Morgunblaðið - 16.10.2021, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
L
ýðræði og jafnt aðgengi
allra eru sterkir þættir í
hugmyndafræði bóka-
safna,“ segir Edda Björg
Kristmundsdóttir, forstöðumaður
Bókasafnsins Ísafirði. „Á almenn-
ingsbókasöfn eiga allir að geta komið
til þess að afla sér þekkingar, hug-
mynda og afþreyingar. Leiðirnar til
slíks eru margar og bækurnar þá
ekki lengur aðalatriðið. Í dag eru al-
menningsbókasöfn oft skilgreind sem
menningarstofnanir og einnig staður
til að vera á.“
Þar sem lífið á sér stað
Bókasafnið á Ísafirði er í gamla
sjúkrahúsinu þar í bæ sem nú heitir
heitir Safnahúsið Eyrartúni. Húsið
var tekið í notkun árið 1925 og þar
var sjúkrahússtarfsemi allt til ársins
1989. Það ár, í tilefni af 100 ára af-
mæli bókasafnsins, var ákveðið að
húsinu skyldi fengið menningarlegt
hlutverk, en húsið var opnað sem
safnahús fjórtán árum síðar. Mat
flestra er að vel hafi tekist til; öllu er
haganlega fyrir komið í húsinu sem
setur sterkan svip á Ísafjörð og
byggðina þar. Lista-, ljósmynda- og
skjalasafn eru einnig í húsinu. Á
göngum þess eru svo myndir og
lækningatæki fyrri tíðar – og þannig
er sögu fyrra hlutverks bygging-
arinnar haldið til haga.
Sú bók í safninu á Ísafirði sem
oftast var lánuð út á síðasta ári var
Brúin yfir Tangagötuna, eftir Eirík
Örn Norðdahl. Bókin var raunar vin-
sæl víða og vakti mikla athygli. Þetta
er ástarsaga sem gerist fyrir vestan
„… en fyrir mér er Ísafjörður fyrst
og fremst staður núsins. Staðurinn
þar sem lífið á sér stað,“ eins og höf-
undurinn sagði í viðtali við Morg-
unblaðið á síðasta ári. Í bókinni segir
frá Halldóri og Gyðu, og leitinni að
ástinni með öllu sem því fylgir. Bókin
fékk góðar viðtökur og Ísfirðingar
þekkja sögusviðið vel.
„Bækur sem gerast í umhverf-
inu vestra vekja oft athygli íbúa hér.
Annars hygg ég að bókmenntaa-
smekkur Ísfirðinga sé svipaður því
sem er annars staðar. Spennusögur
eru mikið lesnar og svo aðrar bækur
eftir því hvað er mest umtalað og vin-
sælt hverju sinni,“ tiltekur Edda og
heldur áfram:
„Eftir megni reynum við að
sinna öllum hópum og fjölbreytt
bókakaupin taka mið af því. Þú sérð
líka úrvalið í hillunum hér á tveimur
hæðum og mikið af bókum er í
geymslu. Í áratugi og fram til ársins
1973 var þetta prentskilasafn; það er
að allar útgefnar bækur á landinu
voru sendar hingað. En tímarnir
breytast. Í dag hefur almenningur
aðgang að bókum, tímaritum og dag-
blöðum á stafrænu formi sem hægt
er að nálgast hvar sem er. Þróunin er
mjög hröð.“
Tengsl við innflytjendur
Um fimmtungur 3.800 íbúa Ísa-
fjarðarbæjar er af erlendu bergi
brotinn. Pólverjar eru áberandi í
þeim hópi og á safninu er til nokkuð
af pólskum bókum. Einnig bækur frá
Taílandi, en margir af því þjóðerni
eru Vestfirðingar í dag.
„Í nokkur ár voru sögustundir
fyrir pólsk börn á bókasafninu. Stefn-
an er að auka tengsl við innflytjendur
í bænum,“ segir Edda sem er upplýs-
ingafræðingur að mennt og hefur
starfað á safninu frá 1987. Í hlutverki
forstöðumanns hefur hún fetað í fót-
spor meðal annars Guðmundar G.
Hagalín (1898-1985). Hann var einn
af þekktari og afkastamestu rithöf-
undum Íslendinga á 20. öldinni.
Hagalín var höfundur skáldsagna,
ævisagna og minningabóka úr eigin
lífi hvar hann sagði meðal annars frá
árum sínum sem bókavörður fyrir
vestan.
Kíkt í blöðin með kaffibolla
„Fólk kemur bókasafn án kvaða
um að kaupa eitthvað. Getur verið
þar við vinnu eða nám, notið þess að
kíkja í blöðin með kaffibolla eða fylgst
með viðburðum. Einnig getur fólk
hist í litlum hópum, til dæmis bóka-
klúbbum eða mætt á foreldramorgna.
Þetta er vettvangur fólks til þess að
hittast, bara saman bækur sínar og
ræða málefni dagsins. Slíkt er þýð-
ingarmikið í hverju samfélagi,“ segir
Edda Björg að síðustu.
Þekking, hugmyndir og afþreying
Ísafjörður. Aðgengi fyrir
alla og bækurnar ekki
lengur aðalatriðið hér,
segir Edda Björg Krist-
mundsdóttir, forstöðu-
maður Bókasafnsins á
Ísafirði. Mikilvæg stofn-
un í merku húsi. Vett-
vangur til að hittast.
Bókakona Í dag eru almenningsbókasöfn oft skilgreind sem menning-
arstofnanir,“ segir Edda Björg í viðtalinu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ísafjörður Safnahúsið á Eyrartúni setur sterkan svip á bæjarmyndina fyrir
vestan. Á göngum hússins eru til sýnis lækningatæki, munir og myndir og
þannig er sögu byggingarinnar sem sjúkrahúss í áratugi haldið vel til haga.
Egilsdalur – 23.06 hektara land til sölu
Landið er á Hólmsheiði norðan við Gunnarshólma.
Hólmsá liggur meðfram jörðinni.
Áhugasamir aðilar hafi samband við Helga Örn Jacobsen,
BP Shipping Agency Ísland ehf. Í síma 892-8996 eða helgi@bpship.is BP Shipping Agency