Morgunblaðið - 16.10.2021, Page 30

Morgunblaðið - 16.10.2021, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Glæsilegt lager- og skrifstofuhúsnæði til sölu eða leigu í Reykjavík Vorum að fá heildareignina að Fossaleynir 19-23 í sölumeðferð sem er samtals 5.476m2 lager- og skrifstofuhúsnæði, sem stendur á tæplega 18.000 m2 lóð með um 7.000m2 ónýttum byggingarrétt. Um er að ræða tvær samtengdar byggingar semmynda eina heild og eru annars vegar 1.873m2 og hins vegar 3.603m2, en þær gætu verið til leigu sitt í hvoru lagi. Heildar lager-, hleðslu og þjónustusvæði í húsunum báðum er um 3.260m2með rými fyrir allt að 4.452 bretti m.v. 1,5m, en lofthæð í lagerhúsunum er 10-12 m. Alls eru 9 hleðslu- og innkeyrsludyr inn í lagerhúsin, þar af 6 dokkur. Í húsinu eru um 350m2 kælir/frystir. Góð skrifstofuaðstaða í bæði opnu rými og lokuðum skrifstofummeð lyftu upp á 3. hæð. Lóðin er með malbikuðu bílaplani. Eignin getur verið til afhendingar fljótlega. Áhugasamir hafið samband við Guðlaug í s. 896-0747. Í nýafstöðnum kosn- ingum til alþingis töp- uðu allir stjórn- málaflokkar fylgi, sem höfðu „nýju stjórnar- skrána“ á stefnuskrá sinni. Það bendir til þess að kjósendur séu farnir að gera sér ljóst hversu mikill gallagripur þess- ar stjórnarskrártillög- ur eru. Þótt sumt sé til bóta í þessum tillögum eru svo stórir gallar á sum- um tillögum að allur framgangur þeirra endurbóta sem samkomulag gæti náðst um stöðvast og fæst ekki ræddur. Stærsti gallinn að mínu áliti er 34. gr. um náttúruauðlindir Ís- lands, sem boðar að allar náttúru- auðlindir Íslands verði ríkiseign og að einstaklingum, landsmönnum, kjósendum verði bannað að eiga eignarrétt að þeim. Þetta ákvæði um stórauknar ríkis- eignir er í mótsögn við frelsi manna og sjálfstæði. Risaskref aftur á bak í frelsisbaráttu þeirra. Í frönsku byltingunni 1789 voru völd einvaldskonunga og forréttindi aðals afnumin og völdin færð í hend- ur einstaklinga þjóðfélagsins, sem völdu stjórnendur ríkisins til ákveð- ins tíma í senn, í kosningum. Lýð- veldið var stofnað (republic). Það þurfti að tryggja sjálfstæði, frelsi, stöðu og vald þeirra ein- staklinga sem kusu þingmenn og rík- isvaldið. Í þeim tilgangi voru mann- réttindi bundin í stjórnarskrá. Þessi mannréttindi voru málfrelsi, funda- frelsi, atvinnufrelsi, réttarríki, eign- arréttur, sjálfstæðir dómstólar o.fl. o.fl. Þessi mannréttindi eru æðri völdum ríkisvalds- ins, meðfædd og óaft- urkallanleg. Mannrétt- indi hafa þróast alla tíð síðan 1789, hægt og bít- andi á löngum tíma. Síðasta opinbera þrælahaldið var afnum- ið í Afríku 1981. Konur fengu kosningarrétt 1915. Mannréttinda- barátta kvenna stendur enn. Mannréttindin eru aðeins 232 ára gömul en mannkynið hefur búið við þrælahald og valdníðslu í ellefu þús- und ár. Frelsið er viðkvæmt. Það þarf að gæta þess vel. Ekkert er svo gott að ekki sé hægt að klúðra því. Á þeim 232 árum síðan menn öðl- uðust mannréttindi hefur mannkynið átt við ýmsa erfiðleika að glíma eins og fátækt, atvinnuleysi, styrjaldir, heimsku, kúgun og einveldi. Menn hafa brugðist við þessu mótlæti á ýmsan hátt, réttan eða rangan. Stærstu mistök í þessum efnum voru gerð á 20. öldinni, þegar mannrétt- indi, sérstaklega eignarrétturinn, voru afnumin af kommúnistum í Rússlandi, Sovétríkjunum, undir áhifum af kenningum Karls Marx, svo og af fasistum og nasistum í stríði og friði. Kjarni byltingarinnar í Frakklandi árið 1789 var sá að völdin í þjóðfélag- inu voru færð til einstaklinga þjóð- félagsins með stjórnarskrá og lýð- veldi, en einveldi afnumið. En fljótt eftir að nýir valdhafar voru kosnir á lýðræðislegan hátt fóru þessir nýkjörnu valdhafar að reyna að ná auknum völdum til sín aftur og skerða völd einstaklinga, kjósenda. Helstu aðferðir þeirra til þess voru að skilja eignir manna frá eigendum sínum með eignasöfnun ríkisins, þess ríkis sem hinum nýkosnu valdhöfum var trúað fyrir. Grimmasta dæmið um þetta voru Sovétríkin, þar sem nýr aðall tók völdin. Þótt tilraunin í Sovétríkjunum hafi mistekist og þau hrunið, heldur til- raun valdhafa