Morgunblaðið - 16.10.2021, Qupperneq 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021
✝
Bryndís Theo-
dórsdóttir
fæddist í Reykjavík
19. ágúst 1960. Hún
varð bráðkvödd á
heimili sínu þann 9.
október 2021. For-
eldrar hennar voru
Theodór Þorkell
Kristjánsson, f.
1930, d. 1979, og
Sigrún Gunnars-
dóttir, f. 1934, d.
2007. Systkini hennar eru Þröst-
ur, f. 1963, maki Áslaug Árna-
dóttir, f. 1965; Lilja, f. 1965, maki
Birgir Guðmundsson, f. 1964;
Hrönn, f. 1967, maki Davíð Örn
Heiðberg, f. 1969; Freyja, f.
1968, maki Friðrik Gunnarsson,
f. 1959, og Sveinn, f. 1974, maki
Ellen María Þórólfsdóttir, f.
1978.
Maður Bryndísar er Guðni E.
Hallgrímsson, f. 1944 á Hálsi í
Eyrarsveit. Þau hófu sambúð
1982 og giftu sig 2010. Börn
Bryndísar og Guðna eru 1) Sig-
rún Hlín, f. 14. september 1983,
2) Guðný Rut, f. 12. nóvember
1985, og 3) Þorkell Már, f. 21.
mars 1987. Sonur
hans er Steinar
Flóki, f. 26. janúar
2019. Fyrir átti
Guðni soninn Ey-
þór, f. 29. júlí 1975.
Bryndís ólst upp í
Reykjavík en fór á
vertíð í Grundar-
fjörð 16 ára og flutti
aldrei til baka. Hún
stundaði ýmis störf
en lengst af rak hún
verslun þeirra Guðna, og eftir
þau hættu rekstri vann hún í
Grunnskóla Grundarfjarðar sem
skólaliði. Hún var virk í sam-
félaginu, var til að mynda í
stjórn Rauða krossins og Kven-
félaginu Gleym-mér-ei, auk þess
sem hún stundaði golf og einnig
blak lengi vel.
Bryndís verður jarðsungin frá
Grundarfjarðarkirkju í dag, 16.
október 2021, kl. 13. Streymt
verður frá athöfninni í Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga og á
Youtube-síðu Grundarfjarð-
arkirkju.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Mamma var góður gestgjafi
og hafði gaman af því að fá fólk í
heimsókn, þá sérstaklega ef hún
gat boðið upp á eitthvað heima-
bakað. Hún vildi láta gott af sér
leiða, var virk í samfélaginu,
góðgerðarstörfum og íþróttum.
Síðustu árin var mamma mikill
golfari, en þótti kúlurnar ekki
alltaf fara þangað sem þeim bar.
Hún gantaðist oft með það að sig
langaði í fjarstýrðar kúlur sem
hlýddu betur og við lærðum
fljótlega að spyrja ekki hvernig
gekk í golfinu, heldur hvernig
var.
Mamma gantaðist oft og sem
unglingar þótti okkur það svaka-
lega vandræðalegt. Í bíói saman
á Jackie Chan-mynd hló mamma
hæst af öllum, það heyrðist um
allan salinn! Eftir unglingsárin
fórum við nú að meta betur húm-
orinn í mömmu og hlæjum núna
að því þegar mömmu þótti ein
dóttirin ekki koma nógu mikið í
heimsókn eftir að hún fór í burtu
í framhaldsskóla og kynnti sig
fyrir henni með orðunum: „Góð-
an dag, ég er mamma.“
Mamma beið lengi eftir
barnabarni. Einhvern tímann
hafði hún í gríni pantað eitt slíkt
áður en hún yrði fimmtug. Sú
ósk rættist ekki en barnabarnið
lét loks kræla á sér stuttu áður
en hún varð sextug og var ljósið í
lífi ömmu sinnar. Henni þótti
ekkert betra en að vera í ömmu-
leik.
Elsku mamma, mikið væri
gott að geta faðmað þig einu
sinni enn eða kvatt þig almenni-
lega. Þú skilur eftir þig mikið
tómarúm í lífi okkar og það er
erfitt að ímynda sér framtíðina
án þín.
Hvíl í friði, elsku mamma og
amma. Þín verður sárt saknað.
Sigrún Hlín, Guðný Rut,
Þorkell Már og Steinar Flóki.
Systir
Elsku stóra systir mín,
blíðleg, hlý og góð.
Hún er líka sæt og fín,
viskufull og fróð.
Hún margt kenndi mér,
um lífið okkar langa.
