Morgunblaðið - 11.10.2021, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR
frá Höfn, Svalbarðsströnd,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
miðvikudaginn 6. október. Hún verður
jarðsungin frá Svalbarðskirkju föstudaginn 22. október
klukkan 13.30.
Soffía Friðriksdóttir Stefán Þengilsson
Kristjana Friðriksdóttir Sigurður Steingrímsson
Steinþór Friðriksson Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir
Hildur Petra Friðriksdóttir
Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir Gunnar Egilsson
og fjölskyldur
Gáfumaðurinn
Finnbogi, land-
könnuður, fjall-
göngumaður og
mannvinur. Fyrirmynd, heiðar-
legur, hreinskilinn, hugaður,
sterkur, hjarthlýr, trúr sinni
sannfæringu og traustur.
Ég var svo heppinn að eiga
Finnboga að góðum vini. Leiðir
okkar lágu saman hjá Framtaks-
sjóði Íslands á sínum tíma. Þetta
var krefjandi tími en ótrúlega ár-
angursríkur. Finnbogi var einn
af þeim sem lagði grunninn að
einstökum árangri sjóðsins. Það
verður að fylgja með að grunnur
árangursins var líka allt það af-
burðafólk sem starfaði hjá sjóðn-
um frá upphafi til enda á starfs-
tíma sjóðsins. Þessu væri
Finnbogi hjartanlega sammála.
Finnbogi átti farsælan feril að
baki í íslensku viðskiptalífi. Ég
hafði eins og fleiri fylgst með
starfsferli hans í gegnum Esther
elstu dóttur hans en við Esther
unnum saman á sínum tíma. Síð-
ar vorum við Esther saman í
MBA-námi. Ég upplifði það hve
þau feðginin voru einstaklega
samheldin og samband þeirra
mjög sterkt. Þau leituðu ráða hjá
hvort öðru og studdu hvort ann-
að í blíðu og stríðu. Á ólíkum víg-
stöðvum í skóla eða vinnu með
þeim feðginum brá reglulega við
sömu töktum, skoðunum og gild-
um. Missir þinn Esther er mikill
en þú berð þá gæfu að hafa erft
hans góðu kosti. Ég var þakk-
látur og stoltur veislustjóri í 120
ára afmæli ykkar fyrir tæpum
tveimur árum og er heppinn að
hafa átt ykkur að góðum vinum.
Hugurinn reikar til heimsókn-
ar til Finnboga og Berglindar í
París fyrir nokkrum árum. Hjól-
uðum um alla París og Finnbogi
lýsti því sem fyrir augu bar.
Drukkum kaffi á kaffihúsum og
reyndum að leysa lífsgátuna.
Finnbogi hafði mikinn áhuga á
mönnum og málefnum og velti
stöðu efnahagsmála mikið fyrir
sér. Í París sá maður það glögg-
lega hve miklir heimsborgarar
þau Finnbogi og Berglind voru
og hve samband þeirra var ein-
stakt á allan hátt.
Sólin hefur hnigið til viðar allt
of snemma hjá Finnboga vini
mínum. Það var svo skemmtileg-
ur tími að fara í hönd hjá honum
og Berglindi. Söknuðurinn er
mikill og eftir sitja kærar minn-
ingar um einstakan vin, góðvild-
ina, hláturinn, vinnuferðirnar er-
lendis, umhyggjusemina og
aðrar óteljandi gleðistundir.
Finnbogi var traustur og hélt
afar þétt um sína nánustu. Elsku
Berglind, Esther, Ragna og aðr-
ir ástvinir ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og megi minning
um yndislegan Finnboga ylja um
hjartarætur um ókomna tíð.
✝
Finnbogi Jóns-
son fæddist 18.
janúar 1950. Hann
lést 9. september
2021.
Útför hans var
gerð 8. október
2021.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan
getur.
(Úr Hávamálum)
Þór Hauksson.
