Morgunblaðið - 16.10.2021, Side 20

Morgunblaðið - 16.10.2021, Side 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Jóladagatölin eru komin! ÚR BÆJARLÍFINU Jón Sigurðsson Blönduósi Blönduós á Gallusmessu í síð- ustu viku sumars. Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumars blíða. Þessar ljóðlínur Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds eiga vel við enn þann dag í dag. Haustið er í hámarki og uppskera sumarsins er við það að skila sér í hús. Lömb sem fæddust í vor gengu á afrétti sumarlangt með mæðrum sínum og hafa nú skilað sér í heimahag- ana og sum gott betur en það. Mannanna verk af ýmsum toga hafa frá vori til hausts þroskast og fengið á sig nýja mynd. Bærinn sem hvílir við botn Húnafjarðar og umvefur jökulána Blöndu er í aug- um sumra „bærinn sem aldrei sef- ur“. Til að rökstyðja þessa fullyrð- ingu má nefna mörg dæmi um upp- byggingu. Íbúðarhús hafa risið, fleiri en eitt og fleiri en tvö. Iðn- aðarhúsnæði skýtur upp kollinum utan og innan ár. Blönduós er í al- faraleið og allir sem stefna austur eða vestur á bóginn þurfa að fara í gegnum bæinn. Í því felast tæki- færi sem mikilvægt er að virkja sem allra best. Á síðustu mánuðum hefur aukinn kraftur færst í húsbygg- ingar, bæði á vegum verktaka og sveitarfélagsins. Við Sunnubraut eru risin fimm íbúða raðhús og hafin er bygging á parhúsi við Smára- braut. Á síðastliðnum tveimur árum hafa risið 10 íbúðir í tveimur rað- húsum og er ár og dagur síðan slík- ur gangur hefur verið í smíðinni. - - - Þrjú iðnaðarhús eru að rísa. Framkvæmdir við stækkun gagna- vers Etix Everywhere Borealis á Blönduósi eru hafnar. Um er að ræða byggingu á nýju húsi þar sem lögð er áhersla á gagnageymslu og ofurtölvurekstur. Rekstraraðilar gagnaversins segja bæjarfélagið vera ákjósanlegan stað fyrir gagna- ver því svæðið búi við örugga af- hendingu orku, jarðfræðileg skilyrði séu góð og hættan á umhverfisvá mjög lítil, þá hefur það reynst félag- inu vel að vinna með öflugum verk- tökum á svæðinu. Áætlað er að framkvæmdum við stækkun gagna- vers ljúki í lok þessa árs. - - - Tekið er að rísa 1.739 m2 at- vinnuhúsnæði á svokölluðu Miðholti vestast í bænum við þjóðveg 1. Hús- ið verður límtréshús klætt sam- lokueiningum á steyptum sökkli. Húsið skiptist í 11 misstórar ein- ingar og verður ýmiss konar starf- semi í húsnæðinu svo sem aðstaða fyrir ýmsa verktaka í bænum svo og nýtt húsnæði fyrir Björgunarfélagið Blöndu. Rafstöð sem sjálfvirkt fer í gang í rafmagnsleysi verður sett upp við húsið. Stefnt er að því að húsið verði risið um næstu áramót. Ámundakinn ehf., sem er fjár- festingafélag á svæðinu, er að byggja iðnaðarhúsnæði á Blönduósi. Í samstarfi við Ámundakinn munu Vilko, Náttúrusmiðjan og Food- smart hefja þar hátækni-matvæla- vinnslu. Stefnt er að því að byggja um 1.200 fermetra hús, en í fyrsta áfanga verða byggðir um 440 fer- metrar, ætlaðir fyrir sérhæfða mat- væla- og heilsuvöruframleiðslu. - - - Í byrjun september var níu körfu frisbígolfvöllur á Blönduósi formlega vígður í Fagrahvammi. Fulltrúar frá Frisbígolfþjónustu Ak- ureyrar komu og kynntu íþróttina fyrir heimamönnum. Á vígsludegi var spilaður hringur á nýja vellinum. Heyrst hefur að fyrsta daginn hefðu glatast nokkrir frisbídiskar í þéttum trjágróðri sem er alltumlykjandi. - - - Gamla brúin yfir