Morgunblaðið - 16.10.2021, Page 27

Morgunblaðið - 16.10.2021, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Allar þjóðir sækjast eftir betri hag. Við ber- um okkur saman við nágrannaþjóðirnar og viljum helst ekki vera lakari í neinum op- inberum mælingum en þar. Við þekkjum þetta öll. Hvernig eru útgjöld til heilbrigðismála borin saman við Norðurlönd? Hvernig eru launin? Hvar eru hæstu skattarnir? Hvar er mest og best þjónusta við þá sem þurfa hennar með? Árangur þjóða ræðst af verðmæta- sköpun og samkeppnishæfni hag- kerfisins. Til þess að unnt sé að bæta almenna opinbera þjónustu þarf að auka þau verðmæti sem verða til í at- vinnulífinu og einnig þarf að líta til þeirra skilyrða sem fyrirtækjum eru búin í samkeppni við keppinauta sína erlend- is og heima fyrir. Undanfarna áratugi hefur verðmætasköpun í samfélaginu aukist stórum skrefum. Við orkuframleiðslu og orkunýtingu hafa orðið til þúsundir starfa þar sem greidd eru góð laun bæði í orkufyr- irtækjum, þeim sem nýta orkuna og ekki síst hjá þeim fyrir- tækjum sem þjónusta þessar greinar. Sjávarútvegurinn hefur breyst gríðarlega, skipum fækkað og vinnslufyrirtækjum sömu- leiðis, erfið störf hafa horfið en í stað- inn komið störf sem byggja á sífellt meiri tæknivæðingu og aukinni þekk- ingu og menntun starfsfólks. Öflugar hliðargreinar við sjávarútveginn hafa sprottið fram sem byggja á útflutn- ingi þekkingar og vöru. Á svipaðan hátt má rekja breyt- ingar í öðrum greinum hvort sem er verslun, iðnaði og mannvirkjagerð og þjónusta bæði sú sem tengist ferða- mönnum og öðru. Samt er staðan sú að samkeppnis- hæfni Íslands mælist ár eftir ár lak- ari en annars staðar á Norður- löndum. Í árlegri úttektIMD 2021 greindist Ísland í 21. sæti og munar töluverðu á Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi sem eru í 2., 3., 6. og 11. sæti. OECD hefur sömuleiðis bent á fjölmörg atriði sem unnt er að laga til að bæta samkeppnishæfnina. Það er því eftir töluverðu að sækjast að reyna að draga úr þessum mun sem ætti að vera viðfangsefni stjórnvalda á hverjum tíma. Árangurinn gæti skilað sér á mörgum sviðum og hjálp- að til við að draga úr halla ríkissjóðs og skapað skilyrði til að veita betri þjónustu. Skapa þarf atvinnulífinu sem best rekstrarskilyrði með skilvirkum, hag- kvæmum og öflugum stofnunum sem styðja við framþróun fyrirtækja og sinna eftirliti með nútímalegum að- ferðum með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Það er áhugavert að hug- leiða hvernig samskiptamiðlar á net- inu skipta sífellt meira máli í eftirliti með þjónustu fyrirtækja og framleiðsluvörum þeirra. Fyrirtækin reyna yfirleitt að bregðast vel og fljótt við athugasemdum sem þannig berast, en með árlegum heimsóknum fjölmargra stofnana sem hver um sig sinnir þröngt skilgreindu hlutverki. Eftirlit sem byggist á tölfræðiúttekt- um, rafrænum samskiptum og að meta fyrri árangur er líklegt til að skila betri árangri en núverandi að- ferðafræði sem er gamaldags og hef- ur ekki þróast nægilega með hliðsjón af almennri framþróun tækni og samskipta. Stofnanauppbygging ríkis og sveit- arfélaga er kjörið verkefni til að auka skilvirkni í rekstri hins opinbera. Og það er rétt að halda til haga að alls ekki er verið að óska eftir afslætti af kröfum sem gerðar eru til fyrirtækj- anna í landinu. Þetta er bara eitt dæmi um að ekki þarf að vera flókið eða erfitt að bæta samkeppnishæfni Íslands. Ný ríkis- stjórn ætti að hafa þetta í huga. Eftir Halldór Benja- mín Þorbergsson » Skapa þarf atvinnu- lífinu sem best rekstrarskilyrði með skilvirkum, hagkvæm- um og öflugum stofn- unum sem styðja við framþróun fyrirtækja og sinna eftirliti með nú- tímalegum aðferðum. Halldór Benjamín Þorbergsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Gerum betur Stundum er haft á orði að neytendur á Ís- landi séu lélegir, að þeir þekki ekki rétt sinn og láti vaða yfir sig á skít- ugum skónum. En er þetta rétt? Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lætur kanna stöðu neyt- enda í Evrópu á hverju ári með það fyrir augun að meta viðhorf, hegðun og reynslu neytenda. Niðurstöðurnar eru dregnar saman í skýrslu sem ber nafnið Könnun á stöðu neytenda: Neytendur heima á innri markaðnum (e. Consumer Conditions Survey: Consumers at home in the single mar- ket). Meginefni könnunarinnar snýr að trausti og þekkingu neytenda, net- verslun, netöryggi, vandamálum og kvörtunum og ósanngjörnum og ólög- legum viðskiptaháttum. Traust íslenskra neytenda til eft- irlitsaðila í neytendamálum er á pari við það sem gerist í Evrópu. Athygli vekur að traust til Neytendasamtak- anna árið 2020 er það hæsta í Evrópu. 80% neytenda bera traust til Neyt- endasamtakanna og hefur traustið vaxið um 14 prósentustig frá árinu 2018. Að meðaltali bera 66% svarenda í Evrópu traust til neytendasamtaka. Alls búa 34% svarenda yfir mikilli þekkingu á réttindum neytenda sem er það næsthæsta í Evrópu, hvar með- altalið er 27%. Aðeins í Danmörku er hærra hlutfall neytenda sem búa yfir mikilli þekkingu, eða 38%. Þekkingin er mæld þannig að lagðar eru fjórar spurningar um réttindi neytenda fyrir þátttakendur og þeir sem svara þrem- ur eða fjórum þeirra rétt, teljast búa yfir mikilli þekkingu. Á síðustu 12 mánuðum hafa 17% neytenda á Íslandi lent í vandræðum með keypta vöru eða þjónustu og gripið til aðgerða til að leysa þau. Til samanburðar hafa 3% íslenskra neyt- enda upplifað slíkt vandamál, en ekki gripið til aðgerða. Að meðaltali hafa 15% Evrópubúa lent í vandræðum og 8% ekki gert neitt í því. Af því má sjá að íslenskir neytendur eru mun lík- legri en aðrir Evrópubúar til að leita lausna, lendi þeir í vandræðum með vöru- eða þjónustukaup. Spurðir um hvert neytendur myndu leita til að fá upplýsingar um réttindi sín segjast 61% myndu leita til Neytendasamtakanna, helmingi fleiri en í Evrópu, hvar einungis 40% Evrópubúa segjast myndu leita til sambærilegra samtaka. Þá hafa mun færri íslenskir neytendur upplifað ósanngjörn viðskipti á eigin skinni en neytendur í Evrópu. Tíu prósent ís- lenskra neytenda hafa upplifað ósann- gjarna skilmála í samningi en 17% hafa þurft að greiða óvæntan auka- kostnað. Af ofangreindu má ráða að fullyrð- ingin um að íslenskir neytendur séu lélegir, stenst engan veginn. Það er þó brýnt að bæta er umgjörð neytenda- mála og eðlileg krafa að hún sé á pari við það sem gengur og gerist í ná- grannalöndunum. Í því felst m.a. að eftirlitsstofnanir eins og Neytenda- stofa, Persónuvernd og Samkeppn- iseftirlitið séu í stakk búnar til að sinna hlutverki sínu og grípa hratt og örugglega inn í þegar þess er þörf. Þá er mikilvægt að stjórnvöld dragi ekki að innleiða mikilvægar tilskipanir á sviði neytendamála og séu þar jafnvel í fararbroddi. Verðlagseftirlit ASÍ og Neytenda- samtökin standa fyrir morgunverð- arfundi um samkeppnis- og neytenda- mál þriðjudaginn 19. október kl. 08.30-10 á Grand hóteli þar sem verð- ur fjallað um hlutverk, stöðu og um- hverfi stofnana og félagasamtaka sem fara með neytendamál og neytenda- vernd og áherslur stjórnvalda í því samhengi og það sett í samhengi við fyrirkomulag þessara mála í ná- grannalöndunum. Eftir Breka Karlsson og Auði Ölfu Ólafsdóttur » Stundum er haft á orði að neytendur á Íslandi séu lélegir, að þeir þekki ekki rétt sinn og láti vaða yfir sig á skítugum skónum. En er þetta rétt? Breki Karlsson Höfundar eru formaður Neytenda- samtakanna og verkefnisstjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Mýtan um íslenska neytendur Auður Alfa Ólafsdóttir Málefni norðurslóða eru meðal helstu for- gangsmála Íslands á al- þjóðavettvangi, en bæði vísindaleg og staðbundin þekking er ómetanleg við ákvarð- anatöku sem hefur áhrif á heiminn. Vís- indarannsóknir og vöktun breytinga á norðurslóðum er undir- staðan fyrir frekari stefnumótun, bæði innan ríkja og í alþjóðlegu sam- starfi. Áhrif loftslagsbreytinga eru einna sýnilegastar á norðurslóðum þar sem hlýnun er meira en tvöfalt hraðari en annars staðar. Hringborð norðurslóða fer fram þessa dagana í Reykjavík. Það er alþjóðlegur sam- starfs- og samráðsvettvangur um málefni norðurslóða og stærsta al- þjóðlega samkoman þar sem framtíð norðurslóða er rædd. Ísland nýtur góðs af þessum samráðsvettvangi og mikilvægt að hann sé nýttur af vís- indasamfélaginu og atvinnulífinu. Kortlagning norðurslóða- rannsókna á Íslandi Umfang norðurslóðarannsókna á Íslandi hefur aukist