Þegar ég kom
heim til Akureyrar,
eftir nokkurra ára fjarveru, hafði
ég eignast tvo yndislega frænd-
ur, þá Áskel og Finnboga. Þeir
voru systrasynir, fæddir með 18
daga millibili. Seinna kynntist ég
Finnboga enn betur er móðir
hans, ásamt Dórótheu systur
hans, flutti í hús okkar Baldvins.
Ég tók miklu ástfóstri við
Finnboga. Á sumrin fór hann í
sveit en á veturna var hann í
skóla og starfaði þá mikið í
skátahreyfingunni. Eftir lands-
próf fór hann í Menntaskólann á
Akureyri og á sumrin var hann á
sjó.
Finnbogi var mikil félagsvera.
Hann sinnti einnig ástamálum
sínum vel, í bæinn kom ung og
glæsileg stúlka frá Vestmanna-
eyjum, Sveinborg H. Sveinsdótt-
ir, nemi í hjúkrunarfræði, og
felldu þau fljótt hugi saman. Hún
flutti heim til hans og 31. nóv.
1969 fæddist frumburður þeirra.
Finnbogi sat þá uppi á fæðing-
ardeild allan daginn og ekkert
gekk. Um kvöldið átti hann að
flytja ræðu í MA í tilefni 1. des.
Hann hringdi því í mig og bað
mig að vera hjá Sveinu á meðan
hann færi heim og hefði fata-
skipti. Hann ætlaði svo að koma
við á leiðinni upp í skóla. Við
Sveina töluðum um að það væri
gaman ef hún yrði búin að fæða
þegar hann kæmi – og það stóð
heima. Það fyrsta sem hann
heyrði þegar hann kom var
barnsgrátur, fædd var lítil
stúlka. Það var stoltur faðir sem
hélt ræðu þetta kvöld.
Eftir að hafa lokið námi hér
heima flutti fjölskyldan til Sví-
þjóðar. Þar lauk Finnbogi námi í
eðlisverkfræði og rekstrarhag-
fræði. Sveina lærði geðhjúkrun
og heim komu þau með tvær
yndislegar dætur, Esther og Sig-
ríði Rögnu sem fæddist í Lundi.
Svo knúði sorgin dyra er
Sveina greindist með krabba-
mein og lést aðeins 58 ára gömul.
En seinna skein hamingjan
við á ný er Finnbogi kynntist
Berglindi Ásgeirsdóttur og fjöl-
skyldu hennar. Hún að ljúka sín-
um starfsferli sem sendiherra og
hér á Akureyri ætluðu þau að
búa og njóta lífsins. Húsið og
nýja heimilið beið þeirra er þau
kæmu frá Vancouver.
Elsku Finnbogi minn:
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ég kveð Finnboga með virð-
ingu og þökk og sendi Berglindi,
Esther, Rögnu og fjölskyldum
innilegar samúðarkveðjur.
Samúðarkveðjur senda Mar-
grét, Ingi, Finnbogi Alfreð og
Karin.
Björg Finnbogadóttir (Bella).
Skammt er á milli lífs og
dauða. Minn ágæti vinur, Finn-
bogi Jónsson, hefur fyrirvara-
laust verið hrifinn burtu frá okk-
ur. Það eru ekki nema nokkrir
mánuðir síðan við ræddum sam-
an um okkar sameiginlegu
áhugamál á sviði sjávarútvegs og
fiskveiðistjórnunar. Finnbogi í
fínu formi og hlakkaði til dval-
arinnar í akademísku umhverfi
við háskólann í Bresku Kólumbíu
í Vancouver. Lögðum við í þessu
samtali drög að samvinnu okkar
við rannsóknir og greinaskrif.
Nú er skarð fyrir skildi. Hann
ekki lengur meðal vor.
Finnboga kynntist ég fyrst
þegar við sátum báðir í stúdenta-
ráði Háskóla Íslands árið 1972.
Finnbogi var þá nemandi í iðn-
aðarverkfræði með hár niður á
herðar og eindreginn vinstri
maður eins og þorri háskólastúd-
enta á þeim árum. Vorum við
Finnbogi í forystusveit þeirrar
bylgju vinstri róttækni sem þá
var að rísa í Háskólanum og
hjaðnaði ekki í mörg ár. Með
okkur í stúdentaráði var Berg-
lind Ásgeirsdóttir eftirlifandi
sambýliskona Finnboga og hans
trausti bakhjarl. Hún sýndi hins
vegar þá framsýni umfram okk-
ur strákagerpin að sitja hinum
megin við borðið í fylkingu Vöku.
