Morgunblaðið - 11.10.2021, Side 21
öllu hjarta og var fyrirmynd fé-
lagsmanna í Jörfa, enda gegndi
hann öllum störfum innan Kiw-
anishreyfingarinnar hér á landi
og hafði gott lag á því að leysa
öll vandamál. Bragi var einstak-
ur félagi og það litu allir upp til
hans, ekki aðeins Jörfamenn
heldur einnig aðrir sem umgeng-
ust hann.
Margar veiðiferðir fórum við
Bragi á æskuslóðir hans norður
á Hrauntanga og til Jóns bróður
í Höfðabrekku þar sem við heim-
sóttum gamla sveitunga og
skyldfólk hans. Það var eftir-
tektarvert hvað hann fékk góðar
móttökur alls staðar, þarna var
höfðinginn Bragi kominn í heim-
sókn.
Bragi var einstakur vinur
okkar og við munum ævinlega
minnast hans í hjörtum okkar.
Samúðarkveðjur til Garðars,
Sigrúnar Fríðu og Braga Þórs.
Jón og Björk í Hraunbæ.
Í dag kveðjum við kæran vin
okkar, Braga Stefánsson. Minn-
ingarnar eru margar og góðar
og spanna nærri fimm áratugi.
Upphaf vináttu okkar félaganna
var þegar Kiwanisumdæmið á
Íslandi bauð til kynningarfundar
þar sem markmiðið var að stofna
Kiwanisklúbb í Árbæjarhverfi.
Þetta var árið 1974 og þar mætt-
um við Bragi og sýndum málinu
mikinn áhuga ásamt fjölmörgum
öðrum. Við vorum fengnir til for-
ystu við stofnun klúbbsins og
fengum mikinn stuðning frá
reyndum og dugmiklum Kiwan-
isfélögum. Við tókum hlutverk
okkar alvarlega og ætluðum að
sanna að sá klúbbur sem við
tækjum þátt í að stofna skyldi
byggður á traustum grunni.
Þetta tókst, Kiwanisklúbburinn
Jörfi var vígður 28. maí 1975 og
starfar enn af miklum myndar-
skap.
Fjölskyldur okkar Braga
bundust vinaböndum og minn-
ingarnar eru margar og góðar.
Við minnumst spilakvöldanna
með þeim hjónum Mundu og
Braga, við minnumst gleðistund-
anna í báðum fjölskyldum, af-
mæla, ferminga og skóla-
útskrifta og einnig þeirra stunda
þegar sorgin knúði dyra. Við frá-
fall elsku Mundu sinnar árið
2010 varð Bragi ekki samur,
missirinn var honum mikill.
Við minnumst allra ferðanna á
Kiwanisþingin hér innanlands og
einnig ferðanna á Evrópuþing
og heimsþing. Börnin okkar
voru gjarnan með í sumum ferð-
um og þeirra vinátta var falleg
og fölskvalaus. Allar þessar
minningar og einnig þær sem
ósagðar eru geymum við í minn-
ingabankanum sem alltaf er op-
inn.
Bragi var einstaklega greið-
vikinn maður og vinnusamur.
Ótal margir leituðu til hans með
bíla í viðgerð og fengu úrlausn
sinna mála. Ef sá gállinn var á
honum átti hann til að finna
druslunni allt til foráttu og sagði
án þess að hika að hræinu ætti
að farga hið snarasta. Japanskir
bílar voru til að byrja með ekki
neinir bílar í samanburði við þá
amerísku. Ef til vill verður veg-
urinn ekinn inn í Sumarlandið á
gljáfægðum amerískum kagga.
Kært ertu kvaddur, gamli
góði vin.
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við Sigrúnu, Garðari,
Fríðu, Braga Þór og fjölskyld-
um.
Ásta og Ævar.
