Morgunblaðið - 11.10.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss – Félagsvist
kl.13:00 – Útskurður kl.13:00 - Kaffi kl.14:30-15:20 - Nánari upplýsingar
í síma 411-2702 - Allir velkomnir –
Boðinn Leikfimi hefst að nýju kl. 10:30, endilega komið og skráið yk-
kur, kennari er Sigurður Þorsteinsson. Bingó kl. 13:00. Myndlist kl.
13:00. Sundlaugin er opin frá kl. 13:30-16:00.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7:00-8:00. Kaffisopi og
spjall kl. 8:30-11:00. Postulínsmálun kl. 9:00-12:00. Ganga kl. 10:00.
Hádegismatur kl. 11:30-12:30.Tálgun með Valdóri kl. 13-15:30.
Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10:00. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13:00. Bónusrúta fer
frá Jónshúsi kl. 12:40. Bridge í Jónshúsi kl. 12:30 – 15:30. Stólajóga
kl. 11:00 í Kirkjuhv. Vatnsleikf Sjál kl. 15:00 /15:40 og 16:20,
Zumba Gold kl. 16:30.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 10:00 Leikfimi fyrir eldri
borgara í ÍR kl. 10:00-11:00. Kóræfing kl.13:00-15:00.
Gjábakki kl. 8.30 - 11.30 Opin handavinnustofa, kl. 9.00 - 10.30
Boccia-æfing, kl. 9.00 - 11.30 Postulínsmálun, kl. 10.50 - 12.05 Jóga, kl.
13.15 - ca 15.00 Canasta, kl. 13.00 - 16.00 Opið verkstæðið og
handavinnustofan, kl. 16.30 Kóræfing hjá Söngvinum.
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 12. október verður opið hús fyrir
eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13:00-15:00. Margt
er til gamans gert svo s.s. tekið í spil eða prjónað. Opna húsinu lýkur
með kaffiveitingum. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund
hefst kl. 12:00. Að henni lokinni er boðið upp á léttar veitingar gegn
vægu gjaldi. Allir hjartanlega velkomnir!
Gullsmára Handavinna kl. 9.00 og 13.00 Qigong heilsueflandi
æfingar kl. 10.00 Bridge kl. 13.00 Jóga kl. 17.00 Félagsvist kl. 20.00
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Myndlistarklúbbur kl. 9:00. Stóla yoga
kl. 10. Félagsvist kl. 13:00. Gaflarakórinn: Kl. 11:00.l
Spilum félagsvist alla mánudaga kl 13
Hraunsel Billjard: Kl. 9:00-16:00. Myndlistarklúbbur: Kl. 9:00. Stóla
yoga: Kl. 10:00. Félagsvist: Kl. 13:00.
Hvassaleiti56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30.
Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Minningahópur kl. 10:30. Jóga með Ragnheið
Ýr kl. 12:20, einnig á netinu á sama tíma. Zumba með Carynu kl.
13:10.Tálgun – opinn hópur kl. 13:00-16:00. Bridge kl.13:00.
Gönguhópur – lengri ganga kl. 14:00. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30,
panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 8:30 í Borgum. útvarpsleikfimi í
Borgum kl. 9:45. Gönguhópar Korpúfa leggja af stað kl. 10 frá Bor-
gum, frá Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll, göngur fyrir alla. Prjónað
til góðs og frjáls skartgripagerð í listasmiðjunni í Borgum kl. 13:00.
Félagsvist í Borgum kl. 13:00Tréútskurður með Gylfa á
Korpúlfsstöðum kl. 13:00 og línudans með Guðrúnu kl 15:00 í Bor-
gum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er kaffispjall í setustofu milli kl.