Samvinna okkar Finnboga
hófst á nýjan leik er ég kom
heim frá námi árið 1980, en þá
var hann orðinn skrifstofustjóri í
iðnaðarráðuneytinu og hægri
hönd Hjörleifs Guttormssonar
þáverandi iðnaðarráðherra. Tók-
um við ásamt fleiri góðum mönn-
um höndum saman um það viða-
mikla verkefni að lagfæra
samninga Íslands við þáverandi
álrisa, Alusuisse. Eins og flest
annað sem Finnbogi tók sér fyrir
hendur tókst það verk prýðilega.
Hagstæðari samningar voru
gerðir og viðeigandi bætur
greiddar þótt endanlegar mála-
lyktir yrðu ekki fyrr en með
næstu ríkisstjórn.
Síðan lágu leiðir Finnboga í
Síldarvinnsluna á Norðfirði þar
sem hann gegndi stöðu forstjóra
í 13 ár. Þar vann hann þrekvirki
við að endurskipuleggja rekstur
og endurreisa fjárhag þess
merka fyrirtækis og leggja því
þann trausta grundvöll sem síð-
ari forstjórar hafa nýtt til enn
meiri uppbyggingar. Síldar-
vinnslan er nú eitt glæsilegasta
sjávarútvegsfyrirtæki lands-
manna. Án aðkomu Finnboga að
fyrirtækinu 1986 er eins líklegt
að fyrirtækið hefði farið þá leið
sem mörg önnur sjávarútvegs-
fyrirtæki fóru á þessum árum og
Neskaupstaður þá e.t.v. ekki
nema svipur hjá sjón.
Skyndilegt fráfall Finnboga er
áfall fyrir okkur öll. Mestur er
harmur hennar Berglindar okk-
ar, barna þeirra og barnabarna.
Við Anna vottum þeim okkar
innilegustu hluttekningu.
Ragnar Árnason.
Sviplegt fráfall vinar skilur
eftir tómleika, sorg og söknuð.
Það eru eðlileg mannleg við-
brögð þegar ekki lengur nýtur
ljúfrar og gleðiríkrar samfylgd-
ar. Þau viðbrögð kallast á við
dýrmæta gjöf sem Guð hefur
veitt og ekki sjálfgefin. Það vek-
ur síðan tilfinningu einskærs
þakklætis fyrir að hafa þegið
slíka gjöf og fagnað henni svo
lengi sem raun varð.
Saga viðburðarríkar ævi vinar
er meira og minna opinber og
þekkt. En löng samleið skildi eft-
ir fleira sem fáar heimildir
greina frá. Hann átti auk heldur
þessa einlægni og gleði sem hon-
um fylgdi. Óseðjandi löngun í að
kanna nýjar slóðir, þræða tinda
fjalla, njóta fegurðar og mann-
legrar reisnar. Líkt og perlukaf-
ari sem kannar hverja skel í
ákefð eftir að finna í henni dýra
perlu, velti hann við steinum ís-
lensks athafnalífs. Hvert tæki-
færi eftirvænting góðra hluta og
happ hátíð.
Vinur átti auðvelt með að
fagna með fagnendum og gráta
með grátendum eins og ritað er
á góðum stað. Mátti ekkert aumt
sjá eða vamm sitt vita. Öfundin
ekki nærtæk og jafnlítið upptek-
inn af eigin hag. Sá fremur í sér
hvatamann að því að treysta og
efla hag samfélags og þjóðar og
heilinda annarra leitað í þeim
efnum. Skýrast kom það fram
þegar hann veitti Síldarvinnsl-
unni í Neskaupstað forystu. Þar
reyndi verulega á hæfileika
stjórnanda í afar þröngri stöðu.
