Morgunblaðið - 11.10.2021, Page 27

Morgunblaðið - 11.10.2021, Page 27
hennar Hamm- arby vann 4:1- sigur gegn ná- grönnum sínum í AIK í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Markið var hennar fyrsta fyrir Hammarby og skoraði hún það fyrir framan alls 18.537 áhorfendur sem lögðu leið sína á Tele2 Arena í Stokkhólmi, heima- völl liðsins. Aðsóknarmet sænsku úrvalsdeild- arinnar hjá konunum var þar með sleg- ið svo um munar, en fyrra met frá árinu 2008 var 9.413 manns á leik Linköping og Umeå. Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn í vörn AIK. _ Ægir Þór Steinarsson lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Gipuzkoa í 1. um- ferð spænsku b-deildarinnar í körfu- knattleik. Óhætt er að segja að íslenski landsliðsmaðurinn hafi slegið í gegn í frumrauninni því hann skoraði 27 stig og gaf fjórar stoðsendingar í 105:76- sigri. _ Perry McLachlan og Jón Stefán Jónsson eru teknir við kvennaliði Þórs/KA í knattspyrnu og skrifuðu báðir undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild félagsins. Andri Hjörvar Albertsson var leystur frá störfum undir lok síðasta mánaðar og munu McLachlan og Jón Stefán nú stýra liðinu í sameiningu. Þór/KA hafn- aði í 6. sæti úrvalsdeildar kvenna, Pepsi Max-deildarinnar, í sumar. _ Andrea Kol- beinsdóttir úr ÍR og Arnar Pét- ursson úr Breiða- bliki sigruðu á Meistaramóti Ís- lands í víða- vangshlaupi í Laugardalnum um helgina. Keppt var í hæð- óttri braut bæði á möl og grasi og var vegalengdin átta kílómetrar. Andrea hljóp á 32,15 mínútum en Arnar á 29,55 mínútum. _ Frakkland sigraði í Þjóðadeild karla í knattspyrnu en í gærkvöldi lögðu Frakkar Spánverja 2:1 í úrslitaleiknum. Mikel Oyarzabal kom Spáni yfir en Kar- im Benzema og Kylian Mbappé svör- uðu fyrir Frakkland sem einnig er heimsmeistari. Evrópumeistararnir frá Ítalíu náðu þriðja sæti með 2:1- sigri gegn Belgíu í leiknum um brons- ið. _ Úlfhildur Arna Unnarsdóttir stóð sig afar vel á heimsmeistaramóti ungmenna 17 ára og yngri í ólymp- ískum lyftingum í Jeddah í Sádi- Arabíu þar sem hún setti meðal ann- ars Íslandsmet í snörun í sínum þyngdarflokki. Úlfhildur Arna, sem er 16 ára gömul, keppti í 71 kílógramms flokki meyja og snaraði 81 kílói. Í jafn- hendingu náði hún 96 kg. Með þessu jafnaði hún Íslandsmetið í sam- anlögðu með 177 kg og hafnaði í 9. sæti á mótinu. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021 Á ÁSVÖLLUM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í hand- bolta vann sinn þýðingarmesta sigur í áraraðir er liðið vann sterkan 23:21- sigur á Serbíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM í gær. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði. Íslenska liðið var yfir nánast allan leikinn og verð- skuldaði sannarlega sigurinn. Serbneska liðið hefur leikið á öllum Evrópumótum frá árinu 2000 og öll- um heimsmeistaramótum frá árinu 2013. Það varð því ljóst fyrir leik að verkefnið yrði verðugt, en íslenska liðið stóðst prófið með glæsibrag. Sóknarleikurinn var skynsamlegur stærstan hluta leiks. Ragnheiður Júl- íusdóttir var sterk með sjö mörk og þá átti hún nokkrar flottar línusend- ingar sömuleiðis. Hildigunnur Ein- arsdóttir var mjög öflug á línunni og Rut Jónsdóttir stýrði sókninni glæsi- lega. Þá nýtti Sandra Erlingsdóttir öll fjögur vítaköst sín, á meðan Serbía klikkaði á öllum sínum. Þessi atriði skipta miklu máli. Í vörninni var Sunna Jónsdóttir mögnuð, Helena Rut Örvarsdóttir lít- ið síðri og áðurnefnd Ragnheiður hef- ur bætt sig mikið í varnarleiknum undanfarin ár. Í markinu stóð Elín Jóna Þor- steinsdóttir og átti afbragðsleik. Markvörðurinn varði 14 skot og þar af tvö víti. Vörslurnar komu oftar en ekki á mjög mikilvægum augnablik- um, þegar serbneska liðið gat komið sér betur inn í leikinn. Eins og upp- talningin hér að ofan gefur til kynna var nánast hvergi veikan blett að finna á frammistöðu íslenska liðsins. Sigurinn í gær gefur meira en tvö stig. Hann veitir liðinu meiri trú í þeirri vegferð sem það er á. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir íslenska landsliðið, en það sýndi í gær að það getur staðið í bestu liðum Evrópu og rúmlega það á góðum degi. Úrslitaleikur í Serbíu? Ísland og Serbía eru nú bæði með tvö stig eftir tvo leiki, tveimur stigum á eftir Svíþjóð og tveimur á undan Tyrklandi. Flest bendir til þess að Ís- land og Serbía berjist um annað sætið, sem gefur þátttökurétt á lokamóti EM. Næsta lota í undankeppninni er í mars á næsta ári er Ísland mætir Tyrklandi heima og heiman. Í apríl spilar Ísland heimaleik við Svíþjóð og loks útileik gegn Serbíu. Sigurinn í gær galopnar möguleika Íslands á að fara á fyrsta stórmótið frá árinu 2012. Möguleikarnir væru litlir hefði liðið tapað. Fari úrslitin nokkurn veginn eftir bókinni mætast Ísland og Serbía í úrslitaleik ytra 23. apríl á næsta ári. Það á ýmislegt eftir að ger- ast þangað til, en staða Íslands er góð. Meira en bara tvö stig - Sanngjarn sigur á sterku liði Serbíu - Fínir möguleikar á að komast á stór- mót - Elín öflug í markinu - Ragnheiður markahæst - Gefur liðinu aukna trú Morgunblaðið/Óttar Geirsson Fögnuður Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fagnar fræknum sigri sínum gegn Serbíu á Ásvöllum í gær. Þýskalandi og er nú í efsta sæti þýsku deildarinnar. Fyrst var keppt um heimsbikar félagsliða árið 1997 og hafa spænsk lið unn- ið keppnina níu sinnum. Var þetta í fjórða skipti sem þýskt lið sigrar í keppninni og fyrsta skiptið hjá Magdeburg. Danska liðið Álaborg náði þriðja sætinu í keppninni með sigri á brasilíska liðinu Pinheiros 34:29 í leiknum um bronsið. Sparlega var farið með Aron Pálmarsson í keppninni enda hefur hann verið á sjúkralistanum síðustu vikurnar. kris@mbl.is Gísli Þorgeir Kristjánsson og Óm- ar Ingi Magnússon fögnuðu sigri í heimsbikarmóti félagsliða í hand- knattleik með þýska liðinu Magde- burg en leikið var í Jeddah í Sádi- Arabíu. Magdeburg vann Barcelona 33:28 í úrslitaleiknum fyrir fram- an rúmlega þrjú þúsund áhorf- endur í King Abdullah-íþróttahöll- inni á laugardaginn. Ómar Ingi var markahæstur með sjö mörk og var með góða skotnýtingu. Gísli Þorgeir skoraði ekki í úrslita- leiknum en er kominn á ferðina á ný eins og fram hefur komið eftir aðgerð á öxl fyrr á árinu. Magde- burg vann Álaborg í undan- úrslitum 32:30 á fimmtudaginn. Þá skoraði Ómar sjö mörk úr níu til- raunum. Í keppninni vann Magde- burg einnig Sydney University og Al Duhail. Gott ár hjá Magdeburg Magdeburg öðlaðist þátttökurétt í keppninni með sigri í Evrópu- deildinni þegar síðasta keppnis- tímabili lauk í sumar. 2021 er því ansi gott ár fyrir Magdeburg, sem er smám saman að gera sig gild- andi á ný sem eitt besta liðið í Magdeburg sigraði í Sádi-Arabíu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Góður Ómar Ingi Magnússon á stór- an þátt í velgengni Magdeburgar. Ásvellir, Undankeppni EM kvenna, sunnudaginn 10. október 2021. Gangur leiksins: 1:0, 4:3, 7:5, 7:6, 9:6, 10:8, 13:9, 14:14, 16:15, 18:16, 20:18, 23:21. Mörk Ísland: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Hildigunnur Einarsdóttir 5, Sandra Er- lingsdóttir 4/4, Rut Jónsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Unnur Ómars- dóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1. Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 14/2. Ísland – Serbía 23:21 Utan vallar: 4 mínútur Mörk Serbía: Jovana Stoiljkovic 4, Kristina Liscevic 4, Zeljka Nikolic 3, Jovana Kovacevic 3, Tamara Radoj- evic 2, Dijana Radojevic 2, Marija Petrovic 2, Andjela Janjusevic 1. Varin skot: Jovana Risovic 9, Krist- ina Graovac 2. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Said Bounouara og Kha- lid Sami, Frakklandi. Subway-deild kvenna Breiðablik – Grindavík......................... 69:83 Njarðvík – Fjölnir ................................ 71:61 Skallagrímur – Valur ........................... 