Morgunblaðið - 16.10.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
máfinnaávefokkar
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
449.400kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa húsin okkar.
Uppsetning tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson,
stofnandi og forstjóri Kerecis,
fundaði með Werner Vogels,
aðstoðarforstjóra Amazon og hægri
hönd Jeffs Bezos, í gær. Þetta stað-
festi Guðmundur í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi. Herma
heimildir blaðsins að fundurinn hafi
farið fram hér á landi.
Guðmundur vildi ekki tjá sig um
hvað var rætt á fundinum en fyrir-
tækið hans er þekkt fyrir fram-
leiðslu á sáraroði unnu úr þorsk-
roði.
Vogels sér um tækni og nýsköp-
un hjá Amazon og þar gæti Kerecis
hjálpað en fyrirtækið hefur vaxið
ört síðustu ár og er þekkt fyrir ný-
sköpun í líftæknigeiranum.
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna hefur komið að fjármögnun
Kerecis.
Vogels er þekktur sem arkitekt-
inn á bak við Amazon Web Services
sem er skýjaþjónusta Amazon og er
ein arðbærasta þjónusta sem fyrir-
tækið rekur.
Í síðasta mánuði birtist rannsókn
í ritrýnda vísindatímaritinu Wounds
sem fjallaði meðal annars um það
að sár meðhöndluð með sáraroði frá
fyrirtækinu gróa hraðar en sár
meðhöndluð með hefðbundnum að-
ferðum. Einnig sýndi rannsóknin
fram á það að tvöfalt fleiri sjúkling-
ar náðu bata sem voru meðhöndl-
aðir með sáraroðinu miðað við þá
sem fengu hefðbundna meðhöndlun.
logis@mbl.is
Forstjóri Kerecis fundaði
með hægri hönd Bezos
- Maðurinn á bak við AWS - Fundurinn fór fram á Íslandi
Guðmundur Fert-
ram Sigurjónsson
Werner
Vogels
Skúli Halldórsson
Lilja Ava Hrund Lúðvíksdóttir
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn
kjörbréfa fékk gögn frá lögreglunni
á Vesturlandi vegna rannsóknar á
talningu atkvæða í alþingiskosning-
unum í Norðvesturkjördæmi afhent
síðdegis í gær.
Þetta staðfesti Gunnar Örn Jóns-
son, lögreglustjóri á Vesturlandi, í
samtali við mbl.is.
Nefndin hafði óskað eftir að fá
gögn frá lögreglu sem kynnu að nýt-
ast við mat á lögmæti kosninganna
fyrir lok dags í gær.
Rannsókn lögreglu á kæru Karls
Gauta vegna niðurstöðu kosning-
anna, endurtalningar í Norðvestur-
kjördæmi og meðferðar yfirkjör-
stjórnar á kjörgögnum lauk á
þriðjudaginn og er nú til meðferðar á
ákærusviði.
Í gærmorgun birti Alþingi allar
kærur sem nefndinni hafa borist á
vef þingsins sem og fundargerðir og
önnur gögn. Alls hafa tólf kærur bor-
ist um framkvæmd kosninganna,
sem undirbúningsnefndin hefur til
meðferðar.
Munar um lögreglugögnin
Í samtali við mbl.is sagði Birgir
Ármannsson, formaður nefndarinn-
ar, að það skipti máli að fá gögn frá
lögreglunni.
„Það skiptir svolitlu máli fyrir
okkur að vita hvaða upplýsingar við
getum fengið frá lögreglu, upp á það
að vita hvaða upplýsingar það eru
sem við þurfum að afla sjálfstætt.“
Nefndin kemur aftur saman til
fundar á mánudaginn, þar sem fyrir-
hugað er að fara yfir fyrirliggjandi
gögn og ákveða næstu skref í fram-
haldinu.
Lýtur reglum stjórnsýslu
Verk yfirkjörstjórna og landskjör-
stjórnar tilheyrir stjórnsýslunni og
lýtur þannig almennum reglum
stjórnsýsluréttar. Þetta er mat
Trausta Fannars Valssonar, forseta
lagadeildar HÍ og sérfræðings í
stjórnsýslurétti.
Hann kom á fund undirbúnings-
nefndarinnar í gærmorgun ásamt
Ragnhildi Helgadóttur, rektor Há-
skólans í Reykjavík.
Léðu þau nefndinni sérfræðimat
sitt á lögfræðilegum álitaefnum í
tengslum við verkefni nefndarinnar.
Trausti benti á að stjórnsýslulögin
giltu þó ekki nema um væri að ræða
svokallaða stjórnvaldsákvörðun.
Framkvæmd talningar og lýsing
talningar teldust ekki að hans mati
stjórnvaldsákvarðanir. En einstakar
aðrar ákvarðanir gætu verið það.