Með samhentum hópi bar hann
fyrirtækið frá bágindum til
blómaskeiðs og blómi þess nú
sem aldrei fyrr. Trúmennska
hans, hæfileikar og eldmóður
vakti aðdáun og virðingu ekki að-
eins í Neskaupstað heldur um
allt land. Má segja að þegar
hann hvarf af þeim vettvangi
hafi hugur hans orðið eftir. Aust-
ur lá leiðin oft síðari ár og vel
fylgst með þróun samfélaganna
og athafnalífs.
Lagði lóð sitt á vogarskálar
þegar byggð var álverksmiðja
við Reyðarfjörð og hafði eins og
jafnan tiltækar röksemdir sem
ekki var fram hjá litið. Orð hans í
eyru fulltrúa Alcoa, er hann
kynnti þeim fyrirtækin fyrir
austan voru þau: „Ef hægt er að
reka stórfyrirtæki á borð við
Síldarvinnsluna, Eskju og
Loðnuvinnsluna með góðum ár-
angri, þá hefur rekstur álvers á
þessu svæði ekki lakari skilyrði.“
Hann lét um sig muna. Áhrifa-
valdur í lífi fjölmargra og minn-
ast samstúdentar í Menntaskól-
anum á Akureyri 1970 ljúfrar
samfylgdar á reglubundnum
samkomum í gegnum árin með
miklu þakklæti. Forysta hans og
skipulag ógleymanlegra móta
hópsins í Rússlandi og á Siglu-
firði í sumar leið.
Perlurnar í lífinu auðsæjar.
Eiginkona hans, Sveinborg, ynd-
isleg atgerviskona og skyggn á
fólk, var vini kjölfesta meðan
hennar naut við. Augasteinar
hans, dæturnar Esther og
Ragna og fjölskyldur, áttu í hlýj-
an faðm að leita og framrétta
hönd að liðsinna og styrkja eftir
mætti.
Í menntaskóla ofinn vefur vin-
áttu sem efldist og varð sam-
ofinn fjölskyldutenglum eins og
nánustu ættingjar væru og með
árunum innilegri.
Eftir hörmulegt fráfall Svein-
borgar kynntist Finnbogi Berg-
lindi Ásgeirsdóttur, glæsilegum
fulltrúa þjóðar sinnar á erlend-
um vettvangi, vandaðri og hríf-
andi og við hjónin þakklát að
hafa eignast vináttu hennar. Hún
sannarlega átt veigamikinn þátt í
að veita vini þá hamingju sem
bros hans og viðmót geislaði af.
Víðförull, lífsglaður, skeleggur
og ástríðufullur athafnamaður,
traustur og gefandi vinur kvadd-
ur og samfylgdin innihaldsríka
og dýrmæta Guði þökkuð.
Guð styrki eftirlifandi ástvini
og vini og blessi yndislega minn-
ingu.
Inger og Davíð
Eitt af því ánægjulegasta við
starf kennarans er það að kynn-
ast duglegum nemendum og geð-
þekku ungu fólki. Stundum leiðir
það til ævilangrar vináttu eins og
hjá okkur Finnboga. Auk þess
sem hann var nemandi minn
unnum við einnig saman að fé-
lagsmálum meðan hann var í
námi hér heima, hann fyrir Stúd-
entaráð en ég fyrir SÍNE. Skoð-
anir okkar og viðhorf voru svo
áþekk að við þurftum yfirleitt
ekkert að eyða miklum tíma í að
ræða hlutina. Slík vinátta og
samstilling er gulls ígildi.
Þegar Finnbogi kom heim frá
framhaldsnámi í Svíþjóð hóf
hann störf í iðnaðarráðuneytinu í
ráðherratíð Hjörleifs Guttorms-
sonar. Leiðirnar lágu þá aftur
saman þegar hann fór að ýta að
mér ýmsum verkefnum á vegum
ráðuneytisins, til dæmis orku-
sparnaði og staðarvali fyrir
orkufreka stóriðju. Og Finnbogi
var mér svo kær að það var erfitt
að synja beiðnum hans, enda
leiddu þær til samstarfs sem
varð okkur báðum til ánægju því
að kemían milli okkar tryggði
það. Og af þessu óx líka sterk og
náin vinátta tvennra hjóna því að
Sigrún og Sveina heitin áttu vel
saman og deildu áhugamálum
sem tengdust störfum þeirra á
sviði geðheilbrigðis- og velferð-
armála. Samræður okkar allra
um fjölskyldu-, jafnréttis- og
samfélagsmál voru frjóar og
fjörugar. Þær gleymast seint.