10:30-11:30. Bókabíllinn Höfðingi heimsækir okkur Skúlagötumegin
milli kl. 13:10-13:30. Eftir hádegi, kl. 13:15-14:00 spilum við Boccia í
setustofu 2. hæðar. Opin vinnustofa verður í handavinnustofu 2.
hæðar milli kl. 13:00-16:00. Verið öll hjartanlega velkomin til okkar á
Lindargötu 59 - við hlökkum til að sjá ykkur.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
með
morgun-
!$#"nu
intellecta.is
Við Jón vorum
meðal þeirra tæp-
lega 50 ungmenna
sem hófu nám í nýj-
um héraðsskóla á Skógum undir
Eyjafjöllum haustið 1949. Í ljós
kom að við áttum ýmis sameiginleg
áhugamál, og urðum því fljótt
miklir mátar. Eitt áhugamálið var
einfaldlega námið. Ungir og
óþreyttir kennarar smituðu okkur
af eldmóði sínum. Sjóndeildar-
hringurinn víkkaði stórum, til
dæmis við það að geta tjáð sig á er-
lendu máli. Það kom fyrir oftar en
einu sinni að við Jón sátum úti á
gangi við gaflgluggann fram eftir
nóttu og ræddum saman á dönsku.
Annað áhugamál voru stelpurn-
ar. Við kunnum hvorugur að
dansa. Þær yrðu vafalaust tregar
til að þiggja dans við okkur nema
Jón Dalmann
Þorsteinsson
✝
Jón Dalmann
Þorsteinsson
fæddist 26. desem-
ber 1933. Hann
andaðist 30. sept-
ember 2021.
Útförin fór fram
8. október 2021.
kannski einu sinni,
klaufar sem við vor-
um úti á gólfi. En Jón
bjó svo vel að eiga út-
varpstæki einn nem-
enda. Og við tókum
okkur til og dönsuð-
um hvor við annan
þegar enginn sá til,
við danslög í útvarp-
inu. Mikill léttir var
það seinni part vetrar
þegar við heyrðum
haft eftir einhverri stelpnanna að
það væri nú alveg hægt að dansa
við okkur.
Við stefndum á frekara nám og
bjuggum okkur því undir lands-
próf, sem þá var skilyrði fyrir inn-
töku í menntaskóla. Ná þurfti 6 í
meðaleinkunn, og við fórum báðir
vel þar yfir vorið 1951. Minnisstætt
er að kennarar okkar, sem ekki
höfðu áður búið nemendur undir
þetta próf, voru öllu verr haldnir af
prófskrekk en við nemendur.
Þetta vor barst okkur lands-
prófsnemendum bréf frá Bjarna
Bjarnasyni skólastjóra á Laugar-
vatni, þar sem hann bauð okkur
setu í framhaldsdeild sem hann
hafði stofnað við skólann, og átti
að kenna til stúdentsprófs. Fimm
úr hópnum þáðu boðið, þar á með-
al við tveir. Menntaskólinn að
Laugarvatni var síðan stofnaður á
grunni þessarar framhaldsdeildar
vorið 1953. Á Laugarvatni urðum
við Jón herbergisfélagar. Við átt-
um saman bókina Brunninbelgju,
skrifbók sem var bjargað sótugri
úr kaupfélagsbruna á Hellu 1953.
Margir þóttust vera skáld á þess-
um tíma, og við söfnuðum í hana
ýmsu sem ekki verður annars
staðar birt. Bókin var læst með
hespu og hengilás. Lykillinn er
týndur.
Skörð hafa smátt og smátt verið
höggvin í systkinahópinn úr þess-
um tveimur heimavistarskólum,
enda er sá gangur lífsins. Í hvert
skipti spyr maður hver næst? Í
mínu hjarta er skarðið eftir hann
Jón Dalmann óvenju stórt. Enda
þótt samskipti okkar hafi á síðari
árum ekki verið meiri en gengur
og gerist finn ég það núna að ég
hef fáa vini átt sem skiptu mig
meira máli en hann. Megi hann í
friði fara.
Þessum orðum fylgir hinsta
kveðja frá bekkjarfélögum og
samstúdentum Jóns frá Mennta-
skólanum að Laugarvatni 1955.
Dóru konu hans og afkomendum
eru fluttar hjartkærar samúðar-
kveðjur.
Jóhann Gunnarsson.
Mín fyrstu kynni af Jóni Dal-
mann Þorsteinssyni voru í árdaga
Sjónvarpsins fyrir rúmlega hálfri
öld.