Systir góð, þessa löngu leið
ég vil með þér ganga.
Þú átt faðm fyrir mig,
til að knúsa blítt.
Ég á faðm fyrir þig,
þar sem ávallt er hlýtt.
Ég ann þér mjög,
elsku stóra systir.
Gæti samið um það 100 lög,
ásamt öllu sem mig lystir!
(Gíslunn)
Minning þín mun lifa í hjörtum
okkar, þín systkini.
Þröstur Theodórsson
Lilja Theodórsdóttir
Hrönn Theodórsdóttir
Freyja Theodórsdóttir
Sveinn Theodórsson.
Sú sorgarfregn barst okkur sl.
laugardag að Bryndís mágkona
væri látin, kona í blóma lífsins, 61
árs gömul.
Við kveðjum Bryndísi mágkonu
með tár í augum og trega í hjarta.
Bryndís var góðum gáfum gædd,
mikil félagsvera, hafði skoðanir á
mönnum og málefnum og hress og
hispurslaus í tali. Hún hafði fág-
aðan smekk eins og heimili hennar
bar vott um og dugleg til allra
verka. Bryndís var höfðingi heim
að sækja. Þótt gesti bæri fyrir-
varalaust að garði voru ætíð ríku-
legar veitingar í boði. Bryndís
stundaði blak og golf af krafti. Þau
Guðni voru mjög samrýnd og
spiluðu golf saman eins oft og þau
gátu. Þau voru nýkomin úr
tveggja vikna golfferð þegar kallið
kom.
Þegar einhver fellur frá sem
hefur verið samferða í gegn um líf-
ið kemur jafnan margt upp í hug-
ann. Þessar línur eru ekki skrif-
aðar í þeim tilgangi að segja
ævisögu Bryndísar heldur sem
þakklæti fyrir samfylgdina. Það að
eitt sinn skal hver deyja er næst-
um því það eina sem við vitum með
vissu. Allt er breytingum háð og
enginn veit hvenær hinsta kallið
kemur. Kallið sem allir verða að
hlíta hvort sem þeim líkar betur
eða verr.
Það er erfitt að skilja hvers
vegna sumir eru kallaðir svo fljótt
frá ættingjum sínum og vinum.
Bryndís mágkona okkar hefur nú
lagt upp í sína hinstu ferð. Hennar
verður sárt saknað en hún lifir þó
áfram í hjarta okkar. Bryndís skil-
ur eftir sig skarð, en eftir hjá fjöl-
skyldunni lifa góðar minningar.
Við þökkum góðum Guði fyrir að
hafa gefið okkur þessa góðu konu
og biðjum Guð að blessa minningu
hennar.
Bryndís var gæfumanneskja í
einkalífi. Þau hjón voru einkar
samhuga um velferð barna sinna
og barnabarns. Missir þeirra er
mikill en minningin um góða konu,
móður og ömmu lifir.
Hringrás lífsins er oft nefnd
þegar einhver deyr. Við fæðumst
og við deyjum. Það eitt er víst. Við
vitum hins vegar ekki hvenær við
þurfum að kveðja og stundum
finnst manni það ótímabært. Öll
viljum við óraskaða tilveru þar
sem allir ástvinir eru á sínum stað.
Eins eðlileg og hringrás lífsins er
þá er hún í senn miskunnarlaus og
alveg gjörsamlega óútreiknanleg.
Geislar dagsins dvína
dómsins klukkur tifa.
Ljós er skærast skína
skemmstan tíma lifa.
Tæmast tára lindir
tilgang enginn skilur.
Minningar og myndir
moldin aldrei hylur.
(Friðrik Steingrímsson)
Við systkini Guðna og fjöl-
skyldur sendum kærum bróður
og fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigurður og Erla, Sveinn
og Gerður, Ingibjörg og
Kristinn, Halldóra, Hall-
grímur og Guðríður.
Elsku Bryndís frænka.
Ég mun ávallt sakna þín.
Ég trúi því ekki að þú sért farin.
Það var alltaf svo gaman að koma
til þín til Grundarfjarðar á góðri
stund og þetta var alltaf besti hlut-
inn af sumrinu.
Í sumar var ég hjá þér í heila
viku. Þú kenndir mér að spila golf,
við tíndum rabarbara og bökuðum,
ég kynntist nokkrum vinum í
gegnum þig og þú sagðir mér ým-
islegt um Grundarfjörð og sveitina
í kring.
Ég get ekki ímyndað mér að
fara til Grundarfjarðar og þú verð-
ur ekki þar til að taka á móti mér
með stóru knúsi.