Einn af stofnendum og mátt-
arstólpum Kiwanisklúbbsins
Jörfa, Bragi Stefánsson, lést
föstudaginn 1. okt. sl. Hann var
virkur í Kiwanishreyfingunni
allt frá stofnun Jörfa 1975 eða 46
ár. Hann gegndi fjölmörgum
ábyrgðar- og stjórnarstörfum
bæði í Kiwanisumdæminu Ís-
land-Færeyjar og enn frekar í
klúbbnum Jörfa þar sem hann
var einn af hornsteinum starfs-
ins alla tíð og gegndi þar fjöl-
mörgum embættum. Hann var
ekki síður áhrifaríkur og mót-
andi sem einn af félögunum.
Glaður og jákvæður en hrein-
skiptinn og sagði sína meiningu
umbúðalaust en var um leið
uppbyggjandi. Félagsmálamað-
ur af bestu gerð sem lagði sig
fram við verkefnin sem klúbb-
urinn tók sér fyrir hendur. Þau
miðuðust einkum við að aðstoða
þá sem bágast standa, börn og
ungmenni í erfiðleikum, hreyfi-
hamlaða og geðsjúka. Að slíkum
verkefnum vann Bragi af lífi og
sál.
Þótt heilsan væri farin að
gefa sig síðustu árin mætti hann
vel á fundi og gerði ævinlega
samveruna betri. Hann skilur
eftir varanleg áhrif á okkur fé-
lagana og góðar minningar sem
ég vil þakka fyrir hönd okkar
allra í Kiwanis-klúbbnum Jörfa.
Fjölskyldu hans sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Haraldur Finnsson,
forseti Kiwanis-
klúbbsins Jörfa.
Þeir voru fáir traustari en
Bragi Stefánsson félagarnir í
Kiwanishreyfingunni. Nú er
hann fallinn frá og mikill missir
að honum. Heilsuleysi hamlaði
honum nokkuð síðustu ár en
andinn var alltaf til staðar.
Hann var einn af stofnfélög-
um í Kiwanisklúbbnum Jörfa
sem stofnaður var árið 1975 í
Árbæjarhverfinu. Alla tíð var
hann dugmikill í starfi klúbbs-
ins.
Hann var kallaður til starfa í
umdæmisstjórn og gegndi starfi
Umdæmisstjóra 1988-1989. Ég
átti því láni að fagna að starfa
með honum á vettvangi um-
dæmisstjórnar. Hann var kröfu-
harður og þoldi illa að menn
gengju ekki fram af einurð því
hann vildi ná árangri í starfi
hreyfingarinnar. En jafnframt
var hann góður félagi og þau
hjón Guðmunda og Bragi
skemmtileg, kát og glöð á góð-
um stundum. Blessuð sé hún
minning þeirra beggja. Eftir að
starfi lauk í umdæmisstjórn tók-
um við okkur saman níu félagar
sem mikið höfðu starfað saman í
umdæmisstjórn og stofnuðum
lítinn félagsskap sem hafði þann
tilgang að hittast einu sinni í
mánuði frá hausti fram á vor og
fara saman í gufubað en einnig
að eiga notalega stund á eftir og
njóta saman matar. Fljótlega
tókum við upp á því að fara sam-
an ásamt eiginkonum okkar í
leikhús og tónleika og hittast yf-
ir góðri máltíð, en líka að fara
saman í stuttar ferðir. Við köll-
uðum okkur Svitabræður. Eig-
inkonur okkar stofnuðu fljótlega
félagsskap sem heitir Perlur.
Hittust þær einnig fyrsta laug-
ardag í mánuði.
Braga var í mun að við héld-
um hópinn og þau Munda lögðu
sig fram um að viðhalda
skemmtilegum félagsskap og
sannarlega tókst það. Bragi rak
um árabil bifreiðaverkstæði og
það voru margir Kiwanisfélagar
sem áttu erindi við hann. Alltaf
tók hann mönnum af alúð og
vinsemd og það var fátt sem
hann gat ekki lagað og menn
óku betri bílum út af verkstæð-
inu. Ég hef grun um að ekki hafi
alltaf verið rukkað fullt gjald því
Bragi var ákaflega bóngóður.