70:92 Keflavík – Haukar ................................ 63:70 Staðan: Valur 2 2 0 186:139 4 Njarðvík 2 2 0 137:119 4 Haukar 2 1 1 128:129 2 Fjölnir 2 1 1 136:142 2 Grindavík 2 1 1 152:163 2 Keflavík 2 1 1 143:136 2 Breiðablik 2 0 2 140:158 0 Skallagrímur 2 0 2 136:172 0 1. deild kvenna Stjarnan – KR....................................... 64:77 Tindastóll – ÍR...................................... 52:75 Vestri – Fjölnir b .................................. 53:58 Spánn Tenerife – Zaragoza ........................... 90:65 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði tvö stig og tók sex fráköst á rúmum 19 mínútum hjá Zaragoza. Ítalía Fortitudo Bologna – Pesaro............... 87:66 - Jón Axel Guðmundsson skoraði níu stig, tók þrjú fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal sex boltum á 33 mínútum hjá Bologna. 4"5'*2)0-# Olísdeild karla Víkingur – Valur................................... 19:30 ÍBV – KA............................................... 35:31 Selfoss – Afturelding............................ 24:26 Staðan: ÍBV 3 3 0 0 91:83 6 Haukar 3 2 1 0 86:75 5 Valur 2 2 0 0 52:40 4 KA 3 2 0 1 82:78 4 FH 4 2 0 2 102:100 4 Afturelding 3 1 1 1 87:86 3 Fram 2 1 0 1 56:52 2 Stjarnan 1 1 0 0 36:35 2 Selfoss 4 1 0 3 96:109 2 Grótta 2 0 0 2 43:47 0 HK 2 0 0 2 50:57 0 Víkingur 3 0 0 3 64:83 0 Grill 66 deild karla ÍR – Þór................................................. 36:31 Kórdrengir – Fjölnir ............................ 29:30 Undankeppni EM kvenna Ísland – Serbía...................................... 23:21 Tyrkland – Svíþjóð ............................... 23:31 Staðan: Svíþjóð 2 2 0 0 61:40 4 Serbía 2 1 0 1 57:50 2 Ísland 2 1 0 1 40:51 2 Tyrkland 2 0 0 2 50:67 0 Þýskaland Wetzlar – Göppingen .......................... 28:28 - Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Göppingen. Erlangen – Lemgo............................... 24:28 - Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk fyrir Lemgo. Bergischer – RN Löwen ..................... 25:25 - Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Bergischer. - Ýmir Gíslason skoraði ekki hjá Löwen. Balingen – Hannover-Burgdorf ........ 28:26 - Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark fyrir Balingen og Oddur Gretarsson er meiddur. Leipzig – Stuttgart.............................. 33:24 - Andri Már Rúnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Stuttgart og Viggó Kristjánsson er meiddur. B-deild: Gummersbach – Dormagen ............... 28:18 - Hákon Daði Styrmisson skoraði 10 mörk fyrir Gummersbach og Elliði Snær Viðars- son skoraði tvö mörk. Guðjón Valur Sig- urðsson þjálfar liðið. Nordhorn – Aue................................... 33:31 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sex mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson kom aðeins við sögu en náði ekki að verja. Rimpar – Emsdetten ........................... 24:20 - Anton Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir Emsdetten. Danmörk Kolding – Bjerringbro/Silkeborg..... 27:32 - Ágúst Elí Björgvinsson varði 10 skot í marki Kolding. Nordsjælland – GOG ........................... 24:33 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 11 skot í marki GOG. SönderjyskE – Holstebro ................... 30:23 - Sveinn Jóhannsson skoraði fimm mörk fyrir SönderjyskE. Frakkland Cesson Rennes – Montpellier............. 25:21 - Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði ekki fyrir Montpellier. Créteil – Nancy.................................... 39:32 - Elvar Ásgeirsson skoraði sex mörk fyrir Nancy. Svíþjóð Aranäs – Guif ....................................... 30:27 - Daníel Freyr Andrésson varði eitt skot í marki Guif og Aron Dagur Pálsson var ekki í leikmannahópnum. Redbergslid – Skövde ......................... 24:25 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði sex mörk fyrir Skövde. %$.62)0-#

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.