Minningarnar um þig munu
ávallt lifa í hjarta mínu.
þín frænka,
Christa Hrönn.
Elsku Bryndís frænka.
Þá er víst komið að kveðju-
stund. Núna ertu hjá ömmu og
afa. Ég er örugg um að þið
skemmtið ykkur saman og ég
mun hugsa mikið til ykkar.
Það var alltaf svo gaman að
koma til Grundarfjarðar og kíkja í
heimsókn til þín. Ég á svo margar
góðar minningar þegar ég kom til
Grundarfjarðar þegar ég var
yngri. Þegar ég hélt að húsið þitt
væri Grundarfjörður og ég hljóp í
kringum það og sagði að ég væri
búin að hlaupa í kringum Grund-
arfjörð. Ég man líka þegar við
komum öll fjölskyldan á hverju
sumri og gistum í garðinum þín-
um til þess að vera með „á góðri
stund í Grundarfirði“. Við
skreyttum saman húsið þitt og
allt í kring grænt á litinn. Síðan
sendir þú okkur frændsystkinin
út í búðina með aura til að kaupa
eitthvað sem vantaði fyrir bakst-
urinn. Við frændsystkinin spiluð-
um oft fótbolta í garðinum þínum
og þegar við vorum orðin þreytt
þá beið oft eitthvað nýbakað og
gott sem þú hafðir bakað.
Við Christa komum í sumar til
Grundarfjarðar til þín og áttum
góða stund með þér. Aldrei hefði
mér dottið í hug að þetta væri í
seinasta skipti sem ég myndi sjá
þig. Ég hef lært margt af þér. Þú
lést mig og Christu hjálpa til við að
elda matinn og ganga frá eftir okk-
ur. Þú meira að segja bannaðir
okkur að drekka eitthvað annað en
vatn með kvöldmatnum. Þú pass-
aðir alveg upp á að við tækjum þátt
í heimilisstörfunum og þótt við
fengjum gistingu, þá værum við
ekki á hóteli. Við spiluðum saman
spurningaspil og þú vissir mikið
meira en við. Það var svo gaman að
sjá hversu ánægð þú varst með
sjálfa þig að vita svona mikið.
Þetta eru skemmtilegar minningar
og ég er svo glöð að hafa komið til
Grundarfjarðar í sumar og notið
þess að vera með þér í síðasta
skipti. Ég ætlaði mér alltaf að
koma og vera hjá þér yfir heilt
sumar og vinna í Grundarfirði.
Kannski einn daginn mun ég vinna
heilt sumar í Grundarfirði og þá
mun ég hugsa mikið til þín.
Það var alltaf hægt að leita til
þín. Þú varst svo hjartahlý og ást-
kær og varst alltaf til staðar þegar
maður þarfnaðist einhvers til að
tala við. Nú munu allar þessar
minningar lifa í hjarta mínu og
Grundarfjörður verður alltaf stað-
urinn þar sem Bryndís frænka átti
heima. Allt þetta mun vera innra
með mér það sem eftir er og mun
ég seint gleyma þér og þessum
minningum.
Þín frænka,
Hjördís Silja.
Elsku Bryndís mín, það er
þyngra en tárum taki að kveðja þig
svona snögglega og langt um aldur
fram.
Við kynntumst er ég flutti til
Grundarfjarðar 1994 og eftir því
sem árin liðu bundumst við dýpri
vináttu og traustari böndum.
Fyrst fórst þú að bjóða mér í
gönguferðir um fagra náttúru
Grundarfjarðar og minntir mig á
staðhætti, út nesið, inn nesið og
fram framnesið. Eftir það fór ég
aldrei aftur út í Stykkishólm held-
ur inn í Hólminn. Gegnum þig og
fjölskyldu þína eignuðum ég og
börnin mín að lokum yndislega
fjölskyldu á Grundó. Fjölskyldu
sem bauð okkur til sín um jól og
áramót ásamt því að hafa uppbúin
rúm að bjóða okkur, þegar leið
okkar lá til Grundó, eftir að við
fluttum aftur suður.
Það var svo gott að vera nálægt
þér. Þú hafðir svo hlýja nærveru,
varst með einstaklega bjart bros
og hláturmild. Þér var umhugað
um náungann og alltaf tilbúin að
rétta öðrum hjálparhönd. Einn af
þínum yndislegri eiginleikum var
að þú talaðir aldrei illa um nokkurn
mann.