Við kynntumst líka dætrum
þeirra, Esther og Rögnu, sem
voru oft með í för, - og það var
„bónus“. Eftir að þau hjónin
fluttust út á land heimsóttum við
þau bæði á Akureyri og í Nes-
kaupstað – og okkur var sann-
arlega tekið með kostum og
kynjum. Samband Finnboga og
Sveinu var líka afar heilt og ein-
kenndist af ástríki, virðingu og
samstöðu. En svo syrti í álinn
með heilsu Sveinu og hún varð
harmdauði fjölskyldu og vinum
þegar hún lést langt um aldur
fram.
En það var ánægjulegt að
fylgjast með Finnboga þegar
hann fann ástina aftur og sagði
svo fallega frá því til dæmis í
jólabréfum. Berglind Ásgeirs-
dóttir varð sambýliskona hans
og náinn félagi. Samband þeirra
varð samstillt og hamingjuríkt
enda áttu þau mörg sameiginleg
áhugamál.
Við sendum Berglindi, Esther,
Rögnu og allri fjölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur.
Þorsteinn Vilhjálmsson og
Sigrún Júlíusdóttir
Í dag er til moldar borinn kær
vinur okkar, Finnbogi Jónsson.
Við Ásta hittum þau Finnboga
og Berglindi á förnum vegi fyrir
stuttu, þá lék allt í lyndi og þau
sáu fram á nýjan áfanga í lífinu
bæði hress og kát að vanda. Lífið
er oft á tíðum svo óútreiknanlegt
og ósanngjarnt, sérstaklega finn-
ur maður til þess á stundu eins
og þessari þegar kær vinur fellur
frá þegar hann hefði átt að sjá
fram á rólegri daga og geta sinnt
því óskiptur sem honum var
kærast. Við sem eftir sitjum get-
um þó glaðst yfir ljúfum minn-
ingum um vin sem gott var að
eiga að og minningum um góðan
dreng sem gott var að eiga að
vini.
Það var mikið lán fyrir bæj-
arfélagið í Neskaupstað á sínum
tíma að fá Finnboga Jónsson til
starfa sem framkvæmdastjóra
Síldarvinnslunnar. Hann lagði
alla sína krafta í að styrkja og
efla fyrirtækið og þegar hann lét
af störfum var Síldarvinnslan
þegar eitt öflugasta sjávarút-
vegsfyrirtæki landsins, þar
munu verkin lifa manninn. Finn-
bogi og fjölskyldan öll misstu
mikið þegar eiginkona hans,
Sveinborg Sveinsdóttir, féll frá
langt um aldur fram árið 2004.
Þau hjónin fluttu með sér fersk-
an blæ inn í samfélagið í Nes-
kaupstað og létu til sín taka á
mörgum sviðum og mörkuðu þar
djúp spor sem seint verða máð.
Þótt við hefðum vitað hvor af
öðrum um nokkurn tíma í sam-
bærilegum störum við at-
vinnuþróun hófst vinátta okar
þegar þau Finnbogi og Sveina
fluttu til Neskaupstaðar 1986.
Eðlilega voru samskipti bæjar-
stjóra og framkvæmdastjóra
stærsta fyrirtækis bæjarins tals-
verð á þessum árum. Kynni okk-
ar urðu svo enn nánari þar sem
Sveina tók að sér starf félags-
málastjóra bæjarins.
Við Ásta minnumst sérstak-
lega allra vinafundanna, gagn-
kvæmra heimsókna og samveru-
stunda með þeim Finnboga og
Sveinu. Þótt slíkar stundir með
Finnboga og fjölskyldu hafi orðið
færri vegna breyttra aðstæðna
og flutninga hafa tengslin ekki
rofnað.