til valdtöku áfram og er þjóðnýtingarbrölt „nýju stjórnar- skrárinnar“ gott dæmi þess. Mér hefur orðið tíðrætt um hvers vegna valdhöfum er svona uppsigað við eignarréttinn. Eignarrétturinn er mannréttindi. Eignarréttur er vald. Öllum valdhöfum er illa við allt vald nema þeirra eigið. Sá sem hefur vald yfir eign getur notað hana, leigt hana, fengið tekjur af henni, selt hana eða gefið. Aðeins eigandinn hef- ur þessi réttindi yfir eigin eign og getur útilokað aðra frá því að nota sömu eign á sama hátt. Sá sem ekki á eign hefur ekki þessi völd. Eftir því sem eignirnar eru meiri eru völdin meiri. Sá sem skuldar er háður eign- arvaldi annars manns, skuldareig- anda. Sá sem á eignir er öruggari, sjálf- stæðari og frjálsari. Hann getur bor- ið meiri ábyrgð og er óháðari öðrum. Hann hefur meira úthald ef eitthvað ber upp á, t.d. atvinnuleysi eða veik- indi. Það er því best að sem flestir eigi eignir. Ásættanleg eignadreifing í landinu er forsenda lýðræðis. Það á að vera hlutverk þjóðfélagsins að efla eignasafn sérhvers landsmanns. Ef allar eignir safnast á hið opinbera og auðmenn verður lýðræðið ekki annað en nafnið tómt. Nú er svo komið að 80% af öllum eignum þjóðfélagsins eru í opinberri eigu en aðeins 20% í einkaeign. Í kosningabaráttu síðustu alþing- iskosninga gerði Samfylkingin til- lögu um stóreignaskatt á 1% eig- enda, Þeirra sem ættu 200 millj. kr. og meira. Af því leiðir að 99% eig- enda eiga minna og jafnvel minna en ekki neitt. Á þessu sjá menn að mis- skipting einkaeigna er mjög mikil. Fyrir utan þessar einkaeignir eru svo opinberar eignir 80% heildar- eigna þjóðarinnar. Spurningin er: Hvers vegna er hið opinbera að sanka að sér öllum þessum eignum þjóðfélagsins, þegar meirihluti þjóð- arinnar er eignalítill? Það er til þess að draga úr valdi kjósenda og gera þá háðari hinu op- inbera valdi. Nær væri að dreifa ein- hverjum hluta af þessum opinberu eignum til almennings í öfugu hlut- falli við efnahag móttakenda, útrýma fátækt og efla lýðveldið. Um 60% af yfirborði landsins er þjóðlendur, sem einstaklingar, kjós- endur, mega ekki eignast neinn hluta af. Meirihluti lóða í bæjum eru leigu- lóðir, í eigu sveitarfélaga, þótt menn þurfi að kaupa þær dýrum dómum á uppboði í lóðaskorti. Hið opinbera slær eign sinni á beinar eignir sem það leigir út og verður þá leigusamn- ingurinn óbein eign leigjandans, sem verður skattlögð sem óbein eign fyrir utan leigugjöldin. Þannig hefur hið opinbera ráð kjósandans betur í hendi sér. Skv. tillögum stjórnarskrár- nefndar er gengið enn lengra í þess- ari opinberu eignaásælni. Allar nátt- úruauðlindir eiga að verða ríkiseignir utan eignarréttar einstaklinga: Vind- orka, sólarorka, fiskimið, land, regn, vatnsföll o.fl. o.fl. Ekki á að telja allar náttúru- auðlindir upp í stjórnarskrá en lagt til að hægt sé að bæta auðlindum í stjórnarskrána með almennum lög- um. Þannig verði hægt að breyta stjórnarskránni með almennum lög- um. Náttúruauðlindir Íslands, sem ekki eru háðar eignarrétti, eru al- menningar sem háðir eru fullveldi og forræði ríkisvaldsins. Þær eru ekki eignir ríkisins. Ríkisvaldið á að setja reglur um aðgang og notkun á þess- um auðlindum. Hagnað af notkun auðlinda eða almenninga má síðan skattleggja eins og hvern annan hagnað af atvinnustarfsemi og jafn- vel setja á auka stórgróðaskatt ef mönnum blöskrar hagnaðurinn. Óþarfi er að misnota stjórnar- skrárbreytingar sem átyllu til að þrengja að mannréttindum okkar og koma þjóðskipulagi okkar meira í þá átt, sem minnir á kommúnisma. Ríkisvaldið sækir vald sitt til þjóð- arinnar, einstaklinganna, sem hafa kosningarétt. Valdið sem fylgir eign- arréttinum á einnig að vera í höndum þeirra sem kjósa valdhafana. Hver á íslenskt lýðveldi, kjósandinn eða alþingismennirnir? Eftir Jóhann J. Ólafsson » Óþarfi er að misnota stjórnarskrárbreyt- ingar sem átyllu til að þrengja að mannrétt- indum okkar og koma þjóðskipulagi okkar meira í þá átt, sem minnir á kommúnisma. Jóhann J. Ólafsson Höfundur er stórkaupmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.