Morgunblaðið - 16.10.2021, Side 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021
ÚRVAL
ÚTILJÓSA
www.rafkaup.is
A
rmeninn Tigran Vartan
Petrosjan er merkilegt
fyrirbrigði í skáksögunni.
Hann varð heimsmeistari
árið 1963 með því að vinna Mikhail
Botvinnik 12½:9½ og hélt titlinum í
sex ár. Hann hafði teflt 27 skákir í
áskorendamótinu í Curacao 1962 án
þess að tapa og á millisvæðamótinu í
Stokkhólmi sama ár var hann einnig
taplaus. Hann hafði tekið þátt í sjö
ólympíumótum og aldrei tapað.
Sumarið 1969 missti hann heims-
meistaratitilinn til Boris Spasskí en
varð efstur á sovéska meistara-
mótinu um haustið ásamt Poluga-
jevskí, taplaus, og vann svo einvígið
um titilinn, 3½:1½.
Petrosjan hafði ekki tapað skák í
áskorendaeinvígjunum 1971 er hann
mætti til leiks gegn Fischer; honum
hafði dugað sigur og sex jafntefli í
fyrsta einvígi við V-Þjóðverjann
Robert Hübner, sem vegna slæmrar
hljóðvistar á einvígisstað hætti
keppni þegar þrjár skákir voru
ótefldar. Síðan vann Petrosjan
Viktor Kortsnoj og aftur dugði einn
sigur og svo níu jafntefli.
Eins og stundum vill verða með þá
sem þróað hafa með sér næmt
hættuskyn var Tigran alltaf svolítið
hræddur við að tapa og engan mann
óttaðist hann meira en Bobby Fisch-
er. En fyrsta skákin hafði hrist upp í
honum og hann sýndi á sér óvæntar
hliðar í næstu viðureign:
Áskorendakeppnin, Buenos
Aires 1971; 2. skák:
Tigran Petrosjan – Bobby Fischer
Grünfelds-vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Bf4
Bg7 5. e3 c5 6. dxc5 Da5 7. Hc1 Re4
Lítt þróað afbrigði í þá daga en
sást síðar í einvígi Karpovs og Kasp-
arovs.
8. cxd5 Rxc3 9. Dd2 Dxa2 10.
bxc3 Da5 11. Bc4 Rd7 12. Re2 Re5
13. Ba2 Bf5?
Slakur leikur og helsta ástæðan
fyrir hrakförunum. Það er eins og
Fischer hafi ofmetið biskupaparið.
14. Bxe5!
Einfalt og snjallt. Annar leikur
sem „vélarnar“ telja jafnvel betri er
14. e4!
14. … Bxe5 15. Rd4 Dxc5 16.
Rxf5 gxf5 17. 0-0 Da5 18. Dc2 f4 19.
c4 fxe3 20. c5!
„… láta velta á vorsins eld þinn
vetrarsnjáða yfirbótafeld.“ Hending
úr kvæðabálknum Rubaiyat eftir
Persaskáldið Omar Khayyám flýgur
manni í hug. Petrosjan brýtur af sér
alla hlekki hugans og teflir frábæra
skák.
20. … Dd2 21. Da4 Kf8 22. Hcd1
De2 23. d6! Dh5 24. f4 e2
25. fxe5 exd1(D) 26. Hxd1 Dxe5
27. Hf1!
Petrosjan beinir skeytum sínum
að f7-peðinu og þar með kóngsstöð-
unni. Svartur er varnarlaus.
27. … f6 28. Db3 Kg7 29. Df7 Kh6
30. dxe7 f5 31. Hxf5 Dd4+ 32. Kh1
– og svartur gafst upp.
Í næstu skák sótti Fischer í byrj-
un fast að Petrosjan sem varðist öll-
um atlögum og náði síðan betra tafli.
Þá kom þessi staða upp:
Áskorendakeppnin, Buenos Air-
es 1971; 3. skák:
Bobby Fischer – Tigran Petrosjan
Svartur á með hægfæra þróun
peðastöðunnar á drottningarvæng
að geta teflt til vinnings. En skákin
tók óvænta stefnu:
30. De2 De5 31. Dh5 Df6 32. De2
He5 33. Dd3 Hd5
Þegar hér var komið sögu kallaði
Fischer á skákstjórann Lothar
Schmid og krafðist jafnteflis á
þeirri forsendu að eftir fyrirhug-
aðan leik, 34. De2, væri sama stað-
an komin upp þrisvar. Gremjulegt
fyrir Petrosjan sem hefði átt að
leika 33. … b5 og nudda taflið
áfram lengi vel því að óvirk staða
hvíts er erfið.
Fjórða varð stutt jafntefli og í
þeirri fimmtu átti Petrosjan góð
færi í miðtaflinu en jafntefli varð
niðurstaðan. Eftir fimm skákir af
tólf var staðan því jöfn, 2½:2½.
Sigurgangan stöðvuð –
50 ár frá einvígi Fisch-
ers við Petrosjan – II
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ljósmynd/Hallfríður Sigurðardóttir
Fullt hús Hjörvar Steinn Grétarsson (t.v.) vann úrslitaskákina við Vigni
Vatnar Stefánsson í lokaumferð haustmóts TR.
Kærleiksríki Guð og
frelsandi lífgjafi!
Þú sem elskar, kannt
að hlusta og finna til.
Þú sem yfir okkur vakir
og berð raunverulega
umhyggju fyrir hverju
barni þínu í öllum
kringumstæðum. Þú
sem lofaðir að yfirgefa
okkur aldrei!
Miskunna þú okkur
nú í vanmætti okkar og máttleysi er
við í einlægri bæn vonumst til að þú
heyrir ákall okkar og skynjir von-
brigði okkar og umkomuleysi.