Margir Kiwanisfélaga renndu
við á verkstæðinu til að spjalla
um kiwanismál og stundum
gleymdu menn sér og höfðu
langan tíma af honum, en alltaf
var hann til í gott spjall. Það er
sannarlega eftirsjá að slíkum
öðlingum og þeim fer sannar-
lega fækkandi.
Svitabræður og Perlur þakka
að leiðarlokum. Bragi Stefáns-
son, hafðu heila þökk fyrir góða
og innihaldsríka vináttu og
margar góðar og notalegar
stundir. Við sendum fjölskyld-
unni hugheilar samúðarkveðjur.
Ástbjörn Egilsson.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021
✝
Heiðbjört Erla
Ánadóttir frá
Hofi við Varmahlíð
fæddist 5. desem-
ber 1954. Hún lést í
Reykjavík 29. sept-
ember 2021. Heið-
björt Erla var dótt-
ir hjónanna
Jórunnar Birnu
Sigurbjörnsdóttur,
f. 3. júlí 1925 á
Bakka í Viðvík-
ursveit, d. 30. maí 1979, og Árna
Kristjánssonar, f. 5. ágúst 1924
á Stapa í Lýtingsstaðahreppi, d.
10. janúar 1995. Heiðbjört Erla
eignaðist þrjú börn. Elstur er
Magnús Magnússon, f. 14. októ-
ber 1974, búsettur í Danmörku,
maki Tina Hauge, f. 12. maí
1981 og eiga þau tvö börn;
Freyju Hauge, f. 2007, og Daniel
steini Bjarnasyni, þau eiga fjóra
syni; Jóna Svanhildur, f. 1948,
gift Kristjáni Gunnarssyni, þau
eiga tvö börn; Kristján, f. 1950,
kvæntur Önnu Jónasdóttur, þau
eiga tvo syni; Þuríður Fanney, f.
1952, d. 2014, á hún einn son frá
fyrra hjónabandi; Sigurbjörn, f.
1957, kvæntur Guðrúnu Ottós-
dóttur, þau eiga tvo syni, þá á
Sigurbjörn tvo syni frá fyrra
hjónabandi; Álfheiður Halla, f.
1959, var gift Ásgeiri Sigurði
Jónassyni, d. 8. mars 1992, þau
eiga tvö börn; Svala Dröfn, f.
1967, gifta Trausta Þór Sigurðs-
syni, þau eiga þrjú börn.
Heiðbjört Erla ólst upp á
Akureyri en þangað fluttu for-
eldrar hennar vestan úr Skaga-
firði þegar hún var á barnsaldri.
Starfaði hún við fiskvinnslu á
Akureyri. Flutti síðar til Reykja-
víkur og starfaði við umönn-
unarstörf, hótelstörf og þrif
meðan heilsan leyfði.
Útför Heiðbjartar Erlu Árna-
dóttur fer fram frá Hjallakirkju
í dag, 11. október 2021, og hefst
klukkan 13.
Hauge, f. 2008. Þá
átti Heiðbjört Erla
tvö börn með Gísla
Boga Jóhannessyni,
f. 3. desember 1955;
Sigrúnu, f. 12.des-
ember 1977, og Jó-
hannes Helga, f. 2.
febrúar 1981. Maki
Sigrúnar er Flosi
Jónsson, f. 28. sept-
ember 1954. Sigrún
og fyrri maki, Aðal-
steinn Jónsson, f. 3. janúar 1961,
eignuðust þrjú börn; Ásgerði
Lilju, f. 1994, Jón Valgeir, f.
1994, og Ágústu Erlu, f. 2008.
Jóhannes Helgi er ógiftur og
barnlaus.
Systkini Heiðbjartar Erlu
eru: Björk, f. 1945, gift Sigurði
Vatnsdal, þau eiga tvö börn;
Ingibjörg, f. 1946, gift Frey-
Elsku mamma, við getum
ekki lýst því hversu sárt er að
þú sért farin. Síðustu dagar
hafa verið okkur systkinunum
óraunverulegir. Við heyrðumst
ekki alls fyrir löngu, þá var
gott í þér hljóðið. Það er svo
erfitt að vita til þess að heyra
ekki röddina þína og fá faðmlag
aftur. Söknuðurinn er ólýsan-
legur.