Maður kom aldrei að tómum
kofunum hjá þér, Bryndís. Ég
minnist þeirra mörgu stunda sem
ég sat við eldhúsborðið þitt og við
spjölluðum saman um heima og
geima. Það var gaman að fylgjast
með þér í eldhúsinu þar sem þú,
eins og með undraverðum töfrum,
hentir í köku eða fannst nýja
áhugaverða uppskrift að kvöldmat.
Hjá þér lærði ég að búa til jólaísinn
og hamborgarhrygginn sem enn
er nauðsynlegur á jólahátíðinni
okkar hér fyrir sunnan.
Þakka þér fyrir alla þína gjaf-
mildi og hlýju kæra vinkona. Þú lif-
ir um ókomna tíð í fögru ljósi minn-
inganna.
Elsku Guðni, Sigrún, Guðný,
Þorkell og Steinar Flóki, megi
kærleikurinn umvefja ykkur á
þessari sorgarstundu.
Ásta Ólafs og fjölskylda.
„Það er bannað að renna sér
nema á laugardögum.“ Þetta voru
skilaboð Bryndísar til nemenda
og eru þeim minnisstæð. Við
fundum aðeins fyrir þessari reglu
Bryndísar þegar Grunnskóli
Grundarfjarðar var með skóla á
laugardegi 1. desember 2018 í til-
efni 100 ára fullveldisafmælis Ís-
lands. Þennan dag fengu nemend-
ur að renna sér á handriðinu
niður stigann í boði Bryndísar og
gleymist það seint.
Bryndís var öllum hnútum
kunnug í starfi skólans enda með
17 ára starfsreynslu. Bryndís
hafði ætíð gott lag á krökkunum
og kaus að nota ekki mikið boð og
bönn heldur reyndi sem mest að
komast að samkomulagi við þá.
Það kunnu krakkarnir að meta.
Bryndís kunni að segja sögur
og okkur samstarfsfólki hennar
þótti skemmtilegasta sagan um
það þegar hjónin fóru í brúð-
kaupsferð, reyndar ekki á sama
staðinn heldur sitt í hvora áttina.
Bryndís átti í fórum sínum marg-
ar sögur í þessum dúr og höfðum
við gaman af.
Bryndís var ekki mikið frá
vinnu en þegar það gerðist þá
fylgdi því greinargóð ástæða. Oft-
ar en ekki var svo hætt við þegar
að fríinu kom.
Við starfsfólk Grunnskóla
Grundarfjarðar vottum fjöl-
skyldu Bryndísar okkar innileg-
ustu samúð. Við munum sakna
góðrar samstarfskonu en missir
fjölskyldunnar er mestur.
Fyrir hönd starfsfólks Grunn-
skóla Grundarfjarðar,
Sigurður Gísli Guðjónsson
skólastjóri.
Bryndís
Theodórsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær eiginkona mín, yndisleg móðir
okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
LILLY ALVILDA SAMÚELSDÓTTIR,
Brúnastekk 4,
andaðist á Landspítalanum 10. október
í faðmi fjölskyldunnar.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn
3. nóvember klukkan 13.
Margeir Pétur Jóhannsson
Jóhann Pétur Margeirsson Kristrún Helgadóttir
María Aletta Margeirsdóttir Halldór Már Reynisson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HALLGRÍMUR HALLGRÍMSSON,
áður til heimilis að Torfufelli ll,
lést miðvikudaginn 13. október á
Droplaugarstöðum.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Hildur Rós Hallgrímsdóttir Jason Brady
Heba Björg Hallgrímsdóttir
Birta Hildardóttir Styrkár Hallsson
Salka Björt, Sóllilja
og aðrir aðstandendur
Elskulegur tengdafaðir, afi og langafi,
BENEDIKT ANTONSSON,
áður til heimilis í Bakkagerði 19,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
fimmtudaginn 14. október.
Jarðarför auglýst síðar.
Eva María Gunnarsdóttir
Davíð Benedikt Gíslason Brynhildur Þorgeirsdóttir
María Gísladóttir Einar Kristinn Hjaltested
Eva Björk, Hrefna María, Þorgeir Bjarki,
Anna Lára, Hrafnhildur, Karólína,
Benedikt Arnar, Katrín Eva og Ari Gísli
Elskulegur bróðir okkar og faðir,
JÓN BJÖRN FRIÐRIKSSON
frá Ísafirði, málarameistari í Reykjavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
13. september og hefur útförin farið fram í
kyrrþey. Við þökkum starfsfólki á
gjörgæsludeild og A7 yndislega umönnun,
og vinum hans fallega vináttu.
Bjarndís, Steinþór, Helgi Mar,
Nína M. Jónsdóttir
og fjölskyldur