Í dag leyfi ég mér að minnast sér-
staklega frammi fyrir þér allra þeirra
allt of mörgu sem greinst hafa með
krabbamein eða einhverja aðra óáran
og þurfa því að heyja áður ófyrirséða
baráttu við verki, erfiðar tilfinningar
og vonbrigði. Og takast á við hvers
konar meðferðir sem reyna á bæði
hinn sjúkdómsgreinda sem og að-
standendur og þau önnur sem standa
hjá. Vertu nálægur öllu þessu fólki,
aðstandendum þeirra og öðrum sem
þau annast. Uppörvaðu þau og
styrktu og veittu þeim von og bar-
áttuþrek.
Hjálpaðu þeim að takast á við verk-
efnið, dagana og næturnar, vikurnar
og mánuðina og vonandi árin sem
fram undan eru. Gefðu að meðferð-
irnar við meininu megi takast vel og
aukaverkanir verða eins litlar og
frekast er kostur, – og gef að þau ein-
angrist ekki. Þú veist hver okkar vilji
er, því biðjum við þig að gefa þessu
fólki heilsu og krafta á ný og hjálpaðu
fjölskyldum þeirra að tapa ekki von-
inni og trúnni á lífið. Hjálpaðu þeim
að fela sig þér á vald og leyf þeim að
finna fyrir nærveru þinni og að þau
séu leidd af þér í gegnum hið krefj-
andi verkefni. Veittu þeim uppörvun
og styrk, þrek, þrautseigju og þol-
inmæði, bjartsýni og von þrátt fyrir
jafnvel langvarandi álag, þreytu og
svefnleysi. Hjálpaðu þeim að huga að
sjálfum sér, gef að þau nái góðri
hvíld, gleymi ekki að nærast eðlilega
og lifa lífinu, þrátt fyrir allt.
Svo þökkum við þér
fyrir læknavísindin og
öll nýju lyfin sem lofa
góðu og eru í sumum til-
fellum algjör bylting.
Einnig þökkum við fyrir
allt frábæra fagfólkið
sem við höfum aðgang
að, lækna, hjúkr-
unarfræðinga og aðra.
Blessaðu þau einnig öll
og uppörvaðu. Við
þökkum fyrir öll krafta-
verkin og alla þá sigra
sem náðst hafa, sem fer sem betur fer
fjölgandi. Hjálpaðu okkur að koma
auga á litlu sigrana og taka þeim sem
blessun þinni jafnvel í hinu mesta
mótlæti.
Líkna, veit æðruleysi og frið
Veit okkur öllum æðruleysi og
leyfðu okkur að finna fyrir kærleiks-
ríkri nærveru þinni. Þakka þér fyrir
að fá að hvíla öruggur, þrátt fyrir allt,
í þínum almáttugu, líknandi og græð-
andi örmum sem ekkert fær mig/
okkur hrifið úr. Hvorki nú né síðar.
Já og svo bara andvörpum við til þín,
því að við vitum ekki um hvað við eig-
um að biðja. Finnum ekki réttu orðin
en treystum því að þú biðjir fyrir okk-
ur og skynjir þrár okkar og þarfir og
munir vel fyrir sjá. Gefðu okkur öll-
um þinn frið í hjarta. Þann frið sem er
æðri öllum skilningi. Þess bið ég/við, í
nafni Jesú Krists, okkar upprisna
frelsara og eilífa lífgjafa. Lof sé þér,
kærleikans Guð, sem ert sigurveg-
arinn í baráttunni við hvers konar
óáran, sjálfan dauðann og allt hið illa.
Dýrð sé þér sem gerir alla hluti nýja.
Með kærleiks-, samstöðu- og frið-
arkveðju.
– Lifi lífið!
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
» Biðjum fyrir öllum
þeim sem greinst
hafa með krabbamein
og þurfa því að heyja
ófyrirséða baráttu.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Bæn fyrir krabba-
meinsgreindum
Jón Ólafsson fæddist 6.
október 1869 í Sumarliðabæ í
Holtum, Rang. Foreldrar hans
voru hjónin Ólafur Þórðarson,
f. 1829, d. 1898, bóndi þar, og
Guðlaug Þórðardóttir, f. 1839,
d. 1920, húsmóðir.
Jón lauk stýrimannaprófi
1899 frá Stýrimannaskólanum
í Reykjavík.
Hann var útróðrarmaður á
Stokkseyri frá 16 ára aldri og
sjómaður á fiskiskútum í
Reykjavík. Hann var skip-
stjóri á þilskipum 1899-1911
og var síðan framkvæmda-
stjóri útgerðarfélagsins Alli-
ance og fleiri félaga 1911-1930.
Það ár var Jón skipaður
bankastjóri Útvegsbankans og
gegndi því starfi til æviloka.
Jón sat í bæjarstjórn
Reykjavíkur 1918-1934 og var
alþingismaður fyrir Íhalds-
flokkinn og síðan Sjálfstæðis-
flokkinn frá 1927 til dánar-
dags.
Eiginkona Jóns var Þóra
Halldórsdóttir, f. 1878, d.
1950, húsmóðir. Börn þeirra
voru Ólafur Helgi, f. 1905, d.
1973, Unnur, f. 1907, d. 1971,
Ásta Lára, f. 1912, d. 2001,
Ágústa, f. 1914, d. 2000, og
Ólafía Guðlaug, f. 1919, d.
1993. Dóttir Jóns er einnig
Ragnheiður, f. 1932.
Jón Ólafsson lést 3.8. 1937.
Merkir Íslendingar
Jón
Ólafsson