Þegar þetta er skrifað og við
hugsum til baka þá streyma
minningarnar fram, til dæmis
af einni af mörgum norðurferð-
um sem við fórum saman á
æskuslóðir þínar í Skagafirði.
Þú sýndir okkur hvar þú bjóst
með foreldrum þínum og mörg-
um systkinum við þröngan
húsakost og sagðir okkur frá
þegar þið fóruð í sundlaugina í
Varmahlíð. Þú varst mjög stolt-
ur Skagfirðingur og af öllu sem
þaðan kom, ekki má nú gleyma
sérstöku skagfirsku orðabók-
inni þinni.
Þú varst ávallt stolt af
barnabörnunum þínum og
skemmtir þér konunglega á
danskri grund í fermingunni
hennar Freyju á þessu ári. Þú
hlakkaðir líka til fermingar
Ágústu Erlu á næsta ári og
varst búin að tryggja veislusal í
blokkinni sem þú bjóst í, á
Þórðarsveigi 5, fyrir veisluna.
Einnig hafðir þú skipulagt að
fara í ferminguna hans Daníels
í Danmörku sama ár.
Þú varst alltaf boðin og búin
að hjálpa með næstum hvað
sem var, hvort sem var um að
ræða fyrir okkur í fjölskyldunni
eða vinafólk. Oft á tíðum
gekkstu nærri þér í góð-
mennsku þinni. Þú máttir ekk-
ert aumt sjá, þá varst þú komin
til aðstoðar og gleymdir stund-
um sjálfri þér. En seiglan í þér
var ótrúleg og húmorinn aldrei
langt undan.
Elskuleg móðir okkar, nú er
komið að kveðjustund að sinni.
Við þökkum þér innilega fyrir
allar stundirnar sem við áttum
saman. Okkar lokakveðja til þín
er þetta fallega og lýsandi ljóð,
megir þú hvíla í friði.
Mikil sorg í hjarta mínu nú býr
en á morgun kemur þó dagur nýr.
Það er sá harmur sem ég ber inni í
mér
að finna það á morgun að þú ert ei
hér.
Aldrei get ég skilið hví hann tók þig
svo fljótt,
hvernig get ég hér eftir verið rótt
í þeirri götu sem ég þig fyrst sá?
Mikinn söknuð og harm ég finn fyrir
þá.
Því komið er stórt gat í mínu hjarta,
ég sé bara fyrir mér framtíð svarta.
Hvernig á ég að geta fyllt upp í það?
Enginn mun geta komið í þinn stað.
Komdu aftur, komdu til mín,
ég ætíð vildi vera þín.
Um aldur og alla ævi mína,
við áttum að fá lengri tíma.
Hví þurfti þetta að gerast?
Af hverju nú?
Hví ekki þegar við yrðum gömul?
Af hverju þú?
(Katrín Ruth, 1979)
Þín börn,
Sigrún og Jóhannes.
Systir okkar, Heiðbjört Erla,
er fallin frá á sextugasta og sjö-
unda aldursári og fylgir þar
Þuríði systur sinni sem lést ár-
ið 2014. Hún var sjötta í röð níu
barna foreldra okkar, heiðurs-
hjónanna Jórunnar Sigur-
björnsdóttur og Árna Krist-
jánssonar, sem bæði eru látin.
Þau bjuggu í Skagafirði fram til
1960, og eru flest barnanna
fædd þar, en fluttu þá til Akur-
eyrar.
Heiðbjört gekk í Oddeyrar-
skóla og lauk þar burtfarar-
prófi. Hún fór snemma út á
vinnumarkaðinn og vann lengi í
fiskvinnslu, bæði á Akureyri og
í Vestmannaeyjum. Henni varð
þriggja barna auðið. Elstur er
Magnús, fæddur 14.10. 1974,
sem hún eignaðist með Magn-
úsi Jónssyni frá Ólafsfirði.