Blöndu sem vígð var árið 1897 á Blönduósi og þjónaði hlutverki sínu í 65 ár var flutt í Svartárdal á móts við Steiná árið 1962. Þessi fornfræga brú kom aftur á Blönduós 2001 og var óvíst um örlög hennar. Nú hefur hún fengið nýtt hlutverk, sandblásin og máluð og sómir sér vel á nýjum brú- arstöplum og er orðin göngubrú yfir í Hrútey, földustu perlu Blönduóss. - - - Grágæsir á Blönduósi hafa verið drjúgir þátttakendur í að bera GPS-senda í því markmiði að kanna farflug og hegðunarmynstur grá- gæsa á Íslandi. Í vor komu á Blönduós þrjár gæsir sem báru senda með númerunum 09 (Jón II), nr. 10 (Jón) og númer 27 (nafnlaus) Gæsirnar nr. 10 og 27 voru með óvirka senda og því örðugt að fylgj- ast með ferðum þeirra. Gassinn nr. 9 var með virkan sendi og sendi nokk- ur merki á dag í allt sumar. Það er af segja af gassa nr. 9 að hann kom til Íslands frá Katanesi í Skotlandi 15. apríl. Daginn eftir flaug hann norður og staldraði við í sólarhring skammt norðan við Skjaldarvík í Eyjafirði og 17. apríl kl. 12 var hann kominn á Blönduós. Þar hefur hann hafst við í sumar og annast a.m.k. sjö unga sem upp komust. Það var svo um miðjan ágúst að nr. 09 fór að venja komur sínar í Bakkakot og náttaði sig á Hólmavatni. Þann 12. sept seg- ir hann skilið við Bakkakot og nýtir Húnavatn sem náttstað en Torfa- lækjartúnin eru bitin ákaft á birtu- tíma. Af sambandslausu gæsunum tveimur, þeim nr. 10 og 27 er það að frétta að nafnlausa gæsin 27 féll þann 14. september í Skagafirði. Það víg var tilkynnt og var merkinu komið í réttar hendur. Blönduós, bærinn sem aldrei sefur Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduós Haustið hefur bankað á dyrnar og fjöllin gránað niður í byggð. Fallegt er á bökkum jökulárinnar Blöndu og nóg um að vera í bænum. Rannsókn á andláti sem varð í Sundhöll Reykjavíkur í janúar lauk fyrir nokkru og er nú til afgreiðslu hjá ákæranda á ákærusviði lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt svari lögreglunnar við fyrirspurn mbl.is er enn beðið sérfræðigagna í málinu. Maðurinn sem lést í Sundhöllinni hét Guðni Pétur Guðnason. Hann starfaði í geðþjónustu og var með geðfötluðum skjólstæðingi sínum í lauginni. Allir sem komu að málinu voru yfirheyrðir og farið var yfir myndefni úr öryggismyndavélum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sundhöll Útilaugin í Sundhöll Reykjavíkur. Bíða sérfræðigagna vegna andláts Vegna greinar í Morgunblaðinu á fimmutdaginn um úrsagnir þing- manna úr þingflokkum á Alþingi er rétt að taka fram að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifs- son höfðu verið reknir úr Flokki fólksins áður en þeir lýstu sig utanflokka í desember 2018 og gengu síðan til liðs við Miðflokk- inn. „Við höfðum hvorugur frum- kvæði að eða fyrirætlanir um að yfirgefa flokkinn. Mótmæltum við fyrirhuguðum brottrekstri á fundi stjórnar flokksins,“ segir Ólafur Ís- leifsson, fv. alþingismaður. Þá er því einnig við að bæta að haustið 2009 ákváðu allir þáver- andi þingmenn Borgara- hreyfingarinnar; Birgitta Jóns- dóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, að yfirgefa þingflokkinn og stofna þingflokk Hreyfing- arinnar. Var þá enginn eftir í þing- flokki Borgarahreyfingarinnar. gudmundur@mbl.is Þingmennirnir rekn- ir úr þingflokknum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.