Bókun yfirkjörstjórnar í Norð-
vesturkjördæmi um niðurstöðu taln-
ingarinnar telst ekki stjórnvalds-
ákvörðun að hans mati.
Með gögn
frá lögreglu
undir höndum
- Stjórnsýslulög gildi ekki um talningu
- Segir gögn frá lögreglu skipta máli
Morgunblaðið/Unnur Karen
Kjörbréf Frá opnum fundi undir-
búningsnefndarinnar á Alþingi.
Hlutverk nefndarinnar
» Undirbúningsnefnd fyrir
rannsókn kjörbréfa hefur með-
al annars það hlutverk að fara
yfir gerðabækur landskjör-
stjórnar og yfirkjörstjórna,
ágreiningsseðla og kosninga-
kærur sem borist hafa dóms-
málaráðuneytinu.
» Nefndin gerir síðan tillögu
til þingsins um hvort kosning
og kjörgengi þingmanna teljist
gild.
» Í nefndinni sitja níu þing-
menn. Enginn þeirra er úr
Norðvesturkjördæmi eða er
uppbótarþingmaður.
Logi Sigurðarson
Oddur Þórðarson
„Það má segja að allt sem við gerum
innanhúss hjá okkur geti leyst málin
tímabundið en það nær ekki að leysa
vandann til lengri tíma. Við erum
núna með áætlanir um það að fjölga
legurýmum á næstu vikum og mán-
uðum og það er heilmikið verkefni
vegna þess að það þarf að ráða fólk til
þess að vinna á þeim deildum,“ segir
Sigríður Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar á Landspít-
alanum.
Sigríður og fleiri stjórnendur spít-
alans funduðu með hjúkrunarfræð-
ingum og yfirmönnum á bráðamót-
töku vegna mikils álag á deildinni
undanfarið.
Hún segir vandann fyrir höndum
vera þann að álag á Landspítalann
aukist stöðugt þar sem spítalinn taki
við fleiri sjúklingum og sjúklingar
séu nú með flóknari þjónustuþarfir.
„Það vantar sérstaklega hjúkrun-
arfræðinga og sjúkraliða og það hef-
ur verið áskorun hjá okkur að fá þá til
starfa. Það er ekki nægilegt framboð
á heilbrigðisstarfsfólki á landinu til
þess að standa undir þeirri þjónustu
sem við veitum.“
Sigríður segir aðspurð að spítalinn
eigi að vera í stakk búinn að takast á
við tilslökun á sóttvarnaaðgerðum
þrátt fyrir álag á bráðamóttöku. „Co-
vid-sjúklingar fara ekki mikið í gegn-
um bráðamóttökuna svo að það mun
ekki hafa áhrif þar, þetta hefur meiri
áhrif annars staðar og það er tekið
inn í þetta hættumat sem er búið að
gera. Það er mat farsóttarnefndar og
þeirra sem hafa verið að liggja yfir
þessu að leggjast ekki gegn því,“ seg-
ir hún.
Settur forstjóri Landspítala, Guð-
laug Rakel Guðjónsdóttir, tekur und-
ir þetta og segir rými til tilslakana á
sóttvarnatakmörkunum innanlands.
Hún ræddi við Þórólf Guðnason sótt-
varnalækni í gær um leiðir sem eru
færar í þeim efnum.
„Einhvers konar, já,“ sagði Guð-
laug í samtali við mbl.is í gær, spurð
að því hvort Landspítali teldi rými til
tilslakana. Þó segir hún að í þær verði
að ráðast með raunsæi og varkárni.
Hún segir einnig að ákveða þurfi
hvernig nýjum takmörkunum skal
háttað með hliðsjón af getu spítalans
og stöðu á bráðamóttöku og legu-
deildum. Þar að auki verði að gæta
þess að spítalinn ráði við mögulega
fjölgun í sýnatöku, sem gera má ráð
fyrir að eigi sér stað í kjölfar tilslak-
ana.
„Ég myndi ekki orða það þannig að
spítalinn ráði við meira. Ef þú horfir á
bráðamóttökuna, þá er hún alveg
þanin eins og hægt er. Það er ekki
hægt að leggja meira á bráðamót-
tökuna en það er bara þannig að Co-
vid-sjúklingarnir koma ekkert endi-
lega í gegnum bráðamóttökuna,“
segir Guðlaug.
Morgunblaðið/Eggert
Fundur Hjúkrunarfræðingar funduðu með framkvæmdastjórn Landspítalans um ástandið á bráðamóttöku í gær.
Telja rými vera til til-
slakana á spítalanum
- Fundað um álag á bráðamóttöku - Tímabundnar lausnir
Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir
Sigríður
Gunnarsdóttir