Þá hafði Jón tekið að sér að sjá
um tæknilegu hliðina á ákvörðun
stjónvalda að setja á stofn íslenskt
sjónvarp.
Ég hef ætíð hugsað um Jón Dal-
mann sem arkitekt að þessari
tæknilegu framkvæmd sem lukk-
aðist allvel.
Jón hafði hæfileika til að fá
starfsmenn til samvinnu og þetta
tæknilega verkefni hæfði honum
vel.
Ég man vel að þegar Banda-
ríkjamenn höfðu af að senda
mannað geimfar til tunglsins var
engin útsending hjá sjónvarpinu í
júlí og allir tæknimenn í sumar-
leyfi.
Þá kom kallið og við Jón Dal-
mann græjuðum útsendinguna að
mestu hnökralaust.
Við nafni höfum haft lauslegt
samband í áranna rás, fórum til
stangveiða nokkrum sinnum en
Jón hafði mikla ánægju af veiði-
skap. Í minningunni á seinni árum
eru ógleymanlegar skötuveislurn-
ar í Fossvoginum.
Jóns verður saknað sem vinar
og vil ég með þessum fátæklegu
línum votta Dóru og börnum og
barnabörnum mína dýpstu samúð
við fráfall nafna míns.
Jón Hermannsson.
Guðný Egilsdóttir
fyrrverandi mág-
kona mín, eða Gullý
eins og hún var köll-
uð, er nú gengin á vit
feðra sinna. Mér finnst við hæfi að
minnast hennar enda margar góð-
ar samverustundir tengdar henni.
Það var árið 1961 sem ég sá Gullý
fyrst, en það var á gömludansad-
ansæfingu í Alþýðuhúskjallaran-
Guðný Egilsdóttir
✝
Guðný Egils-
dóttir fæddist
5. apríl 1945. Hún
lést 18. ágúst 2021.
Útför hennar fór
fram í kyrrþey.
um. Gullý var þar
ásamt Aggýju systur
sinni og Erlu vin-
konu þeirra. Ég var
satt að segja feiminn
við þessar fallegu
stúlkur í fyrstu, enda
ekki nema 15 ára þá.
Feimnin rann þó af
mér enda hófst með
okkur ágætur kunn-
ingsskapur á dans-
námskeiðinu. Þessi kunningsskap-
ur leiddi til kynna Lárusar bróður
og Gullýjar. Þau urðu par og hófu
fljótlega sambúð í lítilli íbúð á
Njálsgötunni í Reykjavík. Þau
giftust eftir tveggja ára sambúð og
fluttu í nýja íbúð, sem þau keyptu
sér á Kleppsveginum. Árið 1965
eignuðust þau soninn Ólaf, sem
var sannkallaður sólargeisli innan
fjölskyldu okkar, og hann var
fyrsta barnabarn foreldra minna.
Gullý og Lárus skildu eftir 10 ára
hjónaband og kom það mörgum á
óvart. Eftir skilnað þeirra var
Gullý í góðu sambandi við foreldra
mína og okkur hjónin. Við hitt-
umst stundum heima hjá foreldr-
um mínum og vorum í reglulegu
símasambandi til hinsta dags.
Gullý var vel af guði gerð. Hún
var glaðvær, átti auðvelt með nám,
tók gagnfræðapróf og fékk vinnu á
skrifstofu Ölgerðarinnar í Reykja-
vík. Seinna bætti hún við kunnáttu
sína í matargerð og vann víða sem
matráðskona er á ævina leið. Gullý
fékkst einning mikið við hann-
nyrðir, og varð snillingur í að
prjóna lopapeysur, sem eftir hana
liggja í tugatali. Gullý stóð vaktina
með prýði þar til yfir lauk. Hún
tókst á við erfið veikindi síðustu
mánuðina og þrátt fyrir lyfjagjöf
og læknishjálp fékk hún ekki bót
meina sinna, sem að lokum urðu
henni að aldurtila. Ég ræddi við
Gullý í síma um viku fyrir andlátið,
og var hún þá málhress og bjart-
sýn á að ná heilsu á ný, þrátt fyrir
að hafa verið flutt á sjúkrahús þá
um morguninn. Gullý heitin var
trúuð og hjálpaði það henni við að
takast á við lífið og tilveruna. Við
hjónin kveðjum Gullý með söknuði
en yljum okkur við góðar minning-
ar um hana. Sendum fjölskyldu og
vinum Gullýjar samúðarkveðjur.