Kæru Berglind, Ester, Ragna
og fjölskyldur, missir ykkar er
mikill.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við kæran vin, Finn-
boga Jónsson.
Ásgeir og Ásta.
Það var sárt að þurfa að með-
taka það að Finnbogi félagi okk-
ar, sem var búinn að vera okkur
samferða í hálfa öld, hefði
skyndilega kvatt þennan heim.
Við Finnbogi hófum saman
nám í eðlisverkfræði við HÍ 1971.
Eftir tveggja ára nám þar vorum
við svo samferða í framhaldið til
Lundar þar sem við gátum lokið
náminu. Finnbogi og Sveina kon-
an hans áttu þegar dótturina
Ester og um haustið eignuðumst
við Bryndís dóttur okkar Gunn-
hildi, þannig að þetta voru tvær
ungar fjölskyldur sem settust að
hvort á sínum stigaganginum á
Kämnärsvägen.
Það var troðin gata á milli
þessara tveggja heimila. Lundur
var á þeim tíma mikil Íslend-
inganýlenda, þar var öflugt fé-
lagslíf og í hverfinu bjuggu flest-
ir við svipaðar aðstæður. Við
skiptumst á við barnapössun og
deildum þekkingu á hvað og hvar
væri hægt að versla ódýrt,
hvernig við tengdumst hinu fé-
lagslega kerfi og fengjum hús-
næðisbætur og barnabætur.
Fjárhagurinn var enda naumur
og útséð um að fjölskyldurnar
gætu fjárfest í munaði eins og
sjónvarpi.
Á leið okkar um bæinn geng-
um við Finnbogi fram á búð sem
seldi notuð sjónvarpstæki og þar
var nett tekkmubla með litlum,
svarthvítum sporöskjulaga sjón-
varpsskjá á 195 krónur sænskar.
Við ákváðum snarlega að fjár-
festa sameiginlega í þessum grip
þannig að hvor fjölskyldan gæti
notið hans aðra hverja viku. Við
bárum tækið á milli okkar og eft-
ir snarpar samningaviðræður
milli Finnboga og strætóstjóra
sem vildi láta okkur greiða
töskugjald fyrir gripinn (þið sem
þekktuð Finnboga vitið hvernig
þær enduðu), komumst við heim
á leið með sjónvarpið. Á hverjum
fimmtudegi var svo skiptidagur
og þá mátti sjá okkur félagana
berandi sjónvarpið milli íbúð-
anna.
Að loknu verkfræðináminu
fórum við svo mismunandi leiðir.
Finnbogi bætti við sig hagfræði-
námi, flutti til Íslands og hóf
störf hjá iðnaðarráðuneyti en
helgaði sig svo þróun og rekstri
fyrirtækja, en við ílentumst í
Lundi. Eftir það sáu forlögin til
þess að við værum aldrei um
lengri tíma á sama stað á jarð-
arkringlunni. En þótt langur
tími gæti liðið á milli þá var það
alltaf mikil hátíð og gleði þegar
við náðum að hittast.
Þegar Sveina féll frá um aldur
fram var það mikill missir og
hennar var sárt saknað. Það var
svo gæfa Finnboga eftir tíma
missis og sorgar að hann náði að
stofna til kynna við Berglindi og
það var gaman að fylgjast með
hvernig þau náðu að njóta lífsins
saman með ýmsum hætti og
kynnin við þau saman urðu bæði
gefandi og skemmtileg.
Á síðari árum kom það stund-
um fyrir að við vorum samtímis í
sumarbústöðum okkar í Vatns-
endahlíð og gerðum ráð fyrir að
þar myndum við hittast oftar
þegar um hægðist. Það er erfið
tilhugsun að eiga ekki lengur von
á að Finnbogi birtist okkur
óvænt með fylgdarliði á fallegu
sumarkvöldi í Skorradal.
Við Bryndís vottum Berglindi,
börnum og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúð.
Guðni A. Jóhannesson.
Finnbogi Jónsson