Sambýlismaður Heiðbjartar var
síðan Gísli Bogi Jóhannesson
frá Grímsgerði í Fnjóskadal og
eignuðust þau tvö börn. Þau
slitu samvistir. Eldra barnið er
Sigrún, fædd 12.12. 1977. Hún á
dótturina Ásgerði Erlu. Sam-
býlismaður hennar er Flosi
Jónsson. Yngra barnið, Jóhann-
es Helgi, fæddist 2.2. 1981.
Ævi Heiðbjartar var ekki
alltaf rósum stráð. Hún flutti til
Reykjavíkur eftir samvistarslit
og átti hún þar góða daga og
slæma. Oft varð henni hugsað
heim til Akureyrar og hringdi
þá gjarnan til að fá fréttir af
fólkinu sínu og fylgdist vel með
systkinum sínum og þeirra lífi.
Hún vildi alltaf öllum hjálpa
þótt hún af veikum mætti ætti
oft erfitt með það.
Í sumar sem leið heimsótti
hún Magnús son sinn sem býr í
Danmörku og fjölskyldu hans;
sambýliskonuna Tínu og börnin
Freyju og Daníel. Hún var við-
stödd fermingu sonardóttur
sinnar, Freyju, og var hún
óumræðilega ánægð með ferð-
ina.
Heiðbjört átti við vanheilsu
að stríða síðustu mánuðina og
kannski má segja að hún hafi
uppfyllt sínar hinstu óskir með
ferð sinni til Danmerkur.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Magnús, Sigrún, Jóhannes
Helgi og fjölskyldur, okkar
innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Elsku systir hvíl í friði.
Björk, Ingibjörg, Jóna,
Kristján, Sigurbjörn,
Halla, Svala og fjölskyldur.
Heiðbjört Erla
Árnadóttir
✝
Guðbjörg Sig-
ríður Ein-
arsdóttir fæddist í
Reykjavík 3. júní
1980. Hún varð
bráðkvödd á heim-
ili sínu, Tröllakór
7, 25. september
2021.
Foreldrar henn-
ar eru Alda Breið-
fjörð Indriðadóttir,
f. 22. mars 1946,
og Einar Bjarnason, f. 13. mars
1952.
Systkini Guðbjargar eru: 1)
Bjarni Georg Einarsson, f. 28.1.
Kópavogi og gekk í fjölbraut-
arskólann í Ármúla þar sem
hún lauk stúdentsprófi af nátt-
úrufræðibraut árið 2001. Eftir
stúdent vann hún sem móttöku-
ritari í menntamálaráðuneyt-
inu þar til hún eignaðist dóttur
sína í desember 2002. Hún lauk
diplómu í fjármálum og reikn-
ingshaldi frá HÍ. Árið 2006
stundaði Guðbjörg nám í lög-
reglufræðum sem hún lauk
sama ár. Hún starfaði sem lög-
regluþjónn í tíu ár. Eftir að
hún lauk störfum sem lög-
regluþjónn vann hún ýmis
störf.
Útförin mun fara fram frá
Lindakirkju í dag, 11. október
2021, klukkan 13. Streymt
verður frá athöfninni á:
http://lindakirkja.is/utfarir
Virkan hlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
1973, eiginkona
hans Bryndís Guð-
mundsdóttir, f.
13.4. 1978, og eiga
þau fimm börn. 2)
Guðrún Ólöf Ein-
arsdóttir, f. 7.4.
1974, og á hún þrjá
syni. 3) Jóhanna
Ásgerður Ein-
arsdóttir, f.
22.12.,1981.
Guðbjörg lætur
eftir sig dóttur, Ivy Öldu Guð-
bjargardóttir, f. 23.12. 2002.
Guðbjörg lauk grunnskóla-
prófi frá Snælandsskóla í
Ég trúi því ekki enn að ég sitji
hér og skrifi minningarorð um
þig elsku Gugga mín. Þetta líf er
svo ósanngjarnt og sérstaklega á
þessari stundu, aðeins 41 árs í
blóma lífsins ertu tekin frá okk-
ur. Við vorum með svo mörg plön
saman, líta út eins og J’Lo um
fimmtugt og fara saman til Havaí
þegar við yrðum sextugar.