Ólafur Beinteinn Ólafsson og
Dagný Elíasdóttir.
✝
Svavar Guð-
mundsson
fæddist á Barðs-
nesgerði í Norð-
fjarðarhreppi 15.
júní árið 1934. Hann
lést á Landspít-
alanum 12. sept-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Þórunn Guð-
björg Halldórs-
dóttir, húsfreyja og
bóndi, fædd á Þuríðarstöðum á
Völlum, S-Múlasýslu, 4. desember
1894, látin 12. september 1977,
og Guðmundur Halldórsson
bóndi, fæddur 26. desember 1891
á Barðsnesgerði í Norðfjarð-
arhreppi, látinn 29. apríl 1976.
Þau bjuggu í Barðsnesgerði fram
til ársins 1955 er þau fluttu að
Lyngbergi í Garðabæ, nú Hafn-
arfirði. Þau voru síðustu ábú-
endur í Barðsnesgerði.
Svavar var yngstur 14 systk-
ina. Systkini Svavars voru Ásgeir
Halldór Guðmundsson, f. 26. júní
mundsson, f. 15. júní 1934, d. 16.
nóv. 1953.
Svavar kvæntist 15. desember
1963 Lilju Vestmann Daníels-
dóttur, f. 16. nóvember 1938, d. 9.
nóvember 2019. Foreldrar henn-
ar voru Daníel Fjeldsted Vest-
mann, f. 15. september 1913, d.
22. desember 1989, og Guðríður
Oddgeirsdóttir Vestmann, f. 13.
október 1911, d. 12. nóvember
1988. Lilja var hjúkrunarfræð-
ingur og starfaði lengi á hjúkr-
unarheimilinu Sólvangi í Hafn-
arfirði. Hún lést í nóvember 2019.
Börn Svavars og Lilju eru:
Margrét Svavarsdóttir, f. 17.
október 1963, maki hennar er
Reynir Geirsson, f. 17. október
1965, Guðríður Svavarsdóttir, f.
8. desember 1964, maki hennar
er Friðrik Gunnar Gíslason, f. 23.
júlí 1963, Guðbjörn Svavarsson, f.
22. janúar 1966, Anna Maren
Svavarsdóttir, f. 14. janúar 1974,
og Daníel Svavarsson, f. 10. ágúst
1975, maki hans er Ruth Linda-
Marie Blom, f. 20. apríl 1976.
Svavar og Lilja eiga níu barna-
börn og þrjú barnabarnabörn.
Útför Svavars fór fram í kyrr-
þey þann 21. september.
1916, d. 16. mars
1979, Emil Sigurdór
Guðmundsson, f. 1.
sept. 1917, d. 8.
mars 2012, Helgi
Sigfinnur Guð-
mundsson, f. 7. apríl
1919, d. 6. mars
1975, Guðrún
Oddný Guðmunds-
dóttir, f. 20. mars
1921, d. 1. nóv. 1972,
Drengur Guð-
mundsson, f. 7. júní 1922, d. 11.
júlí 1922, Ingvar Sigurður Guð-
mundsson, f. 25. okt. 1923, d. 16.
nóv. 1953, Ólína Guðmundsdóttir,
f. 23. des. 1924, d. 28 nóvember
2020, Magnús Guðmundsson, f.
12. júní 1926, d. 10. feb. 1997,
Hjalti Guðmundsson, f. 24. des.
1927, d. 7. febrúar 2021, Sigríður
Sveinlaug Guðmundsdóttir, f. 27.
feb. 1929, d. 24. sept. 2019, Karl
Guðgeir Guðmundsson, f. 11.
sept. 1930, d. 24. maí 2013, Ásdís
Guðmundsdóttir Agee, f. 17. júní
1932, d. 25. júní 2012, Jósep Guð-
Elsku pabbi.