mikið undanfar- inn áratug og hafa rannsóknarverk- efni á málefnasviðinu sprottið upp víða um land. Nýverið kom út skýrsl- an: Kortlagning norðurslóðarann- sókna á Íslandi sem unnin var af Rannís, Stofnun Vilhjálms Stefáns- sonar og Norðurslóða- neti Íslands, en verk- efnið naut góðs af sérstöku átaki ríkis- stjórnarinnar um sum- arstörf fyrir náms- menn á tímum heims- faraldurs. Skýrslan inniheldur meðal ann- ars greinargott yfirlit um norðurslóðastefnu íslenskra stjórnvalda og lýsingu á íslenskum aðilum sem stunda norðurslóðarannsókn- ir. Meginefni skýrslurnar er greining á norðurslóðaverkefnum út frá út- hlutunum innlendra og erlendra sam- keppnissjóða undanfarinn áratug. Þar kemur fram að yfir milljarði króna hafi verið úthlutað hérlendis til norðurslóðaverkefna úr Rann- sóknasjóði, en háskólar, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi hafa jafnframt sótt verkefnastyrki fyrir yfir milljarð króna í Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusam- bandsins á sjö ára tímabili áætlunar- innar. Niðurstöður skýrslunnar leiða í ljós að á Íslandi kemur öflugur hóp- ur aðila að norðurslóðarannsóknum og að íslenskir háskólar, stofnanir og fyrirtæki eru eftirsóttir samstarfs- aðilar í alþjóðlegu samstarfi. Pólitísk forysta um vísinda- samstarf á norðurslóðum og aukin samskipti við Japan Ísland hefur gert sig gildandi í al- þjóðlegu norðurslóðasamstarfi og hefur verið með formennsku í Norðurskautsráðinu árin 2019-2021. Ísland hefur einnig í samstarfi við Japan staðið að þriðja fundi vísinda- málaráðherra um vísindi norður- slóða. Upphaflega stóð til að fund- urinn færi fram í nóvember síðastliðnum en líkt og hefur gerst með aðra alþjóðlega viðburði hafa skipuleggjendur þurft að aðlaga sig að breyttum aðstæðum vegna Covid-19-heimsfaraldursins. Megin- áhersla íslenskra stjórnvalda hefur verið opin umræða, gagnsæi og ný- sköpun. Áhrif umhverfis- og tækni- breytinga á samfélög og lífríki á norðurslóðum hafa verið dregin upp sem mikilvægt viðfangsefni. Meðal þess sem komið hefur í ljós er mikil þörf á aukinni vöktun og frekari rannsóknum á samspili umhverfis- breytinga og samfélagsþróunar á norðurslóðum og þýðingu þessara breytinga á heimsvísu. Meðal þess sem hefur komið út úr samstarfi vísindamálaráðherra norðurslóða er nýr gagnagrunnur um alþjóðlegt vís- indasamstarf og samráðsvettvangur fjármögnunaraðila norðurslóðarann- sókna. Sóknarfæri fyrir atvinnulífið og frekari rannsóknir Á undanförnum árum hefur byggst upp öflugt þekkingarsam- félag hérlendis um málefni sem getur vaxið og dafnað frekar. Í því sam- hengi hefur Ísland tækifæri til að styrkja stöðu sína enn frekar sem al- þjóðleg miðstöð fyrir norðurslóða- rannsóknir og nýsköpun, þar sem hagfelld landfræðileg lega og öflugir innviðir eru lykilforsenda í samspili við það margbreytilega hugvit sem hér fyrirfinnst. Síðastliðið haust var kynnt vísinda- og tæknistefna fyrir árin 2020-2022, þar sem blásið er til stórsóknar til stuðnings við þekking- arsamfélagið á Íslandi, meðal annars með eflingu samkeppnissjóða og til rannsókna og nýsköpunar á sviði um- hverfismála. Ég vænti þess að vinnan sem nú fer fram styðji við komandi kynslóð rannsakenda og frumkvöðla sem leita munu nýrra tækifæra á norðurslóðum. Í mínum huga er það ljóst að tækniframfarir verða leiðandi í lausn- inni á loftslagsvandanum. Græn fjár- festing og hugvit Íslendinga getur orðið lykillinn að raunverulegum framförum. Ísland hefur margt fram að færa í málefnum norðurslóða. Við eigum að halda áfram að leggja áherslu á mál- efni norðurslóða í víðum skilningi; tryggja stöðu okkar sem strandríkis innan svæðisins og taka virkan þátt í alþjóðlegri vísindasamvinnu er því tengist. Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur » Græn fjárfesting og hugvit Íslendinga getur orðið lykillinn að raunverulegum fram- förum. Lilja Alfreðsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Norðurslóðir eru vettvangur breytinga Morgunblaðið/Brynjar Gauti Norðurslóðir „Ísland hefur tækifæri til að styrkja stöðu sína enn frekar sem alþjóðleg miðstöð fyrir norðurslóðarannsóknir.“ Norðurljós yfir Bláfjöllum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.