Ósjaldan áttum við það til að
senda skilaboð á sömu sekúndu
með sömu hugmyndum eða þeg-
ar við spjölluðum að segja sama
hlutinn. Við sögðum að þetta
væri orðið „sick“ og spúkí eins og
mamma myndi segja.
Ég sit hérna með tárin
streymandi að minnast alls sem
við gerðum saman og ætluðum
að gera. Allar ferðirnar sem ég,
þú og Ivy fórum saman í og sú
síðasta til Kosta Ríka sem er
mér svo dýrmæt. Við deildum
svörtum kaldhæðnishúmor sem
fáir aðrir skildu. Oft á dag kemur
eitthvað upp í huga mér eða eitt-
hvað gerist sem ég hefði verið
vön að deila með þér en get það
ekki.
Frá því ég fæddist passaðir þú
upp á mig og stóðst þig svo vel í
stórusysturhlutverkinu. Þegar
ég lenti í einelti í grunnskóla þá
tókst þú málin í þínar hendur,
sama hversu stór og sterkur ein-
eltisseggurinn var þá lét hann
mig vera eftir að þú gekkst í mál-
in. Ég leit alltaf svo upp til þín,
var svo stolt að eiga stóra systur
í sama grunnskóla en eðlilega
þótti þér pirrandi að litla dýrið
væri að reyna að troða sér með.
Eftir menntaskóla breyttist það
og urðum við óaðskiljanlegar og
eyddi ég ófáum stundum með
þér og Ivy sem er mér svo dýr-
mætt.
Þú hafðir svo gaman af því
hvað ég var seinheppin og orðin
þín „bara þú!“ hljóma í hausnum
á mér þegar ég segi þér frá nýj-
ustu hrakfallasögum mínum. Sjá
svipinn á þér og hláturinn þinn
þegar ég kom úr róandi göngu-
túr á ströndinni annan daginn
okkar í Kosta Ríka og hafði flog-
ið á hausinn í flæðarmálinu öll
rennandi blaut og útötuð í sandi,
því mun ég aldrei gleyma. Sund-
ferðin okkar þegar við vorum
krakkar. Við skelltum okkur í
rennibrautina, þú fyrst og ég á
eftir, nema ég kem niður með
rifu á sundbolnum þvert yfir
rassinn. Þú hlóst þig máttlausa á
meðan ég „mjög reið“ sagði að
þetta væri ekki fyndið. 50 m
gangurinn að búningsklefanum
og við ákváðum að labba það í
stað þess að fara í laugina. Til að
hafa þetta ekki áberandi gekkst
þú alveg upp við mig og hélst
saman sundbolnum. Það eru
endalausar svona minningar sem
við deilum, hlátur og grátur og
allt þar á milli.
Mun sakna þess að spila við
þig og mömmu sem við gerðum
mikið af. Þú æstir þig alltaf mik-
ið upp enda mjög tapsár og áttir
það til að grýta í okkur spilunum.
„Þetta er ekki eðlilegt,“ hljómaði
í kjölfarið. Þú hafðir svo gott
auga fyrir hönnun og öðru
tengdu heimilinu. Þið Ivy tókuð
ykkur oft til og skipulögðuð
heima hjá mér og gerðuð allt svo
fallegt.
Lífið var mjög ósanngjarnt við
þig og ég reyndi eins og ég gat
að taka á mig eins miklar byrðar
og ég gat til að létta undir þér.
Ég mun gera mitt besta til að
hjálpa Ivy Öldu og ég veit að öll
fjölskyldan mun hjálpa mér í því.
Minning þín lifir í hjörtum okkar
og í Ivy.
Hvíl í friði elsku systir og vin-
kona, ég mun sakna þín mikið.
Jóhanna.
Guðbjörg Sigríður
Einarsdóttir