Nú er komið að kveðjustund.
Tíminn líður hratt og það eru innan
við tvö ár síðan við kvöddum
mömmu og þú kvaddir eiginkonu
þína til 57 ára. Þú varst góður
pabbi, afi og langafi og við stóðum
öll í þeirri trú að þú ætti eftir að
vera með okkur í nokkur góð ár til
viðbótar þar sem heilsan var
þokkaleg miðað aldur og fyrri störf.
Pabbi ólst upp í Barðsnesgerði
við Norðfjörð við sveitastörf og
sjómennsku. Fjölskyldan var stór
en hann átti 13 systkin og tvær
fóstursystur. Hann var yngstur
systkinanna ásamt tvíburabróður
sínum Jósep. Pabbi hélt alla tíð
góðu sambandi við systkin sín en
hratt kvarnaðist úr systkinahópn-
um síðustu ár og síðasti bróðir
hans, Hjalti, féll frá fyrr á árinu í
Bandaríkjunum. Þótt langt væri á
milli bræðranna ræddust þeir oft
saman í síma síðustu ár og barst
talið þá oft að æskuslóðunum aust-
ur á fjörðum.
Pabbi fluttist til Hafnarfjarðar
árið 1956. Foreldrar hans höfðu
flutt í bæinn árið áður en pabbi var
einn á bænum síðasta veturinn.
Hann talaði stundum um að það
hafi verið frekar einmanalegt að
vera einn á bænum til að hugsa um
skepnurnar með aðeins hund sér
til félagsskapar og olíukamínu til
að halda á sér hita. Pabbi var harð-
duglegur maður og stundaði ýmis
störf í iðnaði, trésmíði og verslun,
auk sveitastarfa og sjómennsku.
Eftir að hann flutti suður fór hann
fljótlega að vinna hjá Kaupfélagi
Hafnfirðinga að keyra kjörbúðabíl
sem fór í úthverfin þar sem ekki
var verslun til staðar. Hann talaði
oft af hlýju um tímann á kjörbúða-
bílnum en það starf passaði honum
vel. Síðar starfaði hann m.a. um
skeið hjá Álverinu í Straumsvík,
Berki og trésmíðaverstæði Sigurð-
ar Elíassonar en hann lauk starfs-
ævinni hjá Byko í Kópavogi þar
sem hann starfaði yfir 20 ár.
Pabbi var glæsilegur maður og
fór ávallt í betri fötin á sunnudög-
um eftir langa vinnuviku sem oftar
en ekki teygði sinn inn á laugar-
daga og vinnudagurinn ósjaldan
frá 8 á morgnana til 10 á kvöldin
þegar mikið var að gera. Pabbi var
á sama tíma hagsýnn og örlátur
maður og bar þess merki að vera
alinn upp í stórri fjölskyldu við
knöpp kjör. Hann lagði hart að sér,
vann mikla yfirvinnu og aukavinnu
þegar svo bar við. Helstu áhuga-
mál pabba tengjast tónlist og dansi
en mamma og pabbi fóru gjarnan á
gömlu dansana með vinum sínum
þegar kom að því að gera sér daga-
mun. Hann var mikill áhugamaður
um harmónikutónlist og átti sér
lengi þann draum að læra að spila
á það hljóðfæri. Síðustu æviárin
dundaði hann sér við að læra að
spila á hljómborð og var orðinn
nokkuð lunkinn við spilamennsk-
una undir lokin. Hann var mikill
dýravinur og talaði oft um hundinn
sem hann átti sem ungur maður í
sveitinni. Honum var afar annt um
barnabörnin og barnabarnabörnin
og ljómaði allur upp þegar talið
barst að þeim. Hann taldi aldrei
eftir sér að passa barnabörnin eða
sækja þau á leikskólann ef svo bar
undir og þau voru alltaf velkomin
til afa og ömmu. Við eigum eftir að
sakna heimsóknanna til þín þar
sem ætíð var boðið upp á bestu
pönnukökur í heimi. Takk fyrir all-
ar góðu minningarnar elsku pabbi.
Daníel Svavarsson.
Svavar Guðmundsson