson Þröstur Eysteinsson » Þeir félagar titla sig áhugamenn um náttúruvernd, en kjósa að afneita gagnsemi skógræktar í baráttunni við loftslagsbreytingar. Höfundur er skógræktarstjóri. throstur@skogur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.