Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is L ýðræði og jafnt aðgengi allra eru sterkir þættir í hugmyndafræði bóka- safna,“ segir Edda Björg Kristmundsdóttir, forstöðumaður Bókasafnsins Ísafirði. „Á almenn- ingsbókasöfn eiga allir að geta komið til þess að afla sér þekkingar, hug- mynda og afþreyingar. Leiðirnar til slíks eru margar og bækurnar þá ekki lengur aðalatriðið. Í dag eru al- menningsbókasöfn oft skilgreind sem menningarstofnanir og einnig staður til að vera á.“ Þar sem lífið á sér stað Bókasafnið á Ísafirði er í gamla sjúkrahúsinu þar í bæ sem nú heitir heitir Safnahúsið Eyrartúni. Húsið var tekið í notkun árið 1925 og þar var sjúkrahússtarfsemi allt til ársins 1989. Það ár, í tilefni af 100 ára af- mæli bókasafnsins, var ákveðið að húsinu skyldi fengið menningarlegt hlutverk, en húsið var opnað sem safnahús fjórtán árum síðar. Mat flestra er að vel hafi tekist til; öllu er haganlega fyrir komið í húsinu sem setur sterkan svip á Ísafjörð og byggðina þar. Lista-, ljósmynda- og skjalasafn eru einnig í húsinu. Á göngum þess eru svo myndir og lækningatæki fyrri tíðar – og þannig er sögu fyrra hlutverks bygging- arinnar haldið til haga. Sú bók í safninu á Ísafirði sem oftast var lánuð út á síðasta ári var Brúin yfir Tangagötuna, eftir Eirík Örn Norðdahl. Bókin var raunar vin- sæl víða og vakti mikla athygli. Þetta er ástarsaga sem gerist fyrir vestan „… en fyrir mér er Ísafjörður fyrst og fremst staður núsins. Staðurinn þar sem lífið á sér stað,“ eins og höf- undurinn sagði í viðtali við Morg- unblaðið á síðasta ári. Í bókinni segir frá Halldóri og Gyðu, og leitinni að ástinni með öllu sem því fylgir. Bókin fékk góðar viðtökur og Ísfirðingar þekkja sögusviðið vel. „Bækur sem gerast í umhverf- inu vestra vekja oft athygli íbúa hér. Annars hygg ég að bókmenntaa- smekkur Ísfirðinga sé svipaður því sem er annars staðar. Spennusögur eru mikið lesnar og svo aðrar bækur eftir því hvað er mest umtalað og vin- sælt hverju sinni,“ tiltekur Edda og heldur áfram: „Eftir megni reynum við að sinna öllum hópum og fjölbreytt bókakaupin taka mið af því. Þú sérð líka úrvalið í hillunum hér á tveimur hæðum og mikið af bókum er í geymslu. Í áratugi og fram til ársins 1973 var þetta prentskilasafn; það er að allar útgefnar bækur á landinu voru sendar hingað. En tímarnir breytast. Í dag hefur almenningur aðgang að bókum, tímaritum og dag- blöðum á stafrænu formi sem hægt er að nálgast hvar sem er. Þróunin er mjög hröð.“ Tengsl við innflytjendur Um fimmtungur 3.800 íbúa Ísa- fjarðarbæjar er af erlendu bergi brotinn. Pólverjar eru áberandi í þeim hópi og á safninu er til nokkuð af pólskum bókum. Einnig bækur frá Taílandi, en margir af því þjóðerni eru Vestfirðingar í dag. „Í nokkur ár voru sögustundir fyrir pólsk börn á bókasafninu. Stefn- an er að auka tengsl við innflytjendur í bænum,“ segir Edda sem er upplýs- ingafræðingur að mennt og hefur starfað á safninu frá 1987. Í hlutverki forstöðumanns hefur hún fetað í fót- spor meðal annars Guðmundar G. Hagalín (1898-1985). Hann var einn af þekktari og afkastamestu rithöf- undum Íslendinga á 20. öldinni. Hagalín var höfundur skáldsagna, ævisagna og minningabóka úr eigin lífi hvar hann sagði meðal annars frá árum sínum sem bókavörður fyrir vestan. Kíkt í blöðin með kaffibolla „Fólk kemur bókasafn án kvaða um að kaupa eitthvað. Getur verið þar við vinnu eða nám, notið þess að kíkja í blöðin með kaffibolla eða fylgst með viðburðum. Einnig getur fólk hist í litlum hópum, til dæmis bóka- klúbbum eða mætt á foreldramorgna. Þetta er vettvangur fólks til þess að hittast, bara saman bækur sínar og ræða málefni dagsins. Slíkt er þýð- ingarmikið í hverju samfélagi,“ segir Edda Björg að síðustu. Þekking, hugmyndir og afþreying Ísafjörður. Aðgengi fyrir alla og bækurnar ekki lengur aðalatriðið hér, segir Edda Björg Krist- mundsdóttir, forstöðu- maður Bókasafnsins á Ísafirði. Mikilvæg stofn- un í merku húsi. Vett- vangur til að hittast. Bókakona Í dag eru almenningsbókasöfn oft skilgreind sem menning- arstofnanir,“ segir Edda Björg í viðtalinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ísafjörður Safnahúsið á Eyrartúni setur sterkan svip á bæjarmyndina fyrir vestan. Á göngum hússins eru til sýnis lækningatæki, munir og myndir og þannig er sögu byggingarinnar sem sjúkrahúss í áratugi haldið vel til haga. Egilsdalur – 23.06 hektara land til sölu Landið er á Hólmsheiði norðan við Gunnarshólma. Hólmsá liggur meðfram jörðinni. Áhugasamir aðilar hafi samband við Helga Örn Jacobsen, BP Shipping Agency Ísland ehf. Í síma 892-8996 eða helgi@bpship.is BP Shipping Agency
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.