Morgunblaðið - 16.10.2021, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021
Leirdalur 29, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Glæsileg, mjög nýleg, 4ra herbergja efri sérhæð í hjarta
Dalshverfis í Reykjanesbæ með stórum bílskúr.
Stór afgirt verönd 67,5 m2 með heitum potti.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 61.500.000 133,8 m2
N
okkur óskyld
atriði úr
minnisbók-
inni:
1. Séríslensk fyndni.
Kunningi keypti sér hús
í Skerjafirði í sumar
meðan enn gaus í Fagra-
dalsfjalli og var alsæll:
„Maður sér bæði Guðna
og gosið.“ Nú hefur
kunninginn selt húsið.
2. Kennarinn skrifar
á töfluna: „Ég dorgði fyrir framan sjónvarpið í gærkvöldi og var svo and-
vana í alla nótt.“ Síðan sagði hann: „Færið til betri vegar.“ Umræðan var
skemmtileg að vanda. – Hversu margir dorma ekki við sjónvarpsskjáinn,
verða svo andvaka mikinn hluta nætur og mismæla sig að morgni næsta
dags? (Og innan sviga: eru þau ekki indæl óbeygjanlegu lýsingarorðin
sem enda á –a: klofvega, úrvinda, gjafvaxta, troðjúgra?)
3. Nýtt og spennandi tökuorð. Úr bréfi frá vini: Til dæmis var sagt áð-
an í viðtali að „fólk broadkasti tilfinningum sínum“. Kannski væri hægt að
nota þetta með því að segja bara „broddkasta“ og þá væri það næsti bær
við „brottkast“;-) [Innskot: táknin hér til vinstri sýna broskall á hliðinni].
4. Í Morgunblaðinu er vandað til verka í málfarsefnum og eiga blaða-
menn hrós skilið. Yfirlesarar hafa rekið augun í villur hjá mér og ber að
þakka það. Í eitt skiptið (sjá Tungutak 11.7.2020) var ég þó „leiðréttur“ að
ástæðulausu. Atriðið tengist stafsetningu á viðurnefnum. Ég hafði á ein-
um stað skrifað viðurnefnið drómundur með stórum upphafsstaf en á öðr-
um stað með lágstaf. Þor-
steinn drómundur (með
lágstaf) hefndi Grettis bóður
síns í Miklagarði sem frægt
er orðið. En Drómundur
(með hástaf) átti sér ástkon-
una Spes. Í seinna dæminu
er viðurnefnið komið í hlut-
verk eiginnafns.
5. Bókmenntafræðingur í loftfimleikum: „Meðan við eigum ekki önnur
fullgóð yfirlitsverk handa alþjóð til kynningar á bókmenntum næstlið-
innar fortíðar án þvílíks smættandi viðhorfs til menntanna er hætt við að
bók í fullu samræmi við þann vilja sem fram er settur í þessu viðtali gæti
stuðlað mjög að því að minnka meiningu, þ.e. gildi bókmennta, í huga
þjóðarinnar sem á sér þær.“
6. Falleg minningarorð á sveitasíma: „Horfinn er höfðinginn Tópas,
sautján og hálfs árs, saddur lífdaga en saknað með tárum.
Svo ljúfur og mjúkur, hreinn og hvítur en sóleyjagulur á baki.
Minning hans eins og vatn á lognkyrrum degi, djúpt og himinblátt.
Eins og þytur í laufi sem kyrrist í logni en bergmálar samt úr fjarska.
Nei, þetta á ekki að vera ljóð, aðeins söknuður eftir horfinn vin sem var
köttur með sál.“
7. Tvö verkefni, ætluð lesendum:
a) „Írski maður bar hana nú grátandi í landtjald sitt.“ (Tristrams saga,
50. kafli). Hvort þeirra grét?
b) „Hann gaf vininum sínum góða afmælisgjöf.“ Var vinurinn góður,
eða var gjöfin góð?
8. Ungi knattspyrnumaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson fær sér-
stakt hrós fyrir þá virðingu sem hann ber fyrir móðurmálinu. Hann þurfti
ekki á einni einustu slettu að halda í viðtali eftir landsleik í síðastliðinni
viku. Framtíðin er björt.
Höfðinginn Tópas
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
… en sóleyjagulur á baki.
Ljósmynd/Colourbox
A
ð nýju koma hundruð manna nú saman hér á
landi í lok þessarar viku undir merkjum
Arctic Circle þar sem Ólafur Ragnar Gríms-
son er enn í forystu eins og hann var sem
forseti Íslands þegar hann beitti sér fyrir að ráð-
stefnan var fyrst haldin árið 2013.
Í fyrra varð að fresta fundunum hér vegna heims-
faraldursins. Á setningarfundinum á fimmtudag mátti
heyra að mörgum ræðumanninum væri létt að fá að
tala til fólks á staðnum en ekki um netið.
Ólafur Ragnar sagði við þéttsetinn sal Silfurbergs í
Hörpu að þetta væri fyrsta fjölmenna alþjóðlega ráð-
stefnan í Evrópu eftir heimsfaraldurinn. Nefndi hann
margt annað sem væri sögulegt og fyrst tengt hring-
borði norðursins að þessu sinni. Í mörgum fyrirlestra-
heitum kemur orðið nýtt fyrir. Á setningarfundinum
var kynnt ný norðurslóðastefna ESB, nýir stjórnend-
ur norðurskautsmála í stjórnkerfi Bandaríkjanna létu
ljós sitt skína í pallborðsumræðum undir stjórn Ólafs
Ragnars. Grænlenskur ráðherra kynnti stefnu nýrrar
stjórnar Grænlands.
Í vikunni boðaði ríkis-
stjórn Rússlands að norður-
leiðin svonefnda, siglinga-
leiðin milli Atlantshafs og
Kyrrahafs, yrði opin til
skipaferða allan ársins hring
frá og með árinu 2022 eða
2023. Þá halda Rússar fast
við þau áform sín að auka
flutningamagn á norðurleiðinni í 80 milljónir tonna á
ári en magnið var 33 milljónir tonna í fyrra.
Áður en Rússar tóku við formennsku í Norður-
skautsráðinu í maí 2021 var vakin athygli á yfirlýs-
ingum þeirra á heimavelli um að styrkja yrði rúss-
neska herinn og flotann í norðri til að gæta gífurlegra
rússneskra auðlinda þar og mannvirkjanna miklu sem
hafa verið reist til að nýta þau. Gera yrði ráðstafanir
til að tryggja yfirráðin og halda öðrum þjóðum í hæfi-
legri fjarlægð.
Norðurskautsráðið fjallar ekki um hernaðarleg mál-
efni. Opinberlega fylgja öll ríki ráðsins lágspennu-
stefnu þar í samskiptum sínum. Fyrir Rússa er erfitt
að sameina markmiðin um stóraukna sjóflutninga eft-
ir Norðurleiðinni og stórkarlalegar yfirlýsingar þeirra
um hernaðarmátt sinn á þessum slóðum. Viðskipti og
vopnaglamur fara ekki saman.
Til að árétta siglingafrelsið hafa Bandaríkjamenn
og Bretar sent herskip austur í Barentshaf. Franski
flotinn sendi nýtt stuðningsskip sitt, Rhône, eftir
Norðurleiðinni frá Tromsø í Noregi til Dutch Harbor í
Alaska dagana 1. til 17. september 2019. Óljóst er
hvort Frakkar höfðu samráð við Rússa áður en ferðin
hófst. Rússar segja skipið hafa birst „fyrirvaralaust“.
Því var siglt án ísbrjóts og leiðsagnar. Eftir för skips-
ins hertu Rússar eftirlitsreglur sínar.
Hvað sem hernaðarlegri hlið þróunarinnar á
norðurslóðum líður telja fulltrúar Bandaríkjastjórnar
að innan vébanda Norðurskautsráðsins sé einstakur
vettvangur fyrir sig til samstarfs við Rússa um álita-
mál sem snerta svæði og fleiri mál eins og sannaðist
þegar utanríkisráðherrar landanna hittust á fundi í
Hörpu í maí og lögðu grunn að fundi forsetanna Joes
Bidens og Vladimirs Pútins í Genf um miðjan júní
2021.
Virginijus Sinkevicius, sem fer með umhverfis-, út-
hafs- og fiskveiðimál í framkvæmdastjórn ESB,
kynnti nýja norðurslóðastefnu Evrópusambandsins.
ESB-þingið ályktaði um efni hennar miðvikudaginn
6. október og lagði sérstaka áherslu á nauðsyn þess að
norðurslóðaríkin og alþjóðasamfélagið í heild gætti
áfram að því að friður og lágspenna ríktu í norðri
samhliða raunhæfri samvinnu. ESB hefur sótt um
áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu en ekki fengið.
Sinkevičius gaf þó til kynna að afgreiðsla um-
sóknarinnar væri komin á
beinu brautina.
Nicola Sturgeon, fyrsti
ráðherra Skotlands, sagðist
fyrst hafa sótt Arctic Circle
árið 2016. Síðan hefðu
norðurslóðarannsóknir
margfaldast við skoska há-
skóla og áhugi á að líta til
norðurs stóraukist. Ólafur Ragnar metur mikils að
Sturgeon taki þátt í fundunum. Að lokinni ræðu henn-
ar lét hann bregða upp korti þar sem rauð lína var
dregin frá Skotlandi um Ísland og Grænland að
Maine-ríki á austurströnd Bandaríkjanna.
Sagðist hann vilja kynna fyrir skoska ráðherranum
það sem hann kallaði North Atlantic-Arctic Corridor.
Það er hlið Norður-Atlanhafs inn í Norður-Íshaf sem
tengdi saman um 600 milljónir manna.
Áherslan er mikil á Grænland að þessu sinni á
fundunum. Grænlendingar kynna þar meðal annars
vinnu sína við nýja stjórnarskrá en gerð hennar er lið-
ur í leið þeirra til sjálfstæðis. Eftir að Naaja Nathan-
ielen, grænlenski húsnæðis-, mannvirkja-, jarðefna-
og jafnréttismálaráðherrann, hafði lýst þeirri stefnu
stjórnarinnar að banna olíu- og gasleit við Grænland,
við lófatak margra í salnum, var hún spurð hvernig
ætti að fjármagna grænlenskt þjóðfélag. Hún sagði
ekki skynsamlegt að veðja á olíu og gas, námuvinnsla
myndi skila Grænlendingum mun meiru í aðra hönd.
Það er samhljómur í olíu- og gasstefnu Grænlend-
inga og ESB. Sinkevicius hvetur til þess að norður-
slóðaríki láti hafsbotninn geyma olíu og gas. Hann
segir einnig að ESB ætli að opna sendiskrifstofu í
Nuuk eins og Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa
gert. Grænlendingar ætla hins vegar að opna sendi-
skrifstofu í Peking, þeir reka þegar Brusselskrifstofu.
Hafréttarsáttmálinn gildir á Norður-Íshafi. Virði
ríki hann leysa lögfræðingar úr ágreiningi þar. Póli-
tíkin ræður hins vegar ferðinni á Grænlandi og verður
flóknari með stórveldakeppni.
Grænland í brennidepli
Áherslan er mikil á Grænland að
þessu sinni á fundunum. Græn-
lendingar kynna þar meðal annars
vinnu sína við nýja stjórnarskrá.
Af innlendum
vettvangi …
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Í erindi á ráðstefnu um löggæslu og
afbrotavarnir á Akureyri 6. októ-
ber 2021 hélt ég því fram, að löggjafinn
ætti að einbeita sér að þeim brotum,
sem sköðuðu aðra, svo sem ofbeldi og
svikum, en láta þær athafnir manna af-
skiptalausar, sem ekki ættu sér fórn-
arlömb, þar á meðal innherjaviðskipti.
Ég fór með dæmisögu frá heilögum
Tómasi af Akvínas. Hungursneyð
hafði verið á Rhodos, þegar kaup-
maður frá Alexandríu kom þangað
með skip drekkhlaðið korni. Hann veit,
að fleiri kaupmenn eru á leiðinni, því
að hann sá seglin á skipum þeirra bera
við sjóndeildarhringinn. Á hann að
segja eyjarskeggjum frá vitneskju
sinni, þótt það leiði til þess, að hann
geti ekki selt korn sitt háu verði?
Heimspekingar fornaldar deildu um
þetta. Díógenes frá Babílon kvað hann
ekki þurfa að segja frá þessu, enda
væri sitt hvað að blekkja kaupendur
um gæði vöru og að veita þeim ekki
upplýsingar um ýmis atriði, sem haft
gætu áhrif á verð vörunnar. Antípater
frá Tarsos andmælti þessu með þeim
rökum, að kaupmaðurinn væri sam-
borgari eyjarskeggja og mætti þess
vegna ekki fénýta sér þessar upplýs-
ingar. Rómverski mælskusnillingurinn
Cíceró var sammála Antípater. Heil-
agur Tómas taldi hins vegar eins og
Díógenes, að kaupmaðurinn þyrfti
ekki að segja viðskiptavinum sínum
frá þeim væntanlegu keppinautum,
sem hann sá á leiðinni. Það væri ef til
vill rausnarlegt, en réttlætið krefðist
þess ekki.
Hér er kjarni málsins, að eyj-
arskeggjar voru engin fórnarlömb.
Fráleitt var að telja muninn á hinu
háa verði, sem kaupmaðurinn gat selt
korn á, og hinu lága verði, eftir að
aðrir kaupmenn voru komnir, sér-
stakt tjón eyjarskeggja. Kaupmað-
urinn var að veita þjónustu, ekki
skaða viðskiptavini sína. Auk þess var
það aðeins tilgáta, að fleiri kaupmenn
væru á leiðinni. Lífið er undirorpið
óvissu. Þetta sjónarmið á líka við um
innherjaviðskipti (þar sem ekki er
beitt svikum eða blekkingum). Eng-
inn skaðast á þeim. Rangt er að draga
lágt verð á hlutabréfum, sem öllum
stendur til boða á fimmtudegi, frá háu
verði á sömu hlutabréfum á mánu-
degi, og telja það tjón annarra hlut-
hafa en þess eins, sem sá verðhækk-
unina fyrir og keypti hlutabréf á
fimmtudegi. Sama er að segja um
fasteignaviðskipti. Ég sel þér eign á
90 milljónir, og þremur mánuðum
seinna selur þú öðrum eignina á 100
milljónir. Tíu milljónirnar eru ekki
tjón mitt.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Kaupmaðurinn